Morgunblaðið - 22.04.2016, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016
✝ Ólafur HilmarIngólfsson
fæddist í Eyjafirði
20. maí 1925. Hann
lést á hjartadeild
Landspítalans við
Hringbraut 10. apr-
íl 2016.
Foreldrar hans
voru Ingibjörg Þor-
láksdóttir, f. 11.
ágúst 1896, d. 2.
desember 1930, og
Ingólfur Árnason, f. 12. nóv-
ember 1889, d. 13. nóvember
1971. Bræður Hilmars eru: Árni,
f. 21. mars 1918, d. 10. febrúar
2007, Kristinn Þorlákur, f. 31.
ágúst 1923, Steinberg, f. 14. júlí
1928, d. 3. janúar 1977. Systkini
Hilmars samfeðra eru: Gíslína
Ingibjörg, f. 14. júlí 1933, og
Haukur Heiðar, f. 5. ágúst 1942.
Hilmar kvæntist 26. júní 1965
Pálínu Magnúsdóttur, f. 27. maí
1929, d. 18. júní 1981. Sonur
þeirra er Skúli Rúnar Hilm-
arsson, f. 13. febrúar 1964,
kvæntur Brynju Helgadóttur.
Sigurðar; Kristín, f. 5. nóv-
ember 1929, d. 24. desember
1993, og Eyvindur, f. 30. mars
1931, d. 1. júní 1992.
Hilmar fékk sína barna-
fræðslu í Ásaskóla í Gnúpverja-
hreppi en sótti síðar nám í bú-
fræði við Bændaskólann að
Hólum. Ásamt hefðbundnum bú-
störfum í Austurhlíð vann Hilm-
ar ýmiss konar vélavinnu í sveit-
unum þar eystra á vegum
ræktunarfélagsins og á eigin
vélum, sá bæði um jarðvinnu og
snjómokstur. Um 1960 fluttist
Hilmar til Reykjavíkur og vann
eftir það við ýmis störf en lengst
af sem verkstjóri hjá verktaka-
fyrirtækinu Hlaðbæ hf. Hann
byggði ásamt konu sinni og í fé-
lagi við Auðun Helgason og
hans frú húsið að Hraunbraut 44
á Kársnesi í Kópavogi og bjó þar
alla tíð síðan. Eftir Hilmar
liggja margir smíðisgripir, bæði
húsmunir og ýmiss konar
amboð. Hilmar var mikill
ræktunarmaður og sjást þess
merki bæði á Hraunbrautinni og
ekki síður á landskika fjölskyld-
unnar í landi Austurhlíðar þar
sem þúsundir trjáa af ýmsum
toga vaxa nú.
Útför Hilmars fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 22. apríl
2016, klukkan 15.
Dætur Pálínu,
stjúpdætur Hilm-
ars, eru: Sigurlín
Guðrún Ágústs-
dóttir, f. 23. sept-
ember 1947, gift
Marijan Krajacic,
Þóra Björg Ágústs-
dóttir, f. 23. desem-
ber 1951, gift Guð-
mundi Pétri Sigur-
jónssyni, Ágústa
Ósk Ágústsdóttir, f.
6. nóvember 1957, gift Skúla
Marteinssyni, og Valgerður
Guðmundsdóttir, f. 10. október
1960. Afkomendur þeirra systk-
ina eru 55 talsins. Hilmar ólst
upp fyrstu árin hjá móðurfor-
eldrum sínum Þorláki Ein-
arssyni og Kristínu Pálsdóttur
að Kotá í Eyjafirði en fluttist um
11 ára aldur til móðursystur
sinnar, Lilju Þorláksdóttur, og
ólst upp hjá henni og manni
hennar Sigurði Eyvindssyni að
Austurhlíð í Gnúpverjahreppi.
Uppeldissystkini Hilmars í Aust-
urhlíð voru börn þeirra Lilju og
Ég kveð Hilla pabba minn
með söknuði í hug og hjarta.
Hann kom inn í líf mitt þegar
ég var 10 ára, ég gleymi því aldr-
ei þegar mamma kynnti okkur í
fyrsta sinn.
