Morgunblaðið - 07.05.2016, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016
ÚRSLITALEIKIR
#olisdeildin
GRÓTTA – STJARNAN
Laugard. 7. maí kl. 16.00
Hertz-höllin
Mánud. 9. maí kl. 19.30
TM-höllin
HAUKAR – AFTURELDING
Sunnud. 8. maí kl. 16.00
Schenker-höllin
Miðvikud. 11. maí kl. 19.30
N1-höllin
VIÐ ÞURFUM ÞIG
Á VÖLLINN!
Hvaða máli
skiptir vistvottun?
Opið málþing um lífsgæði í sátt við náttúruna.
Þriðjudaginn 10. maí frá kl. 15.30 til 17.00 í húsi
Náttúrufræðistofnunar Íslands. Allir velkomir.
Dagskrá og upplýsingar á urridaholt.is
Valdimar K. Jónsson,
vélaverkfræðingur og
fyrrverandi prófessor
við Háskóla Íslands,
lést 5. maí á hjartadeild
Landspítalans.
Valdimar fæddist í
Hnífsdal hinn 20. ágúst
1934, sonur hjónanna
Jóns Kristjánssonar
trésmíðameistara og
Þorbjargar Valdimars-
dóttur húsmóður.
Hann útskrifaðist frá
Menntaskólanum á Ak-
ureyri 1954, lauk fyrrihlutaprófi í
verkfræði frá HÍ 1957, prófi í véla-
verkfræði frá Danmarks Tekniske
Höjskole 1960 og Ph. D. frá Univers-
ity of Minnesota 1965. Hann hóf
starfsferil sinn hjá Regnecentralen í
Kaupmannahöfn og hjá Raforku-
málaskrifstofunni í Reykjavík 1960
en sama ár varð hann aðstoðarkenn-
ari hjá University of Minnesota. Ár-
ið 1965 gegndi hann stöðu lektors við
Imperial College of Science and
Technology í London. Árið 1969
varð hann prófessor við Pennsylv-
ania State University í Bandaríkj-
unum til 1972 þegar hann tók við
starfi prófessors við Verkfræði- og
raunvísindadeild Háskóla Íslands
sem hann gegndi þar til hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir 2004.
Valdimar var formaður Bandalags
háskólamanna 1978 til 1982 og einn-
ig formaður Veitu-
stofnana Reykjavík-
urborgar sömu ár.
Valdimar var forseti
verkfræðideildar HÍ
og í Háskólaráði 1985
til 1989. Hann sinnti
ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir Fram-
sóknarflokkinn m.a.
sem varaborgarfulltrúi
í Reykjavík 1978 til
1982 og kom að stofn-
un Reykjavíkurlistans
1994. Valdimar hafði
umsjón með kælingu hraunsins í
Heimaey árið 1973. Hann kom að
stofnun Endurmenntunar Háskóla
Íslands 1983 og var einnig formaður
byggingarnefnda Félagsstofnunar
stúdenta um nýja hjónagarða og
nýja stúdentahverfisins við Eggerts-
götu. Á eftirlaunaárum sínum tók
Valdimar þátt í ýmsum nýsköpunar-
verkefnum. Valdimar var kjörinn
heiðursdoktor frá Háskólanum í
Lundi í Svíþjóð árið 1998 og sæmdur
riddarakrossi Hinnar íslensku fálka-
orðu 2002.
Valdimar var kvæntur Guðrúnu
Sigmundsdóttur, sem lést fyrir fjór-
um árum. Þau eignuðust fjögur
börn: Þyrí matvælafræðing, Örn við-
skiptafræðing, Vilborgu Erlu lyfja-
tækni og Jón Rafn fasteignasala.
Barnabörnin eru 12 og barnabarna-
börn 16.
