Morgunblaðið - 07.05.2016, Page 39

Morgunblaðið - 07.05.2016, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Garðar Garða- og heimilisþrif Við komummeð brosið, og förummeð ruslið. Kristján s: 8618752 Hljóðfæri Kirkjuorgel til sölu Forngripur frá 1880. Nýuppgert. Til sýnis á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, 4. hæð. Upplýsingar gefur Stefán í síma 690 8083. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Rotþrær-vatnsgeymar- lindarbrunnar. Rotþrær og siturlagnir. Heildar lausnir - réttar lausnir. Heitir Pottar. Lífrænar skolphreinsistöðvar. Borgarplast.is, Mosfellsbæ, sími 561 2211 SUMARHÚSALÓÐ Í ÖNDVERÐARNESI TIL SÖLU INNST Í BOTLANGA. LIGGUR VIÐ GOLFVÖLLINN, BRAUT 11. Einstök staðsetning. Frábært útsýni yfir golfvöllinn og nærsveitir. Uppl. í síma 8661712 eða plommi61@gmail.com Iðnaðarmenn Til sölu Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Þjónusta                                 ! " #$ %&& ' '' ((()*)  Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt NÝKOMIÐ! Ótrúlega mjúkir og þægilegir sumarskór úr leðri, fyrir dömur og herra! Gæði í gegn ! Teg: 734307 Stærðir: 36 - 42 Litur: rautt. Verð: 13.750 Teg: 734307 Stærðir: 36 - 42 Litur: svart. Verð: 13.750.- Teg: 422201 Stærðir: 40 -45 Litur: grátt. Verð: 16.950.- Teg: 417305 Stærðir: 40 - 46 Litur: svart. Verð: 15.500.- Laugavegi 178 Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Sendum um allt land Erum á Facebook. TILBOÐ TILBOÐ Dömuskór úr leðri, stakar stærðir. Tilboðsverð: 2.900.- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Bílar Toyota Hiace. 4x4. 6/2008. 9 manna. Dráttarkrókur. Heithúðun á gólfi. Ný kominn úr yfirhalningu fyrir 700.000,- Ekinn 255 þús km. Þessir sjást ekki oft á sölum. Verði stillt í hóf á 3.550.000,- www.sparibill.is Fiskislóð 16 – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Hjólbarðar Bílastofan í Reykjanesbæ er með alhliða dekkjaþjónustu og bílaviðgerðir. Gæðadekkin frá Infinity fást hjá okkur á frábæru verði, því lægsta á Suðurnesjum samkvæmt nýjustu verðkönnun. Vertu velkomin á Njarðarbraut 11, eða hafðu samband í síma: 421 1251- 771 4221 eða 861 2319 Verðdæmi fyrir heilsársdekk: R14 175/65 Heilsárs- 10,990,- R15 195/65 Heilsárs- 12,990- R16 215/65 Heilsárs-17,990 R17 225/60 Heilsárs-20,990 Burðardekk í ýmsum stærðum Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Húsviðhald          mbl.is alltaf - allstaðar mbl.is alltaf - allstaðar vELFERÐARRÁÐUNEYTIÐ Jafnréttissjóður Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki Í velferðarráðuneytinu er starfræktur Jafnréttissjóður Íslands sem stofnaður var með samþykki þingsályktunar 1009/2015 í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna. Megintilgangur Jafnréttissjóðs Íslands er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn verkefni og rannsóknir ein- staklinga, fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka. Jafnréttissjóður Íslands nýtur framlaga af fjárlögum í fimm ár, 100 milljónir króna á ári, frá ársbyrjun 2016 til ársloka 2020. Stjórn sjóðsins ákveður fjölda styrkja og gerir tillögu til félags- og húsnæðismálaráðherra um veitingu þeirra hverju sinni. Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum árið 2016. Gerðar eru skýrar faglegar kröfur til umsækjenda. Niðurstöður verkefna og rannsókna, sem styrk hljóta úr Jafnréttissjóði Íslands, verða gerðar aðgengilegar á vefsvæði Stjórnarráðs Íslands í þeim tilgangi að þær nýtist sem best til framfara á sviði jafnréttismála. Í samræmi við þingsályktun um Jafnréttissjóð Íslands og reglur um úthlutun úr sjóðnum leggur stjórnin áherslu á að veita fé til verkefna sem: a. eru til þess fallin að vinna gegn launamun kynjanna og efla almennt jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og í atvinnulífinu, b. varpa ljósi á samfélagslegan, umhverfislegan og efnahagslegan ávinning af auknu jafnrétti og styrkja jafnrétti á alþjóðavísu, t.d. með kynningu á íslenskum lausnum og áherslu á bætta stöðu kvenna í þróunarlöndum og á norðurslóðum, c. ætlað er að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi, d. falla undir þróunarverkefni í skólakerfinu sem ætlað er að stuðla að sterkri og jákvæðri sjálfsmynd pilta og stúlkna, svo sem með aukinni fræðslu í kynjafræðum, e. eru til þess fallin að hvetja ungt fólk af báðum kynjum til aukinnar samfélagsþátttöku og stjórnmálastarfs og stuðla að aukinni kosningaþátttöku þess, f. eru til þess fallin að varpa ljósi á stöðu kynjanna jafnt í samtíð sem fortíð. Umsóknarfrestur rennur út klukkan 16.00 fimmtudaginn 26. maí 2016 og mun félags- og húsnæðis- málaráðherra úthluta úr sjóðnum við formlega athöfn 19. júní næstkomandi. Við ákvörðun um styrkhæfi umsókna leggur stjórnin m.a. mat á gæði verkefnis eða rannsóknar, þ.m.t. mark- mið og skipulag verkefnis, hagnýtingargildi og mikilvægi með tilliti til reglna og markmiða sjóðsins um að auka jafnrétti kynjanna. Vakin er athygli á því að umsækjendum er gert að sækja rafrænt um á eyðublaðavef ráðuneytanna á minarsidur.stjr.is. Nánari upplýsingar má finna á vefsvæði ráðuneytisins. Jafnréttissjóður starfar samkvæmt reglum nr. 365/2016, um úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands. Velferðarráðuneytinu, 4. maí 2016 StyrkirSS S S Raðauglýsingar 569 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.