Nærvera hans og næmni
gerðu mér kleift að vera ég sjálf.
Ég sagði lítið og þá gerði hann
slíkt hið sama, ég fékk að leiða
okkar fyrstu kynni. Ég bókstaf-
lega féll fyrir honum þessum
góða manni sem var að koma inn
í líf okkar til frambúðar. Það seg-
ir kannski margt um það hversu
yndislegur maður og faðir hann
varð fyrir mér að ég var ekki
orðin 12 ára þegar ég var farin
að kalla hann pabba.
Hann var einstakur maður.
Ég elska þig, pabbi minn.
Þín dóttir,
Þóra Björg.
Mín fyrstu kynni af Hilmari
voru á fimmtudagskvöldi síðla í
ágúst 1995 þegar ég bankaði
uppá á Hraunbraut 44 í leit að
Skúla og Hilmar kom til dyra.
Drengurinn var ekki heima og
lagði Hilmar ríka áherslu á að ég
færi og fyndi Skúla þar sem
hann var við vinnu. Þetta var
upphaf á rúmlega 20 ára vinskap
og betri tengdaföður hefði ég
ekki getað hugsað mér.
Það duldist engum sem
þekktu Hilmar að hann var
vinnusamur og mikill hagleiks-
maður og iðulega þegar maður
kom í heimsókn var hann eitt-
hvað að bardúsa. Ef laga mátti
hlutinn eða smíða nýjan var
óþarfi að kaupa nýtt, sem mætti
segja að hafi verið lífsviðhorf
hans, enda var hann af þeirri
hverfandi kynslóð sem fór vel
með allt sitt og við sem yngri er-
um mættum taka okkur til fyr-
irmyndar. Hilmar var mikill
ræktunarmaður og eyddi hann
ófáum stundum í ræktun á lands-
skika fjölskyldunnar í landi
Austurhlíðar og var stundum
gantast með það þegar farið var
austur að nú væri verið að fara í
vinnubúðir Hilmars enda vissi
hann að paradísin sprytti ekki af
sjálfum sér. Við skiljum þetta
núna þegar við njótum verunnar
í sveitinni.
Hilmar var einstakt ljúfmenni,
tryggur og traustur og maður
orða sinna, ef eitthvað var sagt
þá varð því ekki haggað. Það er
kominn tími til að kveðja og eig-
ingjarnt annað en að sleppa tak-
inu. Elsku Hilmar, þú hefur skil-
ið eftir ótal margar fallegar og
góðar minningar sem ég geymi í
hjarta mínu. Takk fyrir sönginn.
Brynja.
Þú
sem ferð,
ferð aldrei allur.
Hverju sinni
skilur þú eitthvað eftir.
Hluta af þér – í mér.
Við munum sakna þín sárt, afi.
Þórunn Magnea Ómarsdótt-
irGuðrún Ólafsdóttir og
börnAnna Líta Pearson og
fjölsk. Jimmy Gadson.
Ég er búin að hugsa mikið um
það hvað ég vilji skrifa í minn-
ingu afa míns, Ólafs Hilmars
Ingólfssonar. Í hvert skipti sem
ég reyni að kalla fram minningu
kemur fyrst tilfinning, ég finn
hvernig afi lét mér líða. Afi var
rólegur, hljóðlátur með leyni-
húmor og einstaklega verklaginn
svo tilfinningin sem hellist yfir
mig er öryggi, hlýja og glettni.
Glettni er reyndar ekki tilfinning
en það er ekki hægt að hugsa til
afa án þess að finna hvernig
glettnin í augum hans og munn-
vikum lét manni liða.
Ég var skírð Hrönn Ólöf, Ólöf
í höfuðið á Hilla afa. Fyrstu árin
mín tengdist ég Ólafarnafninu
ekki mikið; ég held að það hafi
svolítið verið vegna þess að afi
var Hilli afi en ekki Ólafur afi.
