Morgunblaðið - 07.05.2016, Page 23

Morgunblaðið - 07.05.2016, Page 23
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Markaður fyrir dýrar íbúðir í nýju fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu virð- ist vera að festa sig í sessi. Aukin sala á sérbýli styrkir þann markað. Dæmi um slíkt er að finna í fjöl- býlishúsinu Garðatorgi 2b í Garða- bæ en húsið verður afhent í sumar. Verð á sautján íbúðum í húsinu er sýnt á töflu hér til hliðar, ásamt stærð og verði á fermetra. Meðal- verðið á fermetra í þessum íbúðum er um 550 þúsund krónur. Húsið er 8 hæðir og eru íbúðir 105 og 106 á jarðhæð. Eins og sjá má er verðið á íbúðum komið upp í 75 milljónir þegar fimmtu hæð er náð og svo hækkar verðið í 145 milljónir á 7. hæð. Tvær íbúðir á 8. hæð virðast ekki lengur auglýstar til sölu. Tvær þakíbúðir seldar fyrir á fjórða hundrað milljónir króna Samkvæmt heimildum blaðsins eru tvær efstu íbúðirnar á 8. hæð í söluferli. Samkvæmt fasteignaskrá eru þær 158,8 og 194,8 fermetrar, eða samtals um 354 fermetrar. Herma heimildir blaðsins að kaup- verðið hafi verið um milljón á fer- metra og því samtals vel á fjórða hundrað milljónir. Kaupandinn var sagður ætla að sameina íbúðirnar. Til að setja þessar fjárhæðir í samhengi eru nú til sölu tvö ein- býlishús á Arnarnesi í Garðabæ. Annað er 284 fermetrar og kostar 77 milljónir, eða 271 þúsund krónur á fermetra. Hitt er 383 fermetrar og kostar 84,9 milljónir, eða 222 þús- und krónur á fermetra. Þá er til sölu nýtt einbýlishús á Rjúpnahæð. Það er 294 fermetrar og kostar 95 millj- ónir, eða 323 þúsund krónur á fer- metra. Fermetraverðið á Garðatorgi er miklu hærra en í þessum dæm- um. Á síðustu misserum hafa komið inn á markaðinn vandaðari og dýr- ari íbúðir í nýbyggingum, til dæmis á Hrólfsskálamel á Seltjarnarnesi, Garðatorgi í Garðabæ og á Mýr- argötu og í Skuggahverfinu í Reykjavík. Nefna mætti fleiri dæmi. Óskar R. Harðarson, löggiltur fasteignasali og framkvæmdastjóri Mikluborgar, segir markað fyrir sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið við sér. Það hafi aftur áhrif á sölu nýrra íbúða í fjölbýlishúsum. „Markaðurinn er ágætur. Í hverju fjölbýlishúsi eru þakíbúðir, eða íbúðir sem skera sig úr. Við höf- um ekki átt í vandræðum með að selja slíkar íbúðir. Það á við um allar nýbyggingar. Það er markhópur fyrir íbúðir á efstu hæðum og þá er jafnan lagt aðeins meira í þær að innan. Það er greinilegt að fólk horfir öðrum augum á þær íbúðir sem eru á efri hæðum, þar með talið þak- íbúðir, og þá sérstaklega ef íbúð- irnar eru nógu stórar og jafnast á við einbýli að stærð. Þá fylgja ákveðin fríðindi. Kaupandinn hefur þá kannski átt gott hús sem hefur þjónað sínu hlutverki og vill breyta til. Það er alveg kaupendahópur að slíkum íbúðum.