Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 18.12.1997, Qupperneq 63

Víkurfréttir - 18.12.1997, Qupperneq 63
inn og þetta þótti því ekki gáfulegt, en ég gerði þama allt annað en allir aðrir sögðu ntér að gera og það hefur reynst mér vel í gegnum tíðina að vera ekki alltaf að gera það sama og allir hinir." "Síðar skiptum við fyrirtækinu og ég hélt útgerðarhlutanum. Heldur herti ég á mér í bæði saltfisk og skreiðarvinnslu, en það urðu mikil áföll á því sviði. Höggið sem kom af þeim, t.d. í kringum Nígeríustríðið reyndist mér afar þungt, en ég hef yfirleitt ekki verið að flag- ga þvf neitt sérstaklega hvort mér gengur betur eða vel. Eg læt heldur ekki Itluti sem em óviðráðanlegir hafa of mikil áhrif á mig. Hins vegar verð ég mjög reiður ef ég tel mig beittan rangindum." -Hvers lags fyrirtæki rekur þú í dag? "I dag rek ég fiskverkun, hef engan ákveðinn verkstjóra, en tala við mfna menn daglega. Eg kaupi ftskinn sjálfur á mörkuðum og flyt út fisk 6-7 sinnum í viku, til New York og Luxembourg. Við emm að senda út svona ca. 250 send- ingar á ári. En þetta er rútínu- vinna og ég hef ekkert mikið fyrir því. Það var erfitt fyrst að kaupa fisk í gegnum síma. en í dag er þetta létt. Ég kaupi fisk um allt land og ég treysti lýsingum manna á fiskinum. Ef lýsingin stenst ekki þá verslar maður ekki við við- komandi aftur. í dag er 99% öruggt að fiskurinn er eins og honurn er lýst. Þennan útflutn- ing er ég búin að stunda í á tí- unda ár." SAUÐFE VIÐ HRING- BRAUTINA Brynjar lét sér ekki nægja að vera með netaverkstæði rétt ofan við Hringbrautina, held- ur byrjaði hann sinn rollubú- skap þar. En hvað skyldi hafa orðið til þess? "Ég var nátt- úrulega fæddur og uppalin við þetta í Háaskála í Ólafsftrði, örstutt var í bæði fjós og fjár- hús og oftast mátti ftnna mig í fjárhúsinu ef ég týndist sem bam. Auðvitað er þetta í gen- unum." -Þetta hefur semsagt verið meðfætt? "Já, ég hef alltaf haft feiknar- legan áhuga á sauðfé og hef enn. Ég á enn rollur í félagi við Jónasi Ingimundarson og þær höfum við í Miðkoti í Miðneshreppi. Jónas sér alveg um rollumar, en ég kíki á þær annað slagið." RÆKTUNARMAÐUR ÁRSINS Hrossaræktin er í dag stærsta áhugamál Brynjars. Hann á jörðina Fet í Rangárvallasýslu og eyðir svo miklum tíma þar að fjölskyldan heldur annað heimili á Rauðalæk, í ná- grenninu. Á sextán ámm hef- ur hrossum Brynjars fjölgað úr fjómm í tvö hundmð og á uppskemhátíð hestamanna f nóvember sl. var hann út- nefndur ræktunarmaður árs- ins. -Hvemig byrjaði þetta hrossaævintýri þitt allt sam- an? "Ég hafði aldrei neinn sér- stakan áhuga á hestum og held ég geti rakið það til æsku minnar. Þá reið ég út og hesta- mennskan snérist helst unt það að komast sem hraðast yfir, ekki að ríða til gangs. Ég var oft sendur inn í dal að smala hrossunum og alltaf var það þannig að þegar þau áttu að koma heim þá var vonlaust að ná þeim. Ég var og er enn ákaflega skapmikill, þó ég beisli það nú ágætlega í seinni tíð. Ég man að ég var búinn að fara Kvíabekkjardal oftar en einu sinni, og oftar en tvis- var, öskrandi og grenjandi af reiði út íhelv.... bikkjumar!" Á landsmótinu á Þingvöllum 1978 keypti Brynjar sér svo hest og fór að ríða út ári síðar er hann eignaðist gæðinginn Skyggni. "Einhver hestaáhugi blundaði í mér þó, því ég hatði gaman af því að kíkja á hestamót á Mánagmnd og hafði átt folöld fyrir þennan tíma, en byrjaði ekki að stun- da hestamennskuna að ráði fyrr en ég eignaðist Skyggni." -Tveimur ámm síðar keyptir þú hesthús á Mánagmnd og þá fór boltinn að rúlla? "Já, ég keypti hesthús og reif þar allt út og innréttaði þannig að að- eins kæmust fjórir hestar þar inn. Þannig ætlaði ég mér að halda hesteigninni niðri. Strax fyrir vorið var ég