Víkurfréttir - 18.12.1997, Page 26
BRUNAVARNIR I KEFLAVIK FYRR A TIMUM:
Hótelið brann á
einni klukkustund
Þegar kom fram yfir
aldamótin var Keflavík
orðið álitlegt þorp með
fjölda snoturra timburhúsa;
sum þeirra voru meira að
segja talsvert reisuleg á
þeirra tíma vísu. Viðbrigði
við að skipta úr torfi og
grjóti yfir í tinibur voru
vissulega niikil. Hér fylgdi
þó a.m.k. einn böggull
skammrifi, nefnilega eld-
hætta.
Eins og nærri má geta voru
húsbrunar sjaldgæfir á torf-
bæjatímanum, og engum
sögum fer af stórbrunum í
Keflavík fyrr en kom fram
yfir síðustu aldamót. Mátti
raunar segja, að eftir að timb-
urhúsum tók að fjölga f þor-
pinu ásamt því að olíulampar
urðu almennari sem ljósgja-
far, væri það nánast
tímaspursmál hvenær ógæfan
dytti á. Að kvöldi hins 22.
janúar 1908 var biðinni lokið;
þá brann í fyrsta sinn hús til
kaldra kola í Keflavík, — og
það ekki lakasta kotið í þor-
pinu, heldur Bakaríið
svonefnda við Hafnargötu.
Þess sér hvergi stað í gögnum
hreppsnefndar að Bakarís-
bruninn hafi ýtt við hrepps-
nefndarmönnum að gera
bragarbót á brunavörnum í
kauptúninu. Fjögur ár liðu
áður en því máli var hreyft,
eða til 12. apríl 1912. Þá voru
í gildi, og höfðu raunar verið
um alllangt skeið, lög sem
sögðu nákvæmlega til um
hvernig eldvörnum skyldi
hagað í kauptúnum og
verslunarstöðum landsins. Þar
sagði m.a. að í kauptúnum
eða verslunarstöðum með
fleiri íbúum en 300 skyldi
stofna slökkvilið, sem í væru
allir verkfærir karlmenn á
aldrinum 20-60 ára og búsettir
á staðnum; starfaði liðið undir
stjóm slökkviliðsstjóra, sem
kosinn væri af hreppsnefnd til
þriggja ára í senn. Jafnframt
skyldu hreppsyfirvöld sjá til
þess að á staðnum væri a.m.k.
ein brunadæla, að stærð og
gerð sem Stjórnarráð teldi
ásættanlega.
Akvæðum þessara laga var
ekki fylgt í Keflavíkurhreppi
lengi vel, og loks sá Stjóm-
arráðið ástæðu til að ftnna að
andvaraleysinu við hrepps-
nefndina og gerði tillögu um
slökkviáhöld, sem þyrftu að
vera til staðar í kauptúninu.
Hreppsnefndin ræddi málið
loks á fundi sínum hinn 12.
apríl 1912 og samþykkti þá að
taka 1.500 kr. lán til að kaupa
slökkviáhöld fyrir kauptúnið.
Þetta var á föstudegi og
trúlega hefur annað ekki
hvarflað að nokkrum, en að
láta a.m.k. helgina líða áður
en ákvörðuninni yrði hrint í
framkvæmd, og hreint ekki
frágangssök þótt það dragist
nokkrar vikur; úr því Keflavík
hafði komist af án brunaliðs
svona lengi gat ekki dauð-
legið á því nú.
Tveimur dögum síðar, sunnu-
daginn 14. apríl sat Stefán M.
Bergmann á ljósmyndastofu
sinni í Hótelinu að Hafnar-
götu 16 og hugaði að ljós-
myndum sínum. Þá kallaði
kona hans til hans um að
eldur væri laus uppi á lofti í
húsinu.
Hús Stefáns, sem oftast var
kallað Hótelið, var tæpra 30
ára gamalt. Það hafði upp-
haflega verið reist sem
greiðasala árið 1884, en síðar
var það leigt út sem íbúðar-
hús. Stefán keypti húsið árið
1906 eða þar um bil, og í hans
tíð var þar íbúðarhús, ljós-
myndastofa og verslun Vil-
hjálms Chr. Hákonarsonar.
Ljósmyndarinn lét verða sitt
fyrsta verk, þegar uppvíst
varð um eldinn, að hlaupa
upp á efri hæð að kanna
verksummerki. Þilin í nánd
við skorstein hússins stóðu þá
f björtu báli og breiddist
eldurinn hratt út. Voru
eldsupptökin síðar talin vera
við skorsteininn, og jafvel að
hann hefði gengið úr skorðum
í hvassviðri sem geisað hafði
nóttina á undan, og neistar frá
ofnum því átt greiða leið út
um hann.
Ýmsir, sem verið höfðu á ferli
um Hafnargötuna þennan
sunnudag og séð hvernig
komið var, komu nú til hjálp-
ar; sumir tóku til við að bjarga
lausum munum úr húsinu,
aðrir tóku til óspilltra málanna
að freista þess að slökkva
eldinn; var í því augnamiði
sóttur sjór og liann borinn f
vatnsfötum á staðinn. Þegar
vatnið tók að berast hafði
eldurinn hins vegar læst sig
svo um húsið, að augljóst
þótti að hann yrði ekki ham-
inn. Því sneru björgunarmenn
sér fremur að því að verja
nærliggjandi hús. Hótelið
brann síðan til gmnna á einni
klukkustund. Fóru þar
forgörðum flestar veraldlegar
Húsasmiðjan
sendir Suðumesjamönnum
bestu óskir um
gleðileg jól,
farsœld á nýju ári.
Pökkum viðskiptin á
m&rnJ '
árinu sem er að líða.
HÚSASMIÐJAN
Verið með í jólaleik Víkurfrétta og
Radíókjallarans. Skilafrestur á sunnudag
22. des. Tveir GSM símar og fleri glæsi-
legir vinningar í þessari léttu getraun.
fwM [toniaitiii ót
Þökkum somskiptin
á árinu sem er að líða
SKIPAAFGREIÐSLA
SUÐURNESJA
Innilegar þakkir til allra þeirra
sem sýndu okkur samúd og
hlýhug vid andlát og útför
eiginmanns míns, födur okkar,
tengdafödur, afa og langafa,
Árna Þorkells Árnasonar
Vesturgötu 34, Keflavík
áður Þórshöfn
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss
Suðurnesja fyrir góða umönnun og hlýhug
til okkar allra.
F.h. aöstandenda
Helga Gunnólfsdóttir.
Þetta glæsilega hús flutti Helgi
Eiríksson, bakari með sér frá
Eskifirði. Húsið brann tilkaldra
kola í janúarárið 1908.
JOLABLAÐ
Víkurfréttir