Morgunblaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016 Rafsuðuvörur Dalshrauni 14 • 220 Hafnarfjörður • Sími 555 2035 • jak.is ESAB Caddy Mig – 30-160 Amper – Mjög einföld í notkun – Stillir með einum hnappi efnisþykkt og byrjar að sjóða – Aðeins 11,4kg – Þolir langar framlengingarsnúrur – Mjög góð vél frá ESAB bæði fyrir tómstundir og atvinnumennsku 160.000 m/vsk ESAB Caddy Mig C160i 200.000 m/vsk ESAB Caddy Mig C200i – 30-200 Amper – Einföld í notkun – Stór LCD skjár með aðgerðarstýringum – Stillir með einum hnappi efnisþykkt og hvað efni er verið að nota og byrjar að sjóða – Þolir langa framlengingarsnúru – Mjög góð vél frá ESAB bæði fyrir tómstundir og atvinnumennsku Fyrsta flokksþing einræðisflokks Norður-Kóreu í 36 ár hófst í gær og var haldið fyrir luktum dyrum. Þúsundir útvalinna félaga í Verka- mannaflokknum sitja þingið og tal- ið er að markmiðið sé að festa Kim Jong-Un í sessi sem leiðtoga lands- ins. Síðasta landsþing flokksins var haldið árið 1980 til að staðfesta valdatöku föður Kims eftir að afi hans og fyrsti leiðtogi landsins lést. Fjölmenn sendinefnd frá Kína var þá send til Pjongjang til að fylgjast með flokksþinginu en nú ber svo við að kínversk stjórnvöld, sem hafa verið helstu bandamenn Norður- Kóreumanna, eru ekki með neinn fulltrúa á þinginu. Það er talið endurspegla vaxandi óánægju stjórnvalda í Kína með stefnu Norður-Kóreustjórnar, m.a. tvær kjarnorkutilraunir hennar. Orð- rómur hefur verið á kreiki um að Norður-Kóreumenn hyggist sprengja kjarnorkusprengju í til- raunaskyni í þriðja skipti áður en flokksþinginu lýkur. Engir Kínverjar á flokksþingi í Pjongjang AFP Pukur í Pjongjang Strætisvagn fer framhjá höll í Pjongjang þar sem flokksþingið er haldið. Á byggingunni eru myndir af föður og afa leiðtoga N-Kóreu, Kim Jong-Un. Mikil leynd var yfir setningu og störfum þingsins. Úrslit forseta- kosninganna í Bandaríkjunum í nóvember gætu ráðist af því hvort forseta- efna stóru flokk- anna tveggja er óvinsælla, ef mark má nýja skoðanakönnun sem fréttaveitan Reuters hefur birt. Um 47% þeirra sem styðja Donald Trump, líklegt forsetaefni repúblikana, segja meginástæðuna þá að þau vilji koma í veg fyrir að Hillary Clinton, líklegt forsetaefni demókrata, verði næsti forseti. Um 43% sögðu aðalástæðuna vera stefnu Trumps. Um 46% þeirra sem ætla að kjósa Hillary Clinton segjast fyrst og fremst gera það til að afstýra því að Trump komist til valda í Washing- ton, en aðeins 40% nefndu stefnu hennar. BANDARÍKIN Styðja forsetaefni í því skyni að fella keppinautinn Sjö ára stúlka sem fæddist handalaus hefur fengið verðlaun í Bandaríkjunum fyrir góða rit- hönd í keppni skólabarna. Stúlkan, sem heitir Anaya Ellick, notar ekki gervihendur en þegar hún skrifar stendur hún og heldur blýantinum milli handleggj- anna. „Hún lætur ekkert aftra sér frá því að gera það sem hún ein- setur sér,“ hefur fréttavefur BBC eftir skólastjóranum í skóla stúlk- unnar í Virginíuríki. „Hún leggur hart að sér og er með eina bestu rit- höndina í bekknum sínum.“ BANDARÍKIN Handalaus sigraði í rithandarkeppni Vísindamála- ráðuneyti Bret- lands hefur ákveðið að nýtt 15.000 tonna rannsóknaskip, sem á að rann- saka norður- skautssvæðið, fái heitið Sir David Attenborough. Ráðuneytið ákvað að nefna skipið eftir náttúrufræð- ingnum og sjónvarpsmanninum en ekki „Boaty McBoatface“, sem fékk langflest atkvæði í könnun á netinu þegar almenningi var boðið að velja nafn á skipið. Ákveðið var þó að gefa nýjum rannsóknakafbáti þetta undarlega nafn, að sögn fréttaveit- unnar AFP. BRETLAND Attenborough í stað Boaty McBoatface

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.