Eftir því sem ég eldist fór mér
að þykja vænna um Ólafarnafnið
og þegar að afi kallaði mig nöfn-
una sína eða skrifaði „nafna mín“
í afmælis- og jólakortin kom allt-
af sól í hjartað mitt. Ég er búin
að heyra afa segja „nafnan mín“
oft síðustu daga; þegar ég finn
fyrir leiða yfir að komast ekki í
jarðarförina hans þá segir hann
við mig: „Nafnan mín.“ Og ég
veit að honum hefði bara fundist
það vera bruðl ef ég færi að
koma í jarðarförina: „Það er nú
algjör óþarfi að fara að eyða pen-
ingum og tíma í það, ég er hvort
sem er farinn til hennar ömmu
þinnar, ekki vera leið. Þú þarft
ekkert að fara til Íslands til að
minnast mín.“ Og það er rétt, ég
þarf ekkert að fara neitt til að
minnast afa míns, hann er alltaf í
hjarta mér.
Í rauninni er ég búin að vera
að kveðja afa í nokkur ár. Ég bý
erlendis og í enda hverrar heim-
sóknar heim til Íslands fór ég að
kveðja Hilla afa minn. Með
hverju árinu varð það erfiðara og
erfiðara. Ég vissi að þetta gæti
verið í síðasta sinn sem ég fengi
að knúsa afa minn. Ég var síðast
hjá Hilla afa fyrir tæpu ári; þá
sagði hann við mig og Elínu syst-
ir að þetta væri komið gott, að
líkaminn hans væri orðinn það
aumur að hann væri bara tilbú-
inn að fara. Ég man ekki alveg
orðin hans afa en þetta er það
sem hann sagði. Ég átti mjög
erfitt með að kveðja afa áður en
ég fór aftur til Bandaríkjanna.
Ég var nýlega búin að kveðja
hinn afa minn í hinsta sinn og ég
var ekki tilbúin að gera það sama
við Hilla afa. Ekki strax. Bíddu í
eitt ár í viðbót svo að ég geti
komið heim næsta sumar með
strákanna mína og við fengið að
knúsa þig einu sinni enn. Ég ætl-
aði ekki að geta sleppt honum en
um leið og ég gerði það hljóp ég
út í bíl. Við vissum það bæði að
þetta var síðasta knúsið okkar,
þetta var okkar hinsta kveðju-
stund.
Nú er engin kvölin, afi minn.
Tenging líkama og sálar slitin.
Hvíldu í friði, afi minn.
Hvíldu í ró og sælu.
Ég, Hrönn Ólöf Guðmunds-
dóttir, eiginmaður minn David
Wallach og synir okkar Michael
Þór, Alexander Már og Chri-
stopher Ágúst, sendum samúð-
arkveðjur til allra ættingja og
vina hans Hilla afa, nafna míns.
Hrönn Ó. Guðmunds-
dóttir-Wallach.
Meira: mbl.is/minningar
Tímaritið Æskan, aloe vera
plönturnar í eldhúsinu, snún-
ingskollurinn við píanóið og
grenilykt, vanilluís með jarða-
berjasósu, heitar kleinur, þrek-
hjólið á svefnherbergisganginum
og sagið í bílskúrnum. Alltaf
sama lyktin en þó mismunandi á
milli herbergja, alltaf straumur
af gólfteppinu, alltaf hlýtt og allt-
af gott.
Það rifjuðust upp fyrir mér
orð Benedikts Gröndal, náttúru-
fræðings og skálds, þegar ég sat
og velti fyrir mér hvernig ég ætti
að setja niður á blað minningu
um afa minn, Hilmar. Dr. Þor-
Ólafur Hilmar
Ingólfsson
✝ Sigríður fædd-ist í Vest-
mannaeyjum 6. des-
ember 1927. Hún
lést á sjúkrahúsinu
á Selfossi 13. apríl
2016.
Foreldrar henn-
ar voru Símon Guð-
mundsson, fæddur
21. maí 1884, d.
1955, og Pálína J.
Pálsdóttir, fædd 29.
september 1890, d. 1980.
Sigríður átti níu systkini sem
upp komust: Sigríði, Fjólu, Ein-
ar, Margréti, Helgu, Karl og
Magnús, þau eru látin. Eftirlif-
andi eru tvö yngstu systkini
hennar; Sverrir og Sveinbjörg.
