Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1997, Blaðsíða 64

Víkurfréttir - 18.12.1997, Blaðsíða 64
Óskum viðskiptavinum okkar og Suðumesja- mönnum öllum gleðilegs árs ogfarscels komandi árs. Þökkum viðskiptin áárinu sem eraðlíða. iit' 1927 - 1997 BÁSINN Vatnsnesvegi 16 Sími 421 3756 Velkomin í heiminn Jóhanna Pálmadóttir og Pétur Jónsson eignuðust dreng 30. nóv. sl. á Byrutn sjúkrahúsinu i Noregi. Hann var 53 sm. og 3890 gr. Fjölskyldan er búsett í Osló íNoregi. á öskudaginn líkt og aðrar svipaðar hátíðir víða um lieim. Það sem einkennir þó Marti Gras eru gífurlegar vin- sældir hennar. Hótelrými í borginni er upppantað með árs fyrirvara og tugir ef ekki hundruð þúsunda gesta streyma til borgarinnar til þess að fylgjast með litskrúðugum skrúðgöngum og taka þátt í dillandi dansi í anda kjöt- kveðjuhátíða eins og þær ger- ast bestar. Fjöldi veitingastaða er í borginni enda kemur hin fræga kreóla matargerð það- an. Innflytjendur frá Italíu, Spáni og Frakklandi voru á sínum tíma nefndir Kreólar til aðgreiningar frá hinum inn- fæddu og líkt og blanda mis- munandi menningarstrauma gat af sér djassinn var til sú bragðsterka matargerð sem dregur nafn sitt af kreólunum. Sjávarfang er áberandi á mat- seðlunum og voru réttimir hver öðrum betri. Gufuskip á Missisippi Tvennt er það sem fólk tengir oftast við Missisippi en það em sagan um Stilkisberja Finn og svo gufuskipin. Ekki sáum við Stilkisberja Finn. enda heimkynni norðar, en uppgerð gufuskip sigla enn á ánni þótt nú á tímum séu þau búin hjálparmótor. Em þau notuð til þess að sigla með ferðamenn upp og niður ána. Hópurinn fór í eina slíka sigl- ingu með Kreóla Drottning- unni og var það mjög gaman. A meðan á siglingunni stóð var borinn fram kvöldverður og dixieland hljómsveit lék undir borðunt. Þegar lagst var að árbakkan- um í lok siglingarinnar hélt hluti hópsins á barinn á efstu hæð World Trade Center þar sem hægt er að njóta óviðjafn- anlegs útsýnis yfir alla borg- ina á hringgólfi sem snýst í heilan hring á 90 mínútum líkt og íPerlunni. Ævintýrið í Big Easy Það var ánægður hópur sem lenti heilu og höldnu í Kefla- vík eftir viku dvöl í New Orl- eans. Borgin gengur undir nafninu Hin Stóra Rólega eða The Big Easy vegna þess að þar taka menn lífinu með ró, flýta sér hægt og stress er varla til. Ef stressaður maður sést þar segja heimamenn að annað hvort sé um ferðamann að ræða eða einhver sem er ekki búinn að búa þama nema í viku. Eitt er víst að viðmót allra heimamanna í New Orl- eans var hið þægilegasta en þegar landinn komst í ham við innkaupin í Fríhöfninni fann maður að maður var kominn heim. Ævintýrinu var lokið. K jartan Már Kjartansson. Jólasveinninn iNcw Orleans kemur siglandi niður Missisippi og þarf ekki endilega að vera hvitur. Innan borgarinn- arlerðastliannumó hestvagni eins og sjú má. Kirkjugarðamir em sér- stakir og eitt al ein- kennum borgarinnar þar menn em ekki grafnir í jörðu heldur settir í grafhýsi. I lok nóvember s.l. buðu Samvinnuferðir-Landsýn, í samstarfí við Stöð 2, upp á 6 daga ferð í beinu leiguflugi til gleðiborgarinnar New Orleans, nærri ósum Missi- sippi í Louisinafylki í suður- ríkjuin Bandaríkjanna. Um tvo hundruð manns nýttu tækifærið og