Morgunblaðið - 07.05.2016, Side 32

Morgunblaðið - 07.05.2016, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016 Enginn verður samur, eftir að hafa farið um Austurdalinn í Skagafirði. Seið- magni hans verður ekki með orðum lýst. Náttúran, umhverf- ið, sagan, já og sögurnar sem lifað hafa mann fram af manni. Þessu kynntumst við af eigin raun þegar við fórum í hópi vina okkar og göngufélaga um Austurdalinn sumarið 2010, undir öruggri og fræðandi leið- sögn Gísla Rúnars Konráðsson- ar. Að ósk okkar bar hann það undir gangnaforingjann Stefán Hrólfsson á Keldulandi hvort við mættum slást í hóp gangna- manna að hausti sem tók því vel. Þarna voru örlögin ráðin. Það gladdi okkur síðan ósegj- anlega þegar Gísli bar okkur kveðjur foringjans að loknum göngum, sem þakkaði honum fyrir að hafa komið með Vest- firðingana í göngurnar. Frá þeirri stundu var þriðja helgi septembermánaðar ár hvert frátekin fyrir göngur í Aust- urdalnum og verður svo meðan okkur endist þrek og kraftur. Í gangnamannafélaginu er mikið einvalalið manna sem margir hafa farið áratugum saman fram eftir. En foringinn er bara einn. Foringinn með stórum staf og greini, Stebbi á Keldulandi. Fyrir löngu orðin goðsagnakennd persóna sem margir þekkja, a.m.k. af af- spurn. Þegar við stofnuðum til kynna við Stebba voru árin far- in að færast yfir hann. En hug- urinn var óbilaður og áhuginn og þráin eftir samvistunum í góðum hópi frammi í dalnum jafnstríð og áður. Sporin hans greikkuðu eftir því sem ferð- inni fram dalinn vatt fram. Og frammi á Hildarseli barst hvell og einstök röddin um dalinn þveran og endilangan. Því líkt og vinur okkar og gangnafélagi, Sigurður Hansen, orti og við sungum einatt fram frá: Fjarskiptin þau eru ekki okkar vandi, því alltaf hefur helgur andi, heyrt í Stebba á Keldulandi. Stefán Hjörtur Hrólfsson ✝ Stefán HjörturHrólfsson fæddist 1. júlí 1927. Hann lést 18. apríl 2016. Útför Stefáns fór fram 2. maí 2016. Stebbi fór um tólf ára aldur í fyrsta sinn með föður sínum í göngur fram í Austurdal og alltaf upp frá því. Þegar við höfðum bæst í hópinn rak hann ekki lengur fé sitt fram eftir að ráði að minnsta kosti, en stóðið hans naut lífsins í hinum grösuga dal. Stebbi átti alltaf mörg hross. „Þau eru svona kílómetri þegar þau strolla sig,“ svaraði hann þegar hann var spurður hversu marga hesta hann ætti. Sjálfur var hann annálaður hestamaður og einhvern veginn fannst okk- ur það alltaf svo viðeigandi þegar hann sagðist alltaf hafa haft mest gaman af að eiga við þá hrekkjóttu. Frammi á Hildarseli var áð og gist. Að morgni skipaði Stef- án okkur til verka. Undir kvöld var lífsblómið vökvað með lögg á pela, sem var góður undir- búningur fyrir kveðskap, sögur og söng sem stóðu stundum inn í nóttina. Hvell rödd foringjans, einstakur hlátur hans og sög- urnar sem hann sagði okkur fé- lögum sínum, geymast í ófor- gengilegum fjársjóði minninga okkar. Því menn hafa löngum misjafnt ævi varið, mótað spor og stigið leiðir kunnar. En þeir sem hafa lengst á fjöllum farið, fundið hafa hjartslátt náttúrunnar. Orti Sigurður Hansen um náttúrubarnið Stefán Hrólfsson á sínum tíma. „Vestfirðingarnir mínir“ kall- aði Stebbi okkur. „Sæll vinur“ var kveðjan hans. Það var gott að eignast vináttu hans. Bless- uð sé minning okkar góða for- ingja. Einar K. Guðfinnsson, Gunnar Þórðarson. Á vegamótum þar sem leiðir skilja hæfir að óska vini góðrar ferðar og þakka honum sam- fylgdina á lífsleiðinni. Sumir