Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1996, Blaðsíða 38

Víkurfréttir - 19.12.1996, Blaðsíða 38
A sumarsól- ” stöðum, A föstudaginn 21.júni 1996 kl. 22.30 safnaðist fólk saman á upp- fyllinguna við skútann (Heiti: Stóri skúti eða Svarti skúti) í Grófinni. Þaðan hafði verið auglýst „Jónsmessuganga á Bergið". Eysteinn Eyjólfsson hafði í símtali beðið mig að leiða gönguna, sem var liður í „Sumar á Suðumesjum". 1 víkurgróf). Nafnið Stóri skúti kemur ef- laust til af því að hér fyrir inn- an var minni skúti, „Litli skúti", en eins og sjá má hefur Bergið hér, verið sprengt nið- ur. í Stóra skúta gætti sjávarfalla, áður en uppfyllingin, sem við stöndum á kom. Grillaðstöð- una í skútanum, efni og vinnu, gáfu Keflavíkurverktakar. Hér fyrir ofan er Háaberg sem stundum var kallað Hekkið, því fjær að sjá líkist það algengustu gerð aft- urenda báta, sem kölluð voru kölluð var Stíflan. Fyrir ofan hana varð til tjörn, úr vatni sem rann af aðhallandi land- inu þar um kring. í Stíflunni var rauf, umgerð hennar var steypt og þannig búin að liægt var að stjóma vatnshæðinni og ráða nokkru um hvemig frysi á vatninu. Isinn var fluttur á sleðum í ís- húsið hjá Duus. Hér nokkuð innarlega í suðurbakkanum átti Ingiber Olafsson ís- geymslu sem kölluð var Jarð- húsið. SKIPAKVÍ Jónsmessu ganga hinu besta veðri voru þar mættir 130 til 150 manns, á öllum aldri og nokkurrir út- lendingar. Ráðgert var að ganga frá skútanum og fara gömlu þjóðleiðina út skagann, að kirkjugarðinum og þaðan niður í Helguvík. Þar yrði „brugðið á leik ..." og síðan haldið heim eftir göngu- stígnum. Ég skoðaði þessa leið, gekk Gróftna að kartöflugörðunum og fór eina af fremri götunum sem liggur í gegnum þá. Nokkuð fyrir ofan garðlönd- inn, í átt að Klifinu sést gamla þjóðleiðin, sem liefur verið fjölfarin, þar sem verslanirnar voru í Keflavík og Útskála- kirkja sóknarkirkja Kellvík- inga. í símtali sent E.E. átti við ntig, fyrir gönguna, kom okkur saman um að fara ekki þessa leið. en ganga frá skút- anum, göngustfginn að Helguvík. VIÐ STÓRA SKÚTA Ég bauð fólkið velkomið og lýsti ánæju með fjölda þátttak- enda. Svæði hér á langa sögu sem mig langar að drepa aðeins á. Nyrstu mörk bæjarins voru lengst af í miðja Gróf (Kefla- hekk. Ketlavíkurbjarg er hér út Keflavíkina en landið út frá bjargbrúninni heitir Hólms- berg. Búið er að ryðja niður bakkanum sem var hér fyrir innan. Hann veitti nokkuð skjól fyrir norðanátt. í honum var einstígi upp Bergið sent kallað var Lambastígur. Grasigróin brekka lá upp Bergið, hún gekk undir nafn- inu Kartönugarðurinn, því þar höfðu verið ræktaðar kart- öflur. A þrjá vegu frá berg- brún var hlaðinn garður um hann. ÍSFRAMLEIÐSLA Innarlega í Grófmni var fyrir- hleðsla, úr torfí og grjóti, sem Nokkuð fyrir neðan Stífluna var Síkið, í því gætti flóðs og tjöru. Unt 1920 átti að gera þar „skipakvf‘, því verki varð ekki lokið. Vélbátar þess tíma komust þangað á háflæði og hægt að dytta að þeinr þar. Grófarbryggjan var byggð (1939) út frá steyptum garði, senr var hluti af skipakvínni. SUNDKENNSLA Við lagagerð ungmennafé- lagsins, (stofnaðl929) var hvatt til þess að bændaglíma nyti forgangs í íþróttum ung- mennafélaga landsins. Það leist stofnendum U.M.F.K. ekki á og settu