Morgunblaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.05.2016, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016 Vorið hlær nefnist sýning sem opn- uð verður í Listhúsi Ófeigs, Skóla- vörðustíg 5, í dag kl. 15. Á henni sýnir Hulda Vilhjálmsdóttir olíu- málverk og Áslaug Lilla Leifsdóttir útsaumuð myndlistarverk. Hulda er þekktust fyrir málverk sín en viðfangsefni þeirra eru mann- eskjan, náttúran og tilfinningar. Áslaug er fatahönnuður að mennt en hefur fengist við myndlist og textíllist samhliða starfi sínu. Hún notar fjölbreyttan og endurunninn efnivið í myndlist sinni og umfjöll- unarefnið er fólk og mannlíf. Kona Eitt verka Huldu Vilhjálmsdóttur. Vorið hlær í Listhúsi Ófeigs Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni Af sögu Bessastaða 1600– 1944 í dag í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð, kl. 13.30–16.15). Björn Teitsson sagnfræð- ingur flytur erindið „Bessastaðir – bústaður embættismanna 1606– 1804“, Ólafur R. Dýrmundsson, doktor í búvís- indum, erindið „Bújörðin Bessastaðir og búskap- ur þar 1600–1944“, Guðlaugur Rúnar Guðmunds- son, sjálfstætt starfandi sagnfræðingur, erindið „Bessastaðaskóli í íslenskri menningarsögu“ og Ragnhildur Bragadóttir sagnfræðingur flytur er- indið „Bessastaðabændur: Eigendasaga Bessa- staða 1867–1944.“ Fundarstjóri verður Margrét Gunnarsdóttir, doktorsnemi í sagnfræði. Flutningur hvers erind- is tekur um 20 mínútur og um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju er- indi. Í hléi býður félagið upp á kaffiveitingar. Fundarstjóri Margrét Gunnarsdóttir. Málþing um sögu Bessastaða Kvennakór Kópavogs fagnar sumri með tónleikum í kvöld kl. 20 í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni í Reykjavík. Undirbúningur tónleik- anna hófst í fyrrahaust og er efnis- skráin fjölbreytt, allt frá sígildum íslenskum dægurperlum til madri- gala, ABBA-laga og rokklaga frá níunda áratugnum. „Kórfélagar hafa ekki aðeins lagt á sig strangar æfingar við undir- búning tónleikanna, heldur líka brugðið sér í sveitina þar sem kór- konur tóku til hendinni. Flestar voru með sveitastörfin á hreinu en stutt í borgarbarnið í öðrum og púðurdósunum brugðið á loft við aðstæður þar sem ekki er algengt að sjá slíkt. En aðrar sýndu að fyrir sannar dömur fara heygafflar og olíudælur vel við háhælaða skó og rauðan varalit. Já, kórkonur kunna svo sannarlega að hafa gaman af öllum verkefnum sem þær taka sér fyrir hendur,“ segir í tilkynningu. Lögin sem æfð hafa verið í vetur fá þó ekki hið einasta að hljóma á vor- tónleikum kórsins því viku síðar leggur hópurinn í för til Ítalíu og mun syngja, gleðjast og njóta góða veðursins á bökkum Gardavatnsins í heila viku. Húsið verður opnað kl. 19.15 í kvöld og er fordrykkur inni- falinn í aðgangseyrinum sem er kr. 3.000. Stjórnandi kórsins í vetur er John Gear. Í sveitinni Þrjár söngkonur úr Kvennakór Kópavogs úti á túni. Kvennakór Kópavogs úti á túni Ljósmynd/Svana Myndlistarmaðurinn Mýrmann opnar sýninguna Constructive/Upp- byggilegt í Galleríi Fold við Rauðar- árstíg í dag kl. 15. Mýrmann heitir réttu nafni Víðir Ingólfur Þrastarson og er þetta 17. einkasýning hans en hann hefur einnig tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum. Hann hefur lagt stund á myndlist frá unga aldri, á einnig hönnunarnám að baki en lærði svo hjá listmálaranum Odd Nerdrum í Noregi árið 2011. Á sýningunni eru 11 stór olíuverk, landslagsverk sem birta tvo ólíka heima sem mynda andstæður, eins og segir í tilkynningu. Annars vegar eru það kröftugar myndir af ósnortinni náttúru Íslands og svo myndir af borgarlandslagi. „Þetta er svona eins og ég sé Ísland. Ég sé Ísland alltaf fyrir mér eins og það sé skrímsli, hættulegt skrímsli sem er tilbúið að éta allt og alla ef fólk leyfir því það. Ég sé landið okkar ekki eins og það sé sætt og fallegt, eins það er oft auglýst. Ég skynja náttúruna okkar allt öðruvísi en þar,“ segir Mýrmann um verkin sín. Sér Ísland fyrir sér sem skrímsli Landslag Eitt af málverkum Mýrmanns. The Huntsman: Winter’s War 12 Metacritic 36/100 IMDb 6,2/10 Smárabíó 17.30, 20.00, 22.30 Batman v Superman: Dawn of Justice 