menn verða okkur kærari og minnisstæðari en aðrir. Stefán á Keldulandi var einn þeirra og tala ég þar með vissu fyrir hönd æði margra. En hvað ræður er sjaldnast auðsætt. Ára manna og hjarta- lag skiptir þar líkast til mestu. Náttúra og mannlíf í Aust- urdal mótaði Stefán í allri framgöngu og háttum. Hann var gjörkunnur sögu og stað- háttum sveitarinnar sem ól hann. Fæddur í Ábæ og kynnt- ist ungur tilbrigðum náttúrunn- ar, stundum blíðri, stundum harðri. Hann mat kosti landsins og skildi tilbrigði árstíðanna betur en flestir aðrir, fyrst að hætti bóndans og síðar hins staðkunna fylgdarmanns nátt- úruunnenda og ferðamanna. Í minni vitund var hann órjúf- anlegur hluti Austurdals, því meistarastykki skaparans. Ár og lækir, dalir og fjallseggjar að ógleymdu blómskrúði og blaðsmáu birkinu hefði Stefán kosið að fengi notið sín óbreytt um ókomna tíð. En búskapur í gleði og sorg í Austurdal er dæmigerður fyrir mannlíf til dala hér á landi og líklega í döl- um allra land. Fyrstu kynni okkar voru sumarið 1982 en fram undir það var hann mér „handan- vatnamaður“ framan af Kjálka. Áhugafólki um leifar landnáms- skógarins í Fögruhlíð þótti sjálfgefið að leita leiðsagnar staðkunnugs og ferðavans heimamanns um leiðsögn það sumar. Það reyndist auðsótt. Sumum ferðafélaganna þótti farastjórinn allfrjálslegur í hátt en fljótt kunnu þeir einkar vel að meta náttúrubarnið, athygli þess og hjálpsemi í hvívetna. Smámunasemi var sannarlega ekki til að dreifa og tapaðist t.d. skeifa, var þar forsjóninni fyrir að þakka og tilefni til að gleðjast yfir. Við treystum kynni okkar nokkrum árum síðar í mann- fagnaði. Í kvöldsól þegar hún skartar sínu fegursta í Skaga- firði í lok júlí bar að ríðandi mann, fór greitt og þurfti að æja. Hann var að koma vestan úr sýslum, hafði farið með rauðan og ætlaði að fækka við sig en kom með brúnan í skipt- um og einn að auki. Haust- göngur í Austurdal komu fljótt til umræðu og afráðið var að það þyrfti að fjölga gangna- mönnum því þrátt fyrir að fénu fækkaði voru göngur fullt eins erfiðar og áður. Þannig atvik- aðist það að ég var munstraður gangnamaður í Austurdal og varð hluti þess fjölmenna hóps fólks sem Stefán hefur laðað að sér með ljúfmennsku sinni og framkomu. Gangnamannafélag Austurdals minnir mig helst á konungshirð eins og hún gæti hafa verið fyrr á öldum. Mönn- um hlotnast naumast meiri heiður en að fá að lyfta undir horn með foringjanum. Byggðir til dala hopa víða um land, líka í Austurdal. Vinir og nágrannar Stefáns, s.s. á Merkigili, Gilsbakka, Stekkjar- flötum og nú bóndinn á Keldu- landi sjálfur, bregða búi eða falla frá. Við samferðamennirn- ir eigum góðar minningar í rit- uðu máli, munnlegri geymd eða eigin hugskoti um einn þessara manna og afbragðsfélaga sem við nú kveðjum og þökkum samfylgdina. Ég votta Valgerði, ættingj- um og öllu venslafólki dýpstu hluttekningu mína. Magnús Pétursson. Kveðja frá Gangnamanna- félagi Austurdals Gangnamannafélag Austur- dals var stofnað í febrúar 1988. Einn af stofnendunum var Stef- án Hrólfsson á Keldulandi sem þá hafði smalað Austurdal og Fjöllin í hálfa öld. Hann var því sjálfkjörinn formaður félagsins og alla tíð óumdeildur foringi gangnamanna í dalnum. Stebbi á Keldulandi, eins og hann var oftast kallaður, bjó yf- ir ýmsum eiginleikum sem komu gangnaforingja vel. Hann var fljótur að átta sig á nýjum gangnamönnum og hvaða göng- ur hæfðu hverjum og einum. Þá var alveg sama hvað