Morgunblaðið - 22.04.2016, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.04.2016, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016 Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Heyrnartæki eruniðurgreidd afSjúkratryggingum Íslands BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tengsl verslunarinnar Sports Direct á Íslandi við Panama komu í ljós 27. ágúst 2012, þegar birtur var listi yfir hluthafa í félaginu Rhapsody Invest- ments (Europe) S.A. í Lúxemborg. Samkvæmt þessum lista var Guru Invest S.A., félag skráð með sama heimilisfang og lögfræðistofan Mos- sack Fonseca, meðal hluthafa. Rhapsody Investments (Europe) á 100% hlut í Sports Direct á Íslandi. Af þessu tilefni kannaði Morgun- blaðið í fyrrasumar umsvif Guru In- vest og skyldra aðila. Lágu þræðirn- ir víða um heim og kom fjöldi félaga við sögu. Gögn sem lekið var frá lög- fræðistofunni Mossack Fonseca fylla upp í þá mynd. Nánar er fjallað um Guru Invest hér á opnunni. Samkvæmt Kjarnanum, sem hef- ur umrædd gögn frá Mossack Fon- seca undir höndum, stofnaði Mos- sack Fonseca félagið OneOOne Entertainment í október 2007, með milligöngu Landsbankans. Prókúru- hafar eru sagðir Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, aðaleigandi 365 miðla. Vísar Kjarninn til tölvupósts í janúar 2010 þar sem á að koma fram ósk um að nafni félagsins OneOOne Enter- tainment S.A. í Panama yrði breytt í Moon Capital S.A. Þess hafi síðan verið óskað með tölvupósti 23. september 2010 til Mossack Fonseca að nafni Moon Capital skyldi breytt í Guru Invest. Ingibjörg eini hluthafinn Félagið Moon Capital er enn skráð í Lúxemborg. Samkvæmt hluthafaskrá Fjölmiðlanefndar á það félag meirihluta í 365 miðlum. Samkvæmt fyrirtækjaskrá Lúx- emborgar var félagið Moon Capital skráð 22. mars 2010. Félagið Euro- pean Marketing & Research Limi- ted í London var skráður eini hlut- hafinn í félaginu. Haustið 2011 er birtur ársreikningur ársins 2010 og eru þá engar eignir skráðar í félag- inu. Hinn 20. júní 2012 kemur til- kynning um að Ingibjörg Stefanía sé orðin eini hluthafi félagsins. Hún er skráð með heimilisfangið 27 St. George Street í auðmannahverfinu Mayfair í Lundúnum. Næstu þrjú skjöl um félagið eru ársreikningar 2010-12 og eru skráðar eignir þessi ár 10,14-11,48 milljónir evra. Tímalína félagsins Rhapsody In- vestments er öllu lengri, samkvæmt fyrirtækjaskrá Lúxemborgar. Félagið hét í upphafi Zel S.A. og var skráð 16. maí 2006. Í stjórn þess sátu þrír einstaklingar með heimilis- fang í Lúxemborg. Í ársbyrjun 2007 eru þeir afskráðir sem stjórnarmenn og í stað þeirra koma félagið LDF Director II Group Limited, LDF Di- rector I Group Limited, bæði til heimilis í OMC Chambers-bygging- unni í Road Town, höfuðstað Tor- tólu, og svo endurskoðunarstofan Fi- duciaire Di Fino & associes S.