Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1997, Side 44

Víkurfréttir - 18.12.1997, Side 44
GUNNAR JÓNATANSSON TRÉSKUÐRARMAÐUR Hann hefur lært hjá einum besta tréskurbarmanni heims og vinnur öll sín verk í litlum bílskúr í Njarðvíkum. Dagný Gísladóttir blaðamðaur leit við hjá smiðnum Gunnari Jónatans- DREKAR og tröll 1 tre MYND: HILMAR BRAGIBÁRDARSON syni og skoðaði verk hans. Hann vinnur þessa stundina að port- rett mynd af stjórnmálamann- inum Davíð Oddsyni en hann dreymir um að skera út alla stjórmálamennina í íslensku stjórnmálalífi, „ég á kannski eftir að gera það seinna“. Svo mælir Gunnar Jóna- tansson tréskurðarmaður en hann hefur um árabil unnið að list sinni f bflskúr við Holtsgötu í Njarðvík. Þar úir allt og grúir af tréskurðar- myndum, styttum og klukk- um svo eitthvað sé nefnt en Gunnari er ekkert ófram- kvæmanlegt. Að sögn Gunnars hefur liann verið að „dunda“ sér við tréskurð alla tíð en þó hófst skurðurinn ekki af alvöm fyrr en árið 1990. „Þá tók ég þetta föstum tökum“, segir Gunnar. Hann segir erfitt að tímasetja hvenær áhugi hans á tréskurði vaknaði í upphaft en Gunnar er lærður smiður. Hann byrj- aði að skera út með sínum smíðaverkfæmm en seinna festi hann kaup á „réttu“ skurðartækjunum og er að eigin sögn alltaf að bæta við sig, „maður á aldrei nóg“. ÍLÆRIHJÁ HEIMSÞEKKTUM TRÉSKURDARMANNI Hann fór á námskeið hjá Tómstundaskólanum í Reykjavík og síðar nam hann hjá meistaranum Hannesi Fflosasyni sem er að sögn Gunnars mjög fær og góður kennari. f sumar nam hann svo hjá Ian Norbry en hann þykir með bestu tréskurðar- mönnum í heimi. Gunnar segist hafa lært mikið hjá honum en meistarastykki hans tók alls 50 klukkustundir. Gunnar hefur sjálfur haldið námskeið í tréskurði í bfl- skúmum frá árinu 1994 og er alltaf mikil ásókn í þau. „Sömu nemendumir koma aftur og aftur á námskeiðin og hef ég alveg rosalega gaman af þessu“, segir Gunnar. KONURNAR EKKI VERRI Meirihluti þeirra sem sækja námskeiðin eru karlmenn en að sögn Gunnars eru konumar ekki verri. í dag em 8 manns á námskeiði hjá honum einu sinni í viku, þar af ein kona. Gunnar kaupir effiivið sinn í Húsasmiðjunni og Bykó í keflavík og byrjar á því að hefla borðin áður en hann setur þau í geymslu í 3 til 4 mánuði. „Það er nauðsynlegt að gera þetta til þess að viðurinn taki sig. Þegar ég Tvö listaverk sem Gunnar hefur skorid í tré. Annars vegar vængjaður dreki og hins vegar laufblöð. JOLABLAÐ Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.