“ Spurður hvernig íbúðir í næsta verðflokki fyrir neðan seljast, á bilinu 50–80 milljónir, segir Óskar að það geti tekið tíma að selja þær íbúðir. Markaðurinn sé í ágætu jafn- vægi. „Því er stundum haldið fram að nýjar íbúðir seljist strax. Það er hins vegar ekki alltaf raunin. Ef íbúðir eru rétt verðlagðar og á góð- um stað seljast þær á eðlilegum tíma,“ segir Óskar. Nýjar íbúðir á Garðatorgi 2B Dæmi um verð á fermetra Íbúð Verð Fermetrar Verð á fermetra 105 59.500.000 kr. 123 483.740 kr. 106 57.500.000 kr. 119 483.193 kr. 107 39.500.000 kr. 79 500.000 kr. 205 67.900.000 kr. 143 474.825 kr. 206 69.500.000 kr. 137 507.299 kr. 207 75.600.000 kr. 160 472.500 kr. 305 69.500.000 kr. 143 486.014 kr. 307 76.900.000 kr. 160 480.625 kr. 405 72.800.000 kr. 143 509.091 kr. 406 74.600.000 kr. 139 536.691 kr. 505 74.800.000 kr. 143 523.077 kr. 507 83.500.000 kr. 160 521.875 kr. 605 85.000.000 kr. 143 594.406 kr. 606 85.500.000 kr. 137 624.088 kr. 607 95.000.000 kr. 160 593.750 kr. 701 145.000.000 kr. 187 775.401 kr. 702 145.000.000 kr. 195 743.590 kr. Meðalverð á fermetra: 547.657 kr. Heimild: Miklaborg.is/fasteignavefur mbl.is Orðnar dýrari en stór einbýlishús  Nýjar útsýnisíbúðir í Garðabæ kosta yfir hundrað milljónir Tölvuteikning/THG arkitektar/Hönnunarstjóri Freyr Frostason Garðatorg Fjölbýlishúsið Garðatorg 2b er lengst til vinstri á myndinni. Húsið verður afhent í sumar. Garðatorg verður fullbyggt á næsta ári. FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016 www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S. 568 2533 | www.fi.is Morgungöngur Ferðafélags Íslands og VÍS Dagskrá morgungangna FÍ vikuna 9.–13. maí er sem hér segir: Mánudagur 9. maí kl. 6: Harðarból, hesthúsasvæðinu í Mosfellsbæ, Varmárbakka- vegur, ekið niður Skólabraut, framhjá Varmárskóla og að hesthúsasvæðinu. Þar hefst gangan og verður gengið niður í fjöru í Leiruvoginum. Göngu lýkur við upphafsstað þar sem bílum var lagt. Þriðjudagur 10. maí kl. 6: Eiði, þar sem ekið er út á Geldinganes. Ekið yfir Gullinbrú eftir Strandaveginum og eftir að komið er fram hjá Gufunesi er beygt til vinstri og bílum lagt þar sem heitir Eiði, en þar heldur vegurinn áfram út á Geldinganes. Gengið í fjörunni, út í Gufunes og aftur að uppafsstað göngu við bílastæði. Miðvikudagur 11. maí kl. 6: Höfnin við Klettagarða – Viðeyjarferjan, bílum lagt á bílastæði við höfnina þar sem Viðeyjarferjan siglir í Viðey, gengið út á Laugarnes, að Hörpu og til baka. Fimmtudagur 12. maí kl. 6: Grótta, lagt á bílastæðinu við Gróttu og gengið þar í fjörunni og síðan umhverfis golfvöll Seltjarnarness, út á Búðagranda og Bakkagranda, að Nestjörn og aftur að bílastæði. Föstudagur 13. maí kl. 6: Nauthóll, bílum lagt á bílastæði við Nauthólsvík, gengið fyrir Fossvog yfir í Kópavog og til baka. Fararstjórar: Páll Guðmundsson og Auður Kjartansdóttir. Brottför er kl. 6:00 frá upphafsstað göngu og tekur hver ganga um 2 klst. Gengið er í fjörunni, á klettum eða steinum en til baka eftir göngustígum ofan við fjöruna og aftur að bílunum. Göngu lýkur ávallt við upphafsstað. Góður undirbúningur er ávísun á öruggari og skemmtilegri göngu. Í göngurnar er gott að hafa með sér nestisbita og vökva, skjólgóðan göngu- eða íþróttafatnað og vera í léttum gönguskóm eða íþróttaskóm. Allir velkomnir og þátttaka er ókeypis. Hlökkum til að sjá þig!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.