Morgunblaðið - 07.05.2016, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016
www.smyrilline.is
Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík
Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is
Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður
Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is
Taktu
bílinn með
til Færeyja og Danmerkur 2016
Færeyjar
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 34.500
Danmörk
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 74.500
Bókaðu
núna!
Bókaðu
snemma til aðtryggja þér pláss.Þegar orðið fullt ísumar ferðir
í sumar.
Landssamband bakarameistara,
LABAK, efnir til sölu á brjóstaboll-
um í bakaríum um allt land fram til
sunnudagsins 8. maí. Bollusalan er
til stuðnings styrktarfélaginu
Göngum saman sem styrkir grunn-
rannsóknir á brjóstakrabbameini.
Þetta er sjötta árið sem LABAK
starfar með Göngum saman að
þessu málefni og hafa rúmar 7
milljónir króna safnast á þeim tíma.
Í ár er brjóstabollan gómsæt
rjómabolla með berjafyllingu og
verða búðir félagsmanna LABAK
skreyttar með bleikum blöðrum og
veggspjöldum.
Bakarameistarar
bjóða brjóstabollur
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Á Breiðafirði eru að minnsta kosti
3.000 eyjar og hólmar sem fengið
hafa nöfn og fuglar verpa í og að
auki um 2.200 hólmar og sker sem
hafa sín nöfn en fuglar verpa ekki í.
Fullyrðingin um að eyjarnar á
Breiðafirði séu óteljandi er hrakin
með samantekt Þorvaldar Þórs
Björnssonar, starfsmanns Náttúru-
fræðistofnunar.
Þorvaldur á sjálfur eyjar á
Breiðafirði og fór mikið um eyj-
arnar á árunum 1985 til 1998 þegar
hann stundaði þar minkaveiðar og
aðstoðaði bændur og landeigendur
við að losna undan vargaplágum. Á
þessum árum safnaði hann saman
miklum upplýsingum um fuglalíf í
eyjunum og um leið heiti eyja og
skerja. Hann tók jafnframt margar
ljósmyndir. „Þegar ég sá hvað
þetta var orðið mikið fór ég með
upplýsingarnar niður á Örnefna-
stofnun og sýndi starfsmönnum
þar. Þá opnuðust allar flóðgáttir.
Ég fékk örnefnaskrár frá öllum
byggðum eyjum og býlum sem eiga
eyjar. Ég las þetta yfir og leitaði til
manna sem hafa skrifað um eyjar
og sker á Breiðafirði og gamalla
manna sem þekkja þarna til,“ segir
Þorvaldur.
Upplýsingarnar í örnefnalýs-
ingum eru allar í textaformi og
kostar það mikla vinnu að staðsetja
eyjarnar. Hann vann að þessu
verkefni í eigin frítíma, á kvöldin
og um helgar, en seinni árin hefur
hann fengið að vinna að þessu í
starfi sínu hjá Náttúrufræðistofnun
nokkrar vikur á ári. Eftir það hefur
vinnan gengið betur.
Erfitt að skilgreina
Þorvaldur hefur ekki lokið vinnu
sinni en hann er kominn með nöfn
á rúmlega 3.000 eyjum sem fuglar
verpa í og um 2.200 eyjum og
skerjum þar sem fuglar verpa ekki
í. Hann telur að ekki vanti mikið
upp á að eyjarnar séu fulltaldar.
Hann tekur þó fram að erfitt sé
að skilgreina hvað eigi að taka með
og hvað ekki. Sú venja er að telja
til eyja hólma og sker þar sem gras
vex. Það geti breyst með tímanum.
Þannig séu mörg flæðisker með
nöfn, þótt ekkert gras þrífist.
Nafngiftirnar tengist væntanlega
því að fólk hafi þurft að varast þau
við siglingar. Hins vegar séu til
sker með grasi þótt þau fari undir
sjó í stærstu flóðum. Sá mikli mun-
ur sem er á sjávarföllum í Breiða-
firði skapar einnig vanda við taln-
ingu því sker og hólmar eru
stundum samvaxin eyjunum en
stundum ekki.
Verið er að teikna örnefnin inn á
loftmynd hjá Náttúrufræðistofnun.
Eyjanöfnin og staðsetningar fara
síðan til Örnefnastofnunar og
Landmælinga, sem hyggjast gera
örnefnin aðgengileg á vefnum.
Yfir 5.200 eyjar og sker
með nafni á Breiðafirði
Þorvaldur Þór Björnsson telur og skráir eyjarnar óteljandi og fuglalíf í þeim
Morgunblaðið/Þorkell
Fagurey Eyjarnar á Breiðafirði eru af ýmsum stærðum og gerðum, eyjar, hólmar, sker, flæðisker, flögur og boðar.