kom upp á í göngum, aldrei sá Stebbi nein vandamál, aðeins lausnir. Hann var gæddur þeim eftirsóknar- verða eiginleika sem nú kallast að vera lausnamiðaður. Og úrræðin voru bæði ein- föld og fljótvirk. Eitt haustið reiddi gangnamaður á Tinnár- dal feitan, uppgefinn lambhrút fyrir framan sig. Er hann var kominn langleiðina af dalnum sá Stebbi til ferða þeirra og hleypti til móts við þá. Þegar hann var kominn í kallfæri hrópaði hann: „Við skulum hleypa innan úr honum. Það er miklu þægilegra að reiða hann svoleiðis.“ Síðan var vasahníf- urinn tekinn upp. Eitt af því sem einkenndi Stebba á Keldulandi var gleðin sem fylgdi honum. Samferða- menn hrifust með og leituðu í félagsskap hans. Hann var minnugur og góður sögumaður, gat verið dálítið stríðinn ef hon- um þótti fullmikill rosti í ein- hverjum en tók gjarnan mál- stað lítilmagnans. Stebbi fór fyrst í göngur 1939, þá tólf ára, og alla tíð síð- an þar til síðastliðið haust að heilsuleysi hefti för. Nú, þegar hann er fallinn frá, hefst nýtt tímabil í sögu Gangnamanna- félagsins, án Stefáns Hrólfsson- ar. Andi hans mun þó lifa í dalnum. Sögur verða sagðar af honum, snjöllum tilsvörum hans og skemmtilegum uppá- tækjum. Gangnafélagar í Austurdal þakka fyrir leiðsögn, samfylgd og óteljandi gleðistundir í daln- um sem honum var svo kær og senda aðstandendum samúðar- kveðjur. Að lokum fylgir hér síðasta erindið úr ljóðinu Á tímamótum sem Sigurður Hansen í Kringlumýri orti til Stebba er Keldulandsbóndinn hafði smal- að Austurdal í sextíu ár sam- fellt. Það er eins og ævi sumra manna endist betur þegar hart er barist og fjörsins kvik í æðum eldhuganna ellidögum gráum lengi skarist. Því menn hafa löngum misjafnt ævi varið mótað spor, og stigið leiðir kunnar en þeir sem hafa lengst á fjöllum farið fundið hafa hjartslátt náttúrunnar. Fyrir hönd Gangnamanna- félags Austurdals, Gísli Rúnar Konráðsson. Það er bjart yfir minning- unum um Stefán Hrólfsson, fyrrverandi nágranna minn, bónda á Keldulandi. Hann var glaðsinna og skemmtilegur og flestum eftirminnilegur sem kynntust honum á lífsleiðinni. Árið sem ég var 16 ára fór ég ásamt Páli frænda mínum Einarssyni í Austurdalsgöngur með Stebba og hans harðsnúna gangnamannaliði. Þetta voru fimm daga fjárgöngur sem byrjuðu við rætur Hofsjökuls og enduðu í réttinni á Keldul- andi, gist í skálanum við Laug- arfell og á Merkigili. Mikið æv- intýri fyrir unga menn. Á fyrsta degi var ekið í Laug- arfell og á leiðinni hittum við gangnamenn úr Lýtingsstaða- hreppi. Meðal annarra Hjálmar heitinn Guðjónsson, bónda á Tunguhálsi en þeir Stebbi voru góðir vinir. Hjálmar faðmaði okkur að sér. Hann var mikið hraustmenni og vissi vart afl sitt og við Palli vorum eins og fis í höndunum á Hjálmari. Mörgum árum síðar gerðum við Ingimar Ingimarsson og Þorvarður Björgúlfsson sjón- varpsmyndina í Austurdal, sem er í raun mynd um Stefán Hrólfsson, við upprekstur og göngur í dalnum fagra. Kvik- myndagerðin gekk furðu vel, sérstaklega ef tekið er mið af því að enginn okkar hafði gert heimildarmynd áður. Eina vandamálið sem við gátum ekki fundið úr út var hvernig mynd- in skyldi enda. Ég færði þetta í tal við Ingimar og Stebba, sem stakk upp á því að við fengjum Hjálmar til við okkur. Úr var alveg stórskemmtileg lokasena þar sem þeir vinirnir, Stebbi og Hjálmar, spjalla saman um lífið og tilveruna við gömlu stein- réttina á Ábæ. Þar með var endirinn kominn. Austurdalurinn fékk afar góðar