skemmtu sér konunglega. Aður bafa Sainvinnuferðir og Stöð 2 boðið landanuni upp á svip- aðar ferðir m.a. til San Fransisco s.l. haust og í ár til Las Vegas. Við sögðum frá ferðinni til San Fransisco í jólablaðinu í fyrra og segj- um nú frá ferðinni til New Orleans. Mikil gleði, mikil tónlist New Orleans stendur á bökk- um árinnar Missisippi, ekki fjarri ósum hennar, þar sem hún fellur í Mexicóflóann. Hótelið, sem hópurinn gisti á, var sérlega glæsilegt Hilton hótel og stóð einmitt við ána. Áin er jafnan sögð sú þriðja lengsta í heimi enda á hún upptök sín undir landamærum Kanada og liðast því í gegn- um Bandaríkin endilöng. Þessi tilvaldi „þjóðvegur" í gegnum Norður Ameríku hef- ur alla tíð verið eftirsótt sam- gönguæð enda bitust þjóðir um yfirráð yfir einstökunr svæðum sem áttu land að ánni. Þannig réðu ýmsar þjóð- ir því svæði sem síðar var nefnt Louisina. Þeirra á meðal voru Frakkar og Spánverjar enda setur menning þessarra þjóða sterkan svip á bæjar- braginn í miðborg New Orl- eans og hefur svo verið um langan veg. Þegar þrælainn- flutningur frá Afríku hófst á 18. öld blönduðust menning- aistraumamir enn frekar og upp úr þessum bræðingi öll- um varð til sú tónlist sem í daglegu tali er nefnd jass. Það gerðist snemma á þessari öld. I franska hverfinu er ntikið af skemmtistöðum sem bjóða upp á tónlist svo til allan sól- arhringinn 365 daga á ári. Frægasta gatan í þessu hverfi er Bourbon Street, hvar fínna má líf og fjör öllum stundum. Ástandið þar minnti einna helst á góða útihátíð um versl- unaimannahelgi á Islandi og skipti þá ekki öllu máli hvort klukkan var 23.00 á laugar- dagskvöldi eða 15.00 á þriðju- dagseftirmiðdegi. „You know what it means, if you've been svæðunum kring má enn sjá hús og híbýli frá þessum tíma sem eru líkari höllum en hús- um. í mörgum þessara húsa- kynna er búið enn þann dag í dag og niikið starf unnið í að gera þau upp. Hópurinn heim- sótti eina slíka jörð og naut þar leiðsagnar innfædds farar- stjóra sem sagði frá þessu Steingrímur Olafsson, fréttamaður og fararstjóri, Garðar í Herragarð- inum, greinarliöfundur og Sigmundur Ernir fréttastjóri Stöðvar2. in New Orleans" sagði ein- hver gleðigjafinn þegar þessi mál bar á góma þar ytra. Auðugt svæði Á gullaldarskeiði plantekru- bændanna, á fyrri hluta 19. aldar, var svæðið eitt það auð- ugasta í heimi. Hvergir voru fleiri auðmenn saman komnir á jafnlitlum bletti. Forsendan fyrir auðæfunum var |jó þrælahaldið því þær vinnuað- ferðir sem notaðar voru við landbúnaðinn voru í raun mjög óarðbærar og hefði greinin í raun aldrei geta stað- ið undir sér ef greiða hefði átt öllu jressu fólki laun. I útjaðri borgarinnar og á blómaskeiði svæðisins og þrælahaldinu. Margar bíó- myndir segja sögur frá þess- um tíma s.s. Á hverfanda hveli, Kofi Tómasar frænda og margir muna eftir sjón- varpsþáttunum um Kunta Kinte. Plantekran sem hópur- inn heimsótti og höfuðsetrið þar, Oak Alley, hefur einmitt mikið verið notað í kvik- myndum og sjónvarpsþáttum. Marti Gras og kreóla Á hverju ári er haldin mikil hátíð í New Orleans sem nefnist Maili Gras. Hátíðin stendur vikum saman, hefst á þrettándanum en nær hámarki JOLABLAÐ Víkuifréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.