Morgunblaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016
H
a
u
ku
r
0
1
.1
6
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Stærsta, skemmtilegasta og elsta gæludýraverslun landsins,
Dýraríkið, er nú fáanlegt. Gæludýr og gæludýravörur. Spennandi
verkefni fyrir dýraáhugafólk.
• Hótel Siglunes er lítið og mjög fallegt hótel/gistihús í eigin húsnæði í
ferðamannabænum Siglufirði. Þar eru 19 herbergi, fullbúinn
veitingastaður og bar. Frábærir dómar hjá ferðamiðlum.
• Umboð fyrir eldhúsinnréttingar. Þekkt evrópskt merki í
eldhúsinnréttingum og fataskápum. Velta á bilinu 70-100 mkr. Gott
tækifæri fyrir aðila í skyldum rekstri. Auðveld kaup.
• Lítil heildverslun með gott umboð fyrir hágæða múrefni og
klæðningar. Velta um 100 mkr. Miklir möguleikar á vexti
• Vaxandi innflutnings- og smásölufyrirtæki með mjög góða
markaðshlutdeild á sérhæfðum markaði. Ársvelta 130 mkr. og
EBITDA 30 mkr.
• Fiskvinnsla á SV-horninu í framleiðslu á fiski og harðfiski. Velta 50
mkr. Inannlandsssala og útflutningur. Miklir möguleikar til
veltuaukningar.
• Verslunarkeðja með matvæli (12 útsölustaðir) og miðlæga
framleiðslu. Ársvelta 650 mkr. Miklir vaxtamöguleikar og góð
afkoma.
• Gamalgróin heildverslun með þekkt leikföng og gjafavörur. Velta um
100 mkr. Góð afkoma.
• Stórt og gott hótel miðsvæðis á Suðurlandi sem býður upp á mikla
möguleika fyrir áhugasaman, nýjan eiganda.
• Öflugt og vaxandi fyrirtæki í skiltagerð og markaðslausnum. Vel
tækjum búið. Ársvelta um 100 mkr. og góð afkoma.
• Rótgróin rafvöruverslun í Reykjavík. Velta 80 mkr. og afkoman góð.
• Gróðrarstöð staðsett á Suðurlandi í nálægð við höfuðborgina.
Fyrirtækið hefur sterka stöðu á markaði. Velta er nokkuð jöfn allt
árið, um 130 mkr. og EBITDA um 25 mkr.
Fagleg miðlun fyrirtækja
og rekstrareininga
• Hótel og hostel á Vesturlandi, mikil tækifæri.
• Matvælafyrirtæki sem býður upp á hádegisverði fyrir fyrirtæki,
góð afkoma.
• Sérhæft fyrirtæki á sviði innflutnings á loftverkfærum og
skyldum vörum.
• Mjög áhugavert hótel á Norðurlandi.
• Sérhæfð bílaleiga, góð afkoma og miklir vaxtamöguleikar.
• Matvælaframleiðsla, samlokur, salatbakkar, ávextir,
millimál og eftirréttir, velta um 300 milljónir.
• Innflutnings og heildverslun með drykkjarvörur,
velta um 400 milljónir.
• Veitingastaður í 101 Reykjavík, mjög vaxandi velta.
• Kaffihús í 101 Reykjavík.
• Fyrirtæki sem þjónustar byggingariðnaðinn, mjög góð afkoma,
velta 1000 milljónir.
• Við erum að vinna að sölu á nokkrum áhugaverðum
fasteignafélögum og góðu 1000 fm. verslunarhúsnæði á
fjölförnum stað í Hafnarfirði.
Lækjargötu 2, 2. hæð | Sími 546 1100 | investis.is | fyrirtaekjakaup.is | investis@investis.is
!"#
##!
" #$
!"
#
"#
"%
"%
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
#
"
#"
"# !
!%$
"
$%$
$ "#
"
!$
!
##%
" $
!%#
!
""!
$!!
$ #
#$
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Konur voru 25,9% stjórnarmanna fyr-
irtækja sem greiða laun og skráð eru í
hlutafélagaskrá í lok síðasta árs. Það er
hækkun upp á 0,4 prósentustig frá
árinu á undan. Þetta kemur fram í nýjum
tölum á vef Hagstofu Íslands.
Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja
hefur farið hækkandi frá árinu 2007 en
það var á bilinu 21,3% til 22,3% á ár-
unum 1999 til 2006.
Hins vegar stóð hlutfall kvenna í
stjórnum stærri fyrirtækja nánast í stað
milli ára eftir mikla fjölgun árin á undan.
Í lok síðasta árs voru konur 32,8%
stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50
starfsmenn eða fleiri, en þær voru
33,2% árið 2014. Til samanburðar var
hlutfall þeirra í stjórnum stórra fyrir-
tækja 12,7% árið 2007 og 9,5% árið
1999.
Eins og fram kom í Viðskipta-
Mogganum á fimmtudaginn hefur hlut-
fall kvenna í stjórnum skráðra félaga
hækkað lítillega eftir nýliðna aðalfundi
og skipa konur nú um 45% stjórnarsæta
í Kauphöllinni. Árið 2010 voru samþykkt
lög um að hlutfall hvors kyns skyldi vera
yfir 40% í stjórnum fyrirtækja með
fleiri en 50 starfsmenn og tóku þau að
fullu gildi í september 2013.
Hlutfall kvenna í stöðu framkvæmda-
stjóra fyrirtækja hækkaði lítillega frá
fyrra ári, úr 21,6% í 21,9% í lok síðasta
árs.
