Morgunblaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ef tré fellur ískóginum ogenginn er á staðnum til að heyra það, gefur það frá sér hljóð?“ spurði írski heimspekingurinn George Berkeley fyrir þremur öldum. Hér á landi virðist spurningin vera hvort allur heimurinn heyri það falli tré á Íslandi. Og svarið virðist vera: já. Margir hafa tekið sterkt til orða eftir að byrjað var að birta upplýsingar úr Panamaskjöl- unum um aflandsfyrirtæki Ís- lendinga. Engin ástæða er til þess að gera lítið úr því sem þar kemur fram, en óþarfi er að slíta þá hluti úr öllu samhengi eins og gert er þegar sagt er að orðspor Íslands sé ónýtt í útlöndum vegna spillingar. Þótt Íslendingar vilji standa öðrum framar á öllum sviðum, er erfitt að halda því fram að þjóðin sé heimsmeistari í spillingu. Ef orðspor Íslendinga er nú í hættu ætti orðspor annarra að vera löngu fokið. Spillingin þrífst víða og stjórn- málamenn sitja sem fastast þótt þeir hafi sett kíkinn fyrir blinda augað eða jafnvel ýtt undir hana með ráðum og dáð. Um þessar mundir er Jean- Claude Juncker höfuð fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins. Juncker var forsætis- ráðherra Lúxemborgar frá 1995 til 2013. Hann var fjármálaráð- herra landsins frá 1989 til 2009. Á þessum tíma gerði Lúxemborg samninga við mörg af stærstu fyrirtækjum heims, sem gerðu þeim kleift að komast undan skatti í öðrum löndum Evrópu- sambandsins og víðar. Upphæð- irnar nema ekki milljörðum, held- ur billjónum. En Juncker segir ekki ég og situr áfram, áhyggju- laus um orðspor Lúxemborgar. Aflandskerfið er ekki íslensk upp- finning. Þegar sól breska heimsveld- isins hneig til viðar héldu Bretar áhrifum sínum með því að gerast miðstöð fjármála. Þeir eiga lyk- ilþátt í að búa til það kerfi, sem afhjúpað er í Panamaskjölunum. Skattaskjól Bandaríkjamanna er í Delaware og var búið til sem svar við aflandsæfingum Breta. Þar eru fleiri fyrirtæki skráð en íbúar. Delaware hefur verið kall- að draumaland þeirra, sem vilja komast hjá því að borga skatta. Til þessa hefur aflandskerfið verið látið viðgangast. Eftir bankakreppuna 2008 hefur kveð- ið við nýjan tón og stjórnmála- menn sagst ætla að uppræta aflandskerfið. Bretar hafa meira að segja kynnt aðgerðir, sem eiga að taka gildi í haust og eiga að torvelda mjög að fela eignarhald fyrirtækja og undankomu undan skattlagningu. Í ljósi reynslu er rétt að trúa ekki fyrr en á verður tekið, en samkvæmt þessu ætla Bretar að fella ófreskjuna, sem þeir sköpuðu og hefði kannski fremur verið ástæða til að ráðast gegn í krafti hryðjuverkalaga en gegn íslensku fjármálakerfi. Leggja þarf áherslu á að Ís- land sitji ekki eftir í þeim efnum, heldur verði peningaþvætti, undanskot og skattsvik tekin föstum tökum. Það eru hins vegar takmörk fyrir því hverju Íslend- ingar fá áorkað einir. Það þarf al- þjóðlegt átak til að loka skjólum spillingarinnar og þar þurfa þeir, sem hingað til hafa greitt fyrir spillingunni, að vera í aðalhlut- verki. Ef það tré fellur í skóginum er líklegt að hvellurinn heyrist fyrir alvöru. Heyrir allur heim- urinn ef tré fellur á Íslandi?} Skjól spillingarinnar Um þessar mund-ir eru fimm ár frá því að bandarísk- ir sérsveitarmenn skutu Osama bin Laden til bana þar sem hann hafð- ist við í felum, steinsnar frá þjálf- unarbúðum pakistanska hersins. Víg bin Ladens var á sínum tíma sagt marka allnokkur tímamót, en þá var áratugur liðinn frá hryðju- verkunum 11. september, auk þess sem al Qaeda-samtök hans höfðu staðið fyrir fjölda voða- verka víðsvegar um heiminn. Einnig hafa verið færð rök fyrir því að þessi hernaðaraðgerð hafi aðallega verið táknræn um mátt Bandaríkjanna, en hafi litlu breytt til lengri tíma. Síst hefur dregið úr áhrifum öfgamanna í hinum íslamska heimi. Uppgang- ur Ríkis íslams, sem var að nokkru leyti á kostnað al Qaeda, þýðir að heimurinn er síst örugg- ari en áður. Þá er langt frá því að búið sé að sigrast á al Qaeda. Sérfræðingar í hryðjuverkum telja að nú séu kjöraðstæður víða um Mið- Austurlönd og Norð- ur-Afríku fyrir boð- skap hryðjuverka- manna. Þá sé athygli Vesturlanda einkum beint að Ríki íslams, sem