Símon og Pálína bjuggu
lengst af í Vestmanneyjum og
þar fæddust flest börn þeirra.
Þegar Sigríður var tveggja ára
var hún send í fóstur til
hjónanna Kristínar Þórðar-
dóttur og Björns Einarssonar,
sem bjuggu á Fagurhóli í Land-
22. júní 1946. Hennar maður er
Sturlaugur Eyjólfsson, fyrrver-
andi bóndi á Efri Brunná í Döl-
um. Börn þeirra eru: 1) Eyjólfur,
fæddur 18.4. 1964, fram-
kvæmdastjóri á Selfossi, kvænt-
ur Guðbjörgu Hólm Þorkels-
dóttur og eiga þau fjögur börn:
Birnu Björt, Þorkel Hólm, Stur-
laug og Ríkharð. Þau eiga þrjú
barnabörn: Birki Rafn, Bjarka
Frey og Bríeti Ernu. 2) Sigríður,
fædd 25.8. 1966, framhaldsskóla-
kennari í Reykjavík. Hún á þrjú
börn: Kristínu Björgu, Önnu
Þóru og Daníel Örn Hrólfsbörn.
3) Solveig, fædd 3.2. 1973, sér-
fræðingur, búsett í Danmörku.
Gift Henrik Aanes og eiga þau
tvo syni: Ingemar Snorra og Þor-
björn Mikael. 4) Helga Helena,
fædd 5.2. 1973, framhaldsskóla-
kennari í Reykjavík. Gift Eiríki
R. Eiríkssyni og eiga þau tvær
dætur: Guðrúnu Evu og Birnu
Maríu.
Eftir lát Gunnars bjó hún eitt
ár í Ártúnum, flutti þá á Hvols-
völl og stuttu seinna að Selfossi.
Þaðan flutti hún á dvalarheimilið
Sólvelli á Eyrarbakka fyrir tæp-
um tveimur árum.
Útför hennar fer fram frá
Oddakirkju í dag, 22. apríl 2016.
Athöfnin hefst klukkan 15.
eyjum 1908-1941.
Þau áttu þá fimm
uppkomin börn:
Kjartan, Guðrúnu,
Ragnar, Þorbjörgu
og Katrínu. Stuttu
seinna tóku Fag-
urhólshjónin dótt-
urdóttur sína Elsu
Vilmundardóttur til
sín.
Þegar Sigríður
var 13 ára létust
fósturforeldrar hennar og fór
hún þá í vist til vandalausra.
Tveimur árum seinna giftist Þor-
björg dóttir Fagurhólshjónanna
Ragnari Jónsyni í Bollakoti í
Fljótshlíð og átti Sigríður þar
skjól þar til hún fór að Ártúnum
á Rangárvöllum. Sigríður fer í
Ártún til sambýlismanns og síðar
eiginmanns, Gunnars Magnús-
sonar, árið 1954. Þau giftust á
gamlársdag 1971. Gunnar lést 5.
september 1995. Barn Sigríðar
og uppeldisdóttir Gunnars er
Birna Kristín Lárusdóttir, fædd
Sigríður Símonardóttir,
amma mín, er látin. Í æsku
minni var langt á milli heimila;
við vestur í Dölum og hún suð-
ur á Rangárvöllum. Það varð til
þess að við systkinin hittum
þessa ömmu okkar sjaldan.
Einu sinni á ári eða svo. Þetta
breyttist þegar ég fór í fram-
haldsskóla. Því þótt Bifröst
væri mun nær Dölunum en
Rangárvellirnir voru þeir í
vetrarófærð auðveldari heim að
sækja. Í helgarleyfum í Ártún-
um urðu kynni mín við ömmu
og Gunnar manninn hennar
fyrst náin.
Þegar ég lauk framhalds-
skóla fluttum við konan mín á
Hvolsvöll og hófum þar búskap
1984. Sú ákvörðun var ekki síst
tekin með vissuna um ömmu í
nágrenninu. Meðan við bjugg-
um á Hvolsvelli vorum við oft á
ferðinni niður í Ártún að er-
indast ýmislegt og nutum
stuðnings ömmu og Gunnars
búskaparárin okkar tvö á
Hvolsvelli.