á.r.l. í Lúxemborg. Næstu þrjú skjöl varða rekstur áranna 2006 til 2008. Nafni félagsins er svo breytt 28. maí 2009 og heitir upp frá því Rhapsody In- vestments (Europe) S.A. Um leið eru nýju stjórnarmennirnir afskráð- ir og í stað þeirra kemur Henri Van- herberghen, til heimilis í Lúxem- borg, og félagið Primary Manage- ment, sem hefur aðsetur á fjórðu hæð í fjármálamiðstöð Bahamaeyja. Luca Di Fino hættir hins vegar í stjórn. Hinn 16. júní 2011 fer Prim- ary Management á Bahamaeyjum úr stjórn félagsins en Karim Van Den Ende, til heimilis í Lúxemborg, kem- ur inn í stjórn. Van Den Ende hættir síðan 3. febrúar 2012 og inn í stjórn kemur Tina Kilmister. Gamlir viðskiptafélagar Hún heitir fullu nafni Tina Maree Kilmister-Blue og er eiginkona Jeff- rey Ross Blue, gamals Baugsmanns. Hinn 14. júní 2012 fer Henri Vanher- berghen úr stjórn félagsins en félag- ið Fin-Contrôle S.A., til heimilis í Lúxemborg, kemur inn í staðinn. Þessum hrókeringum lýkur 20. júní 2012 þegar Kilmister fer úr stjórn en í staðinn koma Jeffrey Ross Blue, Bob Mellors og Dave Forsey, allir til heimilis í Bretlandi, og Ingibjörg Stefanía. Hinn 17. maí 2013 hættir Fin- Contrôle S.A. í stjórn og 13. ágúst 2014 gerir Bob Mellors það líka. Hinn 9. apríl 2015 hættir Jeffrey Ross Blue í stjórninni en í stjórnina koma Sigurður Pálmi Sigurbjörns- son og Justin Barnes, til heimilis í Bretlandi. Sigurður Pálmi með 458 hluti Alls 24 skjöl eru aðgengileg um fé- lagið og skipta síðurnar hundruðum. Fram kemur í skjali 17, dagsettu 27.8. 2012, að hluthafar í félaginu séu eftirfarandi aðilar: Jeffrey Ross Blue, með 208 hluti, félagið Sports- direct.com S.A., með 347 hluti, Guru Invest S.A., með 374 hluti, og Sig- urður Pálmi Sigurbjörnsson, með 458 hluti. Samtals voru þetta 1.387 hlutir og áttu Guru Invest S.A. og Sigurður Pálmi því rétt tæplega 60% hlutafjár. Hlutafé var aukið úr 31.000 evrum í 429.970 evrur, sam- kvæmt skjalinu. Er svo vikið að heimildum til að auka hlutfé í allt að 5.000.300 evrur. Heimilisfang Guru Invest S.A. var sagt Mossfon-bygg- ingin, 54th East Street, í Panama- borg. Samkvæmt vefsíðu lögfræði- stofunnar Mossack Fonseca eru þar aðalskrifstofur félagsins. Samkvæmt fyrirtækjaskrá Cred- itinfo er Sports Direct á Íslandi skráð undir merkjum NDS ehf. Það félag er sagt í 100% eigu Rhapsody Investments (Europe) S.A. Sam- kvæmt stofnskjali NDS, sem er undirritað 18. janúar 2012, var Sig- urður Pálmi stjórnarmaður og fram- kvæmdastjóri. Samkvæmt ársreikningi NDS ehf. fyrir árið 2012 átti Rhapsody Invest- ments (Europe) S.A. 100% hlut í fé- laginu í mars 2013. Síðarnefnda fé- lagið hefur ekki íslenska kennitölu. Fram kom í Morgunblaðinu í byrj- un nóvember 2013 að verslun Sports Direct á Smáratorgi hefði verið opn- uð í maí 2012. Verslunin var þá að flytja í stærra húsnæði í Lindum. Viðskiptasamband Jóns Ásgeirs og Ingibjargar Stefaníu við Sports Direct á sér langa sögu. Sagt var frá því í Morgunblaðinu í október 2007 að Baugur Group hefði keypt 1% hlut í bresku keðjunni Sports Direct. Tengsl við enn annað félag Í fyrirtækjaskrá Lúxemborgar eru þrjú félög sem innihalda nafnið Rhapsody; Rhapsody International, Rhapsody Investments (Europe) og Rhapsody Investments (Germany). Til eru 18 skjöl um félagið Rhap- sody Investments (Germany) S.A. Fram kemur í skjali númer 7, sem er dagsett 28. maí 2009, að nafni félags- ins er breytt úr BD Euro Industry Corporation S.A. í Rhapsody Invest- ments (Germany). Sama dag er nafni Zel S.A. breytt í Rhapsody Invest- ments (Europe) S.A. Þá höfðu félög- in sama heimilisfang, 19 Rue de Aldringen í Lúxemborg. Samkvæmt síðustu skýrslum höfðu félögin sama heimilisfang, 1 Côte d’Eich í Lúxemborg. Í febrúar 2010 eru félögin LDF Director I Limited og LDF Director II Group Limited, á Tortóla, og Fiduciaire Di Fino & Associés S.