Morgunblaðið - 22.04.2016, Qupperneq 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
Útskriftarsýning nemenda á BA-
stigi í myndlistardeild og hönnunar-
og arkitektúrdeild Listaháskóla Ís-
lands er einn af þeim fjölmörgu vor-
boðum sem setja svip sinn á miðbæ-
inn um þessar mundir. Útskriftar-
nemar eru nú í óðaönn að undirbúa
opnun sýningarinnar, sem fram fer á
morgun, laugardag, í Hafnarhúsinu
við Tryggvagötu.
„Sýningin er stór í sniðum og hér
koma ólík fög saman, myndlist,
vöruhönnun og grafísk hönnun svo
eitthvað sé nefnt. Til að halda utan
um þessa einingu innan eininganna
fannst okkur spennandi að gefa sýn-
ingunni sérstakt nafn,“ segir Mark-
ús Þór Andrésson sýningarstjóri.
Útskriftarsýningin ber heitið Ytri
höfnin og er þetta í fyrsta skipti sem
útskriftarsýning nemenda ber sér-
stakt heiti.
80 nemendur munu fylla sali
Hafnarhússins með verkum sem
endurspegla nám, rannsóknir og
listsköpun þriggja ára. Mestur fjöldi
útskrifast frá myndlistardeild, eða
32 nemendur. Þá ljúka 15 námi í
arkitektúr, 14 í grafískri hönnun, 9 í
fatahönnun og 7 í vöruhönnun.
Ytri höfn nemenda
Markús segir að staðsetningin við
sjóinn hafi átt þátt í að velja nafn
sýningarinnar. „Síðan varð mér
hugsað til ljóðabókar eftir Braga
Ólafsson sem kom út árið 1993, um
svipað leyti og margir útskriftar-
nemanna voru að koma í heiminn.
Mér fannst þessi ljóðabók skírskota
skemmtilega til þess að horfa á
hversdagsleikann í kringum okkur
frá nýjum sjónarhól.“
Nafngiftin vísar auk þess í óræðan
stað úti fyrir landi þar sem skip
kasta akkerum tímabundið á ferða-
lagi sínu um heiminn. „Nemendur
yfirtaka Hafnarhúsið með svipuðum
hætti, staldra þar við í tvær vikur og
halda síðan hver í sína áttina til frek-
ari landvinninga.“
Aðspurður hvort finna megi
ákveðið þema á sýningunni segir
Markús það fara eftir því hvaða
deildum nemendur tilheyra. „Arki-
tektanemarnir eru með skýrt þema
sem endurspeglar heildarmynd sýn-
ingarinnar. Þau eru að vinna hafn-
armannvirki á öllum þremur við-
komustöðum Breiðafjarðarferj-
unnar Baldurs.“
Nemar í fatahönnun og grafískri
hönnun einbeita sér frekar að sínum
einstaklingsverkefnum. „Þar er til
dæmis verið að huga að endur-
vinnslu og umhverfisvitund. Í vöru-
hönnuninni er verið að rýna mark-
visst í sögu efnanna og að þau séu
meðhöndluð af virðingu, en ekki
þeirri sóun sem hefur einkennt 20.
öldina.“
Sýningin verður opnuð á morgun,
laugardag, og stendur yfir til 8. maí.
„Þetta er mjög þakklátt og verk-
efnin skemmtileg og það er mikil og
falleg orka sem streymir um salinn
þegar sýningin fer í gang,“ segir
Markús.
Óræður staður
Ytri höfnin, útskriftarsýning BA-nema í arkitektúr,
myndlist og hönnun við LHÍ, verður opnuð á morgun
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Ytri höfnin Sýningarstjórinn Markús Þór Andrésson ræðir uppsetningu verks við einn útskriftarnemann.
Pólskir kvikmyndadagar eru sam-
starfsverkefni pólska sendiráðsins á
Íslandi og Bíós Paradísar og fara
sýningar fram á morgun, laugardag-
inn 23. apríl. Þema daganna í ár:
„Aldrei gefast upp, þetta er svo ynd-
islegt líf.“
„Sendiráðið velur myndir sem hafa
slegið í gegn í heimalandinu,“ segir
Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri
hjá Bíó Paradís. Kvikmyndadagarnir
fara fram í fimmta skipti í ár og segir
Ása samstarfið við pólska sendiráðið
hafa verið afar farsælt. „Dagarnir
eru mjög vel sóttir af Pólverjum sem
eru búsettir á Íslandi sem og öðrum
og það hefur alltaf verið troðið út úr
dyrum hjá okkur á þessum dögum.“
Opnunarmyndin Dætur mínar,
kýrnar, verður sýnd á sérstakri opn-
unarhátíð í kvöld. Myndin segir frá
tveimur ólíkum systrum sem í ljósi
erfiðra aðstæðna verða að taka hönd-
um saman þrátt fyrir að geðjast ekki
hvorri að annarri. Marta hefur náð
frægð og frama í lífinu en einkalíf
hennar er að þrotum komið, þrátt
fyrir alla þessa velgengni.
Öfugt við hina sterku og ráðandi
systur sína er yngri systirin Kasia
viðkvæm og tilfinningarík. Samband
systranna er ekki upp á það besta en
skyndileg veikindi móður þeirra
veldur því að þær verða að vinna
saman. Marta og Kasia verða smám
saman samrýmdari, sem veldur
mörgum grátbroslegum uppá-
komum.
Jákvæðni, gleði og ást
Tvær myndir eru þar að auki sýnd-
ar á kvikmyndadögunum, Að lifa að
eilífu og Konungur lífsins. Mynd-
irnar falla inn í þemað og fjalla um
menn sem lenda í ýmsum aðstæðum
sem leiða til breytinga á þeirra lífi og
þannig komast þeir að því að lífið hef-
ur upp á meira að bjóða en þeir
héldu. Kvikmyndirnar eru uppfullar
af jákvæðni og sýna að stundum er
nóg að útvíkka sjóndeildarhringinn
örlítið til að finna gleði og ást.
