Morgunblaðið - 22.04.2016, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016
Hlökkum til að heyra frá ykkur!
Nolta
Okkar megin áherslur eru:
◆ Liðsheildarþjálfun ◆ Leiðtogahæfni ◆ Stefnumótun og umbótastarf
Sigurjón
Þórðarson
Sími: 893 1808 •
sigurjon.thordarson@nolta.is
Friðfinnur
Hermannsson
Sími: 860 1045 •
fridfinnur.hermannsson@nolta.is
Ráðgjöf og þjálfun nolta.is
Vinnustofur sem styrkja og hreyfa við fólki
Frekari upplýsingar á nolta.is
Nolta er á Facebook
Viltu styrkja liðið þitt?
Team - Navigation er kröftug og skilvirk tveggja daga vinnustofa þar sem liðið
nær sameiginlegri tengingu og kemur helstu verkefnum sínum í bullandi farveg.
Leiðtoginn á réttum kúrs
Self - Navigation er skemmtileg tveggja daga vinnustofa þar sem leiðtoginn
stillir af hvert hann stefnir og kemur skipulagi á sín helstu verkefni.
Árni
Sverrisson
Sími: 898 5891 •
arni.sverrisson@nolta.is
Í gær útskrifuðust einnig 23 nem-
endur úr Reiðmanninum, sem er
tveggja ára starfsmenntanám. Nem-
endurnir komu frá Selfossi og úr
Kópavogi. Reiðmannsnemendur
keppa um Reynisbikarinn, sem
kenndur er við Reyni Aðalsteinsson,
upphafsmann námskeiðanna. Guð-
ríður Eva Þórarinsdóttir á Fram-
sókn frá Litlu-Gröf varð í 1. sæti,
Bára Másdóttir í 2. sæti og Gunnar
Jónsson í 3. sæti.
Upphaf Skeifudagsins má rekja til
stofnunar Hestamannafélagsins
Grana á Hvanneyri árið 1954. Gunn-
ar heitinn Bjarnason, sem var kenn-
ari við Bændaskólann á Hvanneyri,
stofnaði félagið ásamt nemendum.
bóklegum áfanga Hrossarækt II.
Gabríela María Reginsdóttir fékk
framfaraverðlaun Reynis, sem veitt
eru þeim nemanda sem sýnt hefur
hvað mestan áhuga, ástundun og
tekið hvað mestum framförum í
Hrossarækt III.
Sumir handhafar Morgunblaðs-
skeifunnar hafa komist í hóp ástsæl-
ustu hestamanna landsins. Bára
Sigurjónsdóttir, markaðs- og kynn-
ingarstjóri LbhÍ, sagði að fyrrver-
andi handhöfum Morgunblaðsskeif-
unnar hefði verið boðið sérstaklega
á Skeifudaginn í tilefni af afmælinu.
Alls mættu 28 þeirra, eða tæpur
helmingur Skeifuhafa frá upphafi.
Þeir voru kallaðir upp og fengu rós.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Þorbjörg Helga Sigurðardóttir, frá
Skollagróf, er handhafi Morgun-
blaðsskeifunnar 2016. Gabríela
María Reginsdóttir varð í 2. sæti og
Halldóra Halldórsdóttir í 3. sæti.
Morgunblaðsskeifan hefur verið
veitt árlega síðan 1957. Hana fær sá
nemandi Landbúnaðarháskóla Ís-
lands (LbhÍ) sem hlýtur hæstu
meðaleinkunn úr verklegum reið-
mennskuprófum. Þykir mikill heiður
að hljóta Morgunblaðsskeifuna.
Hestamannafélagið Grani á
Hvanneyri bauð til mikillar hátíðar í
hestamiðstöðinni á Mið-Fossum í
Borgarfirði í tilefni af því að Skeifu-
dagurinn var haldinn hátíðlegur í 60.
skipti í gær. Metfjöldi gesta mætti
og voru áhorfendabekkir reiðhallar-
innar þéttsetnir. Þar kepptu nem-
endur í Hrossarækt III við LbhÍ í
ýmsum greinum reiðmennsku.
Halldóra Halldórsdóttir, á Hró-
bjarti frá Höfðabrekku, hlaut Gunn-
arsbikarinn. Hann hlýtur sá nem-
andi sem fær hæstu einkunn í
fjórgangskeppni. Þorbjörg Helga
Sigurðardóttir varð í 2. sæti og
Gabríela María Reginsdóttir í 3.
sæti.
Þorbjörg Helga Sigurðardóttir
hlaut ásetuverðlaun Félags tamn-
ingamanna. Þau hlýtur sá reiðmaður
sem þykir sitja best sinn hest.
Karen Helga Steinsdóttir fékk
Eiðfaxabikarinn. Hann fær sá nem-
andi sem hlýtur hæstu einkunn í
Ljósmynd/Gunnhildur Birna Björnsdóttir
Sigurvegari Þorbjörg Helga Sigurðardóttir hlaut hina eftirsóttu Morgunblaðsskeifu 2016 auk fleiri verðlauna.
