Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1996, Blaðsíða 48

Víkurfréttir - 19.12.1996, Blaðsíða 48
Sr. Önundur Björnsson tók við embætti sóknarprests í Út- skálaprestakalli frá og með 1. ágúst sl. til eins árs í fjarveru sr. Hjartar Magna Jóhanns- sonar. Að sögn Önundar líkar honum vistin ákallega vel og vildi hann láta þess sérstak- lega getið hversu vel honum og fjölskyldu hans hefur verið tekið af heimamönnum. Líkt og hjá öðrum nálgast jólin óð- fluga hjá sr. Önundi en sá tími er trúlega hvað annasamastur hjá prestum. Sr. Önundur hefur að tnestu alið aldur sinn í Reykjavík ef frá eru talin sex ár vestur á Flateyri við Önundarljörð þar sem faðir hans Bjöm Önund- arson hóf læknisferil sinn. Þess má til gamans geta að Bjöm, sem verður sjötugur í apríl n.k., gegnir staili heilsu- gæslulæknis á Þingeyri og Flateyri þar sem Itann býr nú ásamt konu sinni, Sigríði Sig- urjónsdóttur. Sr. Önundur var sóknarprestur í Bjarnanes- prestakalli, sem er Homfjarð- arhérað, í fjögur ár eða frá 1982 til 1986. Önundur segist kunna mjög vel við sig í Garðinum. „Sem kannski helgast af því að í eðli mínu er ég dreifbýlissál. Það skemmir heldur ekki fyrir að vera í jaðri höfuðborgarinnar en samt laus við argaþvargið þar“. Kona sr. Önundar er Harpa Viðarsdóttir lyfjafræð- ingur hjá Apóteki Keflavíkur og eiga þau tvö börn, Elín- borgu Hörpu 3ja ára og Bjöm Heimi sem er sjö mánaða. Önundur á einnig uppkomin böm sem búsett eru í Reykja- vík, þau Sigríði 27 ára og körfuboltamanninn Eirík 22ja ára sem er dóttursonur sr. Ei- ríks Brynjólfssonar sem í eina tíð var prestur á Útskálum. Skemmtileg tilviljun þar. Jólin eru annasamur tími hjá prestum og lék okkur fon’itni á að vita hvort öll jól væru eins og hvert innihald jólanna ætti að vera. „Jólin eru í eðli sínu fjöl- skylduhátíð þar sem meðlimir fjölskyldunnar reyna eftir föngum að þakka, gleðja, gleðjast og gefa; þakka það sem áunnist hefur og gefa ást, kærleika og hlýju. Innpökk- uðu gjafirnar þurfa ekki að vera stórar og eiga raunar ekki að vera það til þess að þær nái settu markmiði. Gjöfina færi ég þér til þess að sýna að ég man eftir þér og að mér þykir ofur vænt um þig; Hugurinn sem að baki býr er besta jóla- gjöfin. Menn eiga fyrst og síð- ast að halda vel og fallega utan um fjölskyldu sína, minnast góðra vina og ætt- ingja, nær og fjær, sem og jreirra sem eru famir. Jólin em að því leyti hver öðrum lík að ár hvert koma þau til að ýta við okkur, minna okkur á að dusta rykið af trúarlífi okkar, fara til kirkju og gefa Guði dýrðina sem gaf okkur son sinn og endurlausnara, ljósið mikla sem við okkur skín í blíðu og stríðu, Jesú Krist“,segir Önundur. Hvað er borið á borð á þínu heimili á aðfangadagskvöld? „Þótt e.t.v. sé Ijótt að skjóta þann fagra fiðurfénað sem rjúpan er, þá em þær nú samt uppistaða jólamáltíðarinnar. Rjúpur hafa verið borðaðar á mínu heimili frá fyrstu tíð og enga lykt finn ég betri og meira við hæfi jólanna en rjúpnalyktina eins og hún lagðist í |5efskyn mín í bam- æsku úr eldhúsinu hjá mömmu. Þegar ég finn þessa lykt, sem aðeins gerist þetta eina kvöld ársins, fer ekki hjá því að hugurinn hverfí aftur til æskuáranna og fylli hugann barnslegri tilhlökkun til kvöldsins eins og það leggur sig“, segir Önundur. Getur þú lýst stuttlega hvemig jólaguðþjónusturnar fara fram? „Jólaguðþjónusturnar eru af- skaplega hefðbundnar að öðru leyti en því að það em hrein- ustu fonéttindi að fá að standa fyrir altarinu á þessari ljóssins hátíð og þjóna Guði sfnum og upplifa þá helgi sem í hugum fólksins býr. Það er mjög erfitt að lýsa þeirri stemmningu sem ríkir í helgihaldi jólanna á annan hátt en þann að sjálf- um finnst mér Guð vera yfír og allt um kring í kirkjunni. Svo sterk er návist hans“, seg- ir Önundur. „Um leið og ég óska öllum Suðurnesjamönn- um gleðilegra og friðsælla jóla, góðs og farsæls komandi árs vil ég leyfa mér að minna þá sem em aflögufærir á