á.r.l. í stjórn Rhapsody Investments (Germany) S.A. Þessi félög áttu um tíma líka sæti í stjórn hjá Rhapsody Invest- ments (Europe). Þá má nefna að Tina Kilmister kom inn í stjórn Rhapsody Invest- ments (Germany) í febrúar 2012. Þræðirnir hafa legið til Panama  Í ágúst 2012 kemur félagið Guru Invest S.A. inn sem hluthafi í móðurfélag Sports Direct á Íslandi  Ingibjörg S. Pálmadóttir settist í stjórn móðurfélagsins  Eini hluthafinn í öðru félagi í Lúxemborg Morgunblaðið/Styrmir Kári Í Kópavogi Verslunin Sports Direct var opnuð árið 2012. Árið 2013 flutti verslunin í stærra húsnæði. Við athugunina á Rhapsody Invest- ments (Europe) S.A. voru athuguð tvö önnur félög með svipuð nöfn. Annars vegar er um að ræða fé- lagið Rhapsody Investments Limi- ted sem stofnað var á Guernsey 31. mars 2009, samkvæmt fyrir- tækjaskrá í Guernsey. Hinn 2. júní 2009 var eini stjórnandi félagsins Primary Management Limited. Á fyrstu stofnskjölunum eru til- greindar upplýsingar um tvo starfs- menn hjá bankanum Credit Suisse. Hinn 31. mars 2009 eru skráðir tveir hluthafar í Rhapsody Invest- ments Limited á Guernsey. Báðir eiga 1 hlut og var verðmæti hvors hlutar 1 pund. Þeir eru Brock Nom- inees Limited og Tenby Nominees Limited, báðir með heimilisfangið Helvetia Court í St. Peter Port. Primary Management í stjórn Í tilkynningu 29. júlí 2010 er ítrek- að að Primary Management Limited sé eini stjórnandi félagsins. Í til- kynningu 15. mars 2011 segir að fé- lagið sé undanþegið skilum á árs- reikningi fjárhagsárið 1. apríl 2011 til 31. mars 2012. Skoðuð voru 15 skjöl um félagið í fyrirtækjaskrá Guernsey og voru þar afar takmarkaðar upplýsingar. Það vekur athygli að félagið Rhap- sody Investments Limited á Guern- sey er stofnað tveimur mánuðum áð- ur en nafni félagsins Zel S.A. í Lúxemborg er breytt í Rhapsody In- vestments (Europe) S.A. Við nafna- breytingu kom félagið Primary Ma- nagement Limited, á Bahamaeyjum, inn í stjórn félagsins í Lúxemborg. Félag með sama nafni, skráð á Gu- ernsey, var stjórnandi Rhapsody In- vestments Limited á Guernsey. Í viðskiptum við Credit Suisse Þá koma nöfn starfsmanna bank- ans Credit Suisse fyrir í skjölum fé- lagsins á Guernsey. Samkvæmt frá- sögn Kjarnans hafði OneOOne Entertainment S.A., sem sagt var fé- lag Ingibjargar Stefaníu, banka- reikning hjá Credit Suisse. Morgunblaðið kannaði líka félagið Rhapsody International S.A. í Lúx- emborg. Af 16 skjölum um félagið virtist mega ráða að það væri með öllu ótengt áðurnefndum félögum, Rhapsody Investments (Europe) S.A. og Rhapsody Investments á Möltu. Fjallað er um enn annað fé- lag, Rhapsody Investments (Ger- many) S.A., hér fyrir ofan. Félag í Guernsey virðist vera tengt  Rhapsody Investments stofnað 2009

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.