Morgunblaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016 Í tilefni af mæðra- deginum sem er á morgun, sunnudaginn 8. maí, leyfi ég mér að nota tækifærið og minnast móður minn- ar með eftirfarandi orðum: Þú varst alltaf svo góð við mig. Ég fékk athygli þína óskipta. Þú lifðir fyrir mig, hlustaðir á mig og tal- aðir við mig, leiðbeindir mér og lékst við mig. Þú sýndir mér þol- inmæði, virtir áhugamál mín, skoð- anir og þær leiðir sem ég valdi að fara. Þú föndraðir með mér, leyfðir mér að mála og smíða, búa til bíla og borgir, strætókerfi og heilu hand-, körfu- og fótboltavellina, allt innan- húss. Ég og vinir mínir fengum rými og frið til að þróa hugmyndaflugið, búa til ævintýraheima, að sjálfsögðu inn- an víðra marka sem þú settir og við virtum af því að þú varst vinur okk- ar og mér og okkur þótti mikið til þín koma. Þú agaðir mig í kær- leika af móðurlegri um- hyggju og reyndir að læra með með mér. Þú sagðir mér sögur, last fyrir mig, fræddir mig og baðst með mér. Þú varst alltaf svo umhyggjusöm og hjartahlý. Þú varst mitt skjól og varnarþing. Við stóðum saman og vörðum hvort annað, vorum sannir vinir. Ég var dreng- urinn þinn og þú varst mamma mín. Mér fannst ég heppnasti dreng- urinn í öllum heiminum. Þú varst alltaf allt í öllu, fram- kvæmdasöm og skipulögð, jákvæð, úrræðagóð og drífandi. Þú eldaðir og bakaðir, slóst upp veislum, mál- aðir, flísalagðir og veggfóðraðir eins og ekkert væri. Þú fórst áfram af dugnaði og ósérhlífni, elju, útsjón- arsemi og kærleika. Alltaf svo passasöm, nákvæm og smekkleg. Sérlega þrifin, snyrtileg og glæsileg. Minningin ein Og þótt hún elsku mamma mín sé nú aðeins minningin ein mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu. Hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. Elskum og virðum mæður okkar. Látum þær finna fyrir þakklæti og hlýju. Og Guð blessi minningu allra okkar mæðra sem nú hafa skilað sínu hlutverki og fengið hvíldina góðu. Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson »Elskum og virðum mæður okkar. Látum þær finna fyrir þakklæti og hlýju. Guð blessi minningu mæðranna sem skilað hafa sínu og fengið hvíldina góðu. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Minnumst mæðra okkar KLEINUR GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND utilif. is Á R N A S Y N IR Kíkið á verðin eftir tollalækkun Æfingapeysa, hálfrennd 6.990 kr. íþróttafatnaður stærðir 36-46 Mikið hefur verið rætt og ritað um pen- inga sem fluttir voru úr landi og hafa verið geymdir í skatta- skjólum sem svo eru kölluð. Ætla ekki út í pælinguna hvað ná- kvæmlega gerist þeg- ar peningar eru fluttir með þessum hætti til annarra landa, annað en eins og nafnið bendir til þá eru líkindi til þess að peningarnir séu fluttir þangað til þess að komast hjá eða lækka skattgreiðslur við- komandi fjármagnseiganda. Senni- lega væri nafnið eitthvað annað ef það væru háir vextir sem yllu fjár- magnsflutningunum. En það hefur sem sagt komið í ljós að við Íslendingar eigum sennilega enn eitt höfðatöluheims- metið og í þetta skiptið í fjölda ein- staklinga með verulegar eignir í skattaskjólum. Ekkert sérstaklega eftirsóknarvert heimsmet. Svo virðist