Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1997, Side 22

Víkurfréttir - 18.12.1997, Side 22
KRISTINN GUÐMUNDSSON SALTFISKVERKAN DI Kristinn Guðmunds- son er ungur salt- fiskverkandi og einn af þeim stœrstu á Suðurnesjum. Þegar hann var ungur sögðu kenn- arar hans „Kristinn, efþú ekki lœrir þá endar þú ífiski“. Hugur lians hefur oft leitað til þessa orða en hann segist sjálfur vera stoltur afþví að vinna í fiski. Eigandi Saltfisk- verkunar Kristins Guðmundssonar er 34 ára athafna- maður með óbilandi áhuga á fiski. Kristinn stofnaði fvr- irtækið fyrir tveimur árum síðan og byrjaði á því að festa kaup á flatningshníf en hann átti stál heima. í dag starfa 10 manns hjá fyrir- tækinu sem veltir um 300 milljónum á þessu ári. En hvert var upphafið? ÉG HAFDIALDREI VERID Á ATVINNULEYSISBÓT- UM OG LÍKADIÞAÐILLA „Ég hafði starfað í fiski frá því að ég var 14 ára gamall. Ég byrjaði hjá Kela rauða þegar ég var kettlingur en síð- an hóf ég störf hjá Skagaröst þegar ég var 15 ára og þar starfaði ég sern verkstjóri og síðar matsmaður. Þegar ég missti vinnu mína þar fór ég á atvinnuleysisbætur í tvo daga. Ég hal'ði aldrei áður verið á atvinnuleysisbótum og líkaði það illa. Því fór ég að braska með fisk fyrsta hálfa árið en byrja eftir það vinnslu á salt- fiski í sama húsnæði og Skagaröst sem hætti um þær mundir“. í upphafi starfaði Kristinn einn en síðan veitti kona hans, Dagmar Hauksdóttir, honum liðsinni og afhausaði á meðan hann flatti. Hún vinnur nú á skrifstofunni „enda var hún svo heppin að fá ofnæmi fyrir fiski“, segir Kristinn og hlær. Lengi vel starfaði jafnframt með þeim sextugur maður. Kristinn tók húsnæði Skagar- astar á leigu en ári síðar keypti hann það af Reykja- nesbæ og hefur hann unnið að endurbótum á því en húsnæð- ið er alls 550 fermetrar. „Það munar öllu að vera í eigin húsnæði. Ég er núna að klæða það að utan og breyta því eftir kröfum fiskistofu og er það orðið mjög gott“, segir Krist- inn. Auk vinnslusalarins er þar 110 fermetra efri loft sem er skrifstofa og starfsmannaað- staða og er kælirinn um 50 fennetrar. ÞETTA ER BÚID AD VERA STANSLAUS VINNAÍTVÖÁR „Fyrirtækið var alltaf að stækka. Allt var meira eða minna unnið í höndunum fyrsta árið, hausað, slægt og flatt en smám saman tóku vél- amar við. Ég hef ekkert stopp- að frá byrjun og er þetta búin að vera stanslaus vinna hjá fólkinu í tvö ár. Saltfisk- vinnsla er orðin vertíð allt árið. Veltan fyrsta árið var um 115 milljónir en veltan í ár stefnir í 300 milljónir. Að sögn Kristins er reksturinn sveiflukenndur. „Stundum KRISTINN ÁSAMT STARFSFÓLKINU í SALTFISKVINNSL UNNI. græðir maður og stundum tap- ar ntaður. Þetta hefur verið erfitt í ár þar sem gengið hefur verið að lækka síðan í janúar en það er nýbyrjað að fara upp aftur“. það var ekki auðveld ákvörð- un hjá þeint hjónum að hefja eigin rekstur. VISSUMAÐ OKKUR YRDIEKKITEKID EINS OGKÓNGUMHJÁ BANKANUM „Ég hafði náttúrulega gífur- lega reynslu en var þó hálf kjarklaus og ætlaði í raun aldrei í þetta. En ég hef alltaf unnið í fiski og eitt leiddi af öðru. Við veðsettum allar okkar eignir í byrjun sem var mikil áhætta en við stöndum vel í dag. Astæðan er sú að við vissum það að okkur yrði ekki tekið eins og kóngunt í bankanum. Það hefur alltaf verið okkar stefna að taka engin lán og t.d. staðgreiddum við öll tæki í húsinu. Að öðru leyti hefði þetta ekki verið hægt“. Vinnan hjá Kristni hefst í sím- anum á morgnana fram á há- degi en allur hans tími eftir það fer í að kaupa fisk. Hann fer á fiskmarkaðina tvisvar á dag og kaupir fisk bæði í Grindavík, Sandgerði og Garði. „Ég kaupi aðallega stóran netafisk svona 5 til 8 kfló og alltaf þorsk“, segir Kristinn. Hann segir innkaup- in ganga vel þótt það mætti vera nteiri fiskur. / DAG ER ÉG STOLTUR AFÞVÍADHAFA „ENDAD" í FISKI Kristinn er ekki sá eini í fjöl- skyldunni sem hefur komið nálægt fiski en aft hans Guð- leifur Isleifsson var skipstjóri á Keflvíkingi. Móðurbróðir hans Isleifur Guðleifsson afla- kóngur hefur jafnframt starfað á hafnarvigtinni í Keflavík í fjölda ára. Kristinn og Dag- mar eiga tvö böm, þau Önnu Guðbjörgu 15 ára og Jón Inga 8 ára og má segja að þau hafi alist upp við flsk. ,,Ég hugsa oft til þess þegar ég var í skóla og kennaramir sögðu við mig „Kristinn ef þú ekki lærir þá endar þú í fiski“. Ég kláraði 9. bekk og féll þar glæsilega og fór í fisk 14 ára“, segir Kristinn og hlær. „I dag er ég stoltur af því að hafa endað í fiski og ég lærði þó það“. En svona að lokum, borðar þú saltfisk? „Já, ég geri það núna en ég gerði það ekki í mörg ár. Mér fannst liann hreint ógeðslegur. Það eru svona 4 eða 5 ár síðan ég fór að borða hann og kon- an kvartar yfir því að hann sé ekki nógu oft á boðstólum“. JOLABLAÐ Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.