Víkurfréttir - 18.12.1997, Qupperneq 2
HJÖRTUR MAGNI JOHANNSSON SKRIFAR JOLAHUGLEIÐINGU
Jól, völd og mannieg samskipti
Hefðu fjölmiðlar þess tíma talið
það fréttnæmt? Nei, varla. Sagan
af fæðingu bamsins í fjárhúsinu í
Betlehem er lítil saga af látlausu
fólki, í litlu þorpi, í litlu landi, fyrir
langa löngu.
Sögusviðið var fjarri heimsins
tignum og völdum og öllu því sem
almennt telst fréttnæmt. Þó er það
svo að nú rétt tæpum tvö þúsund
árum síðar miðar meirihluti mann-
kyns tímatal sitt við þennan at-
burð. þ.e.a.s. fæðingu Jesú. I
aldana rás hefur ótölulegur tjöldi
fólks allstaðar að úr heiminum sótt
styrk í þennan atburð og það sem
hann boðar. En hver man nú eftir
veraldlegu valds- og áhrifamönn-
um þess tíma, þeim Heródesi kon-
ungi og Kýreníusi landstjóra? Þeir
voru veraldlegir valdsmenn þess
tíma, voru afar áberandi í fjölmiðl-
um samfélagsins og stjómuðu með
ógn, valdbeitingu og herafli. Nú
man þá enginn lengur, nema hugs-
anlega sem aukapersónur í sög-
unni um Jesú Krist.
Fæðing bamsins í fjárhúsinu í Bet-
lehem boðaði nýja tíma og annars
konar vald. Vald ungbamsins sem
lagt var í jötu byggist ekki á ógnar-
mætti, fjármagns- eða hemaðar-
styrk. Jesú hafnaði slíku valdi.
Fæðingarfrásagan og síðan líf og
starf Jesú sýnir okkur annars konar
vald sem er vald kærleikans. Vald
kærleikans gmndvallast ekki á
aflsmun eða ógnarmætti heldur á
andstæðu þess sem er fyrirgefning,
líkn og umhyggja. Gjörvalt líf
lians var líf fyrir aðra. Hann gaf
sjálfan sig öðnant og leitaði ekki
síns eigin. Jafnvel óvinum sínum
mætti hann með kærleika og svar-
aði ofbeldi með elsku.
Áhrifamáttur hans var mikill. Boð-
skapur hans var kærleikur og rétt-
læti í mannlegum samskiptum.
Mannleg samskipti voru hans sér-
svið. Hann var meistari hins talaða
orðs og þannig nýtti hann sér fjöl-
miðla sinnar samtíðar til hins
ýtrasta. Fjölmiðlar hans tíma vom
ræðupúlt samkunduhúsana, sam-
komur, mannfagnaðir og veislur.
Hið ritaða orð var
aðeins fyrir fáa útvalda, á hans
tímum. Stundum notaði hann
skipsstefni sem predikunarstól,
stundum talaði hann á torgum úti
eða flutti fjallræður.
Orð hans og verk höfðu áhrif. Þau
skutu rótum í hjörtum manna og
báru síðan ávöxt.
Móðir Theresa var einn þeirra
ávaxta, tæpum tvö þúsund árum
síðar.
I okkar samtíð hefur líf og störf
móðir Theresu verið sterkur vitnis-
burður unt vald kærleikans. Fíf
hennar og störf á meðal þeirra sem
lægst eru settir í mannlegu samfé-
lagi hefur verið kröftugur vitnis-
burður um mátt kærleikans. I
baráttu sinni gegn myrkraöfl-
um illsku og óréttlætis í heimin-
um hefur hún beitt valdi kærleik-
ans. I augum margra get-
ur það birst sem
heimska, vanmáttur
og vöntun á valdi. Samt
hefur það reynst máttugra
en flest annað veraldlegt
vald og án ljóss kærleikans geta
fæstir lifað.
Það er aðeins með frelsandi mætti
kærleikans sem við getum sigrast á
mætti ntyrkursins:
Heims um ból helg em jól,
signuð mær son Guðs ól,
felsun mannanna, frelsisins lind,
frumglæði ljóssins, en gjörvöll
mannkind
meinvill í myrkrunum lá.
Heimi í hátíð er ný,
himneskt ljós lýsir ský,
liggur í jötunni lávarður heims,
lifandi bmnnur hins andlega
seims,
konungur lífs vors og ljóss.
(Sb. 1871-S. Eglisson)
Hvemig getum við látið mátt kær-
leikans móta dagleg samskipti
okkar?
Það hvemig við skiljum og skynj-
um valdið, mótar lífsafstöðu okk-
ar, gildismat og ntannleg sam-
skipti.
Reynum við nokkum tíma í illum
ásetningi að þvinga, blekkja eða
baktala náungann í okkar daglegu
samskiptum? Erum við gjarnari á
að dæma orð og athafnir annara,
frekar en okkar eigin?
Ef svo er þá er mikilvægt
að átta
sigá
eftirfarandi.
Kærleikurinn er þess eðlis að hann
þvingar engan, leitar ekki síns eig-
in, trúir öllu, vonar allt og umber
allt, eins og segir í kærleiksóðnum.
Fyrst er að trúa og treysta mætti
kærleikans og síðan að framganga
í þeirri trú.
Jólagjafimar em tákn um kærleika
jólanna. En jólagjafimar geta rétt
eins vitnað um hégóma, rangt
verðmætamat og bmðl. Gætum
þess að kærleiksgjafir jólanna lýsi
samsvarandi hugarfarsafstöðu og
kærleika hjartans.
Tillitssemi, hjálpsemi og ástúð em
ákaflega dýrmætar jólagjafir. Það
að gefa sér tíma, tala saman, hlusta
á og virða viðhorf annarra er ein-
nig í anda þeirra kærleiks sam-
skipta sem jólin boða okkur.
Ræðum þetta við náungann á
meðan hátíð stendur,
Guð gefi okkur friðsæl og gleði-
legjól,
Hjörtur Magni Jóhannsson.
(vlfllTív
r<W
Krétti kmm í
iiu iA. ('Umvtki
KróHa 09 Króní verÓ<i t afyri\%$\v\vH SfarisjóÓsiHS szvh Wír stýr*
'■SfdrisjóÓariHH \ OarÓi
SffiirisjóÓv\riHH \ YijtirÓvíR
SyarisjóÓv\riHH \ (xriH(L(w\k
-*>Y*risjóÓv\riHH \ KejHíivíK
KmkUr kowii í ífrtgg*
0<5 kíttii Kroww o^ Ktowa
M. 10.30
W. 11.30
W. 13-30
W. ly.oo
Króna og Króni
F^rír t\Wa Rr<iKKíi
J OLABLAÐ
Víkurfréttir