Morgunblaðið - 22.04.2016, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þéri i
Orkusparnaður
með Nergeco
hraðopnandi
iðnaðarhurðum
Nergeco
• Opnast hratt & örugglega
• Eru orkusparandi
• Þola mikið vindálag
• Eru öruggar & áreiðanlegar
• Henta við allar aðstæður
• 17 ára reynsla við íslen-
skar aðstæður & yfir 150
hurðir á Íslandi
Með hraðri opnun & lokun sem & mikilli einangrun
má minnka varmaskipti þar sem loftskipti verða minni
Intelligent curtain sem
veitir aukið öryggi
Múgur og margmenni komu saman við götur
Windsor í London í gær til að fagna níræðis-
afmæli Elísabetar II. Bretadrottningar. Drottn-
ingin gekk um og tók við hamingjuóskum, af-
mæliskortum og blómvöndum frá þegnum sínum
með bros á vör í tilefni dagsins.
Þakkaði hún einnig fylgjendum sínum á Twitt-
er fyrir afmæliskveðjur ásamt því að óska öllum
þeim sem einnig urðu níræðir í gær til hamingju.
Þá gaf drottningin sér einnig tíma til að snæða
heppnir“ að eiga hana. Karl Bretaprins flutti
einnig ávarp í BBC-útvarpsstöðinni þar sem
hann vitnaði í leikskáldið Shakespeare.
Formaður Verkamannaflokksins, Jeremy Cor-
byn, sagði í sínu ávarpi að sama hvaða skoðun
menn hefðu á konungsveldinu nyti drottningin
„yfirgnæfandi stuðnings“.
Undanfarið hefur drottningin þó dregið úr
skyldum sínum og flutt þær yfir á prinsana Karl
og Vilhjálm.
dýrindis afmælisköku á ferð sinni um Windsor.
Skoðanakannanir benda til þess að drottning-
in hafi aldrei verið vinsælli en nú en Elísabet hef-
ur verið þjóðhöfðingi í 64 ár, lengst allra kon-
unga og drottninga í sögu Bretlands. Þetta
kemur fram í frétt AFP.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands,
lofaði drottninguna í auðmjúku ávarpi til þings-
ins í gær. Sagði hann drottninguna vera „stað-
fasta og sterka“ og Bretar væru „einstaklega
AFP
Fjöldi fagnaði níræðisafmæli Bretadrottningar
Tveir létust og
fimm er saknað
eftir að hjólastíg-
ur sem lagður var
vegna Ólympíu-
leikanna í Ríó
hrundi í sjóinn.
Vitni segja að
fimm manns hafi
verið á hjólastígn-
um þegar hann
féll niður um 50
metra síðla morguns að staðartíma í
Rio de Janeiro í Brasilíu.
Ástæður hrunsins eru enn
óþekktar en hjólastígurinn var opn-
aður fyrr á þessu ári og var byggður
á stálbitum meðfram ströndinni.
„Fólkið var að stoppa á hjólastígn-
um til að taka myndir af öldunum –
þær voru stórar. Svo sá ég þá allra
stærstu,“ segir vitni samkvæmt frétt
BBC. „Hún lyfti hjólastígnum og
hluti hans losnaði. Ég sá fólkið falla,
það var mjög sorglegt,“ sagði hann.
Tvö lík fundust í sjónum og voru í
kjölfarið lögð á ströndina. Ríó hafði
gefið út að alla hjólastígar yrðu
tengdir við strandlengju borgar-
innar fyrir Ólympíuleikana, en vinna
hófst árið 2014.
Hjólastíg-
ur hrundi
í sjóinn
Tveir létust og
fimm er enn saknað
Hrun Mannfall varð
á hjólastíg sem féll.
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
Tónlistarmaðurinn Prince lést í gær
57 ára að aldri að heimili sínu í
Minnesota. Sjúkraflutningamenn
reyndu að lífga Prince við eftir að
hann fannst meðvitundarlaus í
lyftu. Þetta kemur fram í yfirlýs-
ingu lögregluyfirvalda samkvæmt
frétt AFP. Rannsókn er þegar hafin
á andláti hans.
Fjölmiðlafulltrúi Prince, Yvette
Noel-Schure, staðfesti andlát
söngvarans í tilkynningu. Sagði hún
að ekki væri hægt að gefa upp
dánarorsök hans að svo stöddu.
Svo virðist sem Prince hafi verið
að glíma við einhvers konar veik-
indi, en aðeins er rúm vika síðan
flugvél sem Prince var um borð í
þurfti að nauðlenda í Illinois vegna
veikinda söngvarans. Hann var
lagður inn á sjúkrahús í kjölfarið en
útskrifaður þremur tímum síðar.
Talsmenn söngvarans sögðu hann
aðeins hafa þjáðst af flensu en hann
væri á batavegi.
Prince kom fram opinberlega
síðastliðinn laugardag og fullvissaði
aðdáendur sína að hann væri í fullu
fjöri og ekki væri þörf á að biðja
fyrir honum enn sem komið væri.
Fjölmargir minntust söngvarans
á samfélagsmiðlum í gær. Madonna,
Mick Jagger og Bandaríkjaforseti
voru þar á meðal. „Í dag misstum
við skapandi goðsögn,“ sagði
Obama.
Poppgoðið Prince látinn
Fullvissaði að-
dáendur sína um að
hann væri frískur
AFP
Látinn Tónlistarmaðurinn og goðsögnin Prince lést sviplega á heimili sínu í
gær, en hann fannst meðvitundarlaus í lyftu. Dánarorsök er enn ókunn.
Innanríkisráðherrar Evrópusam-
bandsríkjanna samþykktu formlega
í gær tillögu að nýjum liðsafla við
landamæraeftirlit og landhelgis-
gæslu sem hefði það verkefni með
höndum að skerast í leikinn í löndum
eins og Grikklandi, þar sem álag er
mikið, til að hægja á innstreymi
flóttamanna. Þetta kemur fram í
frétt AFP, en ráðherrarnir áttu fund
í Lúxemborg. Rætt var fyrst um
nýja liðsaflann í desember í fyrra, en
hann er lykilatriði í áætlun Evrópu-
sambandsins til að hefta flæði flótta-
og farandsfólks til Evrópu.
Tillagan fer næst fyrir Evrópu-
þingið til samþykkis í júní til að gera
nýjum liðsafla kleift að vera reiðu-
búinn til starfa við lok sumars.
Ekki áhrif á fullveldið
Brussel gerði lítið úr áhyggjum
um að liðsaflinn myndi hafa áhrif á
fullveldi ríkjanna og tók af allan vafa
um að hvert ríki yrði að veita sam-
þykki sitt áður en liðsaflinn skærist í
leikinn.
„Nú þegar dregið hefur úr fjölda
flóttamanna á leið til Evrópu höfum
við fengið tækifæri til að finna sam-
an evrópska lausn,“ sagði Angela
Merkel, kanslari Þýskalands, eftir
samtal sitt við hollenska forsætis-
ráðherrann í gær.
Auka við landamæra-
og landhelgisgæslu
Ráðherrar samþykkja nýjan liðsafla
AFP
Samkomulag Liðsaflanum er ætlað
að hægja á streymi flóttamanna.