Morgunblaðið - 22.04.2016, Side 33

Morgunblaðið - 22.04.2016, Side 33
valdur Thoroddsen, jarð- og landfræðingur, heimsótti Bene- dikt nokkrum dögum áður en hann dó og spurði um líðan hans. Hann sat þá í hægindastól og sagði: „Ég get ekki gengið og ekki andað, en annars líður mér vel.“ Þessi orð finnast mér eiga afar vel við Hilmar afa, en kvartsár var hann ekki og kenndi sér sjaldan meins. Hann hafði húmor fyrir sjálfum sér og aðstæðum, og hefði eflaust sagt það hafa borið vel í veiði að öll fjölskyldan var samankomin í fermingarveislu þegar hann loks kvaddi þennan heim. Ég veit að þér líður betur núna, hvar sem þú ert og hvort sem þar er melur eða mói. Ég mun alltaf muna þig, elsku afi, með glettið bros á vör. Þín elskandi, Katrín. Það sem ég gæfi fyrir eina klukkustund í viðbót af spurn- ingum frá mér til afa. Eftir að afi var kominn upp á Landspítala einsetti ég mér að spyrja hann spjörunum úr, þó ekki bókstaflega. Milli þess er hann hugsaði og dormaði beið ég spenntur eftir því að sjá hvort ég fengi hann til þess að glotta á sinn glettnislega hátt. Ég elska þetta glott og á eftir að sakna þess svo mikið. Það sem ég vildi óska þess að ég hefði sagt við afa áður en hann fór, er hversu mik- ið ég er þakklátur fyrir það að hann hafi komið inn í líf Pöllu ömmu. Ég er þér ævinlega þakk- látur, Hilli afi, fyrir það að vera til staðar fyrir mömmu og gott betur en það, þú varst frábær faðir sem og afi. Afi minn í trján- um, eins og Kormákur sagði, takk fyrir okkur. Ágúst Guðmundsson og Kormákur Pétur Ágústsson. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfirði Laugardagskaffi Næsta laugardagkaffi verður 23. apríl kl. 10- 12 í sal Sjálfstæðisflokksins, Norðurbakka 1a. Ragnheiður Ríkharðsdóttir formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins er gestur fundarins. Heitt á könnunni. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði Aðalfundur Kaupmannasamtaka Íslands verður haldinn miðvikudaginn 27. apríl n.k. í húsakynnum Kaupmannasamtaka Íslands, Húsi verslunar- innar, 13. hæð, kl. 14:00. Tilboð/Útboð Skútustaðahreppur Tillaga að breytingu á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis í landi Arnarvatns í Skútustaðahreppi. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 20. apríl s.l. að auglýsa skv. 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis 365-V (hótellóðar) í landi Arnarvatns í Skútustaðahreppi. Breytingartillagan gerir ráð fyrir stækkun núverandi lóðar Hótels Laxár þar sem fyrirhugað er að byggja starfsmannabústaði vestan hótelsins þannig að þeir snúi ekki að Mývatni og verði ekki jafn sýnilegir frá þjóðvegi og þeir yrðu annars innan núverandi lóðar. Því er mörkum reitsins og byggingarreit breytt þannig að þau nái vestur yfir háhæðina, sem hótelið stendur á. Samhliða breytingu á deiliskipulagi er gerð leiðrétting á landnotkunarreit 365-V í Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023 þannig að stærð og lögun landnotkunarreits er breytt til samræmis við uppgefna stærð í aðalskipulagsgreinargerð. Tillöguuppdráttur með greinargerð mun liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni frá og með föstudeginum 22. apríl til og með föstudeginum 3. júní 2016. Þá eru tillögurnar og aðgengilegar á heimasíðu Skútustaðhrepps: http://www.myv.is undir Skipulagsauglýsingar (hnappur á forsíðu). Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 3. júní 2016. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests. Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni og/eða í tölvupósti á netfangið: bjarni@thingeyjarsveit.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast henni samþykkir. Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Ýmislegt Jessenius Faculty of Medicine í Martin, Slóvakíu mun halda inntökupróf í Reykjavík í 6. apríl og 2. júni 2016. Einnig 14. júlí í Martin. Prófað er í efna- fræði og líffræði. Ekkert prófgjald. Skólagjöld 9500 evrur á ári. Kennt er á ensku. Nemendur læra slóvakísku og geta tekið alla klinik í Slóvakíu. Nemendur útskrifast sem læknar ( MUDr.) eftir 6 ára nám. Fjöldi íslendinga stundar nám í læknisfræði við skólann auk norðmanna, svía og finna og fl. Heimasíða skólans er www.jfmed.uniba.sk/en FÍLS félag íslenskra læknanema í Slóvakíu www. Jfmedslova- kia.wordpress.com Palacký University í Olomouc í Tékklandi býður upp á 5 ára nám í tannlækningum. Kennt á ensku. Skólagjöld 11.800 evrur á ári. www.medicineinolomouc.com Kaldasel ehf., Uppl. í s. 5444333 og fs. 8201071 kaldasel@islandia.is TILBOÐ - TILBOÐ Vandaðir dömuskór úr leðri. Tilboðsverð aðeins 2.900.- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Lækkað verð Handslípaðar kristal ljósakrónur frá Tékklandi og Slóvakíu. Kristal glös, vasar ofl. Handútskornir trémunir. Slóvak Kristall (Kaldasel ehf.),, Dalvegur 16 b, Kópavogur, s. 5444333. Bílar Skoda Octavia modelár 2014 ekinn aðeins 29 þús. km. ekki bílaleigubíll. Diesel. Þjónustubók. Bluetooth fyrir síma. Isofix festingar fyrir barnastól. Kastarar. Álfelgur. ofl. Verð: 3.580.000,- www.sparibill.is Fiskislóð 16 – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Hjólbarðar Matador heilsársdekk - útsala 215/70 R 16 kr. 19.500 235/60 R 18 kr. 28.500 255/55 R 18 kr. 29.900 255/50 R 19 kr. 34.500 275/40 R 20 kr. 44.500 175/75 R 16 C kr. 17.500 205/75 R 16 C kr 19.500 215/75 R 16 C kr. 23.500 225/65 R 16 C kr. 27.200 235/65 R 16 C kr. 29.900 Framleidd af Continental í Slóvakíu Kaldasel ehf., dekkjaverkstæði Dalvegur 16 b, 201 Kópavogur s. 5444333 Traktordekk rýmingarsala 13.6 -24 kr. (1 stk) 39.900 11.2 – 28 ( 1 stk) kr. 29.900 Kaldasel ehf ., Dalvegur 16 b, Kópavogur s. 5444333 Húsviðhald Þríf ryð af þökum, ryðbletta og tek að mér ýmis verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? mbl.is alltaf - allstaðar Móðir mín hafði kynnst Sillu á sæluviku húsmæðra á Laugar- vatni og boðið henni drenginn sinn til sumarstarfs. „Viltu ekki koma inn, væni minn, og fá þér mjólk og köku,“ kallaði Silla af tröppunum. Það stafaði hlýja frá henni, hlýja sem ég naut næstu 50 ár. Ég var hjá þeim hjónum næstu þrjú sumur sem kaupamaður og síðan sem heimilisvinur. Ártún var mér sem annað heimili sem reyndist mér afar vel sem og fjölskyldu minni. Silla mín var öllum stundum með hugann við vel- ferð okkar drengjanna sem þarna vorum sem kaupamenn, hvort okkur væri kalt, svangir eða fengjum nægan svefn. Hvort okkur yfirleitt liði vel eða vanhagaði um eitthvað. Umhyggju hennar lauk ekki með því að ég yxi upp úr því að vera þarna sumarvinnumaður, heldur fylgdi mér alla tíð síðan. Hefi ég á svo margan og ómet- anlegan hátt notið rausnar og velvildar Ártúnahjónanna, þau reyndust mér rétt eins og kær- leiksríkir foreldrar. Fyrir það verð ég ævilangt þakklátur. Þegar Gunnar féll frá, langt um aldur fram, brá Silla búi og færði sig á Hvolsvöll og síðar á Selfoss, hvar hún átti fallegt heimili sem gott var að líta til, þá oft ég átti leið um. Síðan hrakar heilsu hennar og hún fær vist á Sólvöllum á Eyr- arbakka. Þar fór einnig vel um hana, hún var þar ánægð með allt og alla. Hún var í raun heilsugóð allt til síðasta dags, aðeins farin að gleyma, mundi þó betur lengra aftur í tímann. Mér finnst ég betri maður vegna kynna minna af Sillu og efast ekki um að hún fái þar umönnun sem henni ber og á skilið, aftur komin til bónda síns. Afkomendum hennar votta ég samúð mína og þarf eflaust ekki að minna þau á hve stolt þau mega vera af Sillu Sím. Blessuð veri minning hennar. Maggnús Víkingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.