Morgunblaðið - 07.05.2016, Qupperneq 37
leyndi sér ekki að hjartað sló
fyrir fjölskylduna og þar voru
dýrmætin.
Frá samverunni í Wash-
ington D.C. forðum varð til
taug sem ekki rofnaði. Því mið-
ur komu búseta í mismunandi
löndum og hversdagslegar ann-
ir í veg fyrir tíða fundi okkar í
milli en alltaf var gaman að
hittast á förnum vegi og minn-
ast gamalla tíma og segja frá
hvað hefði á dagana drifið.
Með þessum orðum kveðjum
við kæra vinkonu og þökkum
henni samfylgdina, hvatningu
og góð ráð. Við vottum Helga,
börnum, tengdabörnum, barna-
börnum og fjölskyldunni allri,
okkar dýpstu samúð. Guð blessi
minningu Hervarar Jónasdótt-
ur.
Jóhanna Bryndís
Bjarnadóttir og
Finnur Magnússon.
Þegar fréttin um skyndilegt
andlát Hebu barst vinum henn-
ar var það þeim mikið áfall.
Hún sem geislaði af orku og
lífsgleði varð að lúta í lægra
haldi fyrir bráðum sjúkdómi
sem ekki gerði boð á undan sér
svo nokkru næmi.
Hún var eftirminnileg mann-
eskja, hlý og jákvæð, skemmti-
legur og hjálpsamur dugnaðar-
forkur, ljóðelsk og söngvin
ræðukona. Falleg. Sannur vin-
ur vina sinna.
Hún var glæsilegur fulltrúi
Íslands víða um lönd í áratugi
og tók á sinn fágaða og glað-
lega hátt á móti þúsundum er-
lendra gesta og kynnti Ísland.
Sendiherrahjónin Heba og
Helgi voru alla tíð í íslensku
utanríkisþjónustunni fyrir-
myndir.
Samvinnu þeirra og sam-
hljómi í störfum bar hvergi
skugga á. Aðdáunarverð teym-
isvinna þeirra var öllum sem
kynntust þeim ljós. Oft var
álagið mikið og vinnutíminn
langur, t.d. á ráðuneytisstjóra-
árunum. Þá var hið jákvæða
lífsviðhorf Hebu ábyggilega
gulls ígildi. Missir Helga er
þungbær.
Ættmóðirin Heba var afkom-
endum þeirra Helga stoð og
stytta í hvívetna og stolt var
hún af þeim og samfagnaði
innilega við áfanga og sigra í
lífi þeirra.
Við þessi sorglegu tímamót
er ótal góðra stunda að minnast
í starfi og leik. Ferðir um sveit-
ir Íslands, heimsóknir að Iðu
og svo margar gagnkvæmar
heimsóknir á starfsstöðvum
víða erlendis. Við vorum t.d.
um tíma öll staðsett í N-Am-
eríku og áttum gleði- og starfs-
stundir saman í N.Y., Wash-
ington, Norður-Dakóta og
Manitoba.
Ljúfar minningar koma í
huga frá Jazzhátíðinni í Cle-
arwater í Flórída. Dýrmætar
minningar sem ná yfir áratugi
tengjast kvennahópnum Lell-
unum þar sem Heba var sterk-
ur hlekkur í vinakeðjunni.
Elsku Helgi. Við sendum
þér, börnunum og fjölskyldunni
allri innilegustu samúðarkveðj-
ur héðan frá Winnipeg. Megi
minningarnar um dásamlega
konu ylja ykkur um ókomin ár
og gefa ykkur styrk. Guð blessi
minningu hennar.
Anna Birgis og
Hjálmar W. Hannesson.
Lífsglaðari og jákvæðari
manneskju en Hebu hef ég
aldrei kynnst. Kynni okkar tók-
ust fyrir rúmum níu árum síðan
– þegar ég hóf störf hjá Lyfja-
stofnun.
Þar á bæ hreif Heba alla
með sér og smitaði af glaðværð
og elsku. Fas hennar, glæsileiki
og viðmót var einstakt og hún
tók á móti gestum og viðskipta-
vinum Lyfjastofnunar – háum
sem lágum – með svo höfð-
inglegri framkomu að þeir
komu hrærðir inn á fundi. Þeg-
ar Heba var á vaktinni var allt-
af búið að opna löngu fyrir aug-
lýstan opnunartíma og á
dimmum vetrarmorgnum var
unun að mæta til starfa því
ávallt var Heba búin að kveikja
á kertum og sjá til þess að
huggulegheit og hlýja umvefði
samstarfsfólkið.
