Morgunblaðið - 19.05.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.05.2016, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016 Þrátt fyrir sorgina sem fylgir því að kveðja vin í hinsta sinn, þá fyllist hjarta mitt gleði og þakk- læti, því það er mikil blessun að eignast trausta og góða vini og þannig vinur var Birgit. Hún var vönduð manneskja, jákvæð og skemmtileg auk þess að vera einstaklega ræktarsöm. Ræktarsemin gilti um allt í lífi hennar, hvort sem það var fjöl- skyldan, vinirnir eða garðurinn hennar með fallegu rósunum, allt naut umhyggju og hún hlúði að öllu og öllum. Þau hafa reyndar gert það bæði hjónin, Birgit og Hreinn, enda vart hægt að finna samhentari og yndislegri hjón en þau, umvafin ástúð og virðingu hvort annars alla tíð. Í veikindum hennar kom svo vel í ljós að börn- in þeirra hafa líka tileinkað sér ræktarsemi eins og foreldrarnir, því það var eftir því tekið á sjúkrahúsinu hve vel þau hugs- uðu um móður sína og hlúðu að henni öllum stundum, ásamt Hreini. Allar ómetanlegu minningarn- ar um góðu og skemmtilegu sam- verustundirnar okkar, alveg frá því að við Birgit kynntumst á unglingsárunum sem kærustur og verðandi eiginkonur vinanna Hreins og Odds, allar þær góðu samverustundir sem við áttum öll saman í vinahópnum sem tengd- ist spilaklúbbnum og öll árin síð- an mun ég geyma sem fjársjóð í huga mér og hjarta. Við Ingunn Ragnars eigum eftir að sakna þess að eiga ekki oftar „hitting“ með Birgit, eins og við áttum reglulega þrjár sam- an. Það síðasta sem Birgit sagði brosandi þegar ég kvaddi hana í hinsta sinn á sjúkrahúsinu var: „Nú förum við að skipuleggja hitting.“ Sólin hnígur út við sundin blá meðan sólargeislar roða strá um ægisbarm, hann andar rótt. Góða nótt! Sofnar lítill fugl á grænni grein því að gleymt er honum sérhvert mein, um sumarnótt hann sefur rótt. Sofa blómin smáu á fagurgrænni grund, glitrar döggin skær eins og álfagull og eðalsteinar. Góða nótt! Sofnar lítill fugl á grænni grein því að gleymt er honum sérhvert mein, um sumarnótt hann sefur rótt. (Jónbjörg Eyjólfsdóttir) Ég votta Hreini, börnum þeirra og fjölskyldum mína inni- legustu samúð og bið þeim allrar blessunar. Elsku Birgit, hafðu hjartans þökk fyrir samfylgdina. Ragna. Góð vinkona, Birgit Helland, er látin eftir erfið veikindi. Birgit var glaðleg, hlý og skemmtileg kona, sem hafði mjög góða nær- veru. Við hjónin kynntumst henni sem eiginkonu Hreins í gegnum bridge-klúbb sem hefur verið í gangi áratugum saman. Það var ávallt með tilhlökkun sem komið var til Birgit og Hreins í spila- kvöld þar sem góðar veitingar voru ávallt á boðstólum í kaffi- hléinu. Fjörugar og hressilegar umræður og dillandi og smitandi hlátur Birgit er eftirminnilegur. Þau hjónin voru mjög samhent og gengu samstíga í gegnum lífið í meira en hálfa öld. Við þökkum Birgit fyrir ára- tuga vináttu og minnumst með hlýhug margra samverustunda spilaklúbbsins og maka, svo sem árshátíða, sumarbústaðarferða og margra ferðalaga til útlanda og var Birgit einstaklega góður ferðafélagi með sitt góða skap og glaðlega bros. Við vottum Hreini og fjöl- skyldunni okkar