geri al Qaeda auðveldara fyrir að dreifa boðskap sínum. Fráfall bin Lad- ens veikti samtökin, en gerði ekki út af við þau. Tímamótin hafa einnig orðið til þess að vekja upp vangaveltur um það, hvort Bandaríkjamenn ættu að reyna að hafa hendur í hári Abu Bakr al-Baghdadi, æðsta yf- irmanns Ríkis íslams, með svip- uðum hætti. Yfirmaður CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, hafði á orði að slíkt gæti orðið mjög þýðingarmikil aðgerð. Reynslan af víginu á bin Laden sýnir þó, að líkt og í grísku goða- fræðinni er ekki sjálfgefið að skrímslið láti undan þó eitt höf- uðið sé hoggið af. Aðgerð af þessu tagi getur verið þýðingarmikil í baráttunni við hryðjuverkamenn, en það þarf mun meira til að sigr- ast á öflugum samtökum slíkra ill- virkja. Fimm ár frá vígi Osama bin Ladens}Það þarf meira til Í fyrradag steig Guðni Th. Jóhannesson inn á hið opinbera svið með öðrum og meira afgerandi hætti en hann hefur áður gert. „Í sumar göngum við til for- setakjörs. Þar verð ég í framboði,“ sagði hann glaður í bragði fyrir framan hund- ruð stuðningsmanna sem saman voru komnir til að hlýða á hann tilkynna þessa ákvörðun sína. Okkur er öllum óhætt að fagna þessari ákvörðun Guðna, óháð því hvort við hyggjumst styðja hann til embættisins eða ekki. Ástæðan er einföld. Þarna fer ærlegur og góður dreng- ur sem sýnt hefur að honum er vel treystandi til að leysa af hendi vandasöm verkefni. Kosn- ingabaráttan verður ábyggilega betri og mál- efnalegri með hann um borð. Þar ræður meðal annars yfirgripsmikil þekking hans á sögu for- setaembættisins og þeirra fimm einstaklinga sem því hafa gegnt frá árinu 1944. Líkast til er Guðni eini mað- urinn sem skákað getur núverandi forseta hvað þekkingu á þessu efni varðar. Gaman verður að fylgjast með þeim tveimur kljást með þau vopn öll í farteskinu. Sjálfur hyggst ég styðja Guðna í kosningunum. Ég hef einfaldlega góða reynslu af honum persónulega og þegar nafn hans var fyrst nefnt í sambandi við mögulegt for- setakjör sá ég strax fyrir mér að hann gæti tekið við emb- ættinu og vaxið með því á komandi árum. Verði hann kos- inn, veit ég þó að þær aðstæður munu koma upp þar sem ég verð honum ekki sammála í einu og öllu. En það gerir ekkert til. Ég geri ekki slíka kröfu til fólks sem ég kýs til trúnaðarstarfa, hvort sem það er á vettvangi ríkis, borgar eða til setu á Bessastöðum. Og raunar verð ég að viður- kenna að ég er strax orðinn honum ósammála um eitt atriði sem fram kom í ræðu hans á fimmtudag. Það snýr að hugmyndinni um að forseti Ís- lands eigi að vera sameiningartákn þjóðar- innar. Ég er algjörlega sannfærður um að það geti enginn forseti verið og raunar held ég að aðrir þættir í skilgreiningu Guðna á embætt- inu renni stoðum undir þá skoðun. Um þau at- riði er ég Guðna sammála. Hann segir til dæmis að forseti eigi „að vera fastur fyrir þeg- ar á þarf að halda. Hann á að leiða erfið mál til lykta og tryggja að þjóðin eigi alltaf síðasta orðið í stærstu málum“, og þá segir hann einn- ig að forseti geti „þurft að taka óvinsælar ákvarðanir“. Forseti verður sannarlega að stíga inn í erfiðar að- stæður. Það hafa þeir allir þurft að gera. Og þeir hafa allir þurft að taka óvinsælar ákvarðanir. Þær eru oftast þess eðlis að þær eru vinsælar hjá einum hópi en öðrum ekki. Slík staða sundrar, að minnsta kosti um sinn og því er allt tal um tákn sameiningar í raun fokið út í veður og vind. En hvað sem líður þessu held ég að Guðni geti orðið góð- ur forseti, jafnt á þeim stundum þegar um hann mun ríkja sátt og líka þegar á hann verður deilt fyrir embætt- isfærslu sína. Vonandi fæst tækifæri til að sannreyna þessa skoðun mína. Stefán Einar Stefánsson Pistill Stundum óvinsælt og einmanalegt STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Eftirlitsnefnd með fjármál-um sveitarfélaga munvæntanlega láta gerasjálfstæða rannsókn á fjárhag Reykjanesbæjar áður en ákveðið verður hvort gripið verður til aðgerða og þá hverra. Eftirlits- nefndin og innanríkisráðherra hafa ýmis úrræði til að bregðast við, meðal annars að svipta bæjarstjórnina fjár- forræði og skipa fjárhaldsstjórn, hækka skatta, skera niður þjónustu, selja eigur sveitarfélagsins og leita frjálsra samninga eða nauðasamn- inga við lánardrottna. