Víkurfréttir - 18.12.1997, Blaðsíða 10
FORVARNASTARF íÞROTTABANDALAGS REYKJANESBÆJAR:
Forvamir eru eilífðarverkefni
Mikið forvamarstarf hefur farið
fram innan íþróttabandalags
Reykjanesbæjar undanfarið ár
en innan hreyfíngarinnar hefur
forvarnahópur starfað í sam-
vinnu við fjölda aðila á Suður-
nesjum.
Um þessar mundir verður dreift
í Reykjanesbæ áskorun til for-
eldra þar sem þeir eru hvattir til
þess að kaupa hvorki né veita
bömum sínum áfengi.
Þetta er aðeins byrjunin en
formlegt foivamastarf IRB mun
hefjast I. febrúar á næsta ári.
Hjálmar Ámason alþingismað-
ur er fomiaður ÍRB og Jóhann
Magnússon er verkefnisstjóri
forvarnaverkefnisins ásamt
Frey Sverrissyni.
Að sögn Hjálmars var grunur
þeirra sem starfa innan ÍRB
staðfestur á borgarafundi sem
haldinn var nýverið en |rar voru
birtar sláandi niðurstöður rann-
sóknarstofnunar uppeldis- og
menntamála er varðar hagi ungs
fólks á Islandi. Það sem kom þó
helst á óvart var hversu ung-
menni á Suðumesjum skám sig
úr.
„Aðalvandinn var sá að okkar
mati að fólk talaði ekki saman.
Það kom síðan í ljós á fyrstu
fundum forvarnahópanna að
það var mikil gerjun í gangi
meðal fólks enda starfa nú um
70 manns í þessum hópum“,
segir Hjálmar.
„Við byrjuðum á því fyrir ári
síðan að senda frá okkur tillög-
ur um breyttan útivistartíma.
Þar voru reglumar samræmdar
og gerðar raunhæfar auk þess
sem við lögðum áherslu á að
þeim væri fylgt eftir. Það er
jafnframt í skoðun hjá Skóla-
málaskrifstofu Reykjanesbæjar
að taka upp danskennslu I skól-
um en slíkt er liður í forvömum.
Við sendunt líka tillögur til
Jóhann Magnússon og
Hjálmar Arnason:
...Þab er mikilvægt ab for-
eldrar forgangsrabi tíma
sínum og skobi hversu
miklu afhonum er eytt
meb börnunum..
Skólamálaskrifstofu um að
munnleg tjáning verði kennd í
skólum frá leikskólastigi og upp
úr. Að lokum höfum við gert
jtað að tillögu okkar að krökk-
um verði kennd kerfisbundin
slökun".
ÍRB hefur sótt um styrki til
verkefnisins og m.a. fengið út-
hlutað 700 þúsund krónum frá
Forvamasjóði heilbrigðisráðu-
neytis, Reykjanesbær mun
styrkja verkefnið um eina millj-
ón og verkefnið hefur hlotið
góðar undirtektir hjá fyrirtækj-
um á Suðumesjum.
Stefán Bjarkason íþrótta- og
tómstundafulltrúi er tengiliður
verkefnisins við Reykjanesbæ
og að sögn þeirra Hjálmars og
Jóhanns hefur hann veitt verk-
efninu mikið lið.
Alls starfa 10 hópar að for-
vamaverkefninu sem er að sögn
Jóa eilífðarverkefni frá vöggu
til grafar.
„Við erunt í raun aðeins að
styrkja það sem er í gangi og
virkja fólk til samstarfs. Sem
dæmi má nefna að við vöktum
upp nemendafélögin sem voru í
raun sofandi og árangurinn er sá
að krakkarnir eru búnir að
skipuleggja smiðjur".
Hjálmar tekur undir þetta. „Til-
gangurinn er að fá börnin til
samstarfs og vinna með þeim
þannig að þau finni að þau hafi
eitthvað til málanna að leggja
og að það sé tekið mark á þeim.
Þannig er hægt að virkja þau
gífurlega mikið“.
Jafhingjafræðslan mun koma að
verkefninu ásamt fulltrúum
íþrótta- og tómstundafélaga,
vinnustaða, foreldraráða, for-
eldra, leikskóla og grunnskóla
svo eitthvað sé nefnt en verk-
efnið byggir á samstarfi fjölda
aðila.
Hjálmar og Jóhann binda mest-
ar vonir við svokallaðan for-
eldrasamning sem verður á veg-
um foreldrafélaganna og Skóla-
málaskrifstofu. Þar munu for-
eldrar í hverjum bekk skrifa
undir samning um hlutverk sitt
og annarra foreldra þar sem
reglur þeirra verða samræmdar.
„Með þessum samningi erum
við að segja að við viljum tala
saman og vinna saman enda
hafa rannsóknir sýnt að sam-
skipti bama við foreldra em svo
mikilvæg og því er þetta stór
hluti í forvömum. Það er mikil-
vægt að foreldrar forgangsraði
tíma sínum og skoði hversu
miklu af honum er eytt með
bömunum." segir Hjálmar.
„Það er staðreynd að við hér á
Suðurnesjum leggjum mikið
upp úr veraldlegum hlutum til
þess að byggja upp lífsham-
ingju. Það þýðir einfaldlega að
fólk þarf að eyða miklum tíma
til þess að vinna fyrir þessum
lífsgæðum og bömin gleymast.
