Morgunblaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016 Við lögtöku kristni á Alþingi árið 1000 var Þor- móður sonur Þor- kels mána allsherj- argoði.Talið er að hann hafi búið á ættarsetri sínu, Reykjavík. Sem allsherjargoði var hann æðsti emb- ættismaður þjóð- arinnar og skyldi hann helga Alþingi í hvert sinn. Á honum hefur því hvílt sú skylda að reisa kirkju við bæ sinn. Af þeim sök- um má fastlega ætla að ein fyrsta kirkjan sem reist hafi verið í nýjum sið hafi verið kirkjan við ætt- arsetrið í Reykja- vík. Ætla má að hún hafi verið reist fljótlega eftir kristnitökuna. Frá upphafi var sá siður að hafa grafreit umhverfis kirkjur. Ekki hefur fundist annar forn grafreitur í Reykjavík en sá sem er við suður- enda Aðalstrætis. Það bendir sterklega til þess að þar hafi kirkja staðið frá upphafi. Elstu heimildir um kirkjuna eru kirknatal Páls Jónssonar frá því um 1200 og elsti máldagi hennar er frá 1379. Torfkirkja var í kirkju- garðinum sem var gegnt Víkur- bænum. Í Biskupaannálum segir að Stefán Jónsson, næstsíðasti kaþ- ólski biskupinn í Skálholti, hafi vígt Víkurkirkju 3. febrúar árið 1505. Reykjavík 1789: Á mynd Sæ- mundar M. Holm, sem var prestur og málari, af Reykjavík frá 1789 sést að kirkjugarðurinn hefur verið ferhyrndur. Sennilegt þykir að kirkjugarðurinn hafi verið jafn á alla vegu, u.þ.b. 40 metrar, og kirkjan í miðjum garðinum. Garð- urinn hefur smám saman stækkað til austurs. Söfnuðurinn stækkaði þegar Innréttingar Skúla fógeta komu til sögunnar og fólki fjölgaði í Reykjavík. Þrír söfnuðir og ein kirkja: Sóknarkirkjurnar í Laugarnesi og Nesi voru lagðar af um aldamótin 1800 og við það varð til einn Reykjavíkursöfnuður. Árið 1798 var Víkurkirkja rifin. Þá átti Dóm- kirkjan, sem lokið var við 1796, að duga söfnuðunum þremur. Enginn kirkjugarður var við Dómkirkjuna og það þrengdist stöðugt í þeim gamla og jafnframt styttist niður á fast eftir sem austar dró. Kirkju- garðsstaður fannst svo sunnan Hólavallar – Hólavallargarður. Tveir nafnfrægir sem hvíla þarna: Narfi Ormsson, síðasti óð- alsbóndinn í Reykjavík, var jarð- settur í Víkurkirkjugarði árið 1613. Rótað var í leiði hans og legsteinn hans var færður að suðurvegg Eftir Örnólf Hall Svæðisuppdráttur Ásgeirs Magnússonar Eftir uppgröft járnhellnanna lét Landssíminn Ásgeir Magnússon gera uppdrátt af öllu svæðinu milli Aðalstrætis og Thorvaldsenstrætis og merkja inn á hann fógetagarðinn og hvar minnismerkin fundust. Ennfremur merkti hann inn vegginn sem þau voru fest á og leiði þeirra Gunnlaugs Odds- sonar dómkirkjuprests og Marie (d. 1882) konu Krügers lyfsala og ungs barns þeirra. Ásgeir merkti líka inn apótek- ið, bragga, geymslur og söluturn á svæðinu. Víkurkirkjur og stækk- anir kirkjugarðsins Fyrsta kirkjan sem getið er um er í Vík er í kirkna- tali Páls biskups Jónssonar um 1200. – Elsti máldagi hennar er frá 1379. – Stærðar hennar var ekki getið en tilgáta höfundar er að hún um 50 fermetrar. Stærsta og seinasta kirkjan var reist 1720 og rifin 1796. Var hún 11 stafgólf á lengd eða um 20 m og þá líklega um 15 m á breidd. Við gröft fyrir stöplum styttu Skúla fógeta var komið niður á gamlan suðurvegg kirkjunnar. Skýringar: Víkurgarðurinn (u.