Morgunblaðið - 07.05.2016, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016
Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is
Allir vilja koma að sumarbústaðnum sínum eins og þeir skildu við hann
og tryggja öryggi sitt og sinna sem best. Margs konar öryggisvörur og
lásar fást í úrvali hjá Vélum og verkfærum.
Master Lock 4401EURDL
hengilás fyrir bluetooth
Hægt er að miðla aðgangskóða í gegnum
frítt app og fylgjast með aðgangi.
Verð: 17.670 kr.
YALE lyklageymslu-
box með takkalás
Verð: 4.278 kr.
Öryggi í sumarbústaðnum
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
H
jónin Orri Jónsson
ljósmyndari og Þór-
dís Eyvör Valdimars-
dóttir framhalds-
skólakennari hafa
dvalið ásamt fjórum börnum sínum
og grískum tengdasyni í litlu fjalla-
þorpi í suðurhluta Mexíkó síðan í
byrjun febrúar. Þau una sér ljóm-
andi vel, hafa nóg fyrir sig og njóta
lífsins og samverunnar í fögrum
fjallshlíðum Oaxaca-héraðs.
Dvölin í þorpinu er þó ekki af-
slöppun í venjulegum skilningi, held-
ur fjögurra mánaða fjölskylduverk-
efni sem snýst um að stunda sjálfs-
nám utan hins hefðbundna skóla-
kerfis. Foreldrarnir, frumburðurinn
Eyja, sem er tvítug, Vasilis, grískur
kærasti hennar á sama aldri, elsti
sonurinn Kári, 18 ára, og litlu dreng-
irnir Flóki og Þorri, 8 og 6 ára, taka
öll þátt í verkefninu.
„Við verjum dögunum í skap-
andi nám, sem felur meðal annars í
sér að skrifa sögur og ljóð, teikna og
mála, taka ljósmyndir og vídeó, hug-
leiða, matreiða, semja tónlist, spila á
hljóðfæri og næra bæði huga og
hönd með margvíslegum hætti. Við
reynum að einfalda líf okkar, fá út-
rás í sköpunargleðinni og rækta
áhugamálin,“ segir Orri.
Gæðastundirnar og nándin
Á kvöldin er spjallað saman,
sjónvarpið víðs fjarri og tölvu-
afþreying ekki í boði. Gæðastund-
irnar eru margar og nándin mikil.
Undirtónn verkefnisins er þó alvar-
legur og markmiðin skýr. Í bígerð er
að afrakstur dvalarinnar líti dagsins
ljós sem bókverk með ljósmyndum,
teikningum, textabrotum, dagbók-
arfærslum og ljóðum. Mögulega
mun fjölskyldan einnig vinna stutta
heimildarmynd um ferlið enda hafa
þau verið meðvituð um að skrásetja
dvölina á myndband.
Mengi er samstarfsaðili og
verndari verkefnisins, en þar á bæ
var hugmyndinni tekið fagnandi
þegar Orri viðraði hana við stofn-
anda og starfsmenn listhússins.
„Praktíska hliðin er aðallega í hönd-
um Mengis. Verkefnið, sem fékk
nafnið Nám í nýju ljósi, hverfist um
áleitnar spurningar, einkum þær
sem lúta að menntun, til dæmis af-
leiðingar ósveigjanleika skólakerfis
sem hefur jafnvel hrakið hæfi-
leikaríka og skapandi nemendur frá
námi,“ segir Orri.
Þótt Þórdís hafi alla tíð verið
ánægð í starfi sínu sem kennari tek-
ur hún í sama streng. Hún er flest-
um hnútum kunnug, hefur kennt á
þremur skólastigum; í leikskóla,
grunnskóla og menntaskóla. „Skóla-
kerfið umbunar þægum nemendum
og þeir sem hugsa út fyrir kassann
eiga því oft undir högg að sækja.