sem enginn auðmaður hafi verið maður með mönnum, eða auðmönnum, nema eiga reikning í svona skattaskjóli og flutt þar með peningana sína úr landi. Sem óneitanlega bendir til þess að við hin, sem erum ekki menn með auð- mönnum, sitjum uppi með sárt ennið að þurfa að greiða meiri skatta til að halda uppi okkar góða vel- ferðarkerfi, mennta- kerfi, samgöngukerfi og hvað þau heita nú öll þessi kerfi sem við Íslendingar rekum saman. Í það minnsta notfæra allir Íslend- ingar sér þessi kerfi, burt séð frá því hvort og þá hversu mikið hver og einn greiðir í skatta. Svo virðist sem flestir þeirra sem hafa notað og tjáð sig um notkun skattaskjól- anna séu annað hvort búnir að gleyma öllum milljónunum, eða milljörðunum á erlendu banka- reikningunum eða að þetta hafi allt saman bara verið kostnaður og vesen að hafa staðið í þessu. Hreint ótrúlegt hversu margt gott og vel gefið fólk hefur verið platað eða pínt af fjármálastofnunum til þess að stofna bankareikninga af þessu tagi og vonandi munu sagn- fræðingar/mannfræðingar framtíð- arinnar rannsaka hvað veldur. Ég þekki engan sem á peninga á svona bankareikningi, hef í það minnsta ekki séð neitt kunnuglegt nafn ennþá í umfjöllun fjölmiðla. Enþekki til allmargra sem hafa með mikilli vinnu, útsjónarsemi og dugnaði byggt þannig upp eigin fyrirtæki og eftir atvikum auð. Minnist eldri hjóna í Hafnarfirði sem stofnuðu og ráku fyrirtæki sem þau seldu nýverið. Og eftir því sem ég best veit hafa greitt alla skatta og skyldur af þeim hagnaði sem þau fengu út úr sínum rekstri með stolti. Og hafa þannig lagt sitt stóra lóð á þær mikilvægu vog- arskálar að byggja upp innviði ís- lensks samfélags. Við þurfum fleira svona fólk í íslensku við- skiptalífi. Sýnist á viðbrögðum þeirra sem hafa tjáð sig um aðild sína að bankareikningum í skattaskjólum, að líklega séu það um það bil 1% þeirra sem eru á 600 manna listan- um yfir slíka aðila sem hafa gerst sekir um að hafa gert þetta vísvit- andi til þess að skjóta fjármunum undan íslenskum skattayfirvöldum. Skömm þessara sex er því mikil. Hinir 594, þessir plötuðu eða píndu, eru hins vegar rannsókn- arefni fræðimanna framtíðarinnar. Hinir plötuðu og píndu Eftir Gísla Pál Pálsson »Hreint ótrúlegt hversu margt gott og vel gefið fólk hefur verið platað eða pínt af fjármálastofnunum til þess að stofna banka- reikninga af þessu tagi Gísli Páll Pálsson Höfundur er forstjóri í Mörk, hjúkrunarheimili. Wesley So er án efa bestiskákmaður sem komiðhefur fram á Filipps-eyjum. Fjölskyldumál hans voru dálítið í fréttum í fyrra, um það leyti sem hann fékk banda- rískt ríkisfang. Þegar hann lagði Kasparov að velli í aðeins 25 leikj- um á hraðskákmótinu í St. Louis fyrir viku þóttust fróðir menn og langminnugir, þar á meðal Garrí sjálfur í „tísti“ á Twitter, finna skyldleika við skák sem Paul Morphy tefldi við tvo áhugamenn í hléi á flutningi óperu Rossini, Rak- aranum í Sevilla, í ítalska óperu- húsinu í París þann 2. nóvember árið 1858. Að vísu hefur sagnfræð- ingurinn Edward Winter haft uppi efasemdir um þessa dagsetningu í veftímaritinu Chess Notes en við látum það liggja milli hluta. Hinn liðlega tvítugi piltur fá New Or- leans, sonur