Morgunblaðið - 07.05.2016, Side 35
aldna lækni með þakklæti fyrir
allt.
Kristínu og afkomendum votta
ég djúpa samúð.
Sigurjón Guðmundsson.
Sigursteinn Guðmundsson er
látinn hátt á níræðisaldri. Hann
var læknir Austur-Húnvetninga í
tæp fjörutíu ár, lengur en nokkur
annar. Sigursteinn var ættaður
frá Patreksfirði og alinn upp í
Hafnarfirði, en varð meiri Hún-
vetningur en margir innfæddir.
Hann tekur sig upp frá miðju
framhaldsnámi í Þýskalandi með
fjölskyldu síðla árs 1962 til að
taka við héraðslæknisembættinu
í Blönduóslæknishéraði. Sigur-
steinn hafði áður kynnst læknis-
störfum í héraðinu og Húnvetn-
ingum er hann starfaði sem
aðstoðarlæknir Páls Kolka og
staðgengill hans á árunum 1959-
1960.
Ég kynntist Sigursteini fyrst
fyrir þrjátíu og fimm árum. Við
störfuðum síðan náið saman í
rúmlega ellefu ár. Á þessum ár-
um kynntist ég Sigursteini sem
fagmanni og manneskju. Þó heil
kynslóð væri á milli okkar í aldri
myndaðist góður vinskapur á
milli okkar og gagnkvæm virðing
alla tíð. Ég komst fljótlega að því
hvers vegna Sigursteinn breytti
stefnu sinni og hætti námi til að
taka við læknisstörfum við Hú-
naflóann. Héraðið var hans
draumastaður frá fyrstu kynn-
um. Honum líkaði vel við fólkið í
héraðinu með sínum fjölbreyti-
leika. Læknisfræðileg aðstaða á
Blönduósi var líka frábær á þess-
um árum. Héraðshælið var þá ný-
byggt af miklum myndarskap.
Þar var aðstaða til skurðlækn-
inga, fæðingarhjálpar og lækn-
inga sjúkra og aldraða, allt undir
sama þaki. Sigursteinn greip
tækifærið til að fá draumastarfið
þegar það gafst.
Þó Sigursteinn hafi ekki verið
búinn að ljúka sérfræðinámi í
kven- og skurðlækningum þegar
hann tók við héraðslæknisemb-
ættinu á Blönduósi, þá hafði hann
þegar öðlast góða færni til allra
þeirra skurðlækninga sem hægt
var að beita í héraðinu. Sigur-
steinn var mjög fær skurðlæknir
og farsæll alla tíð. Hann gerði sér
alltaf far um að viðhalda færni
sinni með símenntun. Það var síð-
an dæmigert fyrir faglegan metn-
að Sigursteins að ljúka námi og fá
sérfræðiviðurkenningu í kven-
lækningum hátt á sextugsaldri.
Sigursteinn var mjög virkur í
félagsstörfum alla tíð, þrátt fyrir
erilsamt starf. Þar var hann virk-
ur þátttakandi og hrókur alls
fagnaðar.
Nú eru nærri tuttugu ár liðin
síðan samstarfi okkar Sigur-
steins lauk. En við höfum alltaf
verið í góðu sambandi síðan og
vináttan haldist. Að leiðarlokum
vil ég þakka Sigursteini fyrir
mjög gott samstarf og vináttu um
árabil. Minningarnar um góðan
lækni og merkan mann munu lifa.
Ég, Gestný og fjölskylda vott-
um Kristínu, Matthíasi og Fann-
eyju, Rósu Margréti og Rúnari
Þór, börnum þeirra og barna-
börnum samúð okkar.
Böðvar Örn.
Sigursteinn kom fyrst til starfa
á Blönduósi fyrir meira en hálfri
öld sem aðstoðarlæknir Páls
Kolka. Hann dvaldi þar ekki lengi
í það sinn, heldur gekk til annarra
verka, m.a. að námi í sinni sér-
grein, kvensjúkdómum og fæð-
ingarhjálp. Mörgum hafði litist
vel á hinn unga lækni, sem var
hlýr í viðmóti og með jákvæð við-
horf, t.d. tók hann mjög undir
skoðanir Kolka um eina megin-
stofnun heilbrigðismála í hverju
héraði. Því var það þegar Kolka
flutti suður að honum bárust fjöl-
margar áskoranir um að sækja
um stöðu héraðslæknis. Hann sló
til og fékk starfið.
Þetta varð okkur Húnvetning-
um til gæfu, vonandi báðum að-
ilum.
