Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1997, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 18.12.1997, Blaðsíða 12
Vinningshafar í jólaglaðningi sparisjóðanna Valdimar Birgisson og Kristín Gyða Njálsdóttir eru vinningshafar í Jólaglaðningaleik sparisjóðanna og Alþjóða lífti'yggingafélagsins. Vinningurinn sem þau Valdimar og Kristín fengu var sá að sparisjóðimir greiða fyrir þau alla reikninga desembermánaðar sem þau greiða í Greiðsluþjónustunni. Allir viðskiptavinir Sparisjóðsins sem eru meðlimir í Greiðsluþjónustu Sparisjóðsins og eru með líftryggingu frá Alþjóða líftiyggingafélaginu vom sjálfkrafa þátttak- endur í jólapottinum. A myndinni eru f.v. Páll Jónsson, sparisjóðsstjóri, Daði Friðriksson frá Alþjóða líftryggingafélaginu, Ema Amadóttir, þjónustustjóri og þau Kristín og Valdimar. 1/iðskiptafræðingur- Endurskoðandi Varnarliðið - Laust starf Stjórnsýsluskrifstofa Varnarlidsins á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða starfs- mann í fast starf. Á skrifstofunni starfa sex einstaklingar. Starfið felur í sér eftirlit með fram- kvæmd á hinum margvíslegu reglu- gerðum sem í gildi eru hverju sinni, bæði á stjórnunar- og fjármálasviði. Starfsmanni er ætlað að gera tillögur sem gætu leitt til umbóta, auk þess að semja skýrslur á ensku. Starfsmaður er ábyrgur fyrir gerð, umsjón og eftirliti með þjón- ustusamningum milli stofnana Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Menntun og reynsla: Æskileg menntun er endurskoðun eða viðskiptafræði auk mjög góðrar enskukunnáttu, bæði á talað mál og ritað. Þekking á íslensku launakerfi ásamt lögum og reglum er varða íslenskan launamarkað er nauðsynleg, ásamt notkun tölva og algengustu forrita fyrir Windows. Umsækjandi þarf að vera mjög ná- kvæmur, hafa góða skipulagshæfileika og eiga auðvelt með að umgangast fólk. Samstarfsaðilar eru bæði Islendingar og Bandaríkjamenn. Þar sem starfið er mjög umfangsmikið og krefjandi og hér að framan aðeins tekið fram það helsta, er nauðsynlegt að væntanlegir umsækjendur lesi starfs- lýsingu sem liggur frammi hjá ráðningardeild varnarmálaskrifstofu að Brekkustíg 39, Njarðvík. Umsóknir skulu berast til ráðningar- deildar varnarmálaskrifstofu, Brekku- stíg 39, Njarðvík, sími: 421-1973, ekki síðar en þriðjudaginn 6. janúar n.k. Öllum umsóknum verður svarað skriflega. Nýja bíó í Keflavík í smíðum árið 1947 Nýja Bíó 50 ára -bíómiðinn á 50 Kvikmyndahúsið Nýja bíó fagnar 50 ára starfsafmæli sínu um þessar mundir og af því tilefni mun bíómiðinn kosta 50 kr. á öllum sýningum bíósins nk. laugar- dag. Nýja bíó var byggt árið 1947 og stóð E.O. Asberg kaup- maður fyrir byggingu þess. Hann var forstjóri félagsins sem nefnt var Nýja bíó. Eig- andi þess í dag er Ami Samú- elsson sem rekur Sambíóhús- in í Reykjavík. Eiginkona hans er Guðný Ásberg og er hún dóttir E.O. Ásberg. Davíð Jónatansson er rekstr- kr. á laugardaginn arstjóri Nýja bíós og hefur hann lagt áherslu á forsýning- ar ntynda á sama tíma og í Reykjavík. Allt húsnæði kvik- myndahússins hefur verið tekið í gegn og er von á nýju hljóðkerfi á næstunni. Húsið var klætt að utan á síðasta ári og að sögn Daníels verður lokið við að klæða bakhliðina á næstunni. Aðsókn á sýningar hefur auk- ist hægt og bítandi að sögn Daníels og er það von hans að Suðumesjamenn haldi áfram að sækja Nýja bíó næstu 50 árin. Sossa a forsíðunni Forsíðumynd Jólablaðs Víkurfrétta er eftir Sossu, listamann Reykjanesbæjar 1997. Myndin heitir „Vitringar". Víkurás að opna ári eftir brunann Trésmiðjan Víkurás við Iða- velli í Keflavík opnar form- lega að nýju 29. des. nk. nákvæmlega ári