þ.b. 40 m hver hlið) og stækkanir hans: grænir og gulleitir fletir. Fornleifauppgröft- urinn nú: rauður ferhyrningur. Landsímahúsið (eins og það er nú): bláar útlínur. Víkurkirkjugarður, Víkur- kirkjur og Landsímareitur » Saga Víkur- kirkjugarðs er merkileg fyr- ir það að þar hvíla jarðneskar leifar um þrjátíu kynslóða Reyk- víkinga. Örnólfur Hall Mikið hefur verið rætt um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Gríms- sonar að bjóða sig fram til forseta þrátt fyrir fyrri yfirlýsingu um að hann ætlaði ekki að gera það. Ólafur hefur fengið mikla gagnrýni fyrir þessa ákvörðun sína. Gagnrýnt hefur verið hvað Ólafur verður orðinn gamall ef hann situr eitt kjörtímabil enn. Er- um við búin að gleyma því þegar þá- verandi forsætisráð- herra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, skipaði konu á áttræðisaldri í embætti um- hverfisráðherra sem ekki var á þingi, var þá mikið rætt um aldur? Almennur starfsaldur hjá ríkis- starfsmönnum er 70 ár og var það þá ekki dálítið skondið að skipa konu í embætti ráðherra (hefði allt eins getað verið karlmaður) komna á áttræðisaldur þegar starfsmenn ráðuneytis, sem undir ráðherra heyra, urðu að hætta þegar 70 aldri var náð? Eru þing- menn/ráðherrar, sem komnir eru á áttræðisaldur, betur í stakk bún- ir að sinna sínum störfum en for- seti sem kominn er á áttræð- isaldur. Á að takmarka kjörtímabil for- seta við t.d. tvö kjörtímabil? Hvað má segja um þingmenn sem setið hafa í 25 ár á Alþingi – eða í 35 ár? Nýlega náðu tveir heið- ursmenn á Alþingi 25 ára starfsaldri og var hampað sem spræk- ustu mönnum – og hvað þá sá ágæti mað- ur sem náð hefur 35 ára starfsaldri? Væri ekki rétt að setja tak- mörk á setu alþing- ismanna? Rætt hefur verið um að ekki sé mikil eftirspurn eftir núver- andi forseta og hafa sumir þingmenn farið mikinn. Þingmenn ættu að líta í eigin barm og skoða hvað mikil eftirspurn sé eftir þeim sjálfum. Ef við landsmenn fengj- um að kjósa menn en ekki flokka þá er ég viss um að margir þingmenn, sem nú sitja á hinu háa Alþingi, sætu þar ekki því þeir sitja þar í skjóli flokka. Og hvað skyldu vera mörg atkvæði bak við hvern þingmann, t.d. þingmenn Samfylkingar, sem mælist með svo lágt fylgi sem skoðanakannanir sýna? Ólafur Ragnar hefur sýnt það og sannað að hann er mjög hæfur í embætti forseta Íslands, sem því miður er ekki hægt að segja um marga þá frambjóðendur sem nú hafa gefið kost á sér og bera ekki mikla virðingu fyrir embættinu. Meðan við breytum ekki um stefnu og leggjum embætti forseta niður eigum við að bera virðingu fyrir embættinu og þeim ein- staklingi sem það skipar. Framboð til forseta Eftir Konráð Karl Baldvinsson » Væri ekki rétt að setja takmörk á setu alþingismanna? Konráð Karl Baldvinsson Höfundur er eldri borgari. Frumvarp til breytts fyrirkomulags á sölu áfengis hefur nú um nokkurt skeið verið til meðferðar í þinginu. Ég held að það væri afturför að hefja sölu áfengis í matvöru- verslunum. Það liggur fyrir að aukið aðgengi að áfengi þýði aukna neyslu. Ýmis vandamál tengd ofneyslu áfengis eru hér sem víða annars staðar. Núverandi fyrirkomulag í áfengissölu hefur reynst vel. Starfsfólk áfengisverslana hefur góða þekkingu á öllu því sem til sölu er. Ég tel enga þörf á að breyta sölumálum áfengis og núverandi fyrir- komulag hafi reynst í alla staði vel. Sigurður Guðjón Haraldsson. Áfengisfrumvarpið Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Til sölu er hlutur í Hafgolu III sem er 11,19 m skemmti- bátur, 14,44 tonn. Smíðaður árið 1987 af Birchwood. Tvær nýjar 240 hö YANMAR aflvélar og 3ja kw ljósavél. Öll siglinga- tæki og sjálfstýring nýleg. Báturinn er staðsettur í öruggri höfn í Alcudia á Majorka en skráður með heimahöfn í Keflavík. Sjá nánar sambærilegt skip á google eða youtube.com : birchwood ts 37 aft cabin. Báturinn nýtist sem sumarbústaður, fyrir 6-8 manns. Tveir eigendur með jafna eignarhlut, vilja fá inn þriðja aðila (eða fjórða) með jafnskiptum hlutum. Heildarverð Hafgolu III er kr. 18. millj. Nánari uppl. Veitir Finnbogi Kristjánsson lögg. skipasali / finnbogi@fron.is 897-1212 Fjótandi sumarbústaður á Spáni! – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.