Morgunblaðið - 22.04.2016, Síða 35

Morgunblaðið - 22.04.2016, Síða 35
og héldum við fjórar hörku sjálf- stæðiskonur úti vikulegum skrifum í Morgunblaðið undir heitinu: „Í til- efni kvennaárs“. Björg Einarsdóttir rithöfundur, sem var ein okkar, hef- ur tekið efnið saman og er það nú varveitt á safni. Stúdentsprófi lauk ég frá MR 1956. Lagði stund á læknisfræði og forspjallsvísínidi við HÍ en lauk síð- an námi í lífeindafræði í Zürich í Sviss. Ég starfaði lengst af á blóð- fræðideild Landspítalans. Þar setti ég upp fjölda lækningarannsókna og stóð að samanburðarrannsóknum í lífeindafræði.“ Bergljót stundaði framhaldsnám í Bretlandi og Bandaríkjum.Var lengi kennslustjóri rannsóknardeildar spítalans og annaðist samhliða því verklega kennslu lífeindafræðinema við Tækniskóla Íslands og lækna- nema við Háskóla Islands. Hún er einn af stofnendum Meinatækna- félags Íslands og var formaður þess 1969-1973. Hún hlaut vísindaverð- laun Alþjóðasamtaka lífeindafræð- inga í Orlando í Flórída árið 2002. Fjölskylda Makar: Ólafur Rafn Jónsson, f. 1936, stjórnmálafræðingur frá Yale University; Sæmundur Kjartansson, f. 1929, d. 2014, húðsjúkdómalæknir frá University of Minnesota, og Oddur Björnsson, f. 1932, d. 2011, rithöfundur. Börn 1) Lára Liv, f. 11.5. 1960, rekstrarfræðingur frá Bifröst, maki: Bárður Guðfinnsson fram- kvæmdasjóri; 2) Halla Kristjana, f. 25. 1962, viðskiptafræðingur frá Há- skóla Íslands, maki: Robert Biglio verkefnastjóri, og 3) Óttar Rafn, f. 19.4. 1963 í Minneapolis, BNA, raf- magnstæknifræðingur frá Odense Teknikum, fv. maki: Dorte Holm rit- ari. Systkini: Óttar f. 19.7. 1937, d. 14.9. 1992, verkfræðingur frá München og doktorsnám frá Madis- on, Wisconsin, BNA; Inga, f. 13.3. 1939, lífeindafræðingur frá TÍ; Unn- ur, f. 17.4. 1945, próf í versl- unarfræði frá Bodö, Noregi og Min- neapolis, BNA; Hildur, f. 30.1. 1947, lífeindafræðingur frá TÍ, og hálf- bróðir sammæðra er Friðrik, f. 8.4. 1956, lyfjafræðingur frá HÍ og lauk píanónámi við Tónlistarskólann í Reykjavík. Barnabörn: Maria Liv, f. 1991, Róbert Óttar, f. 1996, Alice Vera, f. 1998, Amelia Liv, f. 1999, Liv Fei, f. 2002, og Björk, f. 2005. Foreldrar: Faðir: Halldór Hall- dórsson, f. 27.12. 1900. Hagfræð- ingur frá Kaupmannahafnarháskóla. Árið 1933 settur bankastjóri við Út- vegsbanka Íslands á Ísafirði. Þar starfaði hann þar til hann lést af völdum lífhimnubólgu 5.12. 1949. Móðir: Liv Ellingsen, f. 5.1. 1910. Stúdent frá MR. „Hún lagði stund á tannlækningar í Berlin en varð að hverfa heim áður en námi lauk vegna óróleika í Þýskalandi á þess- um tíma.“ Liv lést úr krabbameini 17.3. 1967. Úr frændgarði Bergljótar Halldórsdóttur Bergljót Halldórsdóttir Anna Petersdatter Næss Bröske Anders Bergh verkfr. og verksmiðju- eigandi í Kristiansand, Nor. Marie Johanne Bergh húsfr. í Rvík Othar Petter Jæger Ellingsen framkv.stj. Slippfélagsins og stofnandi Ellingsen Liv Ellingsen húsfr. á Ísafirði Emilie Ellingsen f. Hemmingsen í Risvær, Nor. Elling Ellingsen skipasmiður, f. í Vikna, Nor. Othar Edvin Ellingsen forstjóri Ellingsen Jón Halldórsson söngstj. Fóstbræðra Björg Ellingsen