Morgunblaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Sýningin fjallar á breiðum grund- velli um loftslagsbreytingar en lista- mennirnir sem taka þátt hafa mikið verið að vinna með samfélagsleg kerfi,“ segir Anna Líndal myndlist- armaður, en hún ásamt sex öðrum myndlistarmönnum stendur að sam- sýningunni Infinite Next, eða Hið óendanlega framundan, sem verður opnuð í dag, laugardag, kl. 16 í Ný- listasafninu í Breiðholti. Listamennirnir eru auk Önnu þau Amy Howden-Chapman, Bjarki Bragason, Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson, Hildigunnur Birg- isdóttir og Pilvi Takala og hafa þau öll unnið myndlistarverk sín á þeim grundvelli að maðurinn sé orðinn að jarðfræðilegu afli, segir Anna en verkin endurspegli hin flóknu tengsl sögulegra, vistfræðilegra og menn- ingarlegra fyrirbæra og hvernig þau birtast í þeim brotakennda raun- veruleika sem loftlagsbreytingar eru. Öðlist nýtt sjónarhorn Þegar Anna er beðin að lýsa sýn- ingunni í nokkrum orðum segir hún hið óendanlega vera án takmarka, það sé endalaust rými, stærð eða samhengi og ógerlegt sé að mæla eða ná yfirsýn yfir það. Verkin á sýningunni séu að kljást á ólíkan máta við kerfi sem öll samfélög glími við, þ.e. hagkerfi síð-kapítalismans, hnignun vistkerfa, tilraunir manns- ins til þess að hafa áhrif á virkni þeirra, þekkingarframleiðslu, söfn- un upplýsinga og áhrif mannsins í umhverfinu. „Ég vona að þetta verði til þess að fólk öðlist nýtt sjónarhorn inn í hvað skiptir máli,“ bætir hún við en á sýn- ingunni má til að mynda sjá verk um persónuna Mjallhvíti þar sem fólki er boðið inn í Disney-heim til að upp- lifa ævintýrið. Í beinu samtali við vísindin „En það er bara á forsendum Disneylands og það finnst mér bara vera tákngervingur fyrir stöðu ein- staklingsins í samfélaginu. Við meg- um taka þátt í ævintýrinu en bara á forsendum þess sem samfélagið hef- ur búið til fyrir okkur.“ Sýningarverkefnið hófst á síðasta ári á Grænlandi þar sem Anna og Bjarki Bragason voru með sýningu þar í landi í tengslum við stóra ráð- stefnu um loftslagsbreytingar. Þau voru með erindi á opnunarhátíðinni þar sem þau fjölluðu um eigin list- rannsóknir til að staðsetja viðfangs- efni ráðstefnunnar í pólitísku og menningarlegu samhengi. „Það var geysilega fróðlegt að taka þátt í þessu en sýningin okkar var í beinu samtali við ráðstefnuna og vísindin á Grænlandi.“ Í kjölfarið var þeim boðið að sýna á Nýlistasafninu og ákváðu af því til- efni að bjóða fjórum öðrum lista- mönnum að taka þátt. „Okkur fannst spennandi að fá meiri breidd í við- fangsefnið og vera í samtali við áhugaverða listamenn.“ Kljást við kerfi sem öll samfélög glíma við  Myndlistarsýning um loftslagsbreytingar í Nýlistasafninu Ævintýri Eitt verkanna er Mjallhvít eftir myndlistarmanninn Pilvi Takala, „The Real Snow White“, frá árinu 2009 og verður til sýnis í Nýló kl.16. Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Árið er 1922. Andrúmsloft borgar- innar hefur tekið stakkaskiptum, byggingarnar eru hærri, partýin stækkuðu, siðferðið varð lausbeisl- aðra og áfengið ódýrt. Eirðarleysið nálgaðist móðursýki! Þannig hefst lýsingin á afar vin- sælli evrópskri skemmtun sem nú verður í fyrsta skipti boðið upp á í Reykjavík, í Gamla bíói í kvöld, laug- ardagskvöld, kl. 20. „Skemmtu þér eins og Gatsby“ kallast viðburðurinn og vísar til þess tíma þegar Jay Gatsby, aðalsöguhetja bókarinnar The Great Gatsby eftir bandaríska höfundinn F. Scott Fitzgerald, gerði garðinn frægan með íburðarmiklum veislum þar sem andrúmsloftið var töfrandi og umhverfið heillandi. Fanga andrúmsloftið Reynt verður að fanga andrúmsloft skáldsögunnar í Gamla bíói og geta gestir átt von á því að stíga aftur til urrandi þriðja áratugarins með stór- kostlegri og líflegri sýningu, segja að- standendur, þar sem fram koma hinir ýmsu listamenn í tónlist, dansi, ball- ett, eldlistum, töfrum, loftfimi og- „burlesque“, svo dæmi séu nefnd. Hægt er að nálgast miða á midi.is og fer hver að verða síðastur að sögn Bao Huy Lam, framkvæmdastjóra skemmtunarinnar. Sagðist hann spenntur að koma til Íslands, þegar Morgunblaðið náði tali af honum, enda hefði mikill áhugi skapast á við- burðinum hér á landi. Heilluðust af Gatsby „Við lásum bókina og sáum mynd- ina og heilluðumst af þessari stemn- ingu og stórfengleika sem mátti sjá í partýum hjá Gatsby á sínum tíma. Við sáum því tækifæri á markaðnum fyrir slík partý og hófum að skipu- leggja þau um allan heim,“ segir Huy en Gatsby-veislur hafa þegar verið haldnar í München, Kaupmannahöfn, Prag, Helsinki, Stokkhólmi og Osló. Húsfyllir hafi verið í hvert sinn og all- ir skemmt sér konunglega. Á facebook-síðu viðburðarins er vitnað í Iiro R, veislugest sem sótti veisluna í Helsinki á árinu, og segir hann: „Þetta hljómar kannski eins og klisja en þetta var besta kvöld lífs míns! Takk kærlega fyrir og ég von- ast til að sjá ykkur aftur að ári.