háyfirdómarans, hafði lokið lagaprófi 19 ára og kunni lagabálk Louisana-ríkis utan að. Þar sem hann var of ungur til að geta praktíserað og engan verð- ugan andstæðing að finna við skák- borðið í Bandaríkjunum tók hann áskorun sem var borin var fram í stórblaðinu The Illustrated London Times og sigldi yfir hafið til Evr- ópu í þeirri von að mæta fremsta skákmeistara Breta, Howard Staunton. Hann dvaldi þó lengstum í París og á Café de la Régence gersigraði hann helstu skákmeist- ara þess tíma, þar á meðal Þjóð- verjann Adolf Andersen, sem er frægur í skáksögunni fyrir Ódauð- legu skákina, sem tefld var við upp- haf heimssýningarinnar í London árið 1851. Morphy heillaði menn með fágaðri framkomu sinni, flo- samjúkri Suðurríkjaensku og snilldartaflmennsku. Fregnir af sigrum hans, m.a. í blindfjölteflum, bárust um álfuna og víðar. Viktoría Bretadrottning veitti honum áheyrn og aðallinn bar hann á höndum sér. Skákunnendurnir tveir sem áður voru nefndir, Ísidor greifi og Karl hertogi af Brunswick, sem auðvitað var með einkastúku í ítalska óperuhúsinu, tefldu þessa frægu skák: París 1958: Paul Morphy – Samráðamenn Philidor vörn 1. e4 e5 2. Rf3 d6 3. d4 Bg4 4. dxe5 Bxf3 5. Dxf3 dxe5 6. Bc4 Rf6 7. Db3 De7 8. Rc3 c6 9. Bg5 b5 10. Rxb5 cxb5 11. Bxb5+ Rbd7 12. O- O-O Hd8 13. Hxd7 Hxd7 14. Hd1 De6 15. Bxd7+ Rxd7 16. Db8+ Rxb8 17. Hd8 mát. Í St. Louis varð Kasparov að láta sér lynda 3. sætið, hlaut 9½ v. af 18 mögulegum, Nakamura varð efstur með 11 vinninga, So fékk 10 vinn- inga og Caruana rak lestina með 5½ v. Kasparov átti í mesta basli með So en skákin sem stendur upp úr er þessi sigur úr 10. umferð: St. Louis 2016 Wesley So – Garrí Kasparov Kóngsindversk vörn 1. Rf3 g6 2. e4 Bg7 3. d4 d6 4. c4 Bg4 5. Be2 Rc6 6. Rbd2 e5 7. d5 Rce7 8. h3 Staðan kom upp aftur í 16. um- ferð og þá hrókeraði hvítur. Bd7 9. c5 Það hefur stundum dugað gegn Kasparov „að taka hann með áhlaupi“; varnartaflmennska hefur aldrei verið hans sterkasta hlið. dxc5 10. Rc4 f6 11. d6 Rc8 12. Be3 b6 13. O-O Bc6 14. dxc7 Dxc7 15. b4 cxb4 16. Hc1 Rge7 17. Db3! Hindrar stutta hrókun. Af svip- brigðum Kasparovs að dæma var honum alls ekki skemmt. 17. … h6? Furðulegur varnarleikur en það var fátt um fína drætti. 18. Hfd1 b5 19. Rcxe5! fxe5 20. Bxb5 Nú er svipuð leppun komin fram og í Morphy-skákinni. 20. … Hb8 21. Ba4! Db7 22. Hxc6! Rxc6 23. De6+ R8e7 24. Bc5! Hótar 24. … Bxc6+. Svartur er varnarlaus. 24. … Hc8 25. Bxe7 – og Kasparov gafst upp. Skyldleikinn við skákina í óperunni Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Gullsmárinn Spilað var á 10 borðum í Gull- smára mánudaginn 2. maí. Úrslit í N/S: Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonss. 207 Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðarson 190 Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 188 Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 187 A/V: Guðbjörg Gíslad. - Sigurður Sigurðss. 217 Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 210 Haukur Bjarnason - Hinrik Lárusson 201 Kristín G. Ísfeld - Óttar Guðmss. 173 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson brids@mbl.is mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.