Svo kemur fólk heim þreytt úr
vinnu og þá er svo þægilegt að
segja við bömin „æ, farðu inn í
herbergið þitt og horföu á sjón-
varpið" og má benda á það að
óformleg könnun meðal 10 ára
nemenda í Myllubakkaskóla
sýndi að 70% þeirra áttu eigið
sjónvarp í herbergjum sínum.
Slíkt stuðlar náttúmlega ekki að
auknum samskiptum bama og
foreldra".
Að sögn þeirra Hjálmars og Jó-
hanns mun forvarnahópurinn
setja sér markmið fyrir 1. febrú-
ar á næsta ári um hvað skuli
gera á einu ári. Þá verður skoð-
að livað hefur áunnist og mun
því könnun RUM nýtast vel til
samanburðar.
„Þá verður hægt að sjá hvort
við höfunt náð einhverjum ár-
angri. En það er mikilvægt að
fólk geri sér grein fyrir því að
forvamir em eilífðarverkefni".
Sjómenn - Gríndavfk
Adalfundur Sjómanna- og vélstjórafélags
Grindavíkur verður haldinn á
Sjómannastofunni Vör þriðjudaginn
30. desember 1997 ki. 18:00.
Fundarefni:
1. Fundur settur. 2. Skýrsla formanns.
3. Venjuleg aðalfundarstörf. 4. Önnur mál.
Félagar fjölmennid.
Stjórnin.
JÓLABALL
Jóladansleikur Sjómanna- og vél-
stjórafélags Grindavíkur verður haldinn í
Sjómannastofunni Vör þriðjudaginn
30. desember kl. 15-16:30. Aldurstakmark
0-12 ára. Aðgangur ókeypis.
Stjórnin.
Smóauglýsingar
ÓSKAST TIL LEIGU
2ja herberja ílnið
óskast í Keflavík eða Njarðvík.
Reglusemi og skilvísum
greiðslum heitið. Uppl. í síma
425-2922 eða 567-9214
Arngrímur.
3ja herbergja íbúð
óskast í Keflavík. Við erum
tvær reyklausar, heitum
reglusemi og skilvísum greiðsl-
um. Uppl. í síma 899-2700 eða
421-4058.
Einstaklingsíbúð
óskast eða herbergi með
eldhúskrók og baði. Uppl. í
síma 421-3156 til 22:00 og
milli 22 og 23 í síma 421-5321.
Einstaklingsíbúð
Óska eftir að taka á leigu ein-
staklingsíbúð í Kellavík eða
Njarðvík. Alhuga líka stærri
íbúðir. Uppl. í síma 565-2648 á
kvöldin. Sigurður eða Brynja.
TIL LEIGU
3ja herbergja íbúð
í tvíbýli. Laus strax. Uppl. í
síma 421-3419.
Herbergi
í Keflavík með aðgangi að baði
og eldhúsi. Uppl. í síma 897-
3870.
2ja herbergja íbúð
við Fífumóa í Njarðvík. Laus
strax. Hússjóður, rafmagn og
liiti innifalinn í leigu. Uppl. í
síma 421-3731 Gísli.
TIL SÓLU
Góð 3ja herbergja íbúð
í Keflavík til sölu. Hagstæð lán,
góð kjör, tek bíl upp í. Uppl. í
síma 456-2377.
Videotæki
Nýtl, ónotað Panasonic NV-
SD200EG videolæki. Er með
ársábyrgð. Verð 26.000. Uppl. í
síma 421-3370
Silver Cross barnavagn
blár og hvítur Silver Cross bar-
navagn, bátalaga, sem nýr. Verð
25.000 kr. Einnig Pioneer geis-
laspilari í bíl verð 12.000 kr.
Uppl. í síma 422-7252
TAPAÐ/FUNDIÐ
Nýir svartir kuldaskór
með gulum kanti voru teknir í
íþróttahúsinu við Sunnubraut
sunnudaginn 14. des. milli kl.
14-16. Ef einhver veit urn
skóna vinsamlegast látið vita í
síma 421-5863.
Gyllt kvenmannsúr
fannst við Hafnargötu 35.
Nánari uppl. í Skóbúðinni.
ÝMISLEGT
Innrömmun Suðurnesja,
Iðavöllum 9a, Keflavík
Innrömmun, karton, inn-ramm-
aðir speglar. myndlist,
Rosenthal vörur, handunnið
keramik. Opið Mán-föstudaga
10-12 og 13-18,laugardaga 10-
12. Sími 421-3598.
Söngur
Dagný Jónsdóttir sópran-
söngkona tekur að sér að syngja
við brúðkaup, jarðarfarir og við
ýmis tækifæri. Uppl. í síma
421-1780.
Starfsmannafélag
Suðurnesjabyggda
(D&hcLr /c’m ö n 11 n 111
oij /ýö/<s/ei/A/ttui þeirrcv
íf leó ilfcf / a /ó Iii oif
/oi~<sæl<s konuiiuli ií/ <s.
Samkomuhúsiö í Garöi
Óskar viðskiptavinum sínum
gleðilegra jóla og góðs og
farsæls nýs árs.
Þökkum viðskiptin á árinu
sem er að líða.
JOLABLAÐ
Víkurfréttir