komin með fjögur. Næsta ár ætlaði ég að smíða kaffistofu og var búin að þilja hana og leggja lagnir þegar ég sá það að ég þyrfti enga kaffístofu, því þama gæti ég komið fyrir a.m.k. tveimur hestum. Svo að kaffistofan varð aldrei annað en tvær graðhestastíur og þar hef ég alið upp marga góða grað- hesta." KEYPTI LANDIÐ ÓSÉÐ 1989 frétti Brynjar af góðu landi austur í sveit og eins og svo oft áður lét hann vaða og keypti landið óséð í gegnum síma. Hann hóf miklar fram- kvæmdir, lagði vegi, gróf, ræsti, ræktaði tún, mokaði skít, lagði vatn og fleira. Tveimur ámm síðar fór hann út í að byggja hesthús og í dag er auk jDess íbúðarhúsnæði fyrir tamningamann á staðn- um. Brynjar keypti svo stóð norður í Húnavatnssýslu og hóf sína hrossarækt fyrir al- vöm. Ótakmarkaður tími, fjár- magn og þolimæði hafa farið í uppbygginguna á Feti og því eðlilegt að spyrja Brynjar hvað er það sem hann fær út úr hrossaræktinni? "Veistu það, að á sumrin jjegar nætur eru bjartar þá fer ég ekki heim fyrr kl. tvö, þrjú á nóttunni. Þá fer ég niður í mýri og er þar einn með sjálfum mér, fuglun- um og hryssunum mínum. í slíkum stundum felst sú lífs- fylling sem ég fæ úr hrossa- ræktinni." GOLFAÐ UM VÍÐA VERÖLD Hefði Brynjar ekki snúið sér að hrossaræktinni hefði hann hugsanlega geta orðið golfari ársins, en um árabil stundaði hann golf með góðum árangri. "Ég var einn af stofnendum golfklúbbsins hér á Suður- nesjum og tók golfið strax föstum tökum. Golfið var það eina sem rak mig til útlanda, enda hef ég ekki farið til út- landa síðan 1978 en þá fór ég síðast í golfferð. Ég lenti f óhappi 1978 í júlí og var rétt búinn að missa augað, og mis- sti þar með af landsmótinu í golft. Ég ákvað þar sem ég lifði það nú af að missa af landsmótinu, sem er algjör toppur í golfinu - frábær fé- lagsskapur þar, að það væri þá bara best úr því sem komið var að hætta í golfinu. Þá var ég að byija f hestamennskunni og var með um 100 rollur. Alltaf þegar besta golfveðrið var, þá var besta heyskapar- veðrið og þetta fór ekki alveg saman. Ég hef nánast ekki far- ið í golf síðan, slegið eitt og eitt högg, en ég náði þeim áfanga að spila í meistara- flokki í golfi á sínum tíma og það var gaman. Ég spilaði golf allt frá Gíbraltarsundi að öllum golfvöllum á Islandi á þeim tíma. Síðan ég hætti í golfinu og fór í hestana hafa þeir veitt mér það mikla lífs- fyllingu að ég hef ekki fundið þörf fyrir það að fara til út- landa." REKSTURINN TEKUR SINN TÍMA Brynjar segir ganga vel að sameina fjölskyldulíftð öllum sínum verkum. enda eigi Itann einstaklega góða konu sem sætti sig við allt þetta tilstand. Hann stefnir ótrauður áfram í sínum fyrirtækjarekstri, hrossarækt og öðrum áhuga- málum. Hann er orðinn ntarg- faldur afi og nú nýlega langafi og nýtur alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. "Það verður bara að segjast eins og er að þeir sem ætla að vera í atvinnurekstri og hella sér út í það, þeir geti ekki lifað ein- hverju 50/50 fjölskyldulífi. Maður er fæddur með þessu og auðvitað er það rétt að ég hef oft lítinn tíma fyrir fjöl- skylduna." -Hvað með fram- tíðina? "Ég held áfram í ftskinum, en held því miður að þar sé allt á niðurleið. Það kentur sífellt minni fiskur inn á markaðina og því verður það erfiðara í vöfum. Hvað hrossaræktina varðar þá held ég að þar sé allt á réttri leið." Lífsferill Brynjars hefur mótast af áhuga og áræðni enda telur hann menn hafa mikið með sín eigin örlög að segja. "Ég segi alltaf við mér yngri menn, ef þeir leita ráða eða hafa áhuga á byrja á einhverju eða gera eitthvað: Ef þig lang- ar til þess og ef þú hefur trú á því að þú getir gert það, þá gerðu það!" V íkurfréttir JÓLABLAÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.