Almennar sýningar fara fram á
morgun kl. 16, 18 og 20. Myndirnar
eru allar sýndar með enskum texta
og aðgangur er ókeypis. „Við hvetj-
um sýningargesti hins vegar til að
nálgast miða á sýningarnar í miða-
sölu Bíó Paradísar og tryggja sér
þannig miða í tæka tíð,“ segir Ása.
Nánari upplýsingar um dagana og
sýningartíma má nálgast á heimasíðu
Bíós Paradísar, www.bioparadis.is.
Yndislegt líf í Bíó Paradís
Pólskir kvikmyndadagar fara fram í fimmta sinn
Dætur mínar, kýrnar Stilla úr opnunarmynd Pólskra kvikmyndadaga.
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Sun 24/4 kl. 15:00 68.sýn Fös 29/4 kl. 19:30 70.sýn Lau 7/5 kl. 19:30 72.sýn
Fim 28/4 kl. 19:30 69.sýn Lau 7/5 kl. 15:00 71.sýn Fim 12/5 kl. 19:30 73.sýn
Sýningum lýkur í vor!
Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið)
Lau 23/4 kl. 19:30 Lau 30/4 kl. 19:30
Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu.
Um það bil (Kassinn)
Fös 22/4 kl. 19:30 aukasýn
Síðustu sýningar!
Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)
Lau 23/4 kl. 13:00
Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!
Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari)
Fös 22/4 kl. 20:00 Fös 22/4 kl. 22:30
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 27/4 kl. 19:30
Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!
Hvítt (Kúlan)
Sun 24/4 kl. 13:00 Lau 30/4 kl. 13:00
Sun 24/4 kl. 15:00 Lau 30/4 kl. 15:00
Leikandi létt og sjónræn sýning fyrir börn frá 1 til 5 ára!
VEGBÚAR –★★★★ – S.J. Fbl.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fös 22/4 kl. 20:00 aukas. Þri 17/5 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00
Lau 23/4 kl. 20:00 aukas. Mið 18/5 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00
Sun 24/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/5 kl. 20:00 Mið 8/6 kl. 20:00
Fim 28/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00
Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 14:00 Fös 10/6 kl. 20:00
Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Lau 21/5 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00
Þri 3/5 kl. 20:00 Sun 22/5 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00
Mið 4/5 kl. 20:00 Þri 24/5 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00
Fim 5/5 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00
Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Fim 26/5 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00
Lau 7/5 kl. 14:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00
Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Lau 28/5 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00
Sun 8/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00
Þri 10/5 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00
Mið 11/5 kl. 20:00 Mið 1/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00
Fim 12/5 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00
Fös 13/5 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00
Lau 14/5 kl. 14:00 Lau 4/6 kl. 20:00
Leikhúsmatseðill frá kl 18 í forsalnum, tónlist og kokteilar
Auglýsing ársins (Nýja sviðið)
Fös 22/4 kl. 20:00 4.sýn Fim 28/4 kl. 20:00 7.sýn Lau 7/5 kl. 20:00
Lau 23/4 kl. 20:00 5.sýn Lau 30/4 kl. 20:00 8.sýn Fös 13/5 kl. 20:00
Sun 24/4 kl. 20:00 aukas. Fim 5/5 kl. 20:00 9.sýn
Mið 27/4 kl. 20:00 6.sýn Fös 6/5 kl. 20:00
Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur eftir Tyrfing Tyrfingsson
Vegbúar (Litla sviðið)
Fös 22/4 kl. 20:00 38.sýn Fös 6/5 kl. 20:00 39.sýn og
síðasta
Síðustu sýningar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 29/4 kl. 20:00 106.sýn Fös 20/5 kl. 20:00 108.sýn
Fim 12/5 kl. 20:00 107.sýn Lau 28/5 kl. 20:00 109.sýn
Kenneth Máni stelur senunni
Illska (Litla sviðið)
Lau 23/4 kl. 20:00 Lau 30/4 kl. 20:00
Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins
Danskir fjölmiðlar hafa keppst um
að lofa sýninguna Gauguins
verdener, með verkum eftir
franska meistarann Paul Gauguin
(1848-1903), sem var opnuð í
Glyptotekinu í Kaupmannahöfn um
liðna helgi. Nokkuð er til af verkum
Gauguins í Danmörku, en hann
kvæntist danskri konu, Mette að
nafni, og bjó með henni og börnum
þeirra um skeið í borginni.
Athygli vekur að auk kunnra
málverka og skúlptúra sem eru til
sýnis er óvenjulegt nisti eða hálf-
gildings örskúlptúr sem Gauguin
gerði fyrir Mette, samkvæmt sögu
sem lifað hefur með fjölskyldunni. Í
The Art Newspaper er þetta sagt
æði óvenjulegt verk, sett saman úr
útskorinni málmplötu sem var á
sínum tíma silfruð en er nú brún,
gleri af úri og hárlokk sem líklega
var eitt sinn brúnn en er nú gulur –
og er sagður vera líklega af Mette
eða Gauguin sjálfum.
Á málverki af Mette sem er í eigu
Listasafns Norðmanna er að sjá
sem hún beri verkið í borða um
hálsinn og þá er til ljósmynd frá
París af hjónunum þar sem hún
virðist einnig bera það.
Sérstakt og áður ósýnt nisti Gauguins á
yfirlitssýningu í Kaupmannahöfn
Ljósmynd/Ny Carlsberg Glyptotek
Sérstakt Nistið sem er eignað Gauguin.