Hún bar virðingu fyrir starfi
sínu og samferðafólki svo eftir
því var tekið. Að sama skapi
þótti öllum hún bera af. Að fá
fallega brosið hennar og fallega
fram bornu kveðjuna „Góðan
daginn“ var eitt af því sem ég
saknaði mest þegar ég hætti
hjá Lyfjastofnun.
Atvikin höguðu því svo til að
ég var þeirrar gæfu aðnjótandi
að fá að hitta Hebu marga fleiri
morgna. Þegar ég var í þeim
sporum síðastliðið haust að
taka að mér annasamt starf, þá
þurfti ég að finna góða konu til
að gæta yngsta barns okkar
hjóna vegna langvarandi veik-
inda þess.
Mér varð að sjálfsögðu hugs-
að til Hebu, því betri konu vissi
ég að væri ekki hægt að finna.
Ég hitti hana fyrir á miklum
hátíðisdegi – stórfjölskyldan
var samankomin og dóttir
hennar á leið með að ganga í
hjónaband. Heba bað um
klukkustundarfrest en eftir 20
mínútur var hún búin að segja
já – hún væri meira en til í að
koma og passa hana Lilju mína.
Í hönd fór stórkostlegur vetur.
Ég og aðrir heimilismenn gát-
um farið áhyggjulaus út hvern
einasta morgun því Heba var
mætt – og það leið ekki á löngu
þar til ekki var um hana talað á
heimilinu með öðrum hætti en
sem „ömmu Hebu“.
Ég undirbjó Lilju að sjálf-
sögðu með því að segja henni
að amma Heba hefði hitt prins-
essur og drottningar þegar hún
var með afa Helga úti í heimi,
Díönu og Elísabetu og margar
fleiri.
Við tóku ævintýralegir dagar
í Grundarlandinu og þegar
heim var komið að kvöldi dags
hafði greinilega margt á dag-
ana drifið í playmo-höllum og
búningakistum heimilisins, að
ekki sé talað um öll límmið-
akaupin.
Fyrir mig voru þær dýrmæt-
ar morgunstundirnar þegar ég
gat setið með Hebu og spjallað.
Þannig fylgdist ég með Hebu
og allri hennar fjölskyldu – allt-
af var eitthvað skemmtilegt í
gangi – boð, sýningar og uppá-
komur. Síðan var það góð-
gerðavaktin hjá Hvítabandinu –
og alltaf stóð Helgi við hennar
hlið.
Það var farið að vora. Heba
var farin að hoppa á trampólíni
í garðinum með Lilju og var
svo á leið norður langa helgi í
fermingu. Við fengum ekki að
sjá hana aftur.
Söknuðurinn er svo sár þeg-
ar svona fljótt er kvatt. Ég
sakna góðrar konu, góðrar
nærveru og glæsilegrar fyrir-
myndar.
Elsku Helgi, við Teddi, Lilja,
Auður Katarína og Kolbeinn
sendum þér og allri fjölskyld-
unni okkar innilegustu og
dýpstu samúðarkveðjur á þess-
um erfiða tíma, með einlægu
þakklæti fyrir að fá að kynnast
svo vel og minnast nú um alla
tíð elsku ömmu Hebu.
Helga Þórisdóttir.
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016
✝ Ólafur ÁrniThorarensen
fæddist á Siglufirði
23. ágúst 1922.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Fjallabyggðar,
Siglufirði, 12. apríl
2016.
Foreldrar hans
voru Hinrik Thor-
arensen læknir, f.
15. september 1893
á Akureyri, d. 26. desember
1986, og Svanlaug Margrét
Ólafsdóttir Thorarensen stúd-
ent, f. 19. febrúar 1896 á Stokks-
eyri, d. 6. nóvember 1950. Bræð-
ur Ólafs voru Oddur Carl,
lögfræðingur og bíóeigandi, f.
12.2. 1920, d. 25.5. 2015, Ragn-
ar, doktor í rafmagnsverkfræði,
f. 5.2. 1921, d. 3.3. 2011 í Santa
Barbara í Kaliforníu og Hinrik,
viðskiptafræðingur og versl-
unareigandi, f. 20.2. 1927, d.
21.9. 2010. Hálfsystir þeirra
samfeðra er Stella Klara Thor-
arensen Bohnsack stúdent, f.
8.2. 1938, nú búsett í Freder-
icton í Kanada.