innilegustu sam- úð. Sigrún og Hjalti. ✝ Lukka Ingi-björg Þorleifs- dóttir fæddist á bænum Sléttu við Vindheim í Norð- firði 8. ágúst 1921. Hún lést á Dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri 11. maí 2016. Foreldrar henn- ar voru Þorleifur Ásmundsson, f. 1889, d. 1956, og María Jóna Aradóttir, f. 1895, d. 1973. Lukka var sjöunda í röð 14 systkina. Aðalheiður var elst, f. 1912, d. 2006, Ari, f. 1913, d. 2005, Guðni, f. 1914, d. 2002, Stefán, f. 1916, Ingvar, f. 1917, d. 1963, Gyða, f. 1919, d. 2009, Lilja, f. 1923, d. 2014, Guðbjörg, f. 1924, Ásta, f. 1926, Friðjón, f. 1928, d. 2004, Guðrún, f. 1930, Sigurveig, f. 1933, d. 2009, Vil- hjálmur, f. 1936. Þann 20. nóvember 1948 gift- ist Lukka Alfreð Júlíussyni, f. 1915, vélstjóra við Laxárvirkjun í Suður-Þingeyjarsýslu. Þau eignuðust tvær dætur, Margréti Steinunni, f. 1948, og Maríu, f. 1954. Fyrir átti Lukka soninn Þór Má Valtýsson, f. 1943. Þór var kvæntur Kolbrúnu 1972. Börn Þórðar af fyrra hjónabandi með Önnu Lilju Hauksdóttur, f. 1974, eru Birgir Þór, Sunna Björk og uppeld- issonurinn Aron Geir Ottósson. Mörtu Maríu á Þórður með Mar- gréti Andrésdóttur. Börn Ragn- heiðar frá fyrra hjónabandi eru Viktor Ingi Ólason og Stefán Máni Ólason. b) Alfreð, f. 1976, maki Brynja Dröfn Tryggva- dóttir, f. 1976. Börn þeirra eru Anna María, Arngrímur Friðrik og Ingibjörg Ólína. c) Elsa, f. 1979, maki Óli Ingi Ólason, f. 1981. Börn þeirra eru Eva Ingi- björg, Óli Þór og Ari Óðinn. d) Linda, f. 1986, maki Baldur Kristinsson, f. 1980. Börn þeirra er Klara Hrund, Tómas Bjarni og óskírður Kristinsson. e) Júlía Margrét, f. 1988, maki Sævar Veigar Agnarsson, f. 1984. Börn þeirra eru Agnar Kári, Þórður Ásgeir og María Ósk. Alfreð og Lukka áttu sitt heimili við Laxárvirkjun til árs- ins 1967 er þau fluttust til Ak- ureyrar. Fyrst bjuggu þau á Eyrarvegi 31 en frá 1989 í Víði- lundi 24. Lukka var mikil hús- móðir og sinnti heimili sínu af alúð. Hún vann í fataverksmiðj- unni Heklu í nokkur ár en fékkst líka við saumaskap heima. Alfreð lést árið 1997. Lukka bjó í Víðilundi til ársins 2010 er hún flutti í Dvalarheim- ilið Hlíð. Útför Lukku fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 19. maí 2016, og hefst athöfnin kl. 13.30. Guðveigsdóttur, f. 1944. Börn þeirra: a) Þorbjörg Lilja, f. 1976, maki Bene- dikt Jónsson, f. 1977, og eiga þau þrjá syni, Eyþór Bjarka, Baldur Orra og Smára Stein. b) Páll, á son- inn Emil með Stine Irene Johansen. Margrét Stein- unn giftist Stefáni Stefánssyni, f. 1947. Börn þeirra: i) Stefán Alfreð, f. 1968, maki Svanfríður Oddgeirsdóttir, f. 1974. Börn þeirra eru Alexander Geir, Mar- grét Dís og Stefán Birgir. ii) Gauti, f. 1972, maki Stefanía Arnardóttir, f. 1974. Börn þeirra eru Máni, Saga og Lukka. iii) Ingibjörg, f. 1976, maki Hall- grímur Óli Guðmundsson, f. 1972. Börn þeirra eru Stefán Óli, Edda Hrönn og Gyða Dröfn. iv) Davíð, f. 1979, maki Dóra Birna Ævarsdóttir, f. 1978. Börn þeirra eru Ingibjörg Embla, Tristan Þór, Eldar Freyr og Yrsa Þöll. María giftist Birgi Þór Þórðarsyni, f. 1951. Börn þeirra: a) Þórður, f. 1972, maki Ragn- heiður Hulda Þórðardóttir, f. Móðir mín byrjaði snemma að vinna. Í fyrstu gætti hún yngri systkina og síðar vann hún við barnapössun í kaupstaðnum. Á unglingsárum vann hún í fiski. 