sund í staðinn, þar sem það kæmi sér betur í sjávarplássi. Vel var unnið að sundkennslu á þess vegum og fór kennslan fram í sjónum hér, búningsaðstaða var í „Sundskálanunr" sem stóð neðarlega í Kartöflugarðinum. Hinar síungu Maria Kjartans- dóttir (Malla) og Halla Þor- steinsdóttir vor í göngunni, hér lærðu þær sund í „gamla- daga", ásamt vinkonum og vinum. Haldin voru sundmót, sem þær tóku þátt í og á Halla metalíu frá þessurn tíma. (U.M F.K. stóð fyrir byggingu sundlaugar sem var vígð 1939, í dag er hún Sundhöll Keflavíkur). HUGSJÓN RÆTIST Dráttarbraut Keflavíkur var hér, byggingamar handan hafnarinnar tilheyrðu henni. Uppsátur „Slippsins", Grófar- bryggjan og það sem eftir var af lokubúnaði skipakvíarinnar hurfú þegar sprengt var og grafíð fyrir þessari nútíma smábátakví, sem við sjáum hér. ÞÁ HÓFST GANGAN Haldið var frá Stóra skúta á Háaberg. Útsýni er þar gott. Vakin var athygli á að hér er einn af þeim stöðum, sem tek- ið var grjót í hinar miklu og fallegu hleðslur sem prýddu Keflavík, af þeim er mikill sjónarsviptir. Verklag þess tímam er þar mög sýnilegt. Ef horft er í norður, sérst steyptur stöpull. þar eru stéttar klappir. í þeim em pollar sem sagt var að þomuðu ekki upp, í þeim lifðu homsíli. Þar er líka "Brunnur", sér- stök náttúrusmíð. Fyrsti ábúandi Bergsins Niko- lai Elíasson nýtti vatnið hér til að brynna kúnurn sínum. Nú var haldið eftir göngustígnum út í Stekkjarlá. Á vegi okkar eru sléttar klappir, á þeim eru brotnir kuðunga, mávamir velja svona aðstæður og láta kuðunga falla á þær, svo þeir brottni, við það ná þeir í krab- bana sem em í kuðungununt. I Stekkjalánni var áð og stigið í „Ræðustólinn". Eldri maður sagði mér að á hans yngri árunt hefði fólk kontið hér saman, haft nteð sér nesti og farið í leiki. Nafnið ber það nteð sér að hér hefur verið stekkur og hér em rústir. Ekki er vitað hvort stekkurinn var, Leirumanna eða Keflvíkinga, en eins og fram hefur kornið var einstígi upp Bergið kallað Lambastíg- ur og ntá ætla að það liafi ver- ið lömb fjáreigenda í Keflavík sem rekin vom eftir honum, til yfirsetu í Stekkjarlá. Hér rétt utar er Skálinn (hvilft í stein), þar var þorstanum sval- að ef í henni var vatn, en alltaf gert krossmark yfir það áður. Einhver athafnamaður hefur múrhúðað Skálina að innan. Næst var Nýpan (Brennu- nýpa), sagt er að þar hafi eldar verið kveiktir, til að vísa skip- um inn á Keflavíkina. Þegar hér er komið er nokkurt los á hópnum, fólk er dreift og heldur í átt til Helguvíkur. Nokkrir höfðu staðnænrdst við heillegt skotbyrgi, á norð- ursvæði Hellumiða. Skot- veiðimenn áttu sín byrgi, í þá daga skutu menn sér til matar. Sagt var að maður, sent stund- aði ntikið skotveiði og átti eitt af byrgunum, sem við ltann var kennt, hafi sagt „fór nteð eitt (skot) kem með tvo (fugla)“. ÚTUNDIR HELGUVÍK Útundir Helguvík þakkaði ég fyrir mig og gat þess að Berg- ið væri friðlýst urn 120 metra inná Bergið hér, í beina línu unt 120 metra inná Bergið fyrir utan Nýpu og um 120 metra inná Bergið frá Kefla- víkurbjargi, niður í byggð á Berginu. Nú tók jarðfræðingurinn Ægir Sigurðason við og lýsti jarð- sögu svæðisins. Eftir það var kveikt í bálkesti í JOLABLAÐ 1996 Víkurfréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.