bág- stadda nær og f]ær“. Auk þess að starfa sem prest- ur er Önundur leikinn með pennan og eltir liann liggja 6 bækur. Um síðustu ljóð kom út bók eftir hann er nefnist „Fimm læknar segja frá“ og nú um jólin gefur hann út bókina „Ég skal - fímm fatl- aðir framsæknir segja frá“. Þeir sem segja sögu sína eru Leifur Magnússon, Gylfi Baldursson, Ámi Helgason, Guðmundur Magnússon og Jón H. Sigurðsson. „Þetta eru duglegir menn sem hafa skila ótrúlegu lífsstarfí miðað við fötlun. Tilgangur bókarinnar er að koma öðmm að liði sem eiga kannski eftir að lenda í slíkum skakkaföllum", segir Önundur. Sr. Önundur mun halda aftan- söng f Útskálakirkju klukkan sex á aðfangadag og síðan heldur hann miðnæturguð- þjónustu í Hvalsneskirkju klukkan ellefu um kvöldið þegar sóknarbörn hafa gætt sér á jólasteikinni og lokið við að opna jólapakkana. Slíkar guðþjónustur hafa náð aukn- uni vinsældum á síðari árum og telur Önundur fólk vilja auka á hátíðleikann með þess- um hætti. Á jóladag sjálfan verður hátíðarguðsþjónusta f Útskálakirkju klukkan tvö og í Hvalsneskirkju klukkan ell- efu árdegis. Jólahappdntiti Víkurfretta o« verslana á Suðumesjum Um 70 vinningar fyrir þá sem versla heima! Ef |)ú verslar fyrir 5000- kr. eöa meira í eftirtöldum verslunum frá 7. desember til jóla færðu afhenta happdrættismiða, í hvcrt ski[)li. Dregið verður úr þessum risapotti strax eftir áraniót. Vinningsnúmer verða svo birt í Víkurfréttum 5. janúar. I ieppnir vinningshafar geta síðan vitjað yinninganna í viðkomandi verslunum eða fyrirtækjum gegn framvísun miðans. Vinningshafa aukavinninganna biðjum við vinsamlega að hafa samband við skrifstolu Víkurfrétta. Glæsilegir vinningar eru ffá eftirtöldum verslunum og fyrirtækjum. Þar færðu happ- drættismiða ef |)ú verslar lyrir 5(X)0,- kr. eða meira í hverl skipti dagana 7.-24. desember. FÍNNÍNGAR/ París - Vöruúttekt 4000. - kr. Gallery Förðun - Vöruúttekt 3.000.- kr. Mango - Vöruúttekt 5.000.- kr. Persóna - vöruúttekt 5.000.- kr. fíafhús - 4 geisladiskar fyrir allt ad 2000 kr. hver Álnabær - Tvær vöruúttektir fyrir 5000.- kr. hvor Ársól - Fataúttekt fyrir 5000. - kr. Áprcntun Einars - Tvær vöruúttektir fyrir 4000.- kr. hvor Básinn - Olís - Tvær vöruúttektir fyrir 5000. - kr. hvor (ekki bensín) Bókabud Keflavíkur - Tvær bækur: Lögmálin 7 um velgengni. Draumaland- Vöruúttekt fyrir 5000.- kr. Dropinn - Þrjár vöruúttektir fyrir 5000.- kr. hver. Exo - Tveir geisladiskastandar (á 4900. - kr, hvor) Föndurheimar - Tvö keramik-jólatre Georg Hannah - Tvær vöruúttektir fyrir5000.- hvor. Glodin - 5 rétta kvöldverdur fyrir tvo Innrömmun Suðurnesja - Tveir kassar af kristalsglösum K- sport - Þrjár vöruúttektir fyrir 5000. - kr. hver Koda - Vöruúttekt 5000.- kr Kósý - Þrjár vöruúttektir fyrir 3000.- kr. hvor Ljósboginn -Vöfflujárn og samlokugrill Matarlyst - Tveir snittubakkar med 60 snittum hvor Pizza 67 - Tvær vöruúttektir 5000.- kr. hvor fíafbúd fí. Ó. - Tvær vöruúttektir fyrir 5000. - hvor Verslun Sig. Ingvars. Gardi - Tvær vöruúttektir fyrir 5000.- kr hvor Rúbín Tvær vöruúttektir fyrir 3500.- kr. hvor Skóbúðin Vöruúttekt fyrir 5000.- kr Snyrtistofa Hrannar - Gjafabréf fyrir4000,- kr. Sportbúd Óskars -Tvær vöruúttektir fyrir 5000.- hvor Stapafell -Tvær vöruúttektir fyrW5000.- hvor Tölvuvæding -Tvær vöruúttektir fyrir 5000,- hvor Þristurinn - Kvöldverdur fyrir tvo á Þristinum Einnig glœsilegir aukavinningar s.s.: CmÍsIíiih ú svílunni á Hótcl Keflavík, adgangnr að lieilsu- núðslöðinni á hótelinn og Ijósatímar á Sólluísinu. Gjafakassi frá Kaffitár. Bodsiniði fyrir tvo á Keflavíkumcelur ásaint kvöld- verði frá Veitingaliúsinu Slapa. Prjár vöruúltektir kr. 3.000.- hverfrá versluninni Hjá Önnu. Kvöldverður fyrir tvo á Þristinuni 12 manna niarsipanterlafrá Valgeirsbakaríi irímiöi í Nýja Bíó fyrir einn, allan jamíar Gjafabréffrá Argeutínu sleikhúsi .1OLABLAÐ 1996 Víkurfréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.