17 ára fór hún til Akureyrar og vann um tíma á heimili Aðalheið- ar systur sinnar. Síðar gerðist hún vinnukona á efnaheimili í bænum. Þegar því starfi lauk fékk hún vinnu á Hótel KEA. Hún starfaði líka utan Akureyr- ar, m.a. á Leirhöfn á Melrakka- sléttu við húfugerð. Hún var einn vetur ráðskona á vertíð í Sand- gerði. Mamma fékk snemma áhuga á hannyrðum og var fær á því sviði. Vann hún við saumaskap heima og utan heimilis. Hún var ætíð vel til fara og sá til þess að börnin hennar væru sómasamlega klædd. Og ekki gleymdi hún barna- börnunum, þau fengu marga fal- legu flíkina frá henni. Móðir mín var hjartahlý kona og gestrisin. Gott var að heim- sækja mömmu og Alla, það var góður andi á heimili þeirra. Mamma var við góða heilsu allt til ársins 2009 er henni tók að hraka bæði líkamlega og andlega. Hún átti orðið erfitt um gang en hafði áður verið mjög dugleg að fara í langar gönguferðir. Minn- inu hrakaði mikið og var hún greind með byrjunareinkenni alzheimers. Heyrnin varð daufari og varð hún alveg heyrnarlaus árið 2013. Fyrst var fremur auðvelt að halda uppi samræðum með því að skrifa á spjald og fá hana til að lesa það sem þar stóð. En svo kom að því að hún átti mjög erfitt með að lesa það sem skrifað var. Þannig einangraðist hún meira og meira. Samt reyndi hún að tala við mann en það var þá næstum allt í spurningaformi. En alltaf var ánægjulegt að heimsækja mömmu á Hlíð þótt dagsformið væri vissulega mis- jafnt. Hún þekkti mig alltaf og mundi eftir börnunum mínum. Kæra mamma, það var dýr- mætt að vera samferða þér í tæp 73 ár. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þór Már Valtýsson. Í dag verður borin til grafar móðursystir mín, hún Lukka eins og hún var jafnan kölluð innan stórfjölskyldunnar. Lukka var ein af 14 systkinum sem komust á legg í Naustahvammi í Norðfirði á fyrri hluta síðustu aldar. Það var erfitt fyrir afa og ömmu að brauðfæða alla þessa munna en það tókst og var eng- inn afgangur fyrir annan verald- arlegan munað. En trosið hefur ekki verið verra en það að öll hafa náð háum aldri fyrir utan einn bróður sem lést fyrir aldur fram. Mikil samheldni hefur ætíð verið í stórfjölskyldunni þannig að ég ólst upp við heim- sóknir til frændfólksins og tengslin voru sterk milli þessa stóra systkinahóps. Það var allt- af mikið ævintýri að heimsækja Lukku og Alla þegar þau bjuggu við Laxárvirkjun og mikil til- hlökkun þegar það var í bígerð. Þegar ég hleypti heimdraganum og byrjaði í framhaldsskóla var ég svo heppinn að vera kostgang- ari hjá Lukku frænku í einn vetur og kynntist henni þar af leiðandi betur en annars hefði orðið. Aldr- ei man ég eftir aðfinnslum frá henni í minn garð þó örugglega hafi ég ekki hagað mér alltaf eftir bókinni. Lukka var mikil hús- móðir eins og reyndar þær systur allar, fallegt og smekklegt heimili bar þess vitni og alltaf búið til veisluborð hvert sem hráefnið var. Lukka var mikil handverks- og saumakona, saumaði og sneið