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur verið í viðræðum við lánar- drottna sína í hálft annað ár. Nið- urstaða bæjarins og meirihluta kröfuhafa var sú að nauðsynlegt væri að fella niður rúmlega 6 milljarða kr. af alls rúmlega 40 milljarða króna skuldum bæjarins til þess að hjálpa til að hann geti náð lögbundnu skuldaviðmiði. Kröfuhafarnir settu það skilyrði að allir lánardrottnar sætu við sama borð. Í hópi kröfuhafa eru ellefu lífeyrissjóðir og þeir gátu ekki fallist á þetta samkomulag. Að vísu komu nokkuð misvísandi upplýsingar fram um afstöðu lífeyr- issjóðanna á bæjarstjórnarfundi í síð- ustu viku. Í svarbréfi fulltrúa lífeyr- issjóðanna, sem barst bænum seint kvöldið áður, kom fram að þeir væru reiðubúnir að ganga til samninga um breytt kjör og endurgreiðslutíma lána, um hugsanleg breytt vaxtakjör eða aðrar leiðir sem gætu leitt til þess að greiðslubyrði bæjarsjóðs og hafn- ar myndu lækka. Fulltrúar meiri- hlutans sögðust hafa spurt fulltrúa lífeyrissjóðanna nánar út í þetta og fengið þau svör að ekki væri í boði að lækka vexti, frekar væri ástæða til að nýta ákvæði í skuldabréfum um að hækka vextina. Þeir litu svo á að ekki væri um neitt að ræða við lífeyris- sjóðina. Nægur tími til að semja Samþykkt var að tilkynna til eft- irlitsnefndar með fjármálum sveitar- félaga að heildarsamningar við kröfu- hafa væru ekki í sjónmáli og því gæti bærinn ekki lagt fram tillögur um að- lögun að skuldaviðmiðum eftirlits- nefndarinnar. Meirihlutinn hafði áð- ur lagt til mun afdrifaríkari tillögu, það er að tilkynna eftirlitsnefndinni að Reykjanesbær væri kominn í fjár- þröng. Hún hefði væntanlega falið í sér að skipuð yrði fjárhaldsstjórn til að yfirtaka fjármál bæjarins. Tillög- unni var breytt á fundinum og mild- ari útgáfan samþykkt af fulltrúum meirihlutaflokkanna. Með því er bolt- anum kastað til eftirlitsnefndarinnar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins greiddu atkvæði á móti. Þeir gagnrýndu misvísandi skilaboð um samninga við lífeyrissjóðina og vildu láta betur reyna á samninga við þá, á grundvelli bréfs sjóðanna. „Ég tel að við höfum nægan tíma til að ná samningum og hef fulla trú á því að við getum gert það án þess að fá hjálp frá öðrum,“ segir Böðvar Jónsson bæjarfulltrúi. Rannsaka fjárhag Reykjanesbæjar Morgunblaðið/Kristinn Uppbygging Reykjanesbær glímir við skuldavanda vegna uppbyggingar sem enn hefur ekki skilað bænum nægum tekjum á móti. Stjórnendum lífeyrissjóða er ekki frjálst að gefa eftir kröfur sem þeir meta svo að skuldarinn geti endurgreitt, að mati Þórarins V. Þórarinssonar hæstaréttarlög- manns. Hann vill ekki útiloka það að stjórendur geti bakað sér skaðabótaábyrgð ef þeir gefa eftir fjárhagslega hagsmuni sjóðanna og vísar í nýlegan dóm héraðs- dóms í máli Lífeyrissjóðs verk- fræðinga á hendur fyrverandi stjórnendum sjóðsins og trygg- ingafélagi en þeir voru taldir hafa farið út fyrir heimildir til fjárfest- inga. Í lögum um lífeyrissjóði segir beint að stjórn lífeyrissjóðs skuli ávaxta fé sjóðsins með hliðsjón af þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxt- unar og áhættu. Í lögunum er einnig tekið fram að sjóðunum sé óheimilt að inna af hendi framlög í öðrum tilgangi en að reka sjóðinn og ávaxta fé hans. Aðrir lánardrottnar en lífeyr- issjóðirnir hafa fallist á að gefa eftir hluta af sínum kröfum í heild- arsamningum við Reykjanesbæ. Þórarinn segir að lífeyrissjóðirnir séu allt öðruvísi fjárfestar. Þeir horfi til þess að geta staðið við skuldbindingar áratugi fram í tím- ann á meðan aðrir sjóðir og bank- ar horfi til stöðunnar núna og nán- ustu framtíðar. Hann bendir á að í tilviki sveitarfélaga sé ekki fráleitt að ímynda sér að miklar fjárfest- ingar í höfn og fleiru komist í full not þegar tímar líða fram og þau verði í færum að endurgreiða lánin þótt þau geti ekki staðið við greiðsluáætlanir í dag. Ekki heimilt að gefa eftir kröfur STJÓRNENDUR GETA SKAPAÐ SÉR SKAÐABÓTAÁBYRGÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.