2004. Þau eru öll búsett í Kópa-
vogi.
Ólafur Árni, eða Óli Thor eins
og hann var kallaður af flestum,
eyddi sínum bernskuárum á
Siglufirði og Akureyri. Hinrik
faðir hans var læknir á Siglu-
firði og umfangsmikill í við-
skiptum þar. Á sumrin dvöldu
Óli og bræður hans á Siglufirði
en sóttu skóla á veturna á Ak-
ureyri. Óli útskrifaðist sem
stúdent frá Menntaskólanum á
Akureyri vorið 1942 og hélt svo
það sumar vestur til Bandaríkj-
anna þar sem hann lagði stund á
viðskiptafræði við Berkeley-
háskóla í Kaliforníu þaðan sem
hann útskrifaðist 1944. Að námi
loknu sneri hann aftur heim til
æskustöðvanna á Siglufirði og
rak þar bíó og verslun ásamt
Oddi bróður sínum til fjölda ára.
Síðar skiptu þeir eignunum á
milli sín þannig að Óli rak búð-
ina en Oddur bíóið. Búðin var líf
og yndi Óla og hana rak hann
með hléum til ársins 1985 þegar
hann settist í helgan stein og
flutti til Kanaríeyja. Þar bjó
hann til ársins 2008 þegar hann
sneri aftur heim til Siglufjarðar.
Síðustu árin dvaldi Óli á
Heilbrigðisstofnun Fjallabyggð-
ar á Siglufirði.
Útför Ólafs Árna fer fram frá
Siglufjarðarkirkju í dag, 7. maí
2016, klukkan 14.
Ólafur giftist
þann 12. febrúar
1960 Giselu Gerdu
Edith Dahm, f.
16.6. 1938, síðar
framkvæmdastjóri
í Berlín. Þau
skildu 1968. Synir
þeirra eru: 1) Ólaf-
ur Árni tann-
læknir, f. 5.9.
1961, verkefna-
stjóri á St. Olavs
sjúkrahúsinu í Þrándheimi í
Noregi. Dóttir hans er Snædís
Thorarensen, f. 8.5. 1991. Móðir
hennar er Sædís Númadóttir, f.
6.11. 1963. Eiginmaður Snædís-
ar er Jeromy Thorarensen, f.
6.5. 1982, framhaldsskólakenn-
ari. Þeirra börn eru Melkorka, f.
12.11. 2011, og Jórunn, f. 15.4.
2014, öll búsett í Spokane í
Bandaríkjunum. 2) Ragnar,
land- og viðskiptafræðingur
MBA, f. 7.1. 1965, starfar hjá
Þjóðskrá Íslands. Hans kona er
Sigríður Axelsdóttir tann-
læknir, f. 30.7. 1964. Þeirra börn
eru Ólöf, f. 3.2. 1997, Þórunn, f.
11.4. 2000, og Kristín, f. 6.3.
Pabbi var ánægður með líf sitt.
Svo ánægður að hann sagðist
engu myndi breyta ef hann fengi
að lifa því aftur. Svo ánægður að
hann vildi verða 100 ára. Það gekk
ekki alveg eftir en nálægt því var
hann. Pabbi var um fjögurra ára
gamall þegar hann lamaðist
vinstra megin í líkamanum. Aldrei
hefur verið staðfest hvort um var
að ræða heilablæðingu eða lömun-
arveiki sem þó er líklegra. Pabbi
var sendur til Kaupmannahafnar
og varð að liggja þar hreyfingar-
lítill í heilt ár. Það var meðferð
þess tíma og pabba ákaflega erfið.
Þegar pabbi kom heim aftur
hófst hinn eiginlega meðferð,
hreyfing. Pabbi var duglegur að
ganga allt sitt líf og líklega hefur
það verið uppskriftin að löngu og
heilsuríku lífi hans. Ungdómsár
pabba voru skemmtileg, sérstak-
lega sumrin þegar hann og bræð-
ur hans dvöldu á Siglufirði við leik
og störf.
Þá iðaði Siglufjörður af mann-
lífi og faðir þeirra Hinrik var stór-
tækur í viðskiptum og þeir bræð-
ur höfðu því í nógu að snúast.
Pabbi útskrifaðist sem stúdent
frá MA 1942. Hann fór þá vestur
til Kaliforníu þar sem hann nam
viðskiptafræði við Berkeley-há-
skólann þaðan sem hann útskrif-
aðist 1944. Að námi loknu settist
pabbi að á Siglufirði þar sem hann
og Oddur bróðir hans tóku við
rekstri fyrirtækja föður þeirra.
