Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1997, Side 23

Víkurfréttir - 18.12.1997, Side 23
Hugleibingar um eldvamir yfir hátíðamar Agætu Suðurnesjabúar N ú líður senn að jólum og áramótum, þeim tíma ársins sem mest er verið með óbyrgan eld, svo sem eins og kerti og skre.vtingar alls konar. Fólk fer að komast í hátíðarskap þegar bæimir taka á sig breytt- an svip og ljósaskreytingum fjölgar. En er ekki tilvalið mitt í öllu annrikinu að staldra við og huga að þeim eldvömum sem við höfum á heimilum og fyrirtækjum okkar t.d. hvort ekki sé í lagi með reykskynjara eldvamateppi og slökkvitæki, þarf ef til vill að skipta um rafhlöðu í reykskynjaranum eða að yfirfara slökkvitækið ef svo er, þá er upplagt að gera það núna. Við hvetjum alla til að huga vel að brunavömum því með fyrir- hyggju getum við ef til vill komið í veg fyrir að eldur spilli gleði okkar um jól og áramót. Því miður er það staðreynd að flestir eldsvoðar verða í kringum jól og áramót og flestir em þess eðlis að það hefði mátt koma í veg fyrir þá með því að sýna aðgæslu sem alltaf er nauðsynleg, hafið því kertin í góðum kertastjökum, þannig staðsettum að ekkert sé nálægt sem getur kviknað í, kertaskreytingar eiga að vera þannig að gerðar að ekki sé hætta að kertið geti bmnnið alveg niður og logar náð til skrautsins, t.d. með álpappír upp með kertisbotni og utan um kertið, þannig að gott bil sé á milli svo að eldurinn komist ekki að skrautinu. Varist að tengja of möig rafmagnstæki við sömu innstungu til að ekki verði ofhleðsla á rafmagnstenglum. Yfirfara þarf jólaljósin og ganga úr skugga um að þau séu í lagi, látum aldrei loga á ljósunum á jólatrénu yfir nótt eða þegar við erum að heiman, og munum að engin ljós em svo ömgg að hægt sé að útiloka íkveikju af þeirra völdum. Sjónvörp þarf að þrffa reglulega að innan því þau safna í sig ryki sem er eldfimt. Öll almenn skynsemi mælir með að reykskynjar sé á hverju heimili, hann er ódýrasta líftrygging sem völ er á og hafa fýrir löngu sannað að þeir koma í veg fyrir tjón þar sem að þeir greina eld á byijunarstigi og gera viðvart þannig að hægt er að bregðast við strax og eldur verður laus. Þá ber að minnast á hættu sem er samfara áramótabrennum flugeldum og ýmis konar blysum sem fýlgja áramótum. Ganga þarf vel og tryggilega frá undirstöðum jregar þið skjótið upp flugeldum og fylgið ávallt þeim leiðbeiningum sem standa á skoteldum, notið hanska og hlífðargleraugu við notkun þeirra. Farið varlega við brennur um áramót. Ágætu Suðumesjabúar! Við starfsmenn Bmnavama Suðumesja hvetjum alla til að sýna aðgát um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs með þökk fyrir árið sem er að líða. Brunavarnir Suðurnesja Eldvarnaeftirlit Örn Bergsteinsson Varaslökkviliðsstjóri FRETTAVAKT YFIR JÓL OG ÁRAMÓT SÍMI893 3717 VÍKURFRÉTTIR Eldvamaátak í leik- skólum og gmnnskólum á svœdi Brunavarna Suburnesja Á haustdögum fór Eldvama- eftirlit Brunavama Suðumesja af stað með eldvarnaátak f leikskólum á sínu svæði. Var öllum leikskólum boðin eld- vamafræðsla fyrir starfsfólk sem fólst í bókfegri og verk- legri kennslu á slökkvistöð- inni auk þess sem haldnar yrðu rýmingaræfingar á leik- skólunum þar sem börnin yrðu með. Síðan fóm slökkviliðsmenn á leikskólana og spjölluðu við bömin og sýndu þeim búnað slökkviliðsmanna og undir- bjuggu þau fyrir rýmingar- æfingarnar sem átti að gera fljótlega á eftir. Voru svo gerðar rýmingar- æfingar á leikskólunum og fóm þær þannig fram að sett- ur var á svið eldur og rýmdu starfsfólk leikskólanna húsin og slökkviliðið mætti á slökkviliðsbíl og sjúkrabíl. Var sett á svið reykköfun og leitað að fólki sem orðið hafði eftir inni. Á eftir var svo börnunum boðið að skoða sjúkra- og slökkviliðsbflinn og vakti það að vonum mikla lukku. Fjöldi starfsfólks á æfingunum var 113 og bömin vom um 650. Er það von okkar og trú að bæði starfsfólk og böm hafi haft mikið gagn og ánægju af æfingunum og í framhaldi af þeim er hægt að sníða af þá vankanta sem komu í ljós. Einnig fór Eldvarnaeftirlitið með Lionessuklúbb Kefla- vflcur og Lionsklúbbnurh Æsu í grunnskólana og afhentu litabók sem innihélt eldvama- fræðslu fyrir krakkana og fóm þeir yfir bókina og útskýrðu efni hennar. Fyrstu viku í desember var svo brunavarnaátak í grunn- skólum á svæði Brunavama Suðurnesja og er það sam- starfsverkefni Landssambands slökkviliðsmanna og slökkvi- liða á landinu og var farið í alla þriðju bekki. Var þar farið yfir fyrstu viðbrögð við eld og reyk auk helstu eld- vama á heimilum og í skól- um. Síðan var æfð rýming út úr skólunum og var svo krökkunum leyft að skoða slökkviliðsbfl. Fyrir hónd Brunavarna Suðurnesja, Orn Bergsteinsson Varaslökkviliðsstjóri GOÐAR JOLAGJAFIR SIEMENS OG CANDY HEIMILISTÆKI LJOSBOGINN HAFNARGÖTU 25 KEFLAVÍK SÍMI 421 1535 Víkurfréttir TÖLABLÁÐ

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.