Morgunblaðið - 07.05.2016, Síða 1
L A U G A R D A G U R 7. M A Í 2 0 1 6
Stofnað 1913 106. tölublað 104. árgangur
DRÖGUM ÚT 51.000 VINNINGA Á ÁRINU! AÐ VERÐMÆTI 30 MILLJÓNIR HVER!
! " # $
! "
#$
%
% $ &" ' ( )$ ) VELJA ÚRVALS-
LIÐ ÍSLANDS Í
KÖRFUBOLTA
7 MANNA
FJÖLSKYLDA Í
FJALLAÞORPI
VERKEFNI UM SJÁLFSNÁM 12ÍÞRÓTTIR
Skarfur Fuglar verpa í um 3.000 eyjum á
Breiðafirði. Mun fleiri eyjar hafa nöfn.
Eyjarnar á Breiðafirði eru ekki
lengur óteljandi. Þorvaldur Þór
Björnsson, starfsmaður Náttúru-
fræðistofnunar, hefur skráð liðlega
3.000 eyjar og hólma sem fengið
hafa nöfn og fuglar verpa í og að
auki um 2.200 hólma og sker sem
fengið hafa nöfn en fuglar verpa
ekki í. Áður hafði verið slegið á að
eyjarnar væru 2.500 til 3.000 og þá
miðað við eyjar og hólma sem gras
vex á.
Verið er að skrá eyjarnar inn á
loftmynd í gagnabanka Náttúru-
fræðistofnunar. Upplýsingarnar
fara síðan til Örnefnastofnunar og
Landmælinga. Þær verða gerðar
aðgengilegar almenningi á vef
síðarnefndu stofnunarinnar. »20
Ekki lengur hægt að
segja að eyjarnar
séu óteljandi
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
„Það skiptir mig öllu máli að vera í
góðu samstarfi við íslenska lækna og
heilbrigðiskerfið,“ segir dr. Pedro
Brugada, einn fremsti hjartaskurð-
læknir heims, sem síðar á þessu ári
mun opna skurðstofu á Klíníkinni í
Ármúla. Við hann er kennt Brugada-
heilkennið, sem hann og Joseph bróð-
ir hans uppgötvuðu en það getur auk-
ið líkur á hjartastoppi og hefur verið
talsvert í umræðunni vegna ótíma-
bærra dauðsfalla ungs fólks.
Hann er nú staddur hér á landi og
átti m.a. fund með Kristjáni Þór Júl-
íussyni heilbrigðisráðherra í gær-
morgun og segir
samtalið hafa
verið gagnlegt.
„Við ræddum
m.a. að samstarf
við íslenska
hjartasérfræð-
inga væri afar
mikilvægt,“ segir
hann, en líklega
munu erlendir læknar starfa á hans
vegum í Klíníkinni fyrst í stað.
Dr. Brugada hefur, ásamt sam-
starfsfólki sínu, þróað meðhöndlun við
hjartsláttartruflunum. Hún er notuð á
sjúkrahúsum um víða veröld og hann
vonast til að geta kynnt hana íslensk-
um læknum.
Hugmyndin er að erlendir sjúkling-
ar fái meðhöndlunina á Klíníkinni,
fyrst og fremst sjúklingar frá Evrópu-
löndum sem hafa af ýmsum ástæðum
ekki tök á að bíða eftir að röðin komi
að þeim á biðlista eftir aðgerð.
Ásdís Halla Bragadóttir, stjórn-
arformaður Klíníkurinnar, segir að
meti heilbrigðisyfirvöld það svo, að
þau vilji að íslenskir sjúklingar fái að-
gang að þjónustunni, þá yrði án efa
orðið við því. Engar slíkar viðræður
hafi átt sér stað.
Koma sérfræðinga á borð við Bru-
gada hingað til lands sé hvati fyrir ís-
lenskt heilbrigðisstarfsfólk erlendis.
Samstarfið við hann geti skapað ný
starfstækifæri hér. »4
Þekktur hjartalæknir
kemur hingað til starfa
Dr. Pedro Brugada
Hvati fyrir íslenska lækna erlendis Áhersla á samstarf
Alls verða 209 reiðhjól boðin upp í dag þegar hið
árlega reiðhjólauppboð lögreglunnar verður
haldið í húsnæði Vöku við Skútuvog.
Uppboðið hefst klukkan 11.00 en ekki var
unnt að halda uppboðið í fyrra sökum verkfalla.
Hlutfall reiðhjóla sem skila sér aftur til eigenda
hefur hækkað lítillega síðustu ár, einkum í kjöl-
far þess að lögreglan fór að birta myndir af öll-
um reiðhjólum á samfélagsmiðlinum Pinterest.
Vakað yfir óskilamunum fyrir stóra daginn
Morgunblaðið/Eggert
Novator hefur
falið fyrirtækja-
ráðgjöf Kviku að
setja fjarskipta-
fyrirtækið Nova í
söluferli. Áætlað
er að söluferlið
taki 2-3 mánuði.
Novator er fé-
lag Björgólfs
Thors Björgólfs-
sonar athafna-
manns. Hann á tæplega 94% hlut í
Nova, en stjórnendur eiga rúmlega
6% hlut.
Ragnhildur Sverrisdóttir, upp-
lýsingafulltrúi Björgólfs Thors,
segir heildarverðmæti Nova ekki
vera undir 15 milljörðum króna.
Hún leggur áherslu á að aðeins
sé um þreifingar að ræða. Það sé
ekkert fast í hendi varðandi sölu
Novators á hlutnum í Nova.
Nova er nú stærsta farsímafyrir-
tæki landsins. »22
Björgólfur Thor að
selja hlutinn í Nova
Björgólfur Thor
Björgólfsson
Fasteignasölur
auglýsa nú til sölu
tvær íbúðir á 7.
hæð fjölbýlis-
hússins Garða-
torgs 2B í Garða-
bæ sem kosta
hvor 145 milljónir
króna. Sam-
kvæmt heimild-
um blaðsins úr
fasteignageiranum hefur fjárfestir
keypt tvær efstu íbúðirnar, á 8. hæð,
og greitt fyrir þær á fjórða hundrað
milljóna. Þær verða sameinaðar.
Þetta kann að vera metverð fyrir
íbúðir á Íslandi utan Reykjavíkur.
Verðið er nærri milljón á fermetra.
Óskar Rúnar Harðarson,
fasteignasali hjá Mikluborg, segir
góða eftirspurn eftir vandaðri og
dýrari íbúðum á markaðnum. Sala á
sérbýli sé að aukast. »23
Metfé fyrir
lúxusíbúðir
Fjárfest í Garðabæ
Garðatorg 2B