Morgunblaðið - 19.05.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.05.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016 Hverfisgötu 105 • storarstelpur.is Munið bílastæði á bak við hús Við erum á facebook STÓRAR STELPUR tískuvöruverslun Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Við erum að leysa málið og höfum allan vilja til þess. Við munum ekki skorast undan ábyrgð,“ segir Ing- ólfur Geir Gissurarson fram- kvæmdastjóri fasteignasölunnar Valhallar sem sá um sölu Ásmund- arsalar sem hýsti Listasafn ASÍ. Morgunblaðið greindi frá því í gær að hæsta tilboðinu í húsið hefði ekki verið tekið og ASÍ væri að skoða sinn rétt; hvort hægt væri að láta fasteignasöluna greiða sér mis- muninn. Hvorki Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, né Ingólfur vildu tjá sig um hvað upphæðirnar væru háar. Fasteignasalan og ASÍ munu funda í dag um málið og býst Ing- ólfur við að því muni ljúka eftir fund- inn. Hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir keyptu Ásmundarsal en alls bárust sex til- boð í eignina. Salan vakti nokkra reiði meðal Sambands íslenskra myndlist- armanna sem setti af stað undir- skriftasöfnun þar sem skorað var á rekstrarfélag Listasafns ASÍ og ASÍ að endurskoða stöðu sína í málinu. Listasafn ASÍ verður með starfsemi í húsinu fram á haust þegar nýju eig- endurnir taka við starfseminni. Stefnt er að reglulegu sýningahaldi í húsinu og að glæða það lífi meðal annars með því að setja þar á stofn hönnunar- og listamiðstöð. Valhöll vill leysa málið og skorast ekki undan ábyrgð  Hærra tilboð barst í Ásmundarsal án vitundar ASÍ Morgunblaðið/Eggert Ásmundarsalur Salan vakti athygli. Á HÚSAVÍK Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framkvæmdir við uppbyggingu iðnaðar á Bakka við Húsavík ganga nokkurn veginn eftir áætlun. Tíma- ramminn er þó þröngur og lítið þarf að koma upp á til þess að virkjanir og verksmiðja komist ekki í gang á tilsettum tíma. Fram- kvæmdirnar ná hámarki í sumar og er áætlað að á sjötta hundrað starfsmenn verði þá á vinnusvæð- unum á Þeistareykjum, Bakka og við Húsavíkurhöfn. Húsavíkurbær hélt samræming- arfund með öllum helstu hags- munaaðilum á framkvæmdasvæð- unum í gær. Þar gerðu fyrirtæki og stofnanir grein fyrir stöðu mála, hver í sínum verkþætti. „Ég get ekki betur séð en að allir hlutir séu vel innan skekkjumarka,“ sagði Kristján Þór Magnússon bæj- arstjóri eftir fundinn. Hann tók fram að ennþá væri óvissa um ein- hverja hluti og línan væri mjðg strekkt og lítið mætti út af bregða. Vinna upp tafir Vegagerðin er aðalverkkaupi að jarðgöngum um Húsavíkurhöfða, vegagerð frá höfn að iðnaðarsvæði og stækkun og lagfæringar á Húsavíkurhöfn. Fram kom hjá Gunnari Guðmundssyni, forstöðu- manni á Akureyri, að jarðgöngin væru orðin 350 metrar að lengd sem er um þriðjungur af heild- arlengdinni. Verkið komst seinna af stað en áformað var og þótt ágætlega gangi að sprengja er nú útlit fyrir að ekki takist að sprengja í gegn fyrr en í lok ágúst sem er tveimur og hálfum mánuði seinna en kveðið var á um í samn- ingum. Verktakinn, norska fyr- irtækið LNS, vinnur upp seink- unina að einhverju leyti með því að flýta öðrum framkvæmdum og tel- ur að ekki verði seinkun á skilum verksins í heild. Því verði lokið um miðjan ágúst 2017, á sama tíma og uppfyllingin við Bökugarð. Stöðvarhúsið tilbúið í haust Framkvæmdir við höfnina eru einnig á eftir áætlun. Mikil áhersla er lögð á það að hægt verði að nota hafnarbæturnar í haust því um höfnina þurfa að fara tæki og efni sem notað er við virkjunina á Þeistareykjum og byggingu kís- ilvers PCC á Bakka. Sérfræðingar Vegagerðarinnar töldu að það ætti að takast. Vinnu við dýpkun hafn- arinnar er að ljúka. Á Þeistareykjum er verktakinn LNS Saga að byggja stöðvarhús og jarðvarmaveitu jarðvarmavirkjunar Landsvirkjunar. Jarðborarnir eru að bora vinnsluholur. Þá