kjóla og annan fatnað fyrir konur lengi vel og þótti hún mjög fær í því. Lukka var grönn, flott kona, hnarreist og alltaf vel klædd. Hún var hláturmild og kát og lá vel orð til samferðafólksins en gat líka verið orðhvöss ef henni fannst ástæða til. Það er mikil gæfa að fæðast inn í svona stóra fjölskyldu þar sem ástúð og vin- átta er ekki bara á yfirborðinu og var Lukka einn af þeim gimstein- um sem þar eru. Um leið og ég þakka Lukku fyrir alla þá elsku sem hún sýndi mér og mínum vil ég votta Þór, Möggu, Mæju og fjölskyldum þeirra samúð við fráfall elsku- legrar móður, ömmu, langömmu og langalangömmu. Myndir minninganna lifa um ástkæra og góða konu. Eiríkur Ólafsson. Lukka Ingibjörg Þorleifsdóttir Óli Steph var frumkvöðull sem stundaði nýsköpun löngu áður en þau orð urðu til í íslensku. Hann gjörbreytti íslenska auglýsinga- bransanum til allrar framtíðar. Hann færði okkur og boðaði fagnaðarerindi Ogilvýs um mik- ilvægi hins mælta og skrifaða orðs; textinn væri því aðeins of langur ef enginn nennti að lesa hann. Hann bar með sér til landsins og beitti aðferðafræð- Ólafur Stephensen ✝ Ólafur Steph-ensen fæddist 1. febrúar 1936. Hann lést 28. apríl 2016. Útför Ólafs fór fram 6. maí 2016. unum sem gerðu Madison Avenue ódauðlegt í huga markaðs- og aug- lýsingamanna. Hann vissi og skildi að PR og auglýs- ingar eru tvær hliðar á sama pen- ingnum. Það voru einstök forréttindi að fá að alast upp, læra og starfa í auglýsingabransanum undir handleiðslu og handarjaðri slíks afburðamanns. Ég efast eiginlega ekki um að ég mæli fyrir munn margra tuga kollega minna sem nutu þess sama og ég þegar ég segi einfaldlega: Þökk sé þér, Stephensen, fyrir allt og allt. Ólafur Ingi (Ólingi). Ég kveð bróður minn með miklum söknuði. Hann var mikill stóri bróðir og fór með mig stundum í bíó sem lítinn dreng. Ellefu ára aldursmun- ur var á okkur og hann sýndi mikla umhyggju – sem sagt, hann var umhyggjusamur gagnvart mér, litla bróður sínum, sem í dag er mitt á milli fertugs og fimmtugs. Axel hafði eins og öll fjölskyldan gaman af hundum og var eins og við öll hin mikill hundavinur. Hann var stoltur af litla bróður. Hann hafði líka gaman af börnum og voru mörg börn sem nutu þess að umgangast hann. Þegar hann var að komast á unglingsaldur daprað- ist heyrnin og þurfti hann það sem eftir lifði heyrnartæki. Axel var mjög ræðinn og nutu þess margir að spjalla við hann og kunnu vel að meta húmorinn hans. Hann var mikill húmoristi og þótti mörgum bara gaman að vera nálægt honum. Hann prófaði íþróttir eins og sund og frjálsar og tók þátt í mótum, einnig prufaði hann líkamsrækt. Síðustu árin glímdi hann við van- heilsu og þurfti það sem eftir lifði súrefniskút og gat ekki lengur það sem hann gat á yngri árunum, farið svona mikið eins og bíó, kaffihús og margt fleira. Axel var 55 ára. Guð blessi minningu stóra bróður míns, fái hann að hvíla í friði. Ég á margar minningar um Axel Valdimar Erlingsson ✝ Axel Valdi-mar Erlings- son fæddist 18. apríl 1961. Hann lést 1. maí 2016. Axel var jarð- sunginn 11. maí 2016. hann bróður minn og sé hann alls staðar fyr- ir