Víkurfréttir - 18.12.1997, Side 50
M I N N I N G
Jólabækurnar frá
Hörpuútgáfunni
F. 08.05.1916 -D. 17.09.1997
Elskuleg amma mín er látin.
Símtalið með fréttinni setti
mig hljóða. Augun fylltust
tárum, hjartað af ólýsanleg-
um tómleika og sorg. Fyrsta
ósjálfráða hugsunin var - „en
þú lofaðir". Minningarnar
þutu um liugann í óteljandi
myndum, og staðnæmdust
við litla telpu í fangi ömmu
sinnar, hvíslandi í heitum
ástríkum faðmi, - „amma,
lofaðu mér að deyja aidrei -
þú ert svo góð...“ - „auðvitað
ætla ég ekkerl að deyja,
hvaða vitleysa er þetta elsku
bam“ - svaraði hún blíðlega.
Strauk mjúklega um hárið,
sagði sögur um kónga og
tröll, sem allar enduðu vel.
Telpan sofnaði vært í lilýjum
öruggum faðmi. Hún vissi
sem var, að amma stóð alltaf
við það sem hún lofaði.
Ég og amma
Mestan hluta ævinnar ólst ég
upp hjá Siggu ömmu. Hún
gaf mér heimili, allt sem ég
þarfnaðist og meira til. Ekk-
ert var nógu gott eða of gott
fyrir Heiðu. Hún gaf rnér
óskerta ást sína, og helgaði
líf sitt að mestu mér. Seinna
eftir að sonur minn fæðist,
honum líka ásamt syni sín-
um honum pabba.
Hún umvafði mig elsku
sinni, gaf mér öryggi og
ótakmarkað frelsi. Hún
hvatti mig og trúði á mig af
heilum hug, og alla tíð. Eg
var ljósið hennar, líf og yndi.
Ég hef henni svo matgt til að
vera þakklát fyrir. Hún gaf
mér von, kærleika, trú á
sjálfa mig og yndislegan
pabba. Fólk kom og fór,
amma var alltaf til staðar.
Amma var að engu leyti
venjuleg kona. Hún óð í alla
hluti af krafti og hræddist
fátt. Fyrir henni var ekkert
ómögulegt. Hún var mín fyr-
irmynd.
Þrátt fyrir að sjónin væri lé-
leg prjónaði hún tátyljur fyr-
ir mig og Ara Brynjar son
minn, sem hún sendi hingað
út til Nýja Sjálands. Hún
vildi ekki að okkur yrði kalt
á fótunum. Hún skreytti þær
bjöllum og dúskum. Þær
voru misstórar og víðar en
það skipti ekki rnáli, því þær
voru frá Siggu ömmu.
Hjarta mitt er fullt af sorg
Missirinn er mikill og verður
aldrei bættur. Tómið aldrei
fyllt. Mér finnst ég svo ein-
manna, og ein í þessum
lieimi. Röddin þögnuð, sem
hughreysti mig í gegnum
árin. Hver á nú að segja mér
að allt verði betra? Hver á að
þerra tárin? Nú er það bara
ég. Hvar er mjúka höndin?
Það er bara ein Sigga
amma
Elsku amma mín.
Þegar ég var lítil, trúði ég að
þú yrðir alltaf hér fyrir mig.
Eftir að ég varð fullorðin. Þú
og stjömumar. Þú alltaf svo
ástrík og trygg, stjörnurnar
svo blikandi á himnum. Það
sem þú átt sameiginlegt með
stjörnunum mínum er að
ykkur get ég treyst fyrir öllu.
Bænum mínum, hugmynd-
unt, vonunr og þrám. í ykkur
býr ljós og friður og sérstak-
ur staður í mínu hjarta. Nú á
ég stjörnurnar, og fallegar
minningar um góða ömmu.
Það gleður mig að vita að þú
fékkst mitt síðasta bréf.
Gleður mig að hafa haft
tækifæri á að segja þér
hversu mikils virði þú varst
mér og ert, og það að þú haf-
ir brosað. Það er svo erfitt
fyrir mig að ímynda niér þig
veika. Þannig vil ég muna
þig-
Ég treysti því og trúi að þú
sért héma hjá okkur núna.
Að þú haldir í hönd mína og
sínir mér réttu leiðina. Að ást
þín og hlýja gefi mér styrk.
Nú eins og alltaf áður.
Þegar dimma tekur í kvöld,
ætla ég að líta upp í fagur-
bláan himininn. Horfa á
stjörnurnar, finna nálægð
þína og senda þér fallega
bæn. í nótt og um ókomnar
nætur. Til að lina sorgina og
sársaukann.
