Morgunblaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016 ✝ Guðrún ÓskJóhannsdóttir, bóndi og hand- verkskona, Marka- skarði í Rangár- þingi eystra, fæddist á Selfossi 20. mars 1967. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 26. apríl 2016. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jóhann Guð- mundsson, f. 11. febrúar 1920, d. 19. febrúar 1999, og Gyða Oddsdóttir, f. 1. júlí 1936, d. 18. apríl 2008, bændur í Kolsholts- helli í Flóa. Systkini: Halldór Svanur, f. 1961, drengur, f. and- vana 1962, Brynjólfur Þór, f. 1965, og Dagmar, f. 1969. Eftirlifandi eiginmaður Guðrúnar er Jón Bruno Ingv- arsson, f. 10. september 1961 að Varmadal á Rangárvöllum. Son- Markaskarði og fluttu svo að Fossöldu 10 á Hellu árið 1987. Vorið 1990 fluttu þau að Marka- skarði og hófu þar búskap. Samhliða búskap starfaði Guðrún um tíma í kjötvinnslu Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli. Áður starfaði hún meðal annars í fiski í Grindavík, í kjötvinnslu og á saumastofu á Hellu. Síðustu árin starfaði hún alfarið við búskap og handverk ýmiskonar. Guðrún sótti fjöl- mörg handverksnámskeið til að auka við þekkingu sína, meðal annars í ullarvinnslu, skinna- verkun og listmálun. Hún prjón- aði mikið og hannaði eigin ull- arfatnað sem hún seldi víða á Suðurlandi undir merkinu „Rúna frá Helli“. Þá hafði hún mikinn áhuga á ljósmyndun alla tíð. Hún var í ljósmyndaklúbbn- um 860+ og tók þátt í ljós- myndasýningu klúbbsins á Hvolsvelli árið 2015. Guðrún starfaði einnig í Kvenfélaginu Einingu á Hvolsvelli og tók þar virkan þátt. Útför Guðrúnar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 7. maí 2016, klukkan 14.30. Jarðsett verður að Breiðabólstað í Fljótshlíð. ur hjónanna Ingv- ars P. Þorsteins- sonar, f. 20. mars 1929, og Vigdísar Óskarsdóttur, f. 7. september 1930, d. 31. maí 1980, bænda að Marka- skarði í Rang- árþingi eystra. Guðrún og Jón gengu í hjónaband 11. apríl 2016. Börn þeirra eru: 1. Oddur Helgi, f. 27. nóvember 1987. 2. Katrín Ósk, f. 13. apríl 1990. 3. Svanhildur Marta, f. 10. sept- ember 1996. Guðrún ólst upp á Kolsholts- helli í Flóa, gekk í Villingaholts- skóla og síðar í gagnfræðiskól- ann á Selfossi. Sumarið 1984 kynntist hún eftirlifandi eig- inmanni sínum. Þau hófu sam- búð að Núpi í Fljótshlíð í árs- byrjun 1985. Bjuggu síðar í Nú er því miður komið að kveðjustund hjá okkur þegar við í dag fylgjum konunni minni og móður barnanna minna til hinstu hvílu. Þetta gerðist allt of fljótt og erfitt að sætta sig við það sem orðið er. Við munum minnast hennar með bros á vör. Það var stundum ótrúlegt sem þessari elsku datt í hug að hanna. Allt handverkið og náttúrudútlið sem hún vann að. Hún elskaði dýr og þeim þótti vænt um hana – enda voru þau alltaf hluti af fjölskyldunni. Málverkin, ljósmyndirnar og allt hennar fallega handverk er okkur í dag óskaplega kært. Hún var góð í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur og minning hennar mun lifa í gegnum listmunina. Hugmyndirnar voru svo margar að stundum sögðum við henni að hún þyrfti að fara að slökkva ljós- ið fyrir ofan höfuðið á sér til að draga aðeins úr þeim. Öll eigum við okkur einstöku minningar af henni sem lifa í hjörtum okkar. Henni þótti alltaf vænt um alla og öllum sem kynntust henni þótti vænt um hana. Við hittumst aftur síðar, ástin mín. Minning þín er ljós í lífi okk- ar. Hvíldu í friði. Jón Bruno. Elsku mamma. Ég trúi á ást við fyrstu sýn vegna þess að ég hef elskað síðan ég opnaði augun fyrst og sá þig. Þín verður sárt saknað. Hvíldu í friði. Svanhildur Marta. Elsku mamma. Þegar ég hugsa til þín á ég ótal margar fallegar og góðar minn- ingar sem eru mér svo dýrmætar og munu fylgja mér inn í lífið og það