Síðan varð langt á milli heim-
ila okkar árum saman. Ég flyt
2002 á Selfoss með fjölskyldu
mína og hitti þar fyrir ömmu,
sem var nýbúin að byggja sér
þar hús. Þetta varð til þess að
börnin mín kynntust nú lang-
ömmu sinni, sem enn var ern
og frísk og áttu með henni gef-
andi samneyti í meira en ára-
tug.
Hlutskipti ömmu í æsku var
að alast upp í fóstri því að
systkinin voru mörg en efnin
lítil. Hún varð ung barnshaf-
andi í umhverfi þar sem hún
vann fyrir sér sem kaupakona.
Einstæð við þau skilyrði gat
hún ekki haft barnið sitt hjá sér
og þurfti að setja móður mína
unga frá sér í fóstur í Fljóts-
hlíðinni. Mörgum árum síðar
stansaði loks ferðalag kaupa-
konunnar. Í Ártúnum eignaðist
hún mann, heimili og fann til
öryggis sem lengi hafði verið
leitað að. Þá var dóttir hennar
orðin stálpuð en fleiri urðu
börnin ekki.
Margt í lífi ömmu húsfreyju í
Ártúnum má rekja til erfiðs
lífshlaups frá fyrri árum. Hún
hugsaði til dæmis afar vel um
kaupafólkið sitt; vildi að því liði
vel og nyti vinnu sinnar og
dvalar. Kaupafólkið hélt áfram
að heimsækja Ártún löngu eftir
að það var hætt að vinna þar.
Hélt áfram að koma á fullorð-
insárum og þá með börnin sín
með sér. Einnig var amma afar
barngóð og ef börn voru í heim-
sókn leið ekki á löngu þar til
þau læddu lófa í hönd hennar
og gengu með henni að skoða
undur sveitarinnar.
Gestrisni þeirra Gunnars og
ömmu var engu lík. Ef gesti
bar að garði var alltaf slegið
upp einhvers konar veislu. Mat-
ur var stöðugt á borðum frá
morgni til kvölds. Á sumrin
voru oft tíu manns í mat, sem
gat tvöfaldast við gestakomur.
Þá var borðað og drukkið í holl-
um.
Upp úr minningunni stendur
þessi fallega og ástríka lund,
sem amma bar alla tíð með sér.
Hún dvaldi sjaldan við tal um
erfiðleika, hvorki hjá sér né
öðrum. Hún studdi afkomendur
sína mikið og vék alltaf ein-
hverju góðu að öllum sem til
hennar leituðu. Almennt löðuð-
ust allir að birtu hennar og ást.
Jafnt afkomendur sem blaðber-
ar.
Það er því mikil manneskja
sem ég kveð í dag. Ég var
heppinn því ég naut nærveru
hennar miklu meira en margir
aðrir. Fyrir það er ég henni og
Guði mínum ævinlega þakklát-
ur. En kveðjan er þung og sárt
til þess að hugsa að endanlega
er þetta stóra hjarta hætt að
slá. Hvíl nú í friði.
Eyjólfur Sturlaugsson.
Nú er komið að leiðarlokum
hjá langömmu minni og hefur
hún kvatt þennan heim.
Hún var langamma mín þótt
ég og systkini mín höfum ætíð
bara kallað hana ömmu Sillu.
Hún var alltaf til í að hjálpa öll-
um afkomendum sínum. Ég
man svo vel eftir því þegar hún
kom að passa mig þegar ég var
yngri, þó svo að hún hafi átt
heima á Hvolsvelli en við í
Reykjavík þá gerði hún sér lítið
fyrir og kom og dvaldi hjá okk-
ur heilu vikurnar til að passa
okkur systurnar og sjá um
heimilið þegar mamma var upp-
tekin í skólanum. Hún passaði
mig oft þegar ég var veik og ég
man hversu gott mér fannst að
hafa hana hjá mér þegar mér
leið illa. Amma hafði fallega
framkomu og náði einstaklega
vel til allra barna. Æskuvinkon-
ur mínar muna ennþá eftir
hversu vingjarnleg hún var allt-
af við þær og kölluðu þær hana
„ömmuna sem gefur okkur ís“.
