Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1997, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 18.12.1997, Blaðsíða 22
KRISTINN GUÐMUNDSSON SALTFISKVERKAN DI Kristinn Guðmunds- son er ungur salt- fiskverkandi og einn af þeim stœrstu á Suðurnesjum. Þegar hann var ungur sögðu kenn- arar hans „Kristinn, efþú ekki lœrir þá endar þú ífiski“. Hugur lians hefur oft leitað til þessa orða en hann segist sjálfur vera stoltur afþví að vinna í fiski. Eigandi Saltfisk- verkunar Kristins Guðmundssonar er 34 ára athafna- maður með óbilandi áhuga á fiski. Kristinn stofnaði fvr- irtækið fyrir tveimur árum síðan og byrjaði á því að festa kaup á flatningshníf en hann átti stál heima. í dag starfa 10 manns hjá fyrir- tækinu sem veltir um 300 milljónum á þessu ári. En hvert var upphafið? ÉG HAFDIALDREI VERID Á ATVINNULEYSISBÓT- UM OG LÍKADIÞAÐILLA „Ég hafði starfað í fiski frá því að ég var 14 ára gamall. Ég byrjaði hjá Kela rauða þegar ég var kettlingur en síð- an hóf ég störf hjá Skagaröst þegar ég var 15 ára og þar starfaði ég sern verkstjóri og síðar matsmaður. Þegar ég missti vinnu mína þar fór ég á atvinnuleysisbætur í tvo daga. Ég hal'ði aldrei áður verið á atvinnuleysisbótum og líkaði það illa. Því fór ég að braska með fisk fyrsta hálfa árið en byrja eftir það vinnslu á salt- fiski í sama húsnæði og Skagaröst sem hætti um þær mundir“. í upphafi starfaði Kristinn einn en síðan veitti kona hans, Dagmar Hauksdóttir, honum liðsinni og afhausaði á meðan hann flatti. Hún vinnur nú á skrifstofunni „enda var hún svo heppin að fá ofnæmi fyrir fiski“, segir Kristinn og hlær. Lengi vel starfaði jafnframt með þeim sextugur maður. Kristinn tók húsnæði Skagar- astar á leigu en ári síðar keypti hann það af Reykja- nesbæ og hefur hann unnið að endurbótum á því en húsnæð- ið er alls 550 fermetrar. „Það munar öllu að vera í eigin húsnæði. Ég er núna að klæða það að utan og breyta því eftir kröfum fiskistofu og er það orðið mjög gott“, segir Krist- inn. Auk vinnslusalarins er þar 110 fermetra efri loft sem er skrifstofa og starfsmannaað- staða og er kælirinn um 50 fennetrar. ÞETTA ER BÚID AD VERA STANSLAUS VINNAÍTVÖÁR „Fyrirtækið var alltaf að stækka. Allt var meira eða minna unnið í höndunum fyrsta árið, hausað, slægt og flatt en smám saman tóku vél- amar við. Ég hef ekkert stopp- að frá byrjun og er þetta búin að vera stanslaus vinna hjá fólkinu í tvö ár. Saltfisk- vinnsla er orðin vertíð allt árið. Veltan fyrsta árið var um 115 milljónir en veltan í ár stefnir í 300 milljónir. Að sögn Kristins er reksturinn sveiflukenndur. „Stundum KRISTINN ÁSAMT STARFSFÓLKINU í SALTFISKVINNSL UNNI. græðir maður og stundum tap- ar ntaður. Þetta hefur verið erfitt í ár þar sem gengið hefur verið að lækka síðan í janúar en það er nýbyrjað að fara upp aftur“. það var ekki auðveld ákvörð- un hjá þeint hjónum að hefja eigin rekstur. VISSUMAÐ OKKUR YRDIEKKITEKID EINS OGKÓNGUMHJÁ BANKANUM „Ég hafði náttúrulega gífur- lega reynslu en var þó hálf kjarklaus og ætlaði í raun aldrei í þetta. En ég hef alltaf unnið í fiski og eitt leiddi af öðru. Við veðsettum allar okkar eignir í byrjun sem var mikil áhætta en við stöndum vel í dag. Astæðan er sú að við vissum það að okkur yrði ekki tekið eins og kóngunt í bankanum. Það hefur alltaf verið okkar stefna að taka engin lán og t.d. staðgreiddum við öll tæki í húsinu. Að öðru leyti hefði þetta ekki verið hægt“. Vinnan hjá Kristni hefst í sím- anum á morgnana fram á há- degi en allur hans tími eftir það fer í að kaupa fisk. Hann fer á fiskmarkaðina tvisvar á dag og kaupir fisk bæði í Grindavík, Sandgerði og Garði. „Ég kaupi aðallega stóran netafisk svona 5 til 8 kfló og alltaf þorsk“, segir Kristinn. Hann segir innkaup- in ganga vel þótt það mætti vera nteiri fiskur. / DAG ER ÉG STOLTUR AFÞVÍADHAFA „ENDAD" í FISKI Kristinn er ekki sá eini í fjöl- skyldunni sem hefur komið nálægt fiski en aft hans Guð- leifur Isleifsson var skipstjóri á Keflvíkingi. Móðurbróðir hans Isleifur Guðleifsson afla- kóngur hefur jafnframt starfað á hafnarvigtinni í Keflavík í fjölda ára. Kristinn og Dag- mar eiga tvö böm, þau Önnu Guðbjörgu 15 ára og Jón Inga 8 ára og má segja að þau hafi alist upp við flsk. ,,Ég hugsa oft til þess þegar ég var í skóla og kennaramir sögðu við mig „Kristinn ef þú ekki lærir þá endar þú í fiski“. Ég kláraði 9. bekk og féll þar glæsilega og fór í fisk 14 ára“, segir Kristinn og hlær. „I dag er ég stoltur af því að hafa endað í fiski og ég lærði þó það“. En svona að lokum, borðar þú saltfisk? „Já, ég geri það núna en ég gerði það ekki í mörg ár. Mér fannst liann hreint ógeðslegur. Það eru svona 4 eða 5 ár síðan ég fór að borða hann og kon- an kvartar yfir því að hann sé ekki nógu oft á boðstólum“. JOLABLAÐ Víkurfréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.