sem lífið hefur að bjóða. Ég mun aldrei gleyma hversu góð móðir og vinkona þú varst og þú sannarlega kenndir mér svo margt gott sem mun nýtast mér svo vel í framtíðinni. Það sem er mér efst í huga er þegar við fór- um í veiðiferðina okkar saman niðri í Helli og vorum að veiða í áveituskurðinum. Og að sjálf- sögðu tókst okkur tveimur í sam- einingu að krækja í fisk. Það var alltaf svo gott að tala við þig og þú hafðir alltaf ráð við öllu og varst alltaf tilbúin að kenna mér alls konar hluti, eins og í vetur þegar þú kenndir mér að verka ull. Ég er virkilega stoltur af því að vera sonur þinn. Takk kær- lega fyrir allt, elsku mamma. Þín verður sárt saknað. Hvíldu í friði. Oddur Helgi. Elsku mamma. Ég sit hér ein, hjartað er klofið. Ég veit þú kemur til mín í draumi, þá mun allt lagast því þú ert hjá mér. Að eilífu þín lilla. Þín verður sárt saknað. Hvíldu í friði. Katrín Ósk. Það var fallegt veður daginn sem hún Guðrún kvaddi þessa jarðvist. Fuglarnir sungu, sólin skein, blár himinn og sannkallað vor í lofti. Á þannig degi er gott að kveðja. Því miður var orðið augljóst í hvað stefndi og þrátt fyrir að hún hafi reynt allt til að berjast gegn illvígum sjúkdómi fór sem fór. Hvorki hún sjálf né nokkurt okkar sem næst henni stóðum vorum tilbúin að horfast í augu við þessi örlög. Allt of snemma og allt of stuttur fyrirvari. Eftir sitja minningar sem ná aftur til þess þegar Jón kom fyrst með hana heim í Arabæjarhjá- leigu sumarið 1984. Um það leyti fæddist Dagbjört systir og allt frá fyrsta degi sýndi Gunna okkur systkinunum öllum ósvikna vænt- umþykju og vináttu sem og börn- um systkina minna þegar þau fæddust. Við svo skyndileg leiðarlok er margt sem maður hefði viljað vera búinn að segja. Til dæmis hversu óskaplega vænt mér þótti um að þau Jón skyldu koma í seinni gift- ingu okkar hjóna í Oxford á Eng- landi sumarið 2013. Þegar ég bauð þeim tók Gunna strax frumkvæði og sagði að þau kæmu – það var ekki eitt hik og hún naut sín frá- bærlega úti. Mætti með flottan hatt í athöfnina, eins og hefð er á Englandi, og var í sumarlegum og fallegum kjól. Fyrir þetta verð ég ætíð þakklátur. Þetta var önnur utanlandsferð- in þeirra saman, en árið áður fóru þau til Tenerife tvö ein. Það var að vísu ekki alveg stresslaust því hvorugt talaði góða ensku – en allt gekk vel og þau skemmtu sér kon- unglega í sólinni. Gunna var góð móðir og var mjög umhugað um börnin sín og þeirra velferð. Hún var einnig stoð og stytta Jóns í gegnum árin og að öðrum ólöstuðum var fjósið í Markaskarði á hennar herðum. Guðrún var góð sál. Maður heyrði hana ekki oft hallmæla öðr- um. Hún var dýravinur og hélt sérstaklega upp á ungviðið. Hún hafði dálæti á köttum. Mórautt fé var í sérstöku uppáhaldi. Hún tal- aði í mörg ár um að sig langaði í mórauða kind og sá draumur rættist loks árið 2009. Á sauðburði var Gunna betri en enginn í burð- arhjálpinni og eins til að koma vanburða lömbum á legg. Þeir eru ófáir heimalningarnir sem hún hefur fóstrað. Gunna gladdist yfir litlu og var alltaf þakklát þegar henni voru gefnar gjafir eða var hjálpað. Hún hafði líka ánægju af því að gefa öðrum og þá gjarnan eitthvað sem hún gerði sjálf í höndunum, en hannyrðir ýmiss- konar voru hennar stóra áhuga- mál. Þá var myndavélin sjaldan langt undan og til mörg þúsund myndir eftir hana í gegnum árin. Kvenfélagið Eining átti einnig hug hennar og í þeim félagsskap leið henni vel. Það var alltaf sér- stök tilhlökkun að sækja samkom- ur og viðburði á vegum kven- félagsins og það hafði forgang umfram annað. Við leiðarlok þökkum við hjón- in Guðrúnu samfylgd, væntum- þykju og vináttu í gegnum árin. Jóni, Oddi, Katrínu og Svanhildi biðjum við Guðsblessunar í sorg- inni. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Nú saman leggja blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð, í brekkum fjalla hvíla hljótt, þau hafa boðið góða nótt. Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut, en aftanskinið hverfur hljótt, það hefur boðið góða nótt. (Magnús Gíslason) Blessuð sé minning Guðrúnar Óskar Jóhannsdóttur. Ingvar P. Guðbjörnsson. Skjótt skipast veður í loft. Gunna okkar er fallin frá langt um aldur fram. Það er sárt að horfa á eftir svo ungri konu hverfa á braut í klær krabbans og það svona fljótt. Ekki óraði mig fyrir því að svona færi þegar hún lagð- ist inn á spítala fyrir um sex vik- um síðan. Gunna var hörð af sér og var staðráðin í að ná upp heilsu til að geta hafið lyfjameðferð, sem því miður hafðist ekki. Því varð von okkar úti og í dag berum við hana til sinnar hinstu hvílu. Minningar um góða konu munu lifa með okk- ur. Ég sótti mikið í að vera hjá þeim Jóni á uppvaxtarárunum og leið mér vel í sveitinni því ég fann mig alltaf velkomna. Mér þótti gaman að fá að gista og hjálpa til við bústörfin. Þau voru sem mín önnur fjölskylda og munu alla tíð vera. Ég á ófár gjafir frá Gunnu sem hún gaf mér bara af því hana langaði til þess. Nú síðast um jólin gaf hún mér gjöf sem er mér afar kær. Gunna var sannkölluð lista- og hannyrðakona. Hún sá list í öllu og oft í því sem enginn annar sá list í. Handverk hennar var fallegt og fjölbreytt. Ber þar helst að nefna eldfjallapeysurnar sem hún hannaði. Hún gerði einnig sinn eigin lopa og litaði sjálf. Hún var alltaf með myndavélina og til eru margar fallegar ljósmyndir eftir hana. Einnig var hún nýlega byrjuð að mála myndir, en hún var dug- leg að sækja námskeið í hinum ýmsum hannyrðum. Það nýjasta hjá henni var að læra að súta skinn og hafði hún klárað eina gæru. Það eru ófá verkin til eftir hana. Gunna var mikill dýravinur og hugsaði vel um öll dýr. Hana langaði mikið til að kíkja á köttinn Mola í Hafnarfirði, enda fæddur henni. Hún ætlaði að kíkja á hann þegar hún færi heim af spítalan- um. Hún varð því mjög glöð með að Jón og börnin skyldu koma henni á óvart og bjóða henni í bæjarferð þegar hún átti afmæli. Andinn lyftist allur upp þegar hún ræddi þá ferð og Mola vin sinn við mann. Þau Jón giftu sig þann 11. apríl síðastliðinn á spítalanum. Ég mun ævinlega vera þakklát þeim að hafa fengið að vera viðstödd þessa fallegu og einlægu athöfn sem var umvafin kærleika og ást. Ég verð Gunnu ævinlega þakk- lát fyrir allar þær stundir sem við áttum saman, bæði í uppvextinum og í seinni tíð. Minningin mun ávallt lifa í hjörtum okkar, minn- ing um konu sem var trú og trygglynd sínu fólki og var sann- ur vinur vina sinna. Elsku Jón, Oddur, Kata og Svana, við fjölskyldan vottum ykkur okkar dýpstu samúð er við kveðjum einstaka konu og vin með ljóði sem ég samdi til hennar: Er hugsa um engla, ég sé nú þig, sem vakir yfir og verndar mig. Í englanna hásal, veit af þér nú. Þar fullt er af englum, kærleika og trú. Það sorgina sefar, að vita af þér, að svífa senn yfir, það sem eftir er. Til himna horfi, þar tel þig nú, lítandi yfir, bæ þinn og bú. (DHG) Hvíl í friði, elsku Gunna. Dagbjört Hulda, Kristján og Guðbjörn Svavar. Guðrún Ósk Jóhannsdóttir ✝ Helga Haralds-dóttir fæddist 8. maí 1957 í Reykjavík. Hún lést 10. mars 2016. Foreldrar Helgu voru Haraldur Ágústsson húsa- smíðameistari, Reykjavík, f. 25. september 1926, d. 18. ágúst 1999, og Sigríður Dagmar Jónsdóttir, Dagga, frá Syðri-Grund í Svarfaðardal, bankastarfsmaður, f. 6. desem- ber 1922, d. 5. maí 1983. Systur Helgu eru: 1) Rann- veig Haraldsdóttir grunnskóla- kennari, Patreksfirði, f. 10. ágúst 1954. Eiginmaður Gústaf Gústafsson aðstoðarskólastjóri, f. 10. febrúar 1954. 