Morgunblaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016 Guðrún Frímanns-dóttir heldur upp áafmælisdaginn ásamt þremur æskuvin- konum sínum frá Akur- eyri, í Neustadt an der Aisch í Bæjaralandi, en ein þeirra býr þar. Sjálf býr Guðrún á Egilsstöðum, er félags- málastjóri á Fljótsdalshér- aði, en Fljótsdalshérað er með þjónustusamning við Vopnafjörð, Borgarfjörð eystri, Seyðisfjörð, Djúpa- vog og Fljótsdalshrepp. Samningurinn nær til þjónustu við fatlað fólk, barnaverndar og allrar al- mennrar félagslegrar þjónustu. „Ég hóf störf hér 2010, ætlaði mér ekki að ílengj- ast en er hér enn. Á Fljóts- dalshéraði er afskaplega gott samfélag sem hefur tekið vel á móti mér. Hér er mikil náttúrufegurð og ótakmarkaðir möguleikar til útiveru, sem hentar mér ágætlega. Ég geng eða hjóla í mínum daglegu störfum og forðast bílnotkun eins og mögulegt er. Finnst gaman að fara á göngu- skíði og að ganga á fjöll, en útivera er mér afskaplega hugleikin og hef- ur verið alla tíð. Ég hef ferðast mikið um landið, bæði gangandi og á skíðum. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs fer í gönguferðir alla sunnudaga ársins og Fjallhressir, sem er gönguhópur hér á svæðinu, fer einnig í reglulegar ferðir allt árið. Ég fer til skiptis með þessum tveim hópum, allt eftir því hvað er í boði hverju sinni. Hef einnig verið í gönguhópum sem skipuleggja sínar ferðir sjálfir. Þessi lífsstíll hentar mér vel og er góð leið til að halda andlegri og líkamlegri heilsu.“ „Eitt það eftirminnilegasta sem ég hef gert á fjöllum var að klífa Hraundranga í Öxnadal, það var mikið ævintýri og í fyrsta sinn sem ég upplifði alvöru hræðslu, þegar ég missti fótanna eitt augnablik og hékk í línunni. Í þessari ferð vorum við tvær ömmur og einn langafi.“ Er búið að ákveða gönguferð í sumar? „Ég var búin að skipuleggja tvær ferðir en þær fuku þegar kona sem er frá Ástralíu bauð mér að koma með sér til Singapúr, Kambódíu, Balí og Ástralíu, ferð sem tekur um sjö vikur.“ Guðrún var gift Jónasi Sigurbjörnssyni frá Akureyri, en hann lést 1989. Börn þeirra eru Eva Jónasdóttir, læknir á Landspítalanum, og Grettir Jónasson, flugmaður hjá Icelandair. Guðrún á þrjú barnabörn, þau Daða, Silju og Emmu. Fjallagarpurinn Á leið upp Hraundranga. Kleif Hraundranga Guðrún Frímannsdóttir er 60 ára í dag S igurmar Kristján fæddist á Siglufirði 7.5. 1946 og ólst þar upp við dúndr- andi síldarstemmingu: „Þá urðu allir að vinna sem á annað borð gátu hreyft sig. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég byrjaði að velta tómum síldartunn- um niður á plan. Einu sinni þegar ég var 11 ára gamall og var að velta tunnum hættu þær að berast klukk- an fjögur að nóttu til. Þá hafði gleymst að reka mig heim í háttinn og ég hafði sofnað þar sem ég stóð. Svo hækkaði ég í tign og varð „dix- elmaður“ sem var betur borgað. Þá sló ég botna úr tómum tunnum og sló síðan botninn í fullar tunnur. Ég var síðan eitthvað til sjós á Siglufirði og á háskólaárunum var ég kokkur á humarveiðum frá Höfn í Hornafirði.“ Sigurmar var í Barnaskóla Siglu- fjarðar og Gagnfræðaskóla Siglu- fjarðar og lauk þaðan landsprófi, lauk stúdentsprófi frá MA 1966 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1972, stundaði framhaldsnám í al- þjóðlegum einkamálarétti við Stokkhólmsháskóla 1972–73, öðl- aðist hdl.-réttindi 1973 og hrl.- réttindi 1987. Sigurmar var fulltrúi hjá toll- stjóranum í Reykjavík og jafnframt hjá yfirborgarfógetanum í Reykja- vík 1973–79 og hefur starfrækt eig- in málflutningsskrifstofu í Reykja- vík frá 1979. Hann hefur sinnt Sigurmar Kristján Albertsson hæstaréttarlögmaður – 70 ára Við Kastalann í Flatey Frá vinstri: Björgvin Þorvarðarson, Sigurmar Kristján Albertsson, Bjarni Sigurjónsson, Claudia Keller, Álfheiður Ingadóttir, Stefanía Traustadóttir, Sigrún Sól Sólmundsdóttir og Ragnar Jónsson. Úr síldinni í lögmennsku MA-klíkan 1966 Haraldur Blöndal hrl., Pétur Pétursson læknir og Sigurmar. Kristín Aðal- steinsdóttir er 70 ára 8. maí. Eiginmaður henn- ar er Hallgrímur Þór Indriðason. Árnað heilla 70 ára Reykjavík Sigurður Kári Kaldalóns fæddist í Reykjavík 22. júlí 2015. Hann vó 3.618 g og var 53 cm að lengd. Foreldrar hans eru Jóhanna Katrín Guðnadóttir og Sigvaldi Þórður Kaldalóns. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. GARÐAR OG GRILL PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, föstud. 13. maí. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is | Sími: 569-1105 SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur 20. maí gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um Garða og grill. Blaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta, sumarblómin, sumarhúsgögn og grill ásamt girnilegum uppskriftum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.