Ég man mest eftir heimili þínu
á Selfossi og þegar við komum
til þín vorum við troðin út af
góðum mat og sælgæti, enginn
fór svangur frá henni, hún vildi
helst senda okkur heim með
nesti og gerði það líka mjög oft.
Við, stórfjölskyldan, áttum
margar góðar stundir saman,
allar fjölskylduferðirnar,
kvennaferðirnar og páskarnir.
Á páskunum fór meginpartur
stórfjölskyldunnar vestur í Dali
og komum við okkur öll fyrir í
Bláa húsinu og þá dettur mér
helst í hug orðatiltækið „þröngt
mega sáttir sitja“. Þetta voru
virkilega góðir tímar og lék
amma svo sannarlega stórt
hlutverk í öllum þessum minn-
ingum. Ég var virkilega heppin
að eiga þig sem ömmu.
Minningin um þig mun lifa í
hjarta mínu um ókomin ár.
Takk, elsku amma mín, fyrir
allar þær góðu stundir sem við
áttum saman.
Þín langömmustelpa,
Kristín Björg.
Sillu hef ég þekkt frá því ég
man eftir mér enda voru hún og
mamma heitin, Elsa Guðbjörg
Vilmundardóttir jarðfræðingur,
fóstursystur og vinkonur og
mjög kært á milli þeirra. Þær
ólust báðar upp að hluta hjá
langömmu og langafa, Kristínu
og Birni í Fagurhóli í Austur-
Landeyjum, og höfðu báðar
mjög góða sögu að segja af
þeirri vist. Ég kom fyrst í Ár-
tún mjög lítil og man hvað mér
þótti víðáttan í Landeyjunum
sérstök og Hólsáin ótrúlega
mikið fljót. Ég var frá því að ég
man eftir mér mikill dýravinur
og þráði það heitast að fá að
vera í sveit á sumrin. Hestarnir
heilluðu mest.
Þegar ég var 12 ára fékk ég
að vera hálft sumar í Ártúnum
hjá Sillu og Gunnari en mamma
sagði mér að þá hefði ég verið
búin að suða um það nokkuð
lengi enda mikið af hestum þar
sem ég þráði svo mjög að vera í
návígi við. Næstu fjögur sumur
var ég svo þar ásamt fleiri
krökkum og kynntist þar minni
kæru vinkonu, Hönnu Láru,
sem var þar með mér öll sumr-
in. Vinnuálagið var mikið eins
og þá tíðkaðist en við vorum
líka mjög viljugar að vinna
enda verðlaunin að fá að fara á
hestbak á kvöldin.
Í Ártúnum eignaðist ég minn
fyrsta hest, brúnskjótta meri
sem ég heillaðist af sem folaldi.
Silla kenndi mér margt og var
mér ákaflega góð og kær.
Skemmtilegast þótti mér að
hlusta á sögurnar úr Fagurhóli
en hún talaði af svo miklum
kærleika um allt það fólk og
mikið um langömmu og langafa
í Fagurhóli. Það leyndi sér ekki
að henni þótti vænt um þau.
Mér er það ákaflega dýrmætt
að hafa fengið að kynnast þeim
í gegnum sögurnar hennar
Sillu. Það var alltaf gott að
koma til hennar og væntum-
þykja og hlýja hennar í minn
garð var alltaf mikil.
Ég kveð elsku Sillu og þakka
henni fyrir góða samveru og
samfylgd. Ég votta Birnu, Stur-
laugi og öllum aðstandendum
mína dýpstu samúð.
Guðrún Lára Pálmadóttir.
Þá er fallin fóstra mín, kona
sem ég hefi þekkt í 50 ár og
sem hefur reynst mér sérlega
vel. Kynni mín af Sillu hefjast
snemma vors 1965 þar sem ég
stend, nýorðinn 14 ára, á Ár-
túnahlaðinu með pokann minn.
Sigríður S.
Símonardóttir