húsfr. í Rvík Pétur Halldórsson borgarstjóri Anna L. Thoroddsen húsfr. í Rvík Marta Guðjohnsen húsfr. í Rvík Jórunn Viðar tónskáld Jón Óttar Ragnarsson frkvstj. í BNA Halldór Pétursson teiknari Emil Thoroddsen tónskáld Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld Einar Viðar söngvari og bankaritari í Rvík Katrín Fjeldsted læknir og fv. alþingis- maður Pétur Guðjohnsen dómorganisti og söngstj. í Rvík Kristjana Guðjohnsen húsfr. í Rvík Halldór Jónsson bankaféhirðir og bæjarfulltr. í Rvík Halldór Halldórsson bankastjóri á Ísafirði og hagfr. Hólmfríður Hansdóttir húsfr. á Bjarnastöðum, frá Neslöndum Jón Halldórsson bóndi á Bjarnastöðum í Bárðardal, S-Þing. Erling Ellingsen verkfr. og frkvstj. í Rvík Kirstín Katrín Knudsen húsfr. í Rvík Guðrún Knudsen húsfr. í Rvík Haraldur Ellingsen viðskipta- og tölfr. í Rvík María Ellingsen leikkona í Rvík Morgunblaðið/Jim Smart Meinatæknirinn Bergljót. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016 85 ára Páll Þórir Ásgeirsson 80 ára Bergljót Halldórsdóttir Emma Kristjánsdóttir Helgi Hjálmarsson Hörður Skarphéðinsson Jóhanna Jónsdóttir Sigvaldi Guðlaugur Guðmundsson 75 ára Bergþóra Lövdahl Björn Ófeigur Jónsson Erla Þórisdóttir Páll Þorsteinn Þorgeirsson Pálmi Ólafsson Sigríður Þorsteinsdóttir Valdemar Thorarensen 70 ára Ámundi Friðriksson Árni Jóhannesson Benoný Ólafsson Elín Guðmundsdóttir Erna Magnúsdóttir Guðmundur Viggósson Gunnar Jónsson Lilja Ragnarsdóttir Ægir Breiðfjörð Sigurgeirsson 60 ára Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir Björn Jóhannesson Einar Júlíusson Guðrún Sigurjónsdóttir Kristján Gunnarsson Krystyna Gorzkowska Margrét Alfreðsdóttir Ólafur Rögnvaldsson Páll Kristinn Pálsson Seksan Khamphamuang Sigurður Sigurðsson 50 ára Hannes Jóhannesson Júlía Margrét Sveinsdóttir Pálína Kristinsdóttir Páll Eydal Reynisson Ragnheiður Gísladóttir Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir Sigrún Jóna Leifsdóttir 40 ára Agnieszka Korzeniewska Anna Guðlaug Baldursdóttir Ágúst Norðfjörð Jónsson Berglind Guðmundsdóttir Berglind Ósk Ólafsdóttir Birna Kristín Ómarsdóttir Eva Sigurveig Pálsdóttir Halldór Magnússon Kristín Helga Johansen 30 ára Bolli Hrafn Baldursson Damian Myszoglad Elínborg Ásdís Árnadóttir Elín Guðný Hlöðversdóttir Hafdís Anna Bragadóttir Jón Birnir Jónsson Linda Hrönn Hermannsdóttir Selma Cogic Sigmar Arndal Eyþórsson Sonja Haraldsdóttir Steindór Haraldsson Unnsteinn Jóhannsson Þorgerður Edith Hafsteinsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Sonja er Akureyr- ingur en er bús. í Reykja- vík. Hún er snyrtifræðingur og grafískur hönnuður að mennt, vinnur hjá MPA- miðstöðinni og sjálfstætt sem grafískur hönnuður. Maki: Reynir Albert Þór- ólfsson, f. 1981, vinnur í Húsasmiðjunni. Foreldrar: Haraldur Ólafs- son, f. 1962, uppstoppari, og Erna Sigurbjörg Arn- ardóttir, f. 1962, hár- greiðslum. Sonja Haraldsdóttir 30 ára Þorgerður er Norðfirðingur og er leik- skólakennari. Maki: Jóhann Óskar Guð- mundsson, f. 1983, vinnur í gámaþjónustunni Sjónarás. Börn: Íris Ósk, f. 2012, og Ásgeir Örn, f. 2014. Foreldrar: Hafsteinn Smári