er Lands- net að undirbúa lagningu há- spennulína til að tengja virkjunina við landsnetið og iðnaðarsvæðið á Bakka. Við þessi verk og fleiri smærri starfa um 280 menn í sum- ar. Valur Grettisson, yfirverk- efnastjóri Þeistareykjavirkjunar, segir að mikil snjókoma og leið- inlegt veður í apríl og maí hafi sett aðeins strik í reikninginn hjá verk- takanum. Klæðning stöðvarhússins sé um mánuði á eftir áætlun en önnur verk í húsinu séu á undan áætlun þannig að í heildina á hann ekki von á að skil verksins tefjist. Valur segir mikilvægt að húsið verði tilbúið í lok nóvember því þá verði húsið afhent þeim sem selja og setja upp túrbínur virkjunar- innar. Unnið verður að uppsetningu tækja í stöðvarhúsinu í byrjun næsta árs og byrjað að prófa þau. Fyrri túrbína virkjunarinnar á að hefja framleiðslu haustið 2017 og sú seinni fyrrihluta árs 2018. Boraðar verða fjórar holur til gufuöflunar á Þeistareykjasvæðinu í sumar og fjórar næsta sumar. Svæðið gefur þegar gufu fyrir fyrri vélina og vel það og svæðið er orð- ið það vel rannsakað að Valur segir nokkuð tryggt að unnt verði að afla nauðsynlegrar viðbótarorku með þeim holum sem boraðar verða í ár og á næsta ári. Raskar ekki áætlunum Landsnet hefur boðið út og sam- ið við birgja og verktaka um flesta verkþætti við lagningu háspennu- lína frá Þeistareykjum til Bakka og frá Þeistareykjum til Kröflu þar sem virkjunin verður tengd við landsnetið. Verktakar við und- irbúning línuleiðanna ætluðu að vera byrjaðir en það hefur tafist vegna snjóa. Þórarinn Bjarnason, verkefnisstjóri hjá Landsneti, segir að þeir bíði tilbúnir. Hann telur að tímaáætlun Landsnets standist. Landsnet hef- ur óskað eftir heimild til eign- arnáms á línuleið Kröflu þar sem samningar tókust ekki við landeig- endur. Nýlega féll dómur í Hæsta- rétti þar sem heimild við- skiptaráðuneytisins til eignarnáms jarðaparta á Suðurnesjum var ógilt. Þórarinn segir að Landsnet telji að sá dómur eigi ekki að hafa áhrif á framkvæmdina. Báðar lín- urnar þurfa að vera komnar til þess að virkjun og kísilver geti starfað eðlilega. Vilja byggja íbúðarhúsnæði Þýska verktakafyrirtækið SMS er aðalverktaki við byggingu kís- ilvers PCC á Bakka. Jörg Dembek framkvæmdastjóri segir að verk- efnið sé á tíma og áætlun um að gangsetja verksmiðjuna um jólin 2017 standi. Áætlað er að 200-250 manns verði við byggingarvinnu í sumar, þegar mest verður um að vera. Byrjað verður að ráða starfsfólk eftir sumarhlé og aftur eftir ára- mót og það þjálfað. Hann segir mikilvægt að starfsfólkið sé vel þjálfað áður en verksmiðjan taki til starfa. Húsnæðismarkaðurinn á Húsavík er erfiður, erfitt er að fá húsnæði leigu eða kaups. Húsavíkurbær hefur tekið frá íbúðarhúsalóðir fyr- ir PCC í útjaðri bæjarins og er fyr- irtækið að kanna möguleika á að byggja þar 40-60 íbúðir. Kristján Þór bæjarstjóri bindur vonir við húsnæðisverkefni PCC. Það yrði mikil innspýting í bæj- arfélagið og gæti haft keðjuverk- andi áhrif. Hann telur til dæmis að margir væru tilbúnir að minnka við sig ef litlar hentugar íbúðir kæmu á markaðinn og þá losnuðu mörg einbýlishús. Framkvæmdir enn á áætlun  Tímalínan strekkt og lítið má út af bregða til að tímaáætlanir við uppbyggingu á Þeistareykjum og Bakka raskist  Á sjötta hundrað menn að störfum í sumar  Innan skekkjumarka, segir bæjarstjóri Húsavíkurhöfn Miklar framkvæmdir standa yfir í Húsavíkurhöfn. Böku- garður er lengur og lagfærður og aukið athafnarými skapað í höfninni. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kolageymsla Gríðarleg mannvirki kísilvers PCC rísa nú á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Þetta er hluti af hráefnageymslu, þar sem kolin verða geymd. Áætlað er að 200-250 manns verði við byggingarvinnu þarna í sumar. Þeistareykir Starfsmenn LNS Sögu steypa við stöðvarhúsvegg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.