viðtökur þegar hann var sýndur í sjónvarpi og á kvik- myndahátíðum. Á aðalfundi Gangnamannafélags Austurdals 2005, sem er árið sem myndin kom út, sýndum við upptökur sem ekki voru hafðar með í myndinni. Stebbi sagði með stríðnisbros á vör að honum hefði alltaf þótt sú útgáfa betri. Nú er Stebbi farinn á vit feðra sinna og vina í austrinu mikla, þangað sem leið okkar allra liggur að lokum. Ég votta fjölskyldu hans samúð og minn- ist góðs vinar og nágranna með þakklæti og hlýju. Þó fingur tímans fótspor hylji er fellur dögg við sólarlag, að ferðalokum leiðir skilji, er ljúft að muna genginn dag. Á rauðum himni yfir Austurdal lágsólin lækkar, líður á dag. Snjórinn fellur, mjúkt á kalda kinn, Guðs englar geymi þar gengin spor. Og gefi þér frið. Árni Gunnarsson frá Flatatungu. Leiðir okkar Stefáns lágu saman haustið 1974, en þá fór ég í fyrsta sinn með honum í göngur í Austurdal, eftir það héldum við félagsskap allt til enda. Stefán var hraustmenni bæði til líkama og sálar og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna, skjótráður og úrræðagóður, reið straumvötn eins og bæj- arlæki og beitti hestum á mis- jöfnu landi eins og á sléttri grund, það hvarflaði aldrei að honum að hann næði ekki bakkanum hinu megin eða að hestinum yrði fótaskortur. Á sínum yngri árum fékkst Stef- án við ýmis störf, var bráð- ungur kúskur við vegagerð í Fljótum, þar sem hestar voru í aðalhlutverki, ók mjólkurbíl í Eyjafirði og átti og gerði út vörubíl. Eitt sinn henti það að vöru- bíllinn fór á hliðina hjá honum, þegar fólk bar að stóð Stefán með smursprautuna á lofti því sú hlið sem yfirleitt snéri niður var nú mjög aðgengileg; þetta var lýsandi fyrir Stefán, hann sá alls staðar tækifæri. Stefán var af þeirri kynslóð sem þurfti að hafa fyrir lífinu, byggði upp jörðina Kelduland ásamt eiginkonu sinni, Hildi- gunni Þorsteinsdóttur, og bjó þar nytsömu búi með fé og hross. Stefán átti gott fé og afurða- samt og ekki voru sumarhag- arnir af verri endanum, Aust- urdalur eins og hann lagði sig og Laugafellsöræfi þar fram af allt suður til Hofsjökuls. Af þessu leiddi að göngur og smalamennska urðu veigamikill þáttur í lífi Stefáns. Ferðir hans um Austurdal eru ótelj- andi, vorsmalanir til rúnings, haustgöngur og vetrarleitir, oftast ríðandi með vaska menn með sér, en einnig gangandi einn á ferð ásamt hundi í vetra- leit við erfiðar aðstæður, fór úr að neðan til að vaða ískaldar bergvatnsárnar og varð einu sinni fyrir því að setjast á stein til að færa sig í, fraus fastur og „skildi rassgatið eftir á stein- inum“ eins og hann orðaði það sjálfur. Fegurstu stundir lífsins voru að rölta á eftir lagðprúðu fé í froststillu og Austurdalurinn baðaður í tunglskini; þá leið náttúrubarninu Stefáni vel. Stefáni lág hátt rómur og þegar hann stýrði hundum sín- um bergmáluðu skipanirnar hlíða á milli. Tryggur var uppáhaldshund- ur hjá honum en þegar hann var allur tók Smali við. Stefán var stundum seinn að uppfæra nöfn hundanna í kollinum á sér og því kom það fyrir að hann þurfti að leiðrétta sig í miðjum klíðum, kominn á háa c-ið. „Tryggur, Tryggur, nei ég meina Smali,“ og þar á eftir komu nokkur velvalin orð. Vísa Sigurðar Hansen lýsir betur en mörg orð raddstyrk Stefáns. Fjarskiptin þau eru ekki okkar vandi því alltaf hefur helgur andi heyrt í Stebba á Keldulandi. Við Stefán ferðuðumst oft saman bæði ríðandi og akandi, um byggðir og óbyggðir, og áttum saman ógleymanlegar stundir, ég held