Morgunblaðið - 22.04.2016, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016
Vertu upplýstur!
blattafram.is
VIÐ HÖFUM TÆKIFÆRI
TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR
ATBURÐ SEM FELUR Í SÉR
OFBELDI.
NOTUM VIÐ TÆKIFÆRIN?
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Gallabuxur
kr. 11.900
2 síddir
háar í mittið
beinar skálmar
STOFNAÐ 1956
Bæjarlind 8-10
201 Kópavogur
s: 510 7300
www.ag.is
1956–2016
Fyrirtækið er lokað í dag
vegna afmælisferðar
starfsmanna.
Opið aftur þriðjudaginn 26. apríl.
Á. Guðmundsson fagnar 60 ára afmæli
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Guru Invest, félag Ingibjargar Stef-
aníu Pálmadóttur, hefur verið skráð
stærsti hluthafinn í breska félaginu
Guru Capital Limited.
Samkvæmt bresku fyrirtækja-
skránni, Companies House, hét síðar-
nefnda félagið Foldtown Limited, þar
til 26. febrúar 2009. Þá er nafninu
breytt í Tecamol Limited, þar til 24.
mars 2009 þegar nafninu er breytt í
JMS Partners. Félagið fékk svo nafn-
ið Guru Capital 8.11. 2012.
Þegar skýrsla um félagið var sótt 1.
júlí í fyrrasumar voru hluthafar þrír.
Guru Invest S.A. átti 100 A hluti, og
172 B hluti. Jón Ásgeir Jóhannesson
átti svo 100 B hluti.
Í árslok 2013 voru eignir sagðar
1.832.221 pund en skuldir 1.609.176
pund. Fram kemur að Gunnar Sig-
urðsson, fv. fjármálastjóri Baugs
Group, fari úr stjórn félagsins 27.
nóvember 2012 og sama dag kemur
Einar Þór Sverrisson lögmaður inn í
stjórnina. Hann var skráður stjórn-
andi félagsins. Þá undirritaði hann
nafnabreytingu félagsins úr JMS
Partners í Guru Capital hinn 23. októ-
ber 2012, samkvæmt öðru skjali.
Rekstur fjölmiðla í Bretlandi
Samkvæmt bresku fyrirtækja-
skránni átti Guru Invest S.A. 959.834
A hluti í fjölmiðlafyrirtækinu MYM-e
Limited, sem skráð var með sama
heimilisfang og Guru Capital, í Guru
House í Lundúnum. Það jafngilti um
66% A hluta. Skuldir umfram eignir
voru 17.307 pund. Jón Skaftason kom
inn í stjórn 31.5. 2013 en fór úr stjórn
10.4. 2015. Hann er sonur Kristínar
Þorsteinsdóttur, ritstjóra 365 miðla.
Þá átti Guru Capital m.a. hlut í fé-
laginu Night Day Limited og mat-
vælafyrirtækinu Muddy Boots og fé-
laginu Premier Chocolate Limited.
Jafnframt átti Guru Capital um
hríð hlut í rakarastofukeðjunni
Murdock Limited. Jón Ásgeir og Jón
Skaftason sátu í stjórn þess félags frá
21. janúar 2013 en hættu 23. maí 2014.
Guru Invest var m.a. skráð fyrir hlut í
tískuhúsinu Moncrief UK Limited og
fjölmiðlafyrirtækinu 365 Media Eu-
rope Limited, samkvæmt bresku
fyrirtækjaskránni.
Fram kemur í óendurskoðuðum
ársreikningi Murdock Limited fyrir
fjárhagsárið sem lauk 31.3. 2014 að
Guru Capital hafi selt 65% hlut sinn í
félaginu til L‘Heureux LLC. Segir
þar að þóknun Guru Capital vegna
stjórnunarstarfa var 91.796 pund.
Premier Chocolate Limited hét
áður Steakburger Limited og var
stofnað 7. febrúar 2014, samkvæmt
bresku fyrirtækjaskránni. Guru
Capital kemur fyrir í stofnskrá.
Helgi Már Gíslason var stjórnandi
félagsins, en hann er barnabarn
Helga Vilhjálmssonar í Góu. Helgi
Már hefur verið í sambúð með Ásu
Karen Jónsdóttur, dóttur Jóns Ás-
geirs, en hún er skráð fyrir tískuhús-
inu Asa Jons Limited, sem er skráð á
sama stað og Guru Capital. Þar er
líka heimilisfang Premier Chocolate.