Hvíl þú í friði.
Heiða Bergþóra
Þórðardóttir
Nýja Sjálandi.
Verkalý&s- og sjómannafélag
Keflavíkur og nágrennis
Sendum félagsmönnum
og Suöurnesjamönnum
öllum bestu óskir um
dttemteð júl
faeéíett ftotmtnM út*
Þökkum samstarfiö
á árinu sem er að líða
Hörpuútgáfan á Akranesi
hefur gefið út eftirfarandi
bækur:
ÞAÐ VAR ROSALEGT
Skáldið og skógarbóndinn
Hákon Aðalsteinsson. Sig-
urdór Sigurdórsson skráði
Þessi bók er sambland af
æviminningum frá storma-
samri ævi og sögum af
skemmtilegu samferðafólki,
m.a. eru óborganlegur sögur
af Jökuldælingum. Hákon
segir frá fjalla- og jökla-
ferðum, bæði sem lögreglu-
og björgunarsveitarmaður og
fararstjóri ferðamanna. Hann
er í hópi þeirra fjölmörgu sem
hafa þurft að takast á við
áfengisvandamálið og lýsir af
einlægni hvemig honum tókst
að sigrast á Bakkusi. Þeir sem
unna góðurn sögum og snjöll-
urn vísum verða ekki sviknir
af þessari bók.
Þá hefur forlagið sent frá sér
bókina
VINDAR í RAUMSDAL
Knut 0degaard
Þýðing: Jóhann Hjáhnarsson
og Matthías Johannessen
"Vindar í Raumsdal" er úrval
Ijóða norska skáldsins Knut
Ódegaard í þýðingu Jóhanns
Hjálmarsson og Matthíasar
Jóhannessen og rita þeir einn-
ig inngang. Knut er meðal
kunnari skálda í Noregi og
hafa ljóð hans verið þýdd á
fleiri tungumál en flestra
annarra samtímaskálda þar.
Myndimar í Ijóðum skáldsins
eru raunsæislegar og ná-
kvæmar. Hann var um árabil
forstjóri Norræna hússins í
Reykjavík. Þetta eru ljóð sem
höfða beint til lesenda.
LÍFSGLEÐI - Minningar og
frásagnir.
Þórir S. Guðbergsson
í þessari nýju bók rifja fimm
þekktir íslendingar upp liðnar
stundir og lífsreynslu. Þeir slá
á létta strengi og minning-
amar leiftra af gleði. Þau sem
segja frá eru: Ami Tryggva-
son leikari, Guðrún Ásmunds-
dóttir leikkona, Salome
Þorkelsdóttir f.v. alþingis-
forseti, Sigurlín M. Gunnars-
dóttir f.v. hjúkmnarforstjóri og
Sveinn Elíasson f.v. banka-
útibússtjóri. Þetta er kær-
komin bók fyrir alla sem unna
góðum endurminningabók-
um. Alls hafa 36 Islendingar
rifjað upp minningar frá
liðnum dögum í bókaflokkn-
um "LÍFSGLEÐI".
LEIKIR Á LÉTTUM NÓTUM
Bryndís Bragadóttir. Brian
Pilkington myndskreytti
I þessari nýju leikjabók er
úrval af leikjum, keppnum og
þrautum sem koma að góðum
notum við hin ýmsu tækifæri.
Leikirnir henta vel til
skemmtunar og gamans í
barnaafmælum og á manna-
mótum, eða heima þar sem
fjölskyldan er saman á góðri
stund. I bókinni eru bæði
gömlu og góðu leikimir sem
flestir þekkja og líka margir
nýir sem gott er að grípa til.
Þetta er bók fyrir hresst fólk á
öllum aldri - bók fyrir alla
fjölskylduna.
OTTÓ - Með seiglunni hefst
það. Minningar Ottós A.
Michelsen. Jóhannes Helgi
skráði.
Hér birtist saga skagfirska
stráksins, sem fór til náms í
Þýskalandi á stríðsárunum og
gerðist síðar frumkvöðull
tölvuvæðingarinnar á Islandi.
Ottó segir frá uppvaxtarámm
sínum á Sauðárkróki, náms-
árum sínum í Þýskalandi á
stríðsárunum þar sem hann
upplifir loftrásir á þýskar
borgir. I tvígang verða dular-
full atvik honum til lífs. Hann
stofnaði Skrifstofuvélar hf.,
og varð forstjóri IBM á Isl-
andi. Hér er lýst ævi baráttu-
manns, sem lagði mörgum
góðum málum lið og sýndi
einstakt fordæmi og hyggju-
vit.
JOLABLAÐ
Víkurfréttir