Víkurfréttir - 18.12.1997, Síða 70
✓
VERÐLA UNAM YNDA GA TA
MYNDAGÁTA BÓKABÚÐAR KEFLAVÍKUR OG VÍKURFRÉTTA1997
Skrifaðu lausn myndagátunnar á blað og sendu hana til Víkurfrétta fyrir kl. 12 á háde-
gi 9. janúar 1998. Glæsilegir bókavinningar frá Bókabúð Keflavíkur í verðlaun. Dregið
verður úr réttuni lausnum mánudaginn 12. janúar. Nöfn vinningshafa verða síðan birt í
Víkurfréttum 15. janúar 1998.
Víkurfréttir, pósthólf 125,230 Kellavík.
Glœsilegir bókavinningarfrá Bókabúð Keflavíkur:
1. „Það var rosalegt" eftir Sigurdór Sigurdórsson
2. „Nokkrir góðir dagar án Guðnýar" eftir Davíð Oddsson.
3. „Fótspor á hininum" eftir Einar Már Guðmundsson.
Söng bara
Gamla Nóa
-segir Davíð Baldursson, nemandi í Holtaskóla í
Keflavík en hann leikur Fat Sam í Bugsy Malone
Suðumesjamenn eiga sinn full-
trúa í söngleiknum Bugsy
Malone sem frumsýndur verður
í Loftkastalanum þann 25. janú-
ar n.k. en það er hann Davíð
Baldursson 15 ára drengur úr
Kellavík.
Davíð var valinn úr hópi fjölda
ungmenna sem sóttust eftir
hlutverki í söngleiknum og að
eigin sögn var liann mjög hissa
þegar hann hreppti hlutverk Fat
Sam.
„Ég sá bara auglýsingu í blað-
inu um að það ætti að prófa
fyrir hlutverk og ég fór“, segir
Davíð eins og ekkert sé ein-
faldara.
„Þetta var svoldið mikið stress
en þama var fullt af krökkum
sem vom að prufa fyrir hlut-
verk.
Fyrst þurfti ég að syngja og
þar sem ég vissi ekki af því og
var óundirbúinn söng ég bara
Gamla Nóa. Síðan var ég lát-
inn mæta daginn eftir í frekari
pmfu og þá var ég látinn leika
og dansa seinna um daginn.
Þetta tók alveg tvo daga“.
Að sögn Davíðs gekk honum
mjög vel í prufunum en þó kom
það honum á óvart þegar hann
heyrði að hann hefði verið val-
inn.
,Já, það gerði það og þetta var
alveg rosalega gaman".
Um hvað snýst söngleikurinn?
„Þetta er eins og leikrit með
mörgum lögum. Fat Sam sem
ég leik á veitingastað og þar em
fullt af stelpum að dansa. Bugsy
er maður sem gerir hitt og þetta
t.d. er hann umboðsmaður
hnefaleikamanna. Það er sko
búið að drepa alla mennina
mína og mig vantar bílstjóra
svo ég tala við Bugsy.“
Hvemig persóna er Fat Sarn?
„Hann er svona töffari en hann
gerir stundum mistök".
Er hann einn af góðu gæjunum
eða þeim vondu?
„Ég veit það ekki. Hann er eig-
inlega svona bæði".
Hvemig ganga æfingamar fyrir
sig?
„Við erum stundum með
rennsli þar sem við förum í
gegnum allt leikritið og stund-
um emm við að æfa eitt og eitt
atriði. Þá erum við færri að
æfa“.
Er þetta erfiðara eða léttara en
þú hélst?
„Þetta er eiginlega léttara og
bara mjög gaman“.
Ætlar þú að halda áfram á sömu
braut?
„Já, maður reynir það náttúm-
lega“.
Hvemig hafa krakkamir í skól-
anum og vinir þínir tekið þessu?
„Þeir em bara forvitnir“.
En svona að lokum, hvernig
gengur að samræma þetta nám-
inu?
„Það gengur, en það er erfið-
ara", segir þessi jákvæði ungi
leikari.
FORVITNILEG BOK UM ÞATT
HERLIÐS Á ÍSLANDI í SÍÐARI
HEIMSSTYRJÖLDINNI
Hver var hlutur herliðs og bækistöðva banda-
manna á íslandi í heimsstyrjöldinni síðari?
Hvar voru þessar bækistöðvar og hvemig var
vömum þeirra og landsins alls háttað? Hvaða
ráðum beittu Þjóðverjar gegn þeim sem og
liver voru umsvif þeirra hér við land? Hvers
vegna réðust þýskir kafbátsforingjar á skip
íslendinga sem töldu sig hlutlausa? Hver vom
örlög togarans Jóns Ólafssonar, línuveiðarans
Péturseyjar og mótorbátsins Hólmsteins frá
Þingeyri?
Hvaða sögu segja leiðarbækur þýsku kalbát-
anna? Hvers vegna slapp línuveiðarinn Fróði?
Hvaða þátt áttu íslenskir sjómenn í því að hin-
dra þýska kafbáta á Faxaflóa í árásum á
skipalestir? Til hvers voru t.d. allir herspíta-
lamir sem reistir vom hérlendis ætlaðir?
Svör við þessum spumingum og mörgum fleiri
er að finna í máli og myndum í bókinni
Vígdrekar og vopnagnýr eftir Friðþór Eydal,
upplýsingafulltrúa vamarliðsins en hún kom út
í vikubyrjun. Bókin
ber undirtitilinn
Hvalfjörður og þáttur
Islands í orrustunni
um Atlantshafið og
styðst höfundur
meðal annars við áður óbirtar heimildir úr
skjalasöfnum hinna stríðandi þjóða sem lýsa á
hvem hátt hildarleiknum á hafinu sem snerti
landið og byggð í Hvalfirði og við sunnan-
verðan Faxaflóa.
Þýskir kafbátar athöfnuðu sig undan
Suðumesjum og á Faxaflóa. Þeir lögðu tund-
urdufl á siglingaleið við Reykjanes,
Snæfellsnes, Látrabjarg og undan Austurlandi.
Eftir að sérstakur öndunarbúnaður var tekinn í
notkun sem gerði kafbátunum kleift að hlaða
rafgeyma sína í kafi lágu þeir tímum saman
undan Garðskaga og biðu eftir bráð. Tókst
þeim að granda nokkrum skipum og laska
önnur svo til uppi við landsteina?
JOLABLAD
Víkurfréttir