Samstarf þeirra bræðra gekk
mjög vel en svo fór að pabba líkaði
betur í búðinni og Oddi í bíóinu.
Þeir skiptu því eignunum á milli
sín. Pabbi hafði yndi af verslun-
inni. Hann ferðaðist víða um heim
til þess að kaupa inn vörur en
mest keypti hann beint frá Lond-
on og New York. Í einni innkaupa-
ferðinni sem var heitið til Ítalíu
1959 kom pabbi við í Berlín. Þar
hitti hann unga blómarós,
mömmu, og þau felldu hugi sam-
an. Hjónaband pabba og mömmu
var stormasamt enda voru þau
mjög ólík að skapgerð og aldurs-
munurinn 16 ár. Þau skildu 1968
og mamma fór aftur til Berlínar.
Pabbi vildi ekki missa okkur
bræðurna til mömmu þannig að
hann stakk af með okkur til Kan-
aríeyja þar sem við vorum í felum í
rúmlega þrjú ár. Við komum heim
1971 og eftir ársdvöl í Reykjavík
fórum við til Siglufjarðar og pabbi
byrjaði aftur með búðina. Þegar
við bræðurnir vorum komnir suð-
ur í háskólanám ákvað pabbi að
loka búðinni endanlega og flytja
aftur til Kanarí. Þar bjó hann
næstu 23 árin og undi hag sínum
vel.
Árið 2008 flutti pabbi aftur
heim til Íslands. Þá var orðið of
erfitt fyrir hann að hugsa um sig
sjálfur. Eftir stutta viðkomu í
Hveragerði flutti hann aftur til
Siglufjarðar. Í fáein ár eftir að
pabbi kom aftur norður ferðaðist
hann um bæinn á rafskutlu enda
voru fæturnir búnir að gefa sig.
Pabbi hafði mikið yndi af rafskutl-
unni og sagði að hún veitti honum
mikið frelsi. En svo kom að því að
henni var líka lagt. Pabba leið af-
skaplega vel á Sjúkrahúsi Siglu-
fjarðar þar sem hann dvaldi síð-
ustu árin. Hann fékk þar þá bestu
umönnun sem hann gat hugsað
sér. Pabbi gerði aldrei miklar
kröfur til lífsins, sennilega bara
eina, að fá að lifa því. Í mínum
huga var pabbi ótrúlega seigur
karl.
Hann ól okkur bræðurna upp
einn síns liðs og gerði það eins vel
og hann gat. Pabba þótti óskap-
lega vænt um okkur bræðurna og
sagði oft að hans barómeter sveifl-
aðist í takt við okkar.
Ef okkur liði vel þá liði honum
vel. Þannig var pabbi.
Ragnar Thorarensen.
Elsku Óli frændi
Takk fyrir að taka alltaf svona
vel á móti okkur þegar við komum
í heimsókn. Ætíð svo hláturmildur
og glaðvær. Takk fyrir að segja
okkur sögur af Svanlaugu lang-
ömmu og Hinriki langafa og frá
ykkur bræðrum þegar þið voruð
smástrákar. Núna eruð þið sam-
an, fjölskyldan. Hvíl í friði, elsku
Óli frændi, mér þótti svo vænt um
þig.
Sara Hauksdóttir.
Ólafur föðurbróðir minn, eða
Óli frændi eins og ég kallaði hann
alltaf, er látinn tæplega 94 ára að
aldri. Hann er síðastur fjögurra
bræðra til að kveðja.
Óli frændi var búsettur á
Kanaríeyjum um árabil. Foreldr-
ar mínir heimsóttu hann oft þang-
að og áttu með honum góðar
stundir, en Óli og þau voru miklir
mátar. Þegar Óli var um áttrætt
flutti hann heim og fór fljótlega
norður á Siglufjörð þar sem hann
undi hag sínum vel.
Er við áttum leið norður í Fljót
var það ávallt tilhlökkunarefni að
koma til Sigló og heimsækja Óla
frænda. Hann tók alltaf vel á móti
okkur enda einstaklega lífsglaður
og hláturmildur.
Óli var einkar húmorískur og
alltaf var stutt í spaugið og mikið
hlegið. Hann var fróður um liðna
tíð og ég hafði yndi af að fræðast
um líf ömmu og afa og bræðranna
þegar þeir voru að alast upp. Með-
an heilsan leyfði ferðaðist Óli um á
rafskutlu og þá sáum við hann
gjarna tilsýndar á ferð um bæinn.