Sigursteinn hafði ekki einung-
is góðan orðstír sem læknir, hann
var félagslyndur og tók ríkan þátt
í starfi fólksins í héraðinu. Hann
var t.d. virkur Lionsmaður nær
til hins síðasta og hann var ítrek-
að kjörinn í sýslunefnd fyrir
Blönduósinga. Á þessum vett-
vangi tók hann höndum saman
við aðra sem börðust fyrir því að
efla Héraðshælið, bæði að bygg-
ingum og tækjakosti. Baráttan
skilaði miklum árangri. Á Hér-
aðshælinu fæddu konur börn sín,
á skurðstofu voru oft gerðar
þrjár til fimm aðgerðir á viku og
aldraðir nutu skjóls í æ ríkara
mæli en áður hafði gerst. Ég
minnist þess ekki að hafa heyrt
um úlfúð eða ágreining frá þessu
stóra heimili í þá daga og er það
til vitnis um hæfni stjórnandans.
Við starfslok Sigursteins kom
það í hlut nýrra manna að taka
við og héldu þeir áfram á sömu
braut uns stjórnvöld kusu að
skipta sér af bæði á Blönduósi og
annars staðar. Fyrst var skipað-
ur nýr forstjóri, sem ekki var vit-
að um að áður hefði haft afskipti
af heilbrigðismálum og síðan fyr-
irmæli í nafni norrænnar velferð-
ar um að loka skurðstofum og
fæðingarstofum bæði á Blönduósi
og víða annars staðar á landinu.
Þessar ákvarðanir voru að mín-
um dómi mjög misráðnar, enda
varð þá engum vörnum við komið.
Sigursteinn var fjölhæfur mað-
ur og átti mörg áhugamál. Fram-
an af ævi mun hann hafa tekið
mikið af ljósmyndum. Fljótlega
breytti hann um tæki og tók kvik-
myndir bæði af einstökum við-
burðum og atvikum úr lífi fólks.
Ég hygg að í fórum hans sé að
finna gríðarlegt safn heimilda á
filmum sem verða því verðmætari
sem lengur líður.
Við Helga biðjum minningu
þessa mæta manns blessunar og
sendum samúðarkveðjur okkar
til Kristínar og allrar fjölskyld-
unnar.
Pálmi Jónsson.
Kveðja frá
Krabbameinsfélagi
Austur-Húnavatnssýslu
Fyrir hönd stjórnar Krabba-
meinsfélags Austur-Húnvetninga
kemur hér kveðja og nokkur orð
um störf Sigursteins þar og konu
hans, Brigittu D. Vilhelmsdóttur,
nú látin. Hann var fyrsti formað-
ur félagsins og gerði sér grein
fyrir þörf slíks félags á svæðinu
ásamt fleirum og sem síðan var
stofnað 1968 í félagsheimilinu
Blönduósi að viðstöddu miklu
fjölmenni.
Formaður var Sigursteinn um
20 ára skeið með hléi og tók þátt í
störfum þess með fræðslu, krafti
og áhuga og mótaði starf þess til
framtíðar. Mörg verkefni sem fé-
lagið tók að sér fyrstu árin var
m.a. að efla heilsufar kvenna með
krabbameinsleit sem Sigursteinn
sem læknir tók þátt í uns heilsu-
gæslan tók við því verkefni. Unnu
þau hjónin vel saman fyrir félagið
en Brigitta sat lengi í stjórn, t.d.
fór hún vítt um sveitir og safnaði
félögum. Árið 1988 á 20 ára af-
mæli félagsins voru þau bæði
gerð að heiðursfélögum og hon-
um og Birgittu þakkað fyrir góð
og óeigingjörn störf fyrir félagið.
Kveðjum við Sigursteini nú með
þökkum fyrir vel unnin störf á
þeim vettvangi.
Blessuð sé minning hans.
Sveinfríður Sigurpálsdóttir.
Seinni hluta árs 2003 þegar ég
flutti búferlum til Blönduóss til að
taka við stöðu forstjóra Heil-
brigðisstofnunarinnar á Blöndu-
ósi voru ekki liðnir margir dagar
hjá mér í hinu nýja starfi þar til
Sigursteinn læknir bankaði upp á
til að kynna sig og um leið að sjá
sendinguna að sunnan, eða þann-
ig.
