Morgunblaðið - 22.04.2016, Side 13
Dæmi um flokka eru matur og
drykkur, samgöngur, tónlist,
íþróttir, viðskipti og tími. Appið er
byggt upp með sama hætti en öfugt
við bókina, sem eðli málsins sam-
kvæmt er niðurnjörvuð í stærð, má
endalaust bæta í það nýjum frösum.
Einnig býður appið upp á mögu-
leika á framburðardæmum og sam-
félagslega gagnvirkni.“
Slíkar útfærslur eru þó ekki á
döfinni, a.m.k. ekki til að byrja
með. Hvort tveggja, bókin og appið,
er einfalt í sniðum og hugsað fyrir
bakpokaferðalanga eða þá sem
vilja ferðast létt, en einnig innflytj-
endur, skiptinema, erlent vinnuafl
og alla þá sem vilja blanda geði við
heimamenn á hverjum stað.
Róbert kveðst hafa verið spurður
af hverju hann einblíni ekki á út-
gáfu appsins og sleppi bókaútgáf-
unni. „Ég spyr á móti hvers vegna
listamenn gefi út geisladiska, vínyl
eða bækur og fréttamiðlar prenti
blöð. Mörgum finnst gaman að eiga
áþreifanlega gripi og mig langaði
einfaldlega að bjóða upp á tvo
kosti.“
Róbert segir verkefnið snúast um
að stuðla að bættum samskiptum
milli ólíkra menningarheima og
víkka sjóndeildarhring fólks.
„Flestir kannast við að heimamenn
eru líklegri til að hjálpa manni ef
maður talar tungumál þeirra eða
gerir tilraun til þess.“
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016
1
5
-1
8
6
2
-H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
SÍ
A
Ko
lve
tn
as
ke
rt
Skyr með sítrónusælu er sannkölluð veisla
fyrir bragðlaukana. Kolvetnaskert,fitulítið,
próteinríkt og dásamlegt á bragðið.
Þetta síðdegið hafði ég hjólaðeins og vindurinn í spinn-ingtíma. Kennarinn öskraðihvetjandi setningar út í sal-
inn, svitinn lak á gólfið og kaloríurn-
ar flugu út í buskann. Ég gekk út úr
salnum í endorfínvímu, brosti út að
eyrum og skipti íþróttaskónum út
fyrir Nike Free-strigaskóna áður en
ég hélt út í kvöldið. Eitthvað var
öðruvísi að ganga út í bíl, en ég leiddi
það hjá mér, sannfærð um að ég hefði
bara tekið svo vel á því að fæturnir
væru lúnir og aumir.
Morguninn eftir hélt ég til vinnu í
skónum. Mér leið ekki nógu vel, mér
leið eiginlega dálítið eins og mæðg-
unum í ævintýrinu um Öskubusku.
Skórnir voru ekki nógu meðfærilegir
og þegar í vinnuna var komið reif ég
þá af mér. Komst ég þá að því, mér
til mikillar skelfingar, að þeir voru
einu og hálfu númeri minni en
skórnir sem ég skildi
eftir í skóhillunni áð-
ur en ég fór í spinn-
ingtímann daginn áð-
ur. Þeir voru ekki
mínir.
Í fyrstu fylltist
ég söknuði og ótta
um að endurheimta ekki
þægilegu skóna mína aftur.
Nokkrum mínútum síðar
ákvað ég að þessar tilfinn-
ingar ættu kannski ekki fylli-
lega rétt á sér. Í tæplega
þrjú ár hafði ég notað skóna
næstum á hverjum degi og
farið afar vel með þá og var
kannski búin að ganga fleiri
spor en vænta mátti.
Kannski var hvort sem er
komið að aðskilnaði. Ég var
líka eðlilega löngu búin að
panta mér annað par,
alveg eins, sem beið í
kassa uppi í hillu eftir því
að taka við af hinu þegar tíminn
kæmi.
Það truflaði mig aftur á móti meira
að ég vissi ekki í fótspor hvers ég var
að feta. Hver átti eiginlega þetta
skópar? Hvað var hann að hugsa?