Þar eru mörg örnefni sem tengjast búsetu í eyjunum. Nú er aðeins föst búseta í Flatey.
Almennur hreinsunardagur verður
haldinn í Reykjavík í dag. Hefur
verið opnuð sérstök skráningarsíða
á netinu þar sem hægt er að velja
sér tiltektarsvæði á opnum leik-
svæðum og nágrenni.
Reykjavíkurborg hefur í vikunni
staðið fyrir hreinsunarátaki í borg-
inni þar sem fólk og fyrirtæki eru
hvött til að hreinsa saman. Er
þetta liður í evrópskri hreins-
unarviku sem Reykjavík tekur nú
þátt í.
Öll opin leiksvæði hafa verið
skráð inn á skráningarsíðuna og er
auðvelt að velja sér stað. Þeir sem
vilja geta í dag fengið ruslapoka á
hverfastöðvum Reykjavíkurborgar
við Njarðargötu, Jafnasel og Stór-
höfða. Mun starfsfólk borgarinnar
sækja pokana á opnu leiksvæðin
eftir helgina.
Börn fengu viðurkenningu
Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri tók þátt í átakinu ásamt
starfsfólki Ráðhúss Reykjavíkur í
vikunni. Í tilkynningu segir að
Dagur hafi notað tilefnið og heiðrað
nokkra unga eldhuga í umhverfis-
málum sem hafi meðal annars kom-
ið á fund til hans og staðið fyrir
hreinsunarátaki á eigin vegum í ná-
grenni sínu. Hann afhenti þeim við-
urkenningarskjal og skráningu á
eitt sumarnámskeið í þakkarskyni.
Nánari upplýsingar um
hreinsunarátakið eru á vefsíðunum
reykjavik.is/hreinsumsaman og
www.facebook.com/hreinsumsaman
Ungir eldhugar Borgarstjóri með börnum sem hann veitti viðurkenningar.
Hreinsunardagur í
Reykjavík í dag
Áætlun Reykjavíkurborgar um að
koma af stað 2.500-3.000 leigu- og
búseturéttaríbúðum á næstu 3-5
árum er hafin. Hefur nú sá hluti
verkefnisins sem snýr að Vest-
urbugt verið auglýstur til útboðs.
Þetta kemur fram í bréfi sem
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
birti í gær.
Kaupandi byggingarréttarins
fær heimild til að hanna og byggja
um 170-176 íbúðir og atvinnu-
húsnæði á jarðhæðum. Af þeim
mun borgin ráðstafa um 70 íbúð-
um til útleigu í gegnum samstarfs-
aðila borgarinnar. Húsin verða
alls um 18.400 m2, þar af verður
atvinnuhúsnæði tæpir 1.700 fer-
metrar. Auk þess verða bíla-
geymslur o.fl. undir húsunum, sem
áætlaðar eru um 10.200 fermetrar.
Þá kemur fram að borgin hefur
óskað eftir umsóknum frá áhuga-
sömum aðilum til að taka þátt í
forvali og samkeppnisviðræðum
vegna byggingarréttar og upp-
byggingar á lóðum við Hlésgötu í
Vesturbugt. vidar@mbl.is
Uppbygging í Vest-
urbugt í útboð
Eyjarnar á Breiðafirði eru eitt af þeim náttúrufyrir-
bærum sem sögð hafa verið óteljandi, eins og vötnin
á Arnarvatnsheiði og hólarnir í Vatnsdal. Þótt eyjarnar
hafi verið sagðar óteljandi hafa ýmsir reynt að slá á
þær tölu og hingað til hefur verið miðað við 2.500 til
3.000. Þorvaldur Þór er kominn talsvert yfir þann
fjölda, þegar miðað er við eyjar sem fengið hafa nöfn.
Við grúsk sitt hefur Þorvaldur tekið eftir miklum
breytingum á fuglalífi í eyjunum. Breytingarnar urðu
þegar minkurinn kom í eyjarnar og síðan kunna æt-
isskilyrði einnig að hafa breyst á öðrum tímum. Lundinn hefur gefið
mikið eftir og er horfinn úr mörgum eyjum og hólmum. Í staðinn er
komin grágæs, sem verpir víða. Í sumum hólmum sá hann eitt eða tvö
grágæsaheiður þegar hann byrjaði að fara um eyjarnar fyrir þrjátíu ár-
um en þar eru nú kannski 30 til 40 hreiður. Þorvaldur vonast til að
þau gögn sem hann hefur safnað um fuglalífið geti nýst við rannsóknir
í framtíðinni.
Færri lundar en fleiri grágæsir
BREYTINGAR Á FUGLALÍFI Í BREIÐAFJARÐAREYJUM
Þorvaldur Þór
Björnsson