Strax tókust með okkur ágæt
kynni og mér varð fljótlega ljóst
að Sigursteini var mjög umhugað
um vöxt og velgengni „Hælisins“
eins og heilbrigðisstofnunin hét í
huga heimamanna. Þrátt fyrir að
vera hættur launuðum störfum
vegna aldurs var Sigursteinn
ávallt reiðubúinn til að koma að
málum stofnunarinnar þegar á
þurfti að halda. Minnisstæðust er
aðkoma hans að 50 ára afmæli
stofnunarinnar. Hann var mjög
virkur í þeim undirbúningi öllum
en honum fylgdi mikið utanum-
hald, útgáfa afmælisblaðs sem
Sigursteinn stýrði af röggsemi,
kvikmyndagerð og margt fleira.
Sigursteinn var fyrsti formað-
ur Hollvinasamtaka stofnunar-
innar en samtökin voru stofnuð
gagngert til að safna fyrir og
kaupa stafrænan búnað við rönt-
gentæki hennar en með þeim
búnaði varð HSB fyrst heilbrigð-
isstofnana á landsbyggðinni til að
fá slíkan búnað. Sigursteini var
ekki bara annt um Hælið og þá
starfsemi sem þar fór fram held-
ur var hann alla tíð mikill áhuga-
maður um sögu lækninga og
hjúkrunar almennt í héraði sem
og um sögu héraðsins og það sem
var að gerast á hverjum tíma.
Sigursteinn gerði fjölda kvik-
mynda um Hælið, Blönduós og
Austur-Húnavatnssýslu og er til
mikið safn heimildamynda sem
eftir hann liggur og er þar um að
ræða mikil menningarsöguleg
verðmæti fyrir héraðið og ís-
lenskt samfélag. Sömuleiðis var
Sigursteinn afar ráðagóður og
veitti mér góðan stuðning í mín-
um störfum þennan góða tíma á
Blönduósi. Margt fleira væri
hægt að nefna því Sigursteinn
kom að mörgum þörfum sam-
félagsmálum á langri ævi en ég
læt hér staðar numið.
Að lokum viljum ég og kona
mín, Álfhildur, þakka Sigursteini
góð kynni og samfylgdina þessi
ellefu ár og um leið votta fjöl-
skyldu hans og öðrum aðstand-
endum okkar dýpstu samúð.
Valbjörn Steingrímsson.
Starfsfélagi minn til margra
ára og fyrrverandi yfirlæknir,
Sigursteinn, hefur nú kvatt okk-
ur. Margs er að minnast á þeim
mörgu árum sem kynni okkar
voru. Þegar ég kom í fyrsta sinn
1973 sem hjúkrunarfræðingur til
að vinna á Héraðshælinu á
Blönduósi sem bar það nafn þá,
tók hann á móti mér og sýndi mér
húsakynni á stofnuninni. Auð-
fundið var hve glaður og áhuga-
samur hann var um það hvað væri
nú hægt að gera fyrir skjólstæð-
ingana. Margt hefur breyst síðan
þá að kröfu nútímans og nýbygg-
ing var byggð við húsið með m.a.
nýrri deild, heilsugæslu og bættri
aðstöðu starfsmanna.
Hann var ávallt í góðu sam-
bandi við arkitekta er hönnuðu
verkið og hugmyndasmiður sjálf-
ur við þær framkvæmdir til hags-
bóta fyrir skjólstæðinga og heil-
brigðismálin í héraði með miklum
metnaði. Naut hann þess að taka
þátt í þeirri uppbyggingu. Hann
hafði miklar skoðanir og þekk-
ingu á heilbrigðisþjónustu sem
gat verið erfið í dreifbýlinu og
kom það sér vel þegar rætt var
um innri sem ytri málefni stofn-
unar á stjórnarfundum.
Sigursteinn var með menntun
sem kvensjúkdóma- og fæðingar-
læknir auk þess að vera laginn
skurðlæknir. Með aðstoð annarra
lækna, hjúkrunarfræðinga og að-
stoðarfólks gerði hann minni að-
gerðir á lítilli skurðstofu, jafnvel
keisaraskurði í eldra húsinu en
síðar lögðust skurðaðgerðir af
eins og hjá sumum minni stofn-
unum.