Hvernig lífi lifir hann? Í skónum voru
greinilega ekki mín fótspor og tærn-
ar mínar vildu ólmar teygja sig út úr
þeim.
Ég get setið tímunum saman, virt
fyrir mér eyðibýli og velt fyrir mér
hvers konar lífi íbúarnir lifðu og
ástæðum þess að þeir yfirgáfu hús-
in sín. Mér hefur aftur á móti
ekki þótt fýsilegt að klæðast föt-
um og skóm af einhverjum sem
ég þekki ekki. Ekki bætti úr
sök þegar vinnufélagi minn
benti mér, eins alvarlegur í
bragði og honum er unnt,
á að ég væri líklega
smituð af fótsvepp sem
yrði fljótlega svo stór
að hann ætti skilið sér
kennitölu ásamt kodda
og sæng í rúminu mínu.
Þennan dag tiplaði ég á
tánum um hart gólf Hádegis-
móa. Datt ekki í hug að klæð-
ast ókunnugu skónum. Ég lét
mig hafa það að keyra í þeim
heim en þegar þangað var kom-
ið flugu þeir af á augabragði. Ég
vil gjarnan setja mig í spor ann-
arra, bara ekki með þessum
hætti. Ekki stela skónum mín-
um!
»Ég vil gjarnan setjamig í spor annarra,
bara ekki með þessum
hætti...
HeimurLáru Höllu
Lára Halla Sigurðar-
dóttir larahalla@mbl.is
syni. Fljótlega tóku tímarnir þó þá
stefnu að hann söng og ég spilaði
undir svo úr varð ágætt samstarf,“
segir Björgvin. Og í þessu samstarfi
varð til annað lag við þekkt ljóð úr
Dölunum; það er Vorsól eftir Stefán
frá Hvítadal.
Björgvin fluttist til Reykjavík-
ur árið 1983 og það ár tók hann við
Skagfirsku söngsveitinni og stjórn-
aði henni í 25 ár eða til ársins 2008.
Auk þess að semja tónlist hefur
Björgvin gefið út margar kennslu-
bækur fyrir píanó og einnig gefið út
tvo geisladiska, Undir Dalanna sól
árið 2005 og Allt sem ég er árið
2009.
Þarf að vera skemmtilegt og
skila sér til tónleikagesta
Í dag rekur Björgvin sinn eigin
tónlistarskóla, Tónskóla Björgvins.
„Tónlistarkennslan fer að
mestu leyti fram í Hamraskóla í
Grafarvogi en auk þess stjórna ég
og spila undir þegar nemendur
koma saman og syngja á sal einu
sinni í viku. Annars hefur þessi vet-
ur eða að minnsta kosti síðustu
mánuðir verið mjög annasamir
vegna undirbúnings fyrir tón-
leikana; útsetningar, æfingar, skipu-
lag og fleira. Ferlið hefur verið
langt og strangt en að sama skapi
skemmtilegt – sem vonandi skilar
sér til tónleikagesta,“ segir Björg-
vin.
Einsöngvarar á tónleikunum
eru ekki af verri endanum, Gissur
Páll Gissurarson, Þóra Gylfadóttir,
Egill Árni Pálsson, Harpa Ósk
Björnsdóttir, Jón Svavar Jósefsson
og Óskar Pétursson. Einnig kemur
fram blandaður kór sem nefnist
Þrusk, en hann er skipaður tónlist-
armenntuðu fólki af Suðurlandi.
Hljómsveitin Elektra Ensemble sér
um undirleik auk þess að frumflytja
tvö verk eftir Björgvin sem heita
Tangó 60+ og Gamli skódinn hans
pabba.
Söngkona Þóra Gylfadóttir verður
meðal einsöngvara á Selfossi.
Tenór Gissur Páll Gissurarson er
þekktur tenór af Suðurlandinu.
Söngvari Egill Árni Pálsson er frá
Laugarási í Biskupstungum.
Ljósmyndari/Steve Lorenz
Bassi Jón Svavar Jósefsson er fanta góður bassi og ætlar að syngja.
Uppsetning Sömu setningum í tungumálunum tólf er raðað í sömu röð.
Nánar: facebook.com/justphraseit