Þótt kennarar séu allir af vilja gerð-
ir eru þeir bundnir af þröngri nám-
skrá og tímaramma. Forvitnir og
skapandi nemendur hafa fá tæki-
færi til að kryfja hlutina til mergj-
ar.“
Hugmynd verður veruleiki
Menntun og skólamál hafa allt-
af verið Þórdísi og Orra hugleikin,
enda foreldrar beggja kennarar.
Þau hjónin höfðu rætt árum saman
sín á milli um takmarkanir skóla-
kerfisins á öllum stigum og velt upp
hugmyndum um hentugar náms-
aðferðir. Þegar sú staða kom upp sl.
áramót að feðgarnir Orri og Kári
væru báðir að gefast upp á sínu
skólanámi ákvað fjölskyldan að
reyna að sjá tækifæri í krísunni.
„Við höfðum búið í Toronto í
Kanada í eitt og hálft ár með yngri
sonunum tveimur þegar við ákváð-
um að hrinda hugmyndinni í fram-
kvæmd. Eyja hafði lokið námi á Ís-
landi og var að vinna, Kári hafði
komið með okkur út, en honum
leiddist og fluttist aftur til Íslands.
Sjálfur var ég í meistaranámi í heim-
ildarmyndagerð, en korter í útskrift
tókum við flugið til Mexíkó með fátt
annað en hugmyndina í farteskinu.
Þar sameinaðist fjölskyldan og tók
til óspilltra málanna við verkefnið,“
segir Orri.
Þórdís bætir við að inn í ákvörð-
unina hafi líka spilað að þau vildu
vera saman á friðsælum stað fjarri
neyslusamfélaginu og læra með
börnunum áður en þau færu hvert í
sína áttina.
Orri lét meistaranámið lönd og
Fjölskylduverkefnið
Nám í nýju ljósi
Sjö manna fjölskylda fór til fjögurra mánaða dvalar í litlu fjallaþorpi í Mexíkó
til að vinna í sameiningu að verkefni sem hverfist um sjálfsnám utan hins hefð-
bundna skólakerfis. Í bígerð er að afraksturinn líti dagsins ljós sem bókverk með
ljósmyndum, teikningum, textabrotum, dagbókarfærslum og hugsanlega heim-
ildarmynd um ferlið. Ein hugmynd kviknar af annarri um nýstárleg námsgögn
og námsaðferðir en markmiðið er að allir fái notið sín á eigin forsendum.
Vasilis og bræðurnir
Flóki og Þorri semja
smell.
Þorri finnur eðlu.
Orri vinnur að
ljósmyndabók.
Bókasafn Reykjanesbæjar lætur
ekki sitt eftir liggja í hátíðahöld-
unum í tilefni Listahátíðar
barnanna í Reykjanesbæ sem
sett var með pompi og prakt í
vikunni, ellefta árið í röð. Í Átthag-
astofu safnsins hefur verið sett upp
sýningin Þetta vilja börnin sjá!, sem
er farandsýning Borgarbóka-
safnsins með fyrsta stoppi í
Reykjanesbæ. Sýningin verður opn-
uð kl. 11.30 í dag, laugardag. Á sýning-
unni eru myndskreytingar úr íslensk-
um barnabókum sem gefnar voru út í
fyrra.
Hálftíma áður en sýningin verður
formlega opnuð býður Anna Margrét
jógakennari gestum og gangandi upp
á fjölskyldujóga þar sem hún leiðir þá í
gegnum skemmtilegar æfingar, öndun
og slökun. Allir leik-
og grunnskólar í
Reykjanesbæ fá boð á sýninguna, sem
stendur í sex vikur í bókasafninu.
Börnunum í bænum ætti ekki að
leiðast í dag því af nógu er að taka til
að gleðja geð þeirra í tengslum við
listahátíðina, t.d. múffuskreytinga-
smiðja, brúðugerð, tröllasmiðja, and-
litsmálunarsmiðja og þrykksmiðja.
Bókasafn Reykjanesbæjar tekur þátt í Listahátíð barnanna
Þetta vilja
börnin sjá
í sex vikur
2015 Á sýningunni
eru myndir úr ís-
lenskum barnabók-
um frá í fyrra.