Margar fjölskyldur voru hon-
um þakklátar fyrir þær læknisað-
gerðir. Það eru einnig ófá börnin
sem hann hefur hjálpað í heiminn
ásamt ljósmæðrum og var farsæll
fæðingarlæknir. Margir læknar
störfuðu með Sigursteini um
lengri eða styttri tíma og deildu
með sér vaktabyrðinni en fyrr á
árum kom það fyrir að hann var
einn á vakt í héraðinu sem reyndi
á reynslu hans og kunnáttu sem
læknis og lenti þá stundum í
ófærð og vegleysum í læknisvitj-
unum. Eitt af áhugamálum Sig-
ursteins var að taka ljósmyndir
og kvikmyndir og þá gjarnan af
starfsfólki og vistmönnum og
ljósmyndirnar eru til í húsinu og
sanna sitt.
Hann var ávallt mikið snyrti-
menni til fara og óaðskiljanlegur
við hvíta sloppinn á stofugangin-
um eða við móttöku á heilsugæsl-
unni og naut trausts skjólstæð-
inga sinna og þeirra mörgu
heilbrigðisstarfsmanna sem unnu
með honum. Beitti sér einnig fyr-
ir því að keypt voru ný tæki með
aukinni tækni fyrir stofnunina til
að auðvelda rannsóknir og að
greina betur sjúkdóma eða til að
viðkomandi þyrfti síður að sækja
út fyrir sína heimabyggð.
Var Sigursteinn þannig trúr
samferðafólki sínu og vel metinn
sem læknir og héraðslæknir til
margra ára.
Við Kristinn vottum Kristínu
sambýliskonu hans, Rósu og
Matthíasi og fjölskyldum þeirra
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Sveinfríður Sigurpálsdóttir.
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016
Harpa Heimisdóttir
Útfararstjóri
Hrafnhildur Scheving
Útfararþjónusta
Kirkjulundur 19 210 Garðabær
sími 842 0204 www.harpautfor.is
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og
vinarþel við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
SVANDÍSAR ÖNNU JÓNSDÓTTUR
hjúkrunarfræðings.
Sérstakar þakkir færum við læknum og
öðru starfsfólki Landspítala - háskólasjúkrahúss svo og
hjúkrunarfræðingum Karitas fyrir frábæra umönnun í löngum og
erfiðum veikindum hennar.
.
Birgir Vigfússon
Ásta Margrét Birgisdóttir Örn Viðar Skúlason
Vigfús Birgisson María Theodóra Ólafsdóttir
Birgir Jón Birgisson Gréta María Bergsdóttir
Linda Björg Birgisdóttir Jón Vídalín Halldórsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi
GUNNAR BJÖRN HENRY SIGURÐSSON
ökukennari,
lést þriðjudaginn 3. maí. Útför fer fram frá
Grensáskirkju miðvikudaginn 11. maí kl.
13.
.
Þórdís Grímheiður Magnúsdóttir
Björg Gunnarsdóttir Ívar Gunnlaugsson
Magnús Gunnarsson Steinunn Ástráðsdóttir
Lilja Gunnarsdóttir Bjarnleifur Bjarnleifsson
Anna Gunnarsdóttir
Gunnar Gunnarsson Lulu Andersen
Helga Gunnarsdóttir
Birgir Gunnarsson Guðrún Arinbjarnardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI ÁGÚST GUNNARSSON
viðskiptafræðingur,
verður jarðsunginn frá Garðakirkju
þriðjudaginn 10. maí kl. 15.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á líknarfélög.
.
Agnes Egilsdóttir
Gunnar Árnason Hlédís Sveinsdóttir
Anna Guðrún Árnadóttir
Finnur Sveinbjörnsson Dagný Halldórsdóttir
Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir Ólafur Þ. Stefánsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, sonur og bróðir,
FRIÐÞJÓFUR BRAGASON
(Bubbi),
Sléttahrauni 28,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. maí.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
þriðjudaginn 10. maí kl. 13.
.
Ellen Ásthildur Ragnarsdóttir,
Róbert Friðþjófsson,
Ragna Björg Friðþjófsdóttir, Páll Eliasen,
Bragi Friðþjófsson, Svala Jónsdóttir
og systkini.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURLAUG JÓHANNSDÓTTIR,
(Lilla á Á),
Siglufirði,
lést 30. apríl. Útförin fer fram frá
Siglufjarðarkirkju þriðjudaginn 17. maí kl. 14.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hennar er bent á Björgunarsveitina Stráka Siglufirði,
kt. 551079-1209, banki 0348-26-2717
.
Jóhann Skarphéðinsson Auður Halldórsdóttir
Björg S. Skarphéðinsdóttir Tryggvi Árnason
Stefanía Skarphéðinsdóttir Aðalsteinn Sveinsson
Aðalbjörg Skarphéðinsd Guðjón Björnsson
barnabörn og barnabarnabörn