12 Morgunblaðið bbnnn IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 10 Cloverfield Lane 16 Metacritic 76/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Kringlunni 22.40 Flóðbylgjan 12 Jarðfræðingurinn Kristian varar við að milljónir rúm- metra af grjóti gætu fallið í sjóinn og myndað stærstu flóðbylgju í sögu Noregs. Aðrir vísindamenn vísa þess- ari kenningu á bug. Háskólabíó 15.00, 17.30, 20.10, 22.30 Borgarbíó Akureyri 15.00, 17.30, 20.10, 22.30 The Boss Viðskiptajöfur lendir í fang- elsi eftir að upp kemst um innherjasvik. Þegar hún sleppur út skapar hún sér nýja ímynd og verður um- svifalaust eftirlæti flestra. Metacritic 40/100 IMDb 5,0/10 Laugarásbíó 17.55 Smárabíó 20.10, 22.20 Háskólabíó 22.30 Borgarbíó Akureyri 22.00 The Divergent Ser- ies: Allegiant 12 Metacritic 33/100 IMDb 6,1/10b Sambíóin Kringlunni 20.00 Criminal 16 Minningar og hæfileikar lát- ins CIA-fulltrúa eru græddar í óútreiknanlegan og hættu- legan fanga. Metacritic 37/100 IMDb 6,5/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 20.00 Maður sem heitir Ove Ove er geðstirði maðurinn í hverfinu. Honum var steypt af stóli sem formaður götu- félagsins en stjórnar áfram með harðri hendi. IMDb 7,6/10 Laugarásbíó 20.00 Háskólabíó 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Borgarbíó Akureyri 15.50 Ratchet og Clank Félagarnir Ratchet og Clank þurfa nú að stöðva hinn illa Drek frá því að eyðileggja plánetur í Solana-vetrar- brautinni. Laugarásbíó 13.50, 15.50 Smárabíó 13.00, 13.00, 15.20, 15.30, 17.45, 17.45 Háskólabíó 15.00, 17.30 Borgarbíó Akureyri 14.00 Ribbit Saga frosks í tilvistarkreppu. IMDb 4,2/10 Sambíóin Álfabakka 14.00, 16.00, 18.00 Sambíóin Egilshöll 13.00 Sambíóin Kringlunni 13.40, 15.40 Sambíóin Akureyri 13.20 Sambíóin Keflavík 15.40 Zootropolis Morgunblaðið bbbbn Metacritic 76/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Kringlunni 17.40 Kung Fu Panda 3 Metacritic 66/100 IMDb 7,4/10 Smárabíó 13.00, 13.50, 15.15, 15.50 A Hologram for the King Háskólabíó 15.00, 17.30, 20.10 Bastille Day Smárabíó 20.10, 22.30 Borgarbíó Akureyri 18.00 Room 12 Metacritic 86/100 IMDb 8,3/10 Bíó Paradís 17.45 The Ardennes Bíó Paradís 18.00 Anomalisa 12 Bíó Paradís 18.00 Hrútar 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 83/100 IMDB 7,4/10 Bíó Paradís 22.00 Louder than Bombs 12 Bíó Paradís 20.00 Fyrir framan annað fólk 12 Morgunblaðið bbbnn Bíó Paradís 20.00 As You Like It Bíó Paradís 20.00 The Witch Morgunblaðið bbbbn Bíó Paradís 22.15 Nánari upplýsingar um sýningar og sali er að finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna. Munaðarlaus drengur er alinn upp í skóginum með hjálp úlfahjarðar, bjarnar og svarts pardusdýrs. Bönnuð innan 9 ára. Metacritic 75/100 IMDb 8,2/10 Sambíóin Álfabakka 14.00, 15.20, 16.30, 17.40, 20.00 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.15, 17.40, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 14.00, 17.40 Sambíóin Keflavík 15.00 The Jungle Book Kvikmyndir bíóhúsanna Alvarlegt atvik leiðir til klofnings í Aven- gers hópnum um það hvernig eigi að tak- ast á við aðstæðurnar. Hann magnast síðan upp í baráttu milli fyrrum banda- mannanna Iron Man og Captain America. Metacritic 83/100 IMDb 8,7/10 Laugarásbíó 18.00, 21.00, 22.25 Sb. Álfabakka 13.40, 13.40, 13.40, 16.50, 16.50, 16.50, 19.00, 20.00, 20.00, 20.00, 22.10, 23.05, 23.05, 23.05 Sambíóin Egilshöll 15.00, 17.30, 20.30, 22.10 Sambíóin Kringlunni 14.00, 17.00, 18.00, 20.00, 21.00, 23.00 Sambíóin Akureyri 17.00, 20.00, 22.20, 23.00 Sambíóin Keflavík 17.30, 20.30, 22.10 Captain America: Civil War 12 Þegar systrafélag háskólanema flyt- ur inn við hliðina á Mac og Kelly komast þau að því að stelpunum fylgir enn meira svall og sukk en strákunum sem bjuggu þar á undan. IMDb8,6/10 Laugarásbíó 14.00, 16.00, 18.00, 20.00, 22.00 Sambíóin Egilshöll 15.30, 17.50, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 13.00, 13.00, 15.10, 15.20, 17.20, 17.45, 19.30, 20.00, 21.40, 22.10 Háskólabíó 20.00, 22.10 Borgarbíó Akureyri20.00, 22.00 Bad Neighbours 2: Sorority Rising 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.