Víkurfréttir - 18.12.1997, Blaðsíða 27
... Komið er út annað bindi af Sögu Keflavíkur
eftir Bjarna Guðmarsson og tekur það til áran-
na 1890-1920. Fyrra bindið kom út árið 7 992
og var því vel tekið. I nýju bókinni er sögð
saga af miklu breytingaskeiði í sögu Keflavíkur
og er víða komið við. Hér birtist lítið eitt styttur
kafli um eldsvoða og brunavarnir í kauptúninu
á fyrstu árum aldarinnar...
eigur Stefáns, þ.á.m. ljós-
myndaáhöld og plötusafn, en
það síðamefnda var að sjálf-
sögðu ómetanlegt og óbætan-
legt.
Hótelbruninn var vitaskuld
eitthvert helsta fréttaefnið úr
Keflavík þessi dægrin og m.a.
skrifaði Þorgerður
Þóroddsdóttir í sendibréfi til
manns síns, Guðfinns
Eiríkssonar sem þá var á
skútu, hinn 18. apríl: „[...]
Hér vildi stórt til, hótelið
brann til ösku á sunnudaginn
var aflíðandi hádegi. Flestu
var bjargað úr því nema ein-
hverju úr kjallara. Það var
stórmikið og mikið tap. Það
hefur kviknað í sóti.“
í kjölfar Hótelbrunans komst
loks skriður á að stofnað væri
sérstakt slökkvilið í Keflavík
og nauðsynleg slökkvitæki
keypt. Fyrst var gengið í að
afla áhaldanna og fór umsókn
um þau um hendur starfs-
manna Stjórnarráðsins í júlí
sama ár til Knuds Ziemsen
verkfræðings sem hafði
umboð á Islandi. Reikningur
umboðsmannsins er gefinn út
30. nóvember 1912 og hljóðar
upp á kr. 1124,50 fyrir eina
slökkvidælu, 100 vatnsfötur, 3
brunaaxir með skafti og 2
brunastjaka. í skjalasafni
Stjórnarráðsins er varðveitt
símskeyti Þorsteins Þorsteins-
sonar, oddvita Keflavíkur-
hrepps til Stjórnarráðsins,
dagsett 11. desember 1912,
sem hljóðar svo: „Slökkvi-
áhöld Keflavíkurhrepps með-
tekin eftir ákvæði hafa verið
prófuð vantar brandlúður ...“
Snemma árs 1913 sömdu
hreppsnefndarmenn „Reglu-
gjörð fyrir eldvarna- og
slökkvilið í kauptúninu Kefla-
vík“. Var hún staðfest af
Stjórnarráði í mars og tók
gildi 15. apríl 1913.
Fyrsta bmnamálanefnd kaup-
túnsins var kosin snemma árs
1913.1 henni sátu auk Ágústs
Jónssonar hreppstjóra Sigurð-
skjólshúsi. Á fundi hrepp-
snefndar í júní 1912 á nteðan
menn biðu eftir að fá tækin
afgreidd var samþykkt að fara
þess á leit við verslunarstjóra
H.P. Duus, að verslunin lánaði
blett undir skúr fyrir
slökkviáhöld kauptúnsins ein-
hvers staðar á sjávar-
bakkanum. Og ári síðar sam-
þyktti hrepsnefndin að
byggja skúr yfir brunaáhöldin.
Var ákveðið að hafa hann
allan úr járni, 6x6 álnir að
flatarmáli og vegghæð 4 og
41/2. álnir.
Eins og áður sagði voru
slökkviáhöldin prófuð þegar
þau komu til Keflavíkur í
desember 1912. Skömmu
síðar var kosin brunamála-
nefnd kauptúnsins og slökkvi-
stjóri, og má ætla að fljótlega
Eitthvad þessu líkt mun fyrsta brunadæla slökkviliós
Keflavíkur hafa verið, en myndin fylgdi gögnum í skjalasafni
stjórnarrádsins, sem hafð milligöngu um að panta
slökkviáhöld fyrir kauptúnið.
ur Þ. Jónsson verslunarstjóri í
verslun H.P. Duus, sem jafn-
framt var kosinn slökkviliðs-
stjóri, og Ólafur V. Ófeigsson
kaupmaður í Edinborgar-
verslun varamaður slökkvi-
liðsstjóra. Ólafur Þorsteinsson
verslunarmaður var kosinn
slökkviliðsstjóri árið 1916 og
Sigurður Bjarnason þurra-
búðarmaður tók við af Ólafi
árið 1920.