við höfum kunnað hvor á annan. Við átt- um í allskonar viðskiptum en aldrei notuðum við peninga, gjaldmiðillinn var annarrar gerðar, og ekki man ég eftir því að við deildum um það eða ann- að. Með þessum orðum kveð ég Stefán vin minn á Keldulandi og þakka fyrir allar samverustundirnar, minning- arnar standa eftir margar og góðar. Vandamönnum Stefáns sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ingimar Ingimarsson. Elsku Issý mín, nú ert þú komin til mömmu og pabba og ég er viss um að þau tóku þér svaka- lega vel. Mér finnst svo erfitt að skrifa minningargrein um þig. Þú varst vinur allra, það vissu allir hver þú varst, þú spjallaðir við flesta þegar þú fórst að versla, allar vinkonur mínar þekktu þig og alltaf þegar þær hittu þig faðmaðir þú þær. Svo kannski sama dag segir ein vinkona: „Ég hitti systur þína, það er svo gam- an að fá besta knús, þú færð það hvergi nema hjá henni.“ Elsku Elísabet Emma Hannesdóttir ✝ Elísabet EmmaHannesdóttir fæddist 14. desem- ber 1966. Hún lést 9. apríl 2016. Útför hennar fór fram 19. apríl 2016. Issý, það sem er lagt á eina mann- eskju, að vera alltaf á sjúkrahúsi, alltaf varstu sterk og komst heim. En núna kom hún ekki heim, sem er svo erfitt því hún er/ var alltaf eitthvað svo mikið yndi. Þér þótti svo gaman að fara á rúntinn, þá var alltaf keyptur ís og eitthvað að drekka, sem þér líkaði vel, við fórum í margar ferðir. Einu sinni fórum við í bíl- túr og komum við í sjoppu og ég keypti kók og tvær langlokur og við lögðum af stað í ævintýri. Við fórum bara eitthvert og auðvitað villtumst við. Þá var nú gott að hafa eitthvað að drekka og borða. Svo sneri ég við, get svarið að við vissum ekkert hvert við vorum komnar. Svo kemur bíll og hann reddaði okkur. Þegar við komum heim til okkar vorum við enn hlæjandi. Elsku Issý mín, ég sakna þín svo mikið, og nú er vælubíllinn mættur, og ég græt og græt. En Issý stóra systir mín huggar okk- ur með yndislegum minningum, alltaf þegar við kvöddumst kyssti ég hana á ennið og svo tókum við í nebbana. Hún var með sterkasta minnið af okkur. Nú kveðjum við Issý okkar, tárin streyma á fullu. Elsku Issý, ég veit að þjáningarnar eru farn- ar og þér líður mjög vel. Viltu knúsa mömmu og pabba frá okk- ur. Kveðja, Inga litla systir, Gylfi, Ingólfur Bragi og Óskar Snær. Ég var svo heppin að alast upp í einstakri götu, innan um fjöl- breyttan og fágætan barnaskara á öllum aldri og væntumþykja í garð uppeldisvina manns er mikil og varir lífið út. Sumir eignast sérstakan stað í hjarta manns, eins og hún Issý. Hún er nú dáin og eftir situr minning um þau skipti sem maður hitti hana á förnum vegi og fékk faðmlag og hún spurði frétta af hinum í fjöl- skyldunni. Auðvitað þekkti hún alla með nafni, og svo má segja að eftir að hafa hitt Issý, varð dagurinn bjartari og betri. Ég og systkini mín úr Suðurbygg 7, vottum ást- vinum innilega samúð. Bryndís. Beta vinkona mín er dáin. Hún æfði með mér boccia í Eikinni og var mjög dugleg og kenndi mér leikreglur og hvernig ég ætti að kasta boltanum mínum. Beta var alltaf glaðleg og góð við mig alveg eins og hún væri systir mín. Ég skil ekki hvað það er að vera dáin en ég vona að Beta mín sé á fallegum stað, eins fallegum og hjarta hennar var alltaf. Ég trúi því að við hittumst aftur og kannski með kúlurnar okkar og að við verðum þá bæði frísk og ekki fötluð. Guð blessi minningu Betu. Héðinn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.