mér Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. … (Bubbi Morthens) Kveðja, litli bróðir, Gunnar Örn. Axel var mikill húmoristi. Hann gat oft reytt af sér brandara. Ég kynntist Axel fyrst í Lyngási í Safamýri 1968. Við vorum báðir þar sem smápollar. Við fylgdumst síðan að, vorum báðir í Bjarkarási og Ási og síðast í Ásgarði, hand- verkstæði. Þegar við vorum litlir strákar í Lyngási fórum við oft í síðastaleik. Við hlupum eins og fiðrildi út um allt til að forðast að verða „síðast- ur“ eða til að „síðasta“ einhvern annan. Leikurinn gat haldið áfram þó við værum komnir inn og sæt- um við hliðina á hvorum öðrum og segðum „síðasta“ nei þú „síðasta. Þetta fannst okkur skemmtilegt. Síðustu árin í Ásgarði þá heilsuð- um við hvor öðrum með að segja „síðasta“. Svo hlógum við. Þegar Axel hló, þá hló allt andlitið og hann allur. Það var mjög smitandi. Þegar Axel hló þá hlógu allir aðrir líka. Axel gaf hamingju og gleði. Góður vinur er farinn til himna en hans hlátur og bros lifir í minning- unni. Gunnar A. Gunnarsson Jensen. Ekki grunaði mig að þetta væri í síð- asta sinn sem við hittumst í þessu lífi, elsku Ásdís mín, þegar við skemmtum okkur saman árgang- ur 1955 á Akureyri í september síðastliðnum. Við fluttum hvor í sitt húsið, þú í Sólvelli 19, ég í 17, sem ungar snótir. Saman sátum við allan barnaskólann og bröll- Sigrún Ásdís Jónsdóttir ✝ Sigrún ÁsdísJónsdóttir fæddist 5. desem- ber 1955. Hún lést 19. mars 2016. Ásdís var jarð- sungin 7. apríl 2016. uðum ýmislegt sam- an eins og gerist á þessum árum. Vin- skapur okkar hefur alltaf haldist þó leið- in á milli okkar sé löng en þegar við hittumst var alltaf eins og við hefðum hist í gær, spjallað, mikið hlegið og rifj- aðar upp skemmti- legar minningar. Það yljar mér þegar ég hugsa til þín, elskan mín, hvað þú varst góð og trygglynd manneskja. Mikið á ég eftir að sakna þín. Þín æskuvinkona, Hildur Guðrún Gunnarsdóttir. Þær eru margar góðar minningarnar sem við eigum af honum afa. Við hugs- um til daganna þegar við fengum að vera hjá ömmu og afa, hvort sem það var heima á Vopnafirði eða í útilegu í húsbíln- um. Það var það skemmtilegasta sem við gerðum, að keyra um á húsbílnum, hlustandi á barnadiska, með rautt Ópal og litabækurnar. Við minnumst einnig þess að sitja í besta hægindastólnum hjá afa, fiktandi í eyrnasneplunum hans á meðan sama barnamyndin rúllaði. Sigurjón Árnason ✝ Sigurjón Árna-son fæddist 12. janúar 1942. Hann lést 14. apríl 2016. Útför Sigurjóns fór fram 20. apríl 2016. Þessar góðu minn- ingar, ásamt mörg- um öðrum, munum við alltaf geyma hjá okkur. Við erum öll svo þakklát fyrir að hafa fengið að þekkja þig og þakklát fyrir tím- ann sem við fengum með þér. Þú varst alltaf svo góður og skemmtilegur og hafðir alltaf svo mikinn áhuga á því sem við vorum að gera, sem okkur þótti svo vænt um. Þú gerðir okkur stolt af að vera við sjálf og við erum stolt að vera barnabörn þín. Þótt þú sért nú horfinn úr aug- sýn þá erum við viss um að þú verð- ir aldrei langt undan. Við elskum þig. Takk fyrir allt afi. Ragna, Axel og Jenný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.