frá stórbruna sem varð í verksmiðjuhúsinu sama dag í fyrra. Verður opið hús af þvf tilefni sunnudaginn 28. des. kl. 13-17 og bæjar- búum boðið að koma að skoða verksmiðjuna. SAMEININGAR ER EKKIÞORFIVOGUM TIL AÐ STANDA UNDIR REKSTRIOG FJÁRFESTINGUM Athugasemdir við grein Guðmundar Sigurðssonar í síðasta tölublaði Víkurfrétta í grein sinni ræðir Guðmundur um nauðsyn sameiningar m.a. á þeim forsendum, að hann efaðist um að Vogar gætu staðið undir rekstri og ijárfestingum undanfarinna ára og vitnaði sérstaklega í byggingu leik- skóla, íþróttamiðstöðvar og nú tvöföldum gmnnskólans. Það er rétt að mikið hefur verið framkvæmt á undanfömum 7 ámm og þjónustan við íbúana aukin vemlega. Hins vegar er alrangt að sameiningar sé þörf vegna mikilla fjárfestinga og þvf síður vegna rekstursins. Síðastliðin ár hefur rekstur hreppsins verið með þeim hagstæðustu á landinu, ef miðað er við skatttekjur á fbúa. Rekstur sveitarfélaga á Suðumesjum s.l. 4 ár var að meðaltali 79% af skatttekjum og á landinu öllu 82%. í Vatnsleysustrandarhreppi var þetta hlutfall aðeins 66%. Þrátt fyrir það bjóðum við íbúum okkar upp á sambærilega þjónustu og önnur sveitarfélög á Suðumesjum. T.d. bjóðum við vistun á leikskóla fyrir böm frá eins árs aldri. Vegna þess hve rekstur okkar er haghvæmur er gott svigrúm til fjárfestinga og til greiðslu skulda. Þegar íþróttamiðstöðin varbyggð 1993, heyrðust efasemdaraddir um að sveitar- félagið réði við íjárfestinguna og því síður reksturinn. Aftur á móti sýndi 4ra ára rekstrar- áætlun með óyggjandi hætti að óhætt væri að ráðast í framkvæmdina. Nú 4 ámm seinna hefur meirhluti lána vegna Iþróttamiðstöðvar verið greidd upp og sveitarfélagið töluvert undir landsmeðaltali í rekstrarkosmaði. Við tvöföldun gmnnskólans eykst rekstrarkostnaður hreppsins urn 2% af skatt- tekjum og verður greiðslu- byrgði lána mun minni en þegar Iþróttamiðstöðin var byggð. Landslagsarkitektar hafa unnið að umhverfishönnun fyrir Voga s.l. hálft ár og munu skila skýrslu í janúar n.k. Lögð verður áhersla á fjölskylduvænt umhverfi þ.s. leiksvæði, göngu- stígar, götur og gangstéttar em efst á biaði. Strax á næsta ári verður hafist handa við ffamkvæmdir. Böm í Vogum hafa sama rétt og önnur böm á Suðumesjum varðandi tónlistarkennslu. Sveitarfélagið er með samning við tónlistaskólann í Njarðvík sem sinnir þeim bömum sem óska eftir tónlistarkennslu. Aftur á móti bjóðum við ekki upp á strætisvagnaferðir. Þegar viðbygging gmnnskólans hefur verið tekin í gagnið, aukast möguleikar á því að bjóða tón- listarkennslu í skólanum. Unglingar sem sækja skóla í Reykjanesbæ njóta sömu þjónustu og unglingar frá öðrum sveitarfélögum á Suðumesjum, þ.e. þeim er ekið í og frá skóla. Að lokum vil ég árétta rangfærslur sem fram komu í Víkurfréttum 4. desember s.l., varðandi Hafnarsamlag Suðumesja. Þar er haft eftir Guðmundi að samlagið hafi lagt til 30 miiljónir við sameininguna, þ.a. 15 milljónir til greiðslu skuldarog 15 milljónir í framkvæmdir. Hið rétta er: Við sameiningu hafnanna yfirtók Hafnarsamlagið eignir og skuldir, þaraf 15 milljón króna skuld hafnarinnar. Viðgerð á hafhargarðinum í Vogum sem kostaði 15 milljónir, varekki greidd af Hafnarsamlaginu, nema að 10% hluta, 90 % kostnaðar er greiddur af rík- isvaldinu. Þessi framkvæmd hefur verið á hafnaráætlun í mörg ár og aðstoðuðu þing- menn kjördæmisins við að ná henni í gegn. Að lokum, Vatnsleysu- strandarhreppur er í engu sam- starfi á Suðumesjum varðandi vegamál. Sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps Jóhanna Revnisdóttir. JOLABLAÐ Víkurfréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.