2) Sigrún Haraldsdóttir sjúkraliði, Dan- mörku, f. 16. september 1955. Eiginmaður Guðmundur Vikar Þorkelsson sjómaður f. 12. apríl 1955. 3) Dagmar Haraldsdóttir framkvæmdastjóri, Reykjavík, f. 1. apr- íl 1964. Eiginmaður Pétur Pétursson fótboltaþjálfari og ljósmyndari, f. 27. júní 1959. Eftirlifandi eig- inmaður Helgu er Markús Úlfsson, f. 2. febrúar 1956. Markús og Helga eignuðust tvær dætur: 1) Karólína Mark- úsdóttir félagsráðgjafi, Reykja- vík, f. 17. september 1977. Maki Ívan Burkni, grafískur hönn- uður, f. 28. maí 1969. Dóttir: Mó- nika Mist, f. 5. febrúar 2004. 2) Dagmar Markúsdóttir, f. 7. sept- ember 1983, fulltrúi hjá Trygg- ingastofnun, Reykjavík. Sonur: Haraldur Ágúst Brynjarsson, f. 9. júní 2007. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Okkur systur langar að minn- ast elsku Helgu frænku sem kvaddi allt of snemma, hún hefði orðið fimmtíu og níu ára á morg- un, sunnudaginn 8. maí. Við og Helga erum systradæt- ur, Helga dóttir Döggu og við dætur Önnu. Helga ólst upp í Reykjavík en við á Akureyri. Það var alltaf gott að heimsækja æskuheimili Helgu á Rauðalækn- um. Dagga frænka, Halli og syst- urnar Rannveig, Sigrún, Helga og Dagmar tóku ætíð vel á móti okkur. Það var á margan hátt eins og að eiga sitt annað heimili fyrir okkur, svo velkomnar vor- um við. Hjálpsemi og gleði einkenndi heimilisandann. Margar minn- ingar eru frá fjörugum samræð- um við eldhúsborðið. Mömmur okkar voru úr Svarf- aðardalnum, þar sem Sundskáli Svarfdæla var reistur þegar þær voru á unga aldri, og sund varð eitt af áhugamálunum. Við systur elskum allar sund, eins og við höfum fengið það með móðurmjólkinni. Þannig var það líka með Helgu frænku. Hún elskaði sund, sól og útiveru. Var sannkallað sólskinsbarn. Það var gaman að hitta hana á sundlaug- arbakkanum eða í pottinum. Hún var svo yndislega hlýleg og fal- leg. Framkoman fáguð svo af bar. Hláturinn og brosið, allt frá hjartanu og í gegnum augun. Alltaf í fallegum sundfötum og með varalit. Já, hún Helga var sannkölluð drottning. Það er skrýtið að hugsa til þess að sam- verustundirnar verði ekki fleiri. Svona er lífið, oftast gleði en stundum svo mikil sorg. Sorg sem ekki er borin á borð. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til Markúsar, eiginmanns Helgu, dætranna Karólínu og Dagmarar og barna- barnanna Moniku og Haralds. Einnig til systranna, Rannveigar, Sigrúnar, Dagmarar og fjöl- skyldna þeirra. Helena, Anna Pála, Sigurbjörg og Sigrún Pálsdætur. Helga Haraldsdóttir Okkar ástkæri SIGURÐUR GÍSLASON, Hóli II, Bolungarvík, lést mánudaginn 25. apríl. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. maí kl. 13. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarsjóð Lionsklúbbs Bolungarvíkur, reikn.nr. 174-26-396, kt. 420675-0549. . Erna Sigurðardóttir, Sigurður Þórðarson, Gísli H. Sigurðsson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Björn E. Sigurðsson, Smári Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson, Hólmfríður Einarsdóttir, Guðný Sigurðardóttir, Ásgeir Baldursson, Guðbjörg Jóhannsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÚLÍUSDÓTTIR, Eyrarflöt 4, Akranesi, lést þriðjudaginn 3. maí á Landspítalanum. Útför auglýst síðar. . Arnfinnur Scheving Arnfinnsson Margrét Arnfinnsdóttir Maren Lind Másdóttir Gunnar Harðarson Helena Másdóttir Ársæll Ottó Björnsson og barnabarnabörn Elskulegur afi, langafi og bróðir, PÉTUR VALDIMARSSON, fyrrverandi hafnarvörður, lést á Vífilsstöðum þann 1. maí. Útför fer fram frá Kapellunni í Fossvogi 11. maí klukkan 15. . Sigurður Sveinbjörn Tómasson, Steinar, Tómas Hrói og Kristján Ari Viðarssynir, Fríða og Guðfinna Ebba Valdimarsdætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.