“ Segir Huy að tónlistin og töfrarnir lifi fram á rauða nótt en veislan endi í villtu partýi sem unnið hafi hjörtu Evrópubúa. Allir í sínu fínasta pússi Ætlast er til þess að gestir mæti í sínu fínasta pússi í takt við stemning- una. Margir listamannanna sem taka þátt eru íslenskir, til að tengja betur við landið, en fjölmargir erlendir listamenn koma einnig fram. „Þetta er partý fyrir Íslendinga og við reyn- um því að tengja við þá með skemmti- atriðunum og öðru í veislunni,“ segir Huy en einnig koma gestir að utan til að sækja viðburðinn og sjá Ísland í leiðinni. Þá verður Gamla bíó einnig sett í sitt fínasta púss og skreytt með við- eigandi hætti enda er gestum ætlað að stíga aftur í tímann í einum vet- fangi og upplifa gleði og glaum þriðja áratugarins. Skemmta sér eins og Gatsby í töfrandi umhverfi Glens „Skemmtu þér eins og Gatsby“-viðburðirnir hafa verið haldnir víða um lönd og nú gefst Íslendingum færi á að upplifa þriðja áratuginn.  Vinsæl evrópsk skemmtun haldin í Gamla bíói í Reykjavík í kvöld Bjarni Bernharður Bjarnason opn- ar málverkasýningu í Borgarbóka- safni – menningarhúsi Gerðubergi í dag kl. 14. Bjarni Bernharður er rithöfundur og myndlistarmaður, hefur gefið út fjölda ljóðabóka og á síðasta ári gaf hann út æviminn- ingar sínar í bókinni Hin hálu þrep – Lífshlaup mitt. Það skrjáfar í nýj- um degi er yfirskrift málverkasýn- ingar Bjarna, en hann er sjálf- menntaður myndlistarmaður og efnistökin í málverkum hans spanna vítt svið en hafa þó öll í sér þræði abstraktsjónar, eins og segir í tilkynningu. „Verk hans eru tilfinningarík og kröftug og tærleiki litanna nýtur sín í afmörkuðum litaflötum,“ segir þar. „Bjarni Bernharður er óvenju- legur málari en það kann að skýr- ast af þeim leiðum sem hann hefur farið til að ná tökum á málverkinu, þ.e.a.s. sjálfsmenntun sú sem hann hefur ástundað, sem hefur gert strangar kröfur um þekkingu og rýni á verkum annarra málara. Þó er ekki svo að stíllinn sé undir sterkum áhrifum frá öðrum, heldur hefur Bjarna Bernharði tekist að „finna sjálfan sig“ í málverkinu og bera verkin sterk persónueinkenni. Á bókasafninu geta gestir gluggað í úrval ljóðabóka og æviminninga sem Bjarni Bernharður hefur gefið frá sér í gegnum tíðina og stillt er út í tilefni af sýningunni,“ segir í til- kynningu. Það skrjáfar í nýjum degi í Gerðubergi Morgunblaðið/Kristinn Listamaðurinn Bjarni Bernharður. 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Lau 7/5 kl. 15:00 71.sýn Lau 21/5 kl. 15:00 74.sýn Sun 29/5 kl. 19:30 77.sýn Lau 7/5 kl. 19:30 72.sýn Lau 21/5 kl. 19:30 75.sýn Fim 12/5 kl. 19:30 73.sýn Lau 28/5 kl. 19:30 76.sýn Sýningum lýkur í vor! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 11/5 kl. 19:30 Mið 25/5 kl. 19:30 Mið 18/5 kl. 19:30 Mið 1/6 kl. 19:30 Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram! Play (Stóra sviðið) Þri 31/5 kl. 19:30 Listahátíð í Reykjavík AUGLÝSING ÁRSINS –★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 7/5 kl. 14:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Fim 16/6 kl. 20:00 Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Fös 27/5 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00 Sun 8/5 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00 Þri 10/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00 Mið 11/5 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 Fim 12/5 kl. 20:00 Mið 1/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 Fös 13/5 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00 Lau 14/5 kl. 14:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00 Þri 17/5 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00 Mið 18/5 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Fös 9/9 kl. 20:00 Fim 19/5 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 20:00 Mið 8/6 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 14:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00 Sun 22/5 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00 Þri 24/5 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Leikhúsmatseðill frá kl 18 í forsalnum, tónlist og kokteilar Auglýsing ársins (Nýja sviðið) Lau 7/5 kl. 20:00 Fim 19/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Fös 13/5 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 20:00 Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur eftir Tyrfing Tyrfingsson Kenneth Máni (Litla sviðið) Fim 12/5 kl. 20:00 107.sýn Fös 20/5 kl. 20:00 108.sýn Lau 28/5 kl. 20:00 109.sýn Kenneth Máni stelur senunni Afhjúpun (Litla sviðið) Sun 22/5 kl. 14:00 Höfundasmiðja FLH og Borgarleikhússins Persóna (Nýja sviðið) Sun 8/5 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 20:00 Fim 12/5 kl. 20:00 Sun 22/5 kl. 20:00 Tvö ný dansverk eftir þrjá danshöfunda Hamlet litli (Litla sviðið) Mán 9/5 kl. 10:00 Þri 10/5 kl. 10:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.