Morgunblaðið - 07.05.2016, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016
Í tíð síðustu ríkisstjórnar, semkallaði sig velferðarstjórn, var
sett byggingareglugerð sem jók
byggingakostnað stórlega. Áætlað
hefur verið að hækkun bygginga-
kostnaðar vegna
reglugerðarinnar
hafi numið 10-20%.
Nú hefur SigrúnMagnúsdóttir
umhverfisráðherra
gefið út reglugerð
um breytingu á
þessari íþyngjandi og kostnaðar-
sömu reglugerð vinstri stjórnar-
innar.
Markmiðið með breytingunni erað lækka byggingakostnað
vegna íbúðarhúsnæðis og allt útlit
er fyrir að það muni takast.
Í samtali við Morgunblaðið sagðiframkvæmdastjóri Búseta að
breytingin gæti leitt til 1-2 milljóna
króna sparnaðar í byggingu ein-
faldrar íbúðar, en sparnaðurinn
væri hlutfallslega minni í stærri
íbúðum.
Reglugerðin er jákvætt skref enmeð henni er þó ekki búið að
vinda ofan af öllum kostnaðarauk-
anum sem vinstri velferðarstjórnin
lagði á landsmenn.
Vonandi er sú ágæta breytingsem nú hefur orðið aðeins
fyrsta skrefið í þá átt að gera al-
menningi kleift að lækka kostn-
aðinn við að koma sér upp þaki yfir
höfuðið.
Fólki er vel treystandi til að takaákvarðanir um eigið húsnæði
og ef þær ákvarðanir ganga ekki á
hagsmuni annarra er óþarfi að
auka kostnaðinn með íþyngjandi
regluverki.
Sigrún
Magnúsdóttir
Unnið að lægra
íbúðaverði
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 6.5., kl. 18.00
Reykjavík 6 alskýjað
Bolungarvík 2 rigning
Akureyri 3 alskýjað
Nuuk 7 skýjað
Þórshöfn 5 alskýjað
Ósló 10 skýjað
Kaupmannahöfn 11 heiðskírt
Stokkhólmur 10 heiðskírt
Helsinki 7 heiðskírt
Lúxemborg 15 skúrir
Brussel 16 heiðskírt
Dublin 7 skúrir
Glasgow 8 skýjað
London 12 léttskýjað
París 12 léttskýjað
Amsterdam 17 heiðskírt
Hamborg 12 heiðskírt
Berlín 12 skýjað
Vín 12 skýjað
Moskva 7 heiðskírt
Algarve 16 léttskýjað
Madríd 10 skúrir
Barcelona 16 léttskýjað
Mallorca 17 heiðskírt
Róm 17 heiðskírt
Aþena 17 léttskýjað
Winnipeg -5 léttskýjað
Montreal 3 skúrir
New York 16 alskýjað
Chicago 9 alskýjað
Orlando 27 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
7. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:37 22:12
ÍSAFJÖRÐUR 4:23 22:37
SIGLUFJÖRÐUR 4:05 22:21
DJÚPIVOGUR 4:02 21:47
Alls var 451 strandveiðibátur kom-
inn með leyfi til veiða í gær, en
291 hafði landað afla fyrstu þrjá
daga vertíðarinnar, sem byrjaði á
mánudag. Alls var 302 tonnum
landað í vikunni, en veður var
mjög misjafnt eftir svæðum og
víðast hvar erfitt að róa í norðan-
áttinni.
Heimilt er að draga 650 kíló, í
þorskígildum talið, af kvótabundn-
um tegundum í hverri veiðiferð.
Flestir bátar, eða 121, eru byrjað-
ir strandveiðar á svæði A frá Arn-
arstapa að Súðavík og komu þar
116 tonn á land í vikunni. Meðal-
afli á bát á A-svæði er því 959
kíló. 82 bátar eru byrjaðir á D-
svæði frá Höfn í Borgarnes og
hafa þeir landað 113 tonnum. Þar
er meðalaflinn mestur eða 1.381
kíló á bát.
Á B-svæði frá Norðurfirði til
Grenivíkur eru 46 bátar byrjaðir
og meðalaflinn 677 kíló. Á C-svæði
frá Húsavík að Djúpavogi eru 42
bátar byrjaðir og aflinn alls 42
tonn eða um tonn á bát.
Mestur
afli á suð-
ursvæði
451 kominn með
strandveiðileyfi
„Það er alveg ljóst að ekki verður
byggt hótel við Mývatn nema að full-
kominni hreinsistöð fyrir frárennsli
verði komið upp, en það hefur legið
ljóst fyrir frá upphafi, þannig að um-
ræðan núna kemur okkur ekki á
óvart,“ segir Magnea Þórey Hjálm-
arsdóttir, framkvæmdastjóri Ice-
landair Hotels Group, en hótel-
keðjan hefur fengið samþykkta
breytingu á aðal- og deiliskipulagi
við Hótel Reykjahlíð til að byggja
viðbyggingar á tveimur hæðum.
Mikið hefur verið rætt og ritað um
frárennsli í Mývatnssveit og í minn-
isblaði sem Skútustaðahreppur
sendi inn við gerð fjárlaga fyrir árið
2016 kemur fram að hreppurinn
þurfi að ráðast í umfangsmiklar úr-
bætur á frárennslismálum m.a að
kröfu Umhverfisstofnunar. Þar
kemur fram að Verkfræðistofan
EFLA hafi gert forhönnun og kostn-
aðarmat á fráveitukerfi sem uppfylli
kröfu um svokallaða þriggja þrepa
hreinsun en í dag er tveggja þrepa
hreinsun í Reykjahlíð.
Hefðbundin kostnaðaráætlun við
hreinsistöðina og lagna- og dælu-
kerfið hljóðar upp á 200–325 millj-
ónir króna en ljóst er að sveitarfé-
lagið ræður ekki við þann kostnað.
Magnea segir að deiliskipulags-
ferli sé að hefjast og teikningar af
hóteli liggja ekki fyrir.
benedikt@mbl.is
Ekki byggt nema hreinsistöð komi
Icelandair hótelkeðjan hyggur á framkvæmdir við Mývatn
Ljósmynd/ Arnar Egilsson
Stækkun Hótelið er á besta stað.