Þorvaldsson, f. 1957, rafvirki í Neskaup- stað, og Alma Þormóðs- dóttir, f. 1961, vinnur á leikskóla í Neskaupstað. Þorgerður Edith Hafsteinsdóttir 30 ára Linda er Akureyr- ingur en býr í Reykjavík og er nemi i miðlun og al- mannatengslum við Há- skólann á Bifröst. Maki: Stefán Agnar Hjör- leifsson, f. 1985, lýsinga- ráðgjafi hjá Jóhanni Ólafs- syni. Dóttir: Emma Rakel, f. 2012. Foreldrar: Hermann Óli Finnsson, f. 1960, málara- meistari, og Halla Björk Ragnarsdóttir, f. 1961. Linda Hrönn Hermannsdóttir  Sigríður Ólafsdóttir hefur varið doktorsritgerð sína frá Uppeldis- og menntunarfræðideild við Mennta- vísindasvið Háskóla Íslands. Ritgerðin heitir Þróun orðaforða og lesskilnings íslenskra grunnskólanema sem eiga annað móðurmál en íslensku (The development of vocabulary and read- ing comprehension among Icelandic second language learners). Leiðbeinendur voru dr. Freyja Birgisdóttir, aðalleiðbeinandi, dósent við Háskóla Íslands og meðleiðbein- endur dr. Hrafnhildur Ragnarsdóttir, prófessor á Menntavísindasviði Há- skóla Íslands, og dr. Hetty Roessingh, prófessor við Háskólann í Calgary í Kanada. Auk þess sat í doktorsnefnd- inni dr. Sigurgrímur Skúlason, sér- fræðingur hjá Námsmatsstofnun. Markmið rannsóknarinnar var að kanna þróun orðaforða og lesskilnings grunnskólanema með íslensku sem annað tungumál (ísl2) og tengsl á milli þessara færniþátta. Tveir aldurshópar voru prófaðir þrisvar: yngri hópurinn í 4., 5. og 6. bekk og eldri hópurinn í 6., 7. og 8. bekk. Jafnaldrar með íslensku að móðurmáli (ísl1) voru prófaðir samtímis. Vax- andi munur kom í ljós á orðaforða ísl1 og ísl2- barnanna. Yfir- burðir ísl1- nemendanna komu einnig fram í notk- un þeirra á hærra stigs orðaforða, en fjöldi þeirra jókst með aukinni færni barnanna í að tjá hugmyndir sínar í riti. Því meiri orðaforða sem ísl2 og ísl1-börnin höfðu í fjórða bekk, þeim mun hraðar juku þau lesskilning sinn út miðstigið, sem leiddi til vaxandi munar á milli barna. Því eldri sem ísl2- nemendurnir voru þegar þeir komu til landsins, þeim mun hraðar juku þeir stigafjölda sinn á orðaforða- og les- skilningsprófum. Munur á ísl2- þátttakendum með evrópsk móðurmál og þeim sem eiga móðurmál sem ekki eru evrópsk kom fram á orðaforða- og lesskilningsprófum í öllum bekkjum, fyrrnefndi hópurinn var alltaf hærri. Sigríður Ólafsdóttir Sigríður Ólafsdóttir fæddist 9. ágúst 1958. Hún lauk stúdentsprófi frá Versl- unarskóla Íslands 1978, BA-prófi í frönsku 1994 frá Háskóla Íslands og kennslu- og uppeldisfræði ári síðar frá sama skóla. Sigríður lauk MA-prófi árið 2010 með rannsókninni Íslenskur orðaforði íslenskra grunnskólanema sem eiga annað móðurmál en íslensku. Sigríður hefur starfað sem stundakennari við Háskóla Ís- lands frá árinu 2012 og er nú aðjúnkt á Menntavísindasviði. Sigríður er gift Hösk- uldi Hrafni Ólafssyni og eiga þau þrjú börn, Ólaf Hrafn, Ásgerði og Sigríði. For- eldrar Sigríðar eru Ólafur Skúlason og Ebba Sigurðardóttir. Doktor Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is NOW GARLIC OIL EFLIR ÓNÆMISKERFIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.