Þorbjörg Helga hlaut
Morgunblaðsskeifuna
Skeifudagurinn var haldinn í sextugasta skiptið í gær
Ljósmynd/Gunnhildur Birna Björnsdóttir
Reynisbikarinn Guðríður Eva Þórarinsdóttir á Framsókn frá Litlu-Gröf
varð í fyrsta sæti í keppni Reiðmannsnemenda og hlaut Reynisbikarinn.
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
Stefnt er að því að skilja á milli þjón-
ustu sem annars vegar felur ein-
vörðungu í sér gistingu, t.d. vegna
fólks utan af landi sem þarfnast
dvalarstaðar í tengslum við meðferð
sem það sjálft sækir eða þess nán-
ustu, og hins vegar vegna fólks sem
er sjúklingar í þeim skilningi að hót-
elgisting nægir ekki heldur þarf það
einnig á hjúkrunarþjónustu að
halda.
Þetta kemur fram í upplýsingum
frá Velferðarráðuneytinu við fyrir-
spurn Morgunblaðsins varðandi það
hvaða úrræði yrðu til boða eftir að
samningur Sjúkratrygginga Íslands
(SÍ) við Sinnu/Heilsumiðstöðina,
sem rekið hefur Sjúkrahótelið í Ár-
múla, rennur út í lok aprílmánaðar.
Verið sé að finna leiðir til að sinna
þeirri þjónustu sem Sjúkrahótelið í
Ármúla hafi annast svo að ekki verði
rof í þjónustunni þegar samning-
urinn rennur út.
Hótelgisting verði niðurgreidd
Horft er til þess að þeir sem ein-
göngu þurfi á gistingu að halda fái
hótelgistingu niðurgreidda hjá SÍ á
grundvelli rammasamninga við hót-
el sem áhuga hafa. Fram kemur að
sambærilegar ráðstafanir hafi verið
gerðar á Akureyri til þessa.
Hvað varði sjúkrahótelrými fyrir
þann hóp sem þarfnist hjúkrunar
hafi ráðuneytið og SÍ rætt án árang-
urs við ýmsa aðila um möguleika
þeirra til að annast slíka þjónustu.
Horft sé til þess möguleika nú að
Landspítalinn annist rekstur sjúkra-
hótelrýma en endanleg niðurstaða
liggi ekki fyrr. Tekur ráðuneytið
fram að málin skýrist á allra næstu
dögum.
Ekki kom til greina að endurnýja
samninginn um Sjúkrahótel í Ár-
múla við Sinnum. Annarra lausna er
því leitað þar til sjúkrahótel rís á lóð
Landspítalans við Hringbraut.
Skilja á milli
gistingar og hjúkr-
unarþjónustu
Reyna að koma í veg fyrir rof á þjón-
ustu sem áður var veitt á Sjúkrahóteli
Morgunblaðið/Golli
Lokað Sjúkrahótelið í Ármúla lokar
dyrum sínum í lok aprílmánaðar.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Um er að ræða elsta kirkjugarð
Reykjavíkur, þar sem um þrjátíu
kynslóðir Reykvíkinga hvíla, og hafa
beinagrindur verið grafnar þar upp í
stórum stíl og fluttar á brott. En það
er þvert gegn kröfum Minjastofnun-
ar,“ segir Kjartan Magnússon,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Vísar hann í máli sínu til Víkur-
kirkjugarðs sem finna má við Land-
símahúsið í miðbæ Reykjavíkur, en
garðurinn nær inn á byggingarreit
þar sem áformað er að reisa stórhýsi
á næstunni.
Kjartan bend-
ir á að lengi vel
hafi menn ekki
vitað hversu
langt í austur
kirkjugarðurinn
næði, en nú hafi
hins vegar komið
í ljós að hann
teygi sig þangað
töluvert.
„Um leið og í ljós kom að Víkur-
kirkjugarður nær mun austar en
ýmsir töldu og að þar væru tugir vel
varðveittra beinagrinda hefði mér
fundist rétt að farið væri yfir þau
gögn áður en beinagrindur væru
fluttar burtu,“ segir Kjartan og
bendir á að einnig hafi þarna fundist
leifar af mannvirki frá víkingaöld.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins hafa lagt fram tillögu, sem nú er
komin til borgarráðs til frekari skoð-
unar, þess efnis að horfið verði frá
fyrirhugaðri framkvæmd svo koma
megi í veg fyrir menningarlegt tjón.
Frá þeim tíma er fornleifaupp-
gröftur hófst á svæðinu, þ.e. 1. febr-
úar sl., er að sögn Kjartans búið að
fjarlægja 32 heilar beinagrindur úr
garðinum og enn fleiri óheilar.
Beinagrindur grafnar upp í stórum stíl
Þvert gegn kröfum Minjastofnunar, segir borgarfulltrúi
Kjartan
Magnússon
Morgunblaðið/Golli
Framkvæmdasvæði Um 30 kynslóðir Reykvíkinga hvíla í kirkjugarðinum.