Ekki fer sögum af því hvar
slökkviáhöld hreppsins voru
geymd fyrsta kastið og því
verður ekki sagt til um hvar
fyrsta slökkvistöðin í Keflavík
hafi verið til húsa, en geta má
sér þess til að einhver af versl-
ununum hafi skotið yfir þau
upp úr því hafi verið skipað í
deildir slökkviliðsins. Ekki er
vitað hvenær fyrsta slökkvilið
Keflavíkur hóf æfingar, en í
desember 1913 færir ungl-
ingspilturinn Friðrik Þorst-
einsson, síðar framkvæmda-
stjóri og organisti í Keflavík, í
dagbókina sína, að þá um
daginn hafi þriðja æfing
slökkviliðsins farið fram.
Sprautað var á þrjú hús,
Tjarnargötu 10 og 12 og
Góðtemplarahúsið.
Þegar hér var komið mátti því
heita að brunavarnir í
Keflavíkurkauptúninu væru
komnar í allgott horf, a.m.k. á
þeirra tíma vísu.
Á fullu tungli
-skáldsaga eftir Ulfar Þormóðsson
Út er koniin skáldsagan Á
fullu tungli eftir Úlfar Þor-
móðsson. Sagan gerist í mið-
bæ Reykjavikur að sumarlagi
og á rénum sólarhring.
Aftan á kápu segir um sög-
una: „Og um hvað er þetta
svo, spurði útgefandinn.
Einu sinni var maður sem
lagði af stað í ævilangt ferða-
lag. svaraði höfundurinn. Ætt-
ingjar hans bjuggu hann út
með nesti og nýja skó og ósk-
uðu honum gæfu. Þegar hann
var kominn út á víðan völl
þóttist hann ekki hafa þörf
fyrir heimanfylgjuna, gróf
hana í jörðu og hélt sína leið.
Innan tíðar varð hann svangur
og sárfættur. Þar með hefst
saga hans.
Þá sagði útgefandinn: Þetta
líkar mér. Hér er sum sé á
ferðinni margræð og dularfull
skáldsaga sem teygir sig að
ystu mörkum veruleikans þar
sem í Ijóðrænni kaldhæðni er
fjallað um mann sem misst
hefur taktinn í þjóðarmarsin-
um og gengur einn urn verald-
arvefinn án þess að vita það.
Höfundur lagði kollhúfur og
tók síðan til við að skrá sög-
una af I. Bersasyni og Hinum
látna. Það var á fullu tungli“.
Forsíðuna prýðir vatnslita-
mynd eftir Magnús Kjartans-
son myndlistarmann. Höfund-
ur er útgefandi bókarinnar.
7VI/DD- OG SÓiASX OSMOtA
EYGLÓÆtt
EYCL0 KRISTJANSDOTTIR
Nuddfrœbingur
HnÁkubrmil 11 Keflavík
Sími 421-2639
VI DD . IKI WI OIMI - luJÓS
Prif á bílum
fyrir jóiin!
Bílageymslan ALEX
- Bónstöð - Bakkastíg Hi -
Vjai ðvík - Sínii 421-2801
PORL4KSMESSA
A GLÓÐIIVIVI
Skötuhlaðborð að hætti
Glóðarinnar í hádeginu
Kr. 1.650.-
J§tarf sfóllt Cilóðarwttar
ósltar öllmtt gleíStlejjx-a
jóíat ag farsæíóar á
kotnatibi árt.
^öfekttm íitBsIttpttrt
á Þóí ItBrta
B f 1 T A u « A
A F E
Sínii 421-1777
V íkurfréttir
JÓLABLAÐ