Síðustu árin dvaldi Óli á Sjúkra-
húsinu á Siglufirði þar sem hann
fékk góða umönnun sem hann var
þakklátur fyrir.
Óla, Ragnari og fjölskyldum
sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Ég minnist Óla
frænda með virðingu og hlýhug.
Guð blessi minningu hans.
Svanlaug.
Látinn er Ólafur Thorarensen,
eða Óli Thor eins og flestir kölluðu
hann. Óli og Oddur bróðir hans
ráku fjölskyldufyrirtæki á Siglu-
firði, Óli sá aðallega um verslunina
en Oddur um bíóið. Bæði börn og
fullorðnir þekktu Óla vel því hann
var skrafhreifinn og átti gott með
að umgangast fólk. Hann var líka
forvitinn og lét sig varða um
náungann.
Árið 1950 fór Sigga Gull vin-
kona mín að vinna hjá Óla og þá
byrjuðu kynni okkar Óla að þróast
í mjög góða vináttu. Haustin
heima á Sigló voru oft dauf því þá
tæmdist bærinn. Við sem eftir
vorum reyndum að grúppa okkur
saman og til varð Thora-klíkan,
skemmtileg smáklíka ungs fólks
þar sem Óli var miðdepillinn því
bækistöðin var heima hjá honum.
Óli var mikill selskapsmaður á
þessum árum og oftast í farar-
broddi þegar við komum okkur á
sem flestar árshátíðir og annað
sem í boði var. Þá var Óli mjög
góður dansari, hafði lært hjá Rig-
mor Hansen.
Óli var mikill sögumaður og
kryddaði vel sögurnar. Hann út-
skrifaðist úr bandarískum háskóla
svo margar sögurnar voru frá
Ameríku. Hann hafði verið í par-
týum með frægum leikurum sem
við sáum í bíómyndum og okkur
þóttu þetta safaríkar sögur.
Óli varð mikill örlagavaldur í
mínu lífi þegar ég opnaði verslun í
Ólafsvík 1963 með vörur frá versl-
un Óla. Síldin brást á Siglufirði og
Óli var með fulla búð af vörum. En
hann var alltaf svo úrræðagóður.
Auk mín opnuðu tvær aðrar konur
búðir í sínum heimabyggðum með
vörur frá Óla, Gunnþórunn á
Seyðisfirði og Sigríður Björns í
Vestmannaeyjum. Næstu árin fór
hann með okkur í innkaupaferðir
til að panta vörur í búðirnar.
Þetta voru ánægjulegar ferðir,
farið með Gullfossi og Óli var góð-
ur ferðafélagi.
Árið 1959 kynntist Óli Gisellu
þegar hann var í verslunarferð í
Þýskalandi. Stuttu seinna kom
hún í heimsókn til Íslands. Óli fór
suður að taka á móti henni en við
vinirnir fyrir norðan biðum
spenntir eftir að sjá dömuna og
urðum ekki fyrir vonbrigðum.
Gisella var falleg og brosmild
og Óli alveg í skýjunum og naut
þess að ganga fram af fólki með
því að stoppa úti á götu og kyssa
kærustuna, fólk varð hálffeimið.
Um haustið var stórbrúðkaup.
Næstu árin fæddust svo drengirn-
ir Óli og Ragnar.
Óli hætti með verslunina á Sigló
og flutti til Reykjavíkur. Keypti
skóbúð sem hann átti í stuttan
tíma, honum fannst leiðinlegt að
selja fólki sem hann þekkti engin
deili á og bauð varla góðan daginn.
Óli og fjölskylda heimsóttu
okkur Begga tvisvar til Ólafsvík-
ur. Árin liðu og alltaf hélst okkar
góða vinátta.
Gisella og Óli slitu samvistir en
Óli fékk að hafa strákana sína. Það
sem hann var hamingjusamur
með það.
Nú er gamla Thora-klíkan að
hverfa, hver af öðrum hefur kvatt.
Systkinin Sigga og Viddi og bræð-
urnir Snorri og Skjöldur eru farin
ásamt fleirum.
Nú kveð ég elskulegan góðan
vin og læt hugann reika til liðinna
daga þar sem gleðin og gamanið
sat í fyrirrúmi. Minningin um Ólaf
Thorarensen lifir. Sjáumst síðar.
Sigríður Þóra Eggertsdóttir
(Sigga-Tóta).
Ólafur Árni
Thorarensen