Af öðrum félögum sem tengjast
þessum aðilum má nefna að félagið
Bonus Foods Limited var stofnað
11.6. 2009. Nafninu var svo breytt í
Best Price Foods Limited og svo aft-
ur í Yellow – Best Price Foods Limi-
ted. Helgi Már sat í stjórn frá 9.8.
2012 til 1.6. 2015. Það er skráð í Guru
House. Á myndinni hér fyrir ofan má
sjá að tískuhúsið Norr11 var með
verslun í Guru House í Lundúnum.
Samkvæmt dönsku fyrirtækja-
skránni á Guru Capital Limited 50-
66,66% hlut í eignarhaldsfélaginu
Norr11 Holding ApS í Danmörku.
Jón Skaftason er annar tveggja
stjórnenda í félaginu. Verslun Norr11
á Íslandi er á Hverfisgötu 18a. Það
hús er í eigu IP Studium, félags Ingi-
bjargar Stefaníu. Norr11 er með
verslanir í London, Reykjavík, Berl-
ín, Kaupmannahöfn og Tallinn.
Fjárfesti í fjölda félaga
í gegnum Guru-félögin
Félag Ingibjargar Stefaníu tengist margvíslegum rekstri í mörgum löndum
Ljósmynd/Zoë Robert
Höfuðstöðvarnar Guru House, 54 South Molton Street í Lundúnum. Myndin var tekin í fyrrasumar.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fjallað var um tengsl Ingibjargar
Stefaníu Pálmadóttur og Jóns Ás-
geirs Jóhannessonar við Panama-
skjölin á ýtarlegan hátt á vef Kjarn-
ans og í Stundinni í gær.
Sú umfjöllun er unnin í samstarfi
við Reykjavík Media og RÚV.
Morgunblaðið hefur ekki þessi
gögn undir höndum. Þeim var lekið
frá lögfræðistofunni Mossack Fon-
seca í Panama og er fjöldi fjölmiðla
um heim allan nú að vinna upp úr
öllu gagnaflóðinu.
Var því haldið fram í fréttaskýr-
ingu Stundarinnar að þessi gögn
bentu til að Ingibjörg Stefanía hefði
átt milljarða í gegnum tengslin við
Panama. Þeir fjármunir hefðu nýst í
skuldauppgjöri við Glitni.
Á vef Kjarnans var því sama hald-
ið fram og vísað til gagna. Í þeim
virðist koma fram að skulda-
uppgjörið hafi falist í afhendingu 200
milljóna í reiðufé og 2,2 milljarða í
skuldabréfum. Athygli vekur að
heimilisfang Moon Capital S.A. er
sagt Mossfon-byggingin í Panama.
Það er sama heimilisfang og Guru
Invest S.A. var skráð á þegar félagið
eignaðist hlut í Rhapsody Invest-
ments (Europe) S.A. í Lúxemborg
sumarið 2012.
Þá kemur félagið Piano Holding á
Cayman-eyjum við sögu, sem og fé-
lagið 101 Chalet á Sóleyjargötu 11.
Ingibjörg Stefanía á það hús.
Í húðhreinsunarvörum
Í fréttaskýringu á vef Kjarnans
sagði að meðal félaga sem hefðu
fengið lán frá Guru Invest væri Cut-
is Developments. Það fyrirtæki er
sagt reka ProSkin-húðhreinsunar-
keðjuna í Bretlandi. „Það fékk lán
upp á 100 þúsund pund í maí 2012 til
að fjármagna rekstur sinn, kaupa
tæki og opna tvær nýjar ProSkin
stofur í júní sama ár,“ sagði í frétt-
inni.
Þá segir á sama stað að Guru In-
vest hafi átt hlut í félaginu Rich-
mond Group/Richmond Brands, sem
skráð sé til heimilis á Seychelles-
eyjum. „Þótt Jón Ásgeir [Jóhannes-
son] hafi haft prókúru hjá Guru In-
vest, að minnsta kosti framan af, er
Ingibjörg [Stefanía Pálmadóttir]
eiginkona hans skráður eini eigandi
félagsins samkvæmt skjölum Mos-
sack Fonseca,“ segir í fréttinni um
eignarhald á Guru Invest S.A.
Upphæðir sagðar
nema milljörðum
Mörg skattaskjól nefnd í skjölunum
mbl.is