Morgunblaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR SKODA
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem
uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest
allt um ástand bílsins og gæði.
• Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk
starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is
Uppreisnarmaður skýtur úr stórskotabyssu í átökum við stjórnarher Sýr-
lands nálægt þorpi sunnan við borgina Aleppo þar sem hörð átök hafa geis-
að. Hermt er að um 300 manns hafi beðið bana í átökunum síðustu tvær
vikur. Ennfremur er talið að a.m.k. 28 manns hafi látið lífið í loftárás á
flóttamannabúðir á yfirráðasvæði uppreisnarmanna í norðurhluta Sýr-
lands í fyrradag. Hátt settur embættismaður hjá Sameinuðu þjóðunum
hvatti í gær til rannsóknar á því hvort loftárásin væri stríðsglæpur. Grun-
ur leikur á að sýrlensk eða rússnesk flugvél hafi gert árásina en það hefur
ekki verið staðfest, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins. Her Sýr-
lands neitaði því í gær að hann hefði staðið fyrir árásinni.
AFP
Vill rannsókn á loftárásinni
Reikistjarnan Merkúr gengur aðeins þrettán eða fjórtán
sinnum fyrir sólu á hverri öld og næst gerist það á mánudag-
inn kemur. Síðasta þverganga var 8. nóvember 2006 en hún
sást þá ekki frá Íslandi. Sú næsta sést hins vegar hér á landi
ef veður leyfir og hefst klukkan 11.12 að íslenskum tíma.
Hún stendur í sjö og hálfa klukkustund, eða til klukkan
18.42.
Gæta þarf fyllstu varúðar þegar sólin er skoðuð. Nauðsyn-
legt er að nota stjörnusjónauka með sólarsíu til að fylgjast
með þvergöngunni á öruggan hátt. Frekari leiðbeiningar um
hvernig hægt er að sjá þvergönguna er hægt að nálgast á
Stjörnufræðivefnum, stjornufraedi.is.
Merkúr er aðeins 1/158 hluti af sýndarþvermáli sólar og
svo smár að sólmyrkvagleraugu duga ekki til að fylgjast með
þvergöngunni.
Frá kl. 11.12 til 18.42 að íslenskum tíma
Fer umhverfis
sólina á 88 dögum
Sést
að hluta
Reikistjarnan Merkúr
Er þrisvar sinnum
minni en jörðin
Sést
að hluta
Sést
ekki
Sést
ekki
Hiti:
- 173°C – + 427°C
Er minnsta og
innsta reikistjarnan
Merkúr gengur fyrir sólu
Heimildir: NASA, stjörnuathugunarstöð Parísar
Fyrsta þverganga reikistjörnunnar frá 2006 verður á mánudaginn kemur
Öll þvergangan
sést
Sólin
Jörðin
Venus
Merkúr
Sést hér ef
veður leyfir
Merkúr fyrir sólu á mánudag
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, fékk
flest sæti á skoska þinginu í kosn-
ingum í fyrradag en hélt þó ekki
meirihluta sínum. Nicola Sturgeon,
leiðtogi flokksins, kvaðst ætla að
mynda minnihlutastjórn frekar en
hefja stjórnarsamstarf við minni
flokk.
Skoski þjóðarflokkurinn fékk 63
sæti af 129 og var áður með 69.
Íhaldsflokkurinn fékk 31 sæti og
skaust fram úr Verkamannaflokkn-
um sem fékk 24 þingmenn.
Sturgeon lýsti úrslitunum sem
miklum sigri fyrir SNP en gaf til
kynna að flokkurinn myndi ekki
beita sér fyrir nýrri þjóðar-
atkvæðagreiðslu um aðskilnað Skot-
lands frá Bretlandi. Ruth Davidson,
leiðtogi Íhaldsflokksins í Skotlandi,
sagði að Skoski þjóðarflokkurinn
gæti ekki efnt til slíks þjóðaratkvæð-
is næstu fimm árin vegna þess að
hann hélt ekki þingmeirihlutanum.
Betri útkoma en búist var við
Einnig var kosið til sveitarstjórna
á Englandi og þings Wales og stjórn-
málaskýrandi BBC sagði að í heild-
ina hefði útkoma Verkmannaflokks-
ins verið betri en búist var við.
Flokkurinn er enn stærstur í Wales,
fékk 29 þingsæti af 60. Úrslit lágu
ekki fyrir í öllum sveitarstjórnum á
Englandi en síðustu kjörtölur bentu
til þess að fylgi Verkamannaflokks-
ins hefði minnkað um 6% frá sveitar-
stjórnarkosningum árið 2012. Út-
reikningar BBC bentu til þess að
heildarfylgi Verkamannaflokksins
hefði verið um 31%, Íhaldsflokksins
30%, Frjálslyndra demókrata 15%
og UKIP, flokks breskra sjálfstæðis-
sinna, um 12%.
Laura Kuenssberg, stjórnmála-
skýrandi BBC, sagði að útkoma
Verkamannaflokksins á Englandi
virtist vera betri en búist var við en
flokkurinn gæti ekki verið ánægður
með niðurstöðuna. Hún telur ekki
líklegt að andstæðingar Jeremys
Corbyns í flokknum reyni að velta
honum úr sessi vegna kosninganna
en segir að fast sé nú lagt að honum
að færa flokkinn inn á miðjuna.
„Verkamannaflokkurinn er í al-
varlegum vanda þótt líklegur sigur
borgarstjóraefnis flokksins í Lund-
únum dragi athyglina frá því,“ hefur
fréttaveitan AFP eftir Matthew
Goodwin, prófessor í stjórnmála-
fræði við Kent-háskóla. „Verka-
mannaflokkurinn er nú í þriðja sæti í
Skotlandi í fyrsta skipti frá 1910 og
honum hefur ekki tekist að treysta
stöðu sína í suðurhluta Englands.“
SNP hélt ekki þingmeirihluta
Úrslit kosninganna í Bretlandi álitin
blendin fyrir Verkamannaflokkinn
AFP
Myndar minnihlutastjórn Nicola Sturgeon, leiðtogi SNP og forsætisráð-
herra skosku heimastjórnarinnar, ræðir við blaðamenn í Edinborg.
Khan spáð sigri
» Síðustu kjörtölur í gærkvöldi
bentu til þess að Sadiq Khan,
frambjóðandi Verkamanna-
flokksins, hefði verið kjörinn
borgarstjóri Lundúna og yrði
þar með fyrsti múslíminn til að
verða borgarstjóri höfuðborgar
í Evrópusambandsríki.
» Khan er kominn af innflytj-
endum frá Pakistan, sonur
strætisvagnabílstjóra og
saumakonu. Borgarstjóraefni
Íhaldsflokksins, Zac Gold-
smith, er sonur auðugs kaup-
sýslumanns.