Konur skipa 26% stjórnarsæta í fyrirtækjum
verið fjármagnað með eigin fé frá
upphafi. Starfsmenn séu nú um 150.
Nova hóf að bjóða farsímaþjón-
ustu 1. desember 2007. Þegar félag-
ið kom inn á markaðinn lagði það
megináherslu á markhópinn 20-30
ára og hefur nú sterka stöðu meðal
ungs fólks. Það varð fyrst íslenskra
fjarskiptafélaga til að fjárfesta í
dreifikerfi fyrir þriðju kynslóð far-
síma og í apríl 2013 fyrsta íslenska
fjarskiptafyrirtækið til að bjóða 4G
þjónustu. Fram kemur á vefsíðu
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Novator hefur falið fyrirtækjaráð-
gjöf Kviku að selja símafélagið
Nova. Söluferlið hefst í næstu viku.
Skv. heimildum blaðsins er reikn-
að með að söluferlið taki þrjá mán-
uði. Heildarvirði félagsins er áætlað
ekki undir 15 milljörðum króna.
Samkvæmt ársreikningi Nova
2014 á Novator ehf. 59,35% hlut í
félaginu, Novator Teleco Finland
34,34% hlut og stjórnendur Nova
áttu 6,31% hlut í félaginu.
Björgólfur Thor Björgólfsson á
hin félögin tvö sem eigandi Nova-
tor.
Aðeins þreifingar á þessu stigi
Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Novators, segir ekkert
fast í hendi varðandi söluna á hlut
Novator í Nova.
„Þetta eru aðeins þreifingar. Það
liggur ekkert á að selja félagið.
Verðmiðinn verður ekki undir 15
milljörðum. Reksturinn hefur geng-
ið mjög vel. Það eru um tíu ár síðan
félagið var stofnað og nú er það
orðið það stærsta á farsímamark-
aði.“
Ragnhildur segir félagið hafa
Nova að það sé stærsta
farsímafyrirtæki á Íslandi með 34%
markaðshlutdeild á árinu 2015, að
sögn Póst- og fjarskiptastofnunar.
Heildartekjur Nova-samstæðunn-
ar námu 6,4 milljörðum króna á
árinu 2014, samkvæmt ársreikningi.
Samstæðan skilaði þá jákvæðri
framlegð frá rekstri (EBITDA) að
fjárhæð 1.456 milljónir króna og
814 milljóna króna hagnaði.
Ársreikningur fyrir 2015 hefur
ekki verið birtur.
Novator felur Kviku
að setja Nova í sölu
Morgunblaðið/Ómar
Í sókn Markaðshlutdeild Nova hefur farið vaxandi á síðustu árum.
Áætlað að heildarverðmæti Nova sé minnst 15 milljarðar
Tvær Boeing 767-300 þotur verða
teknar í notkun í leiðakerfi Iceland-
air í þessum mánuði en auk þess hef-
ur félagið undirritað samning um
kaup á tveimur Boeing vélum af
sömu gerð til viðbótar. Þær verða af-
hentar á næstu mánuðum og þeim
breytt til samræmis við aðrar vélar í
flugflota félagsins. Er stefnt að því
að taka þær í notkun í ársbyrjun
2017.
Kaupverð nýju flugvélanna er
trúnaðarmál, að því er fram kemur í
tilkynningu Icelandair Group til
Kauphallarinnar, en fjárfestingunni
mun vera ætlað að styðja við áfram-
haldandi innri vöxt félagsins sem
ráðgerður er á næsta ári. Samkvæmt
þessu verða á næsta ári fjórar
Boeing 767-300 þotur í leiðakerfi Ice-
landair, en þær taka 262 farþega á
meðan Boeing 757-200 vélarnar sem
fyrir eru í flotanum taka 183 farþega.
Farþegum fjölgar í apríl
Icelandair Group hefur einnig til-
kynnt til Kauphallar flutningatölur
fyrir nýliðinn mánuð. Í apríl flutti
flugfélagið 214 þúsund farþega í
millilandaflugi sem eru 13% fleiri
farþegar en í apríl í fyrra. Framboðs-
aukning í sætiskílómetrum nam 18%
og var sætanýting 80,6%, sem er 1,6
prósentustigum lakari nýting en í
apríl í fyrra.
Alls hefur Icelandair flutt tæplega
780 þúsund flugfarþega í millilanda-
flugi á fyrstu fjórum mánuðum árs-
ins, sem er 18% aukning á milli ára,
og hefur sætanýting verið svipuð á
milli ára eða um 80%.
Farþegar Flugfélags Íslands í inn-
anlandsflugi og Grænlandsflugi voru
23 þúsund í apríl sem er fjölgun um
6% á milli ára. Sætanýting nam
71,9% og jókst um 1,9 prósentustig á
milli ára. Alls hafa farþegar Flug-
félagsins verið liðlega 89 þúsund á
fyrstu fjórum mánuðum ársins, sem
er 5% aukning miðað við sama árs-
hluta í fyrra.
Fraktflutningar hjá Icelandair
Cargo jukust um 16% í apríl frá því á
síðasta ári og hefur aukning í frakt-
flutningum numið 10% á fyrstu fjór-
um mánuðum ársins.
Icelandair bætir í flotann
Samið hefur verið um kaup á tveimur Boeing 767 þotum til
viðbótar við þær tvær sem teknar verða í notkun á næstunni
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Flug Nýju þoturnar taka um 80 fleiri farþega en Boeing 757 vélarnar.