Andlát
Valdimar K. Jónsson
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Heimildir herma að á Esjubergi
á Kjalarnesi hafi staðið kirkja
fyrir kristnitöku, um árið 900. Á
morgun, sunnudag, verður hald-
in þar helgistund og fyrsta
skóflustungan tekin að útialtari
sem verður austan við bæinn
Esjuberg. Til stendur að nota
altarið við helgihald og ýmsar
athafnir eins og t.d. skírnir og
brúðkaup.
Útialtarið verður vænt grettis-
tak, sem sótt verður í Esjubergs-
námurnar. Hlaðið verður með
grjóti og torfi í kring um það og
upp úr því mun síðan rísa keltn-
eskur kross. Sigurborg Haralds-
dóttir landslagsarkitekt hannaði
altarið eftir hugmynd sr. Gunn-
þórs Þ. Ingasonar, sérþjónustu-
prests helgihalds og þjóðmenn-
ingar, og mun hann stýra helgi-
stundinni.
Steini hafði forgöngu
í málinu
Sögufélagið Steini á Kjalarnesi
hefur haft forgöngu í þessu máli
og hyggst félagið einnig koma
upp söguskilti við Esjuberg.
Á vefsíðunni kjalarnes.is segir
að ekki sé vitað hvar í landi Esju-
bergs kirkjan hafi staðið og lík-
legt sé að skriðuföll hafi spillt
vegsummerkjum eftir hana. Einn-
ig sé getið um kirkju á Esjubergi
í Kjalnesingasögu frá 13. öld
Fornleifarannsókn var gerð ár-
ið 1981 á þeim stað á Esjubergi
þar sem talið var að kirkja hefði
staðið og kirkjugarður. Ekkert
fannst sem gat staðfest að kirkja
hefði staðið á þeim stað.
Þrátt fyrir að áþreifanleg um-
merki um kirkju á Esjubergi hafi
ekki enn fundist þar hafa Kjal-
nesingar hin síðari ár haft um
hönd helgihald á staðnum í júní-
mánuði ár hvert.
Þær Þórhildur Ólafs, prófastur
Kjalarnesprófastdæmis, Agnes M.
Sigurðardóttir, biskup Íslands,
ásamt formanni sóknarnefndar
Brautarholtssóknar, fermingar-
barni og fulltrúa Sögufélagsins
Steina, munu taka þessa fyrstu
skóflustungu sem verður kl 14.
Ljósmynd/Hreinn S. Hákonarson
Útialtari Stjórn Sögufélagsins Steina mælir fyrir útialtarinu, en fyrsta skóflustunga þess verður tekin á morgun.
Grettistak verður altari
Reisa útialtari á Esjubergi þar sem kirkja stóð til forna
Verður notað við kristið helgihald, giftingar og skírnir
Héraðsdómur Suðurlands hefur
dæmt móður í tveggja ára skilorðs-
bundið fangelsi fyrir að hafa beitt
börn sín líkamlegu ofbeldi og fyrir að
hafa sagt ungri dóttur sinni „að
halda kjafti“. Var konan m.a. fund-
inn sek um að hafa slegið dóttur sína
í líkamann og gefið syni sínum kinn-
hest, en hún réttlætti framkomu sína
með því að benda á óviðunandi hegð-
un barna sinna.
Málið komst til kasta lögreglu eft-
ir að barnaverndarnefnd barst nafn-
laus tilkynning um átök milli móð-
urinnar og dóttur hennar. Fram kom
í tilkynningunni að ástandið á heim-
ilinu væri erfitt og að móðirin beitti
líkamlegu og andlegu ofbeldi. Þá
sagði einnig að mikil drykkja væri á
heimilinu. Þegar teknar voru
skýrslur af börnunum sögðu þau frá
ofbeldisatvikum af hendi móður
sinnar, en héraðsdómur sýknaði
konuna af þremur ákæruliðum af
átta.
Ákærða var dæmd til að greiða
dóttur sinni 200.000 krónur í miska-
bætur og syni sínum 100.000 krónur.
Börn beitt ofbeldi
Sakfelld eftir nafnlausa tilkynningu