Morgunblaðið - 19.05.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.05.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Við fögnum því að nú skuli eftir út- boð gengið til samninga við aðila sem augljóslega er að bjóða ríkinu miklu hagstæðari kjör en áður voru í boði,“ sagði Ólafur Stephen- sen, fram- kvæmdastjóri Félags atvinnu- rekenda, þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á niðurstöðu út- boðs á flugmiðum fyrir stjórnarráðið sem kynnt var á þriðjudaginn. Félagið þrýsti mjög á að efnt yrði til útboðsins. Ólafur gagnrýnir hins vegar framkvæmd- ina og hve stutt skref hafi verið stig- ið að þessu sinni. Eins og fram kom í blaðinu í gær mun ríkið á grundvelli annars hluta útboðsins ganga til samninga við flugfélagið WOW air vegna farmiða- kaupa til tveggja áfangastaða. Boðn- ar voru út flugferðir á þrjá algeng- ustu áfangastaði starfsmanna ráðuneytanna og barst eitt tilboð frá WOW air til tveggja áfangastaða og var það samþykkt. Hinn hluti út- boðsins átti að tryggja afsláttarkjör á hverjum tíma, en tilboð Icelandair í það var metið ógilt. „Það hefur verið alveg óviðunandi ástand í þessum málum í næstum fjögur ár,“ sagði Ólafur. Loks þegar stjórnvöld hafi látið undan og efnt til takmarkaðs útboðs á farmiðum starfsmanna stjórnarráðsins hafi framkvæmdin reynst gölluð og það hafi latt menn til þátttöku, en ekkert erlent flugfélag tók þátt í útboðinu. Gallarnir hafi m.a. falist í því að upphaflega var þess krafist að allir tilboðsgjafar flygju til Brussel, en aðeins Icelandair er með áætlunar- flug þangað frá Keflavík. Þá hafi verið krafa um að íslenskumælandi þjónustufulltrúi væri til taks allan sólarhringinn sem var aukakvöð fyr- ir erlendu félögin. Frá þessu hafi síðan verið fallið, en þetta hafi dreg- ið úr áhuga flugfélaganna. Mönnum hafi að mati Ólafs fundist að verið væri að reyna að þrengja hópinn. Í frétt frá fjármála- og efnahags- ráðuneytinu á þriðjudaginn sagði að unnið væri að undirbúningi á útboði á flugfarmiðum fyrir stofnanir rík- isins. Hyggst stjórnarráðið taka þátt í því útboði þar sem ekki náðist að semja um almenn afsláttarkjör í ný- afstöðu útboði. Hagstæðari kjör fást eftir útboð flugmiða  Félag atvinnu- rekenda gagnrýnir framkvæmdina Morgunblaðið/Golli Útboð WOW air bauð betur í öðrum hluta flugfarmiðaútboðs Stjórnarráðs- ins og við það verður samið. Viðskiptin eru þó mjög takmörkuð. Ólafur Stephensen Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Hönnun fyrir lífið Besta vörumerkið í Þýskalandi 2015 Góð hönnun á ekki aðeins við um útlit hlutar, heldur einnig upplifun notandans á honum. Nýju innbyggðu eldhústækin fráMiele eru hönnuðmeð þessa hugmyndafræði í huga. Tækin passa öll fullkomlega saman hvað varðar útlit, áferð og virkni. Líttu við hjá okkur og fáðu tilboð í eldhústækin og innréttinguna og tryggðu þér raunveruleg gæði á réttu verði. Hönnun og ráðgjöf á staðnum. best brands IIIJ­lillr 11 Vatnskæld kælitæki Einstaklega hljóðlát tæki fyrir t.d. kerfis- loft eða á vegg hitataekni.is Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is Fyrsta skóflustungan að Lava, eld- fjalla- og jarðskjálftamiðstöð Ís- lands, á Hvolsvelli var tekin í gær. Húsnæðið verður 2.200 fermetrar að stærð sem rúmar gagnvirka fræðslusýningu auk bíósalar, veit- ingaaðstöðu, kaffihúss, salernis- aðstöðu fyrir hópa, verslunarrýmis og þjónustumiðstöðvar ásamt út- sýnispalli á þaki byggingarinnar. Áætlað er að opna í maí á næsta ári. „Þegar húsið verður komið í fulla notkun er áætlað að um 20 ný störf skapist á Hvolsvelli,“ segir Ás- björn Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri verkefnisins. Á sýningunni verður tilurð Ís- lands sýnd en miðstöðin er helguð jarðfræði Íslands, eldstöðvum á Suðurlandi, eldgosum, jarð- skjálftum og hamfarahlaupum með sérstaka áherslu á nýjustu eldgos hverju sinni. Stefnt er að því að Lava verði „glugginn“ inn í jarðvanginn Kötlu Geopark. Katla jarðvangur nær yfir 9.542 km² landsvæði og þekur rúmlega 9% af flatarmáli landsins, frá Hvolsvelli í vestri að Skeiðar- ársandi í austri. Nyrsti hluti jarð- vangsins teygir sig langt inn á Vatnajökul en langar strendur af svörtum sandi afmarka jarðvang- inn í suðri. Þéttbýliskjarnar í jarð- vanginum eru Hvolsvöllur, Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustur. Lava mun einnig koma á fram- færi, með beinum hætti, upplýs- ingum um jarðhræringar, eldgos og aðrar náttúruhamfarir í sam- vinnu við Almannavarnir, Veður- stofu Íslands og lögreglu. Ljósmynd/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Skóflustunga Áætlað er að húsnæðið komist í gagnið í maí á næsta ári. Skóflustunga að eldfjallamiðstöð  2.200 fermetra húsnæði á Hvolsvelli Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mál Reykjavíkurborgar gegn ís- lenska ríkinu vegna lokunar NA/SV flugbrautarinnar (06/24) á Reykja- víkurflugvelli, sem stundum er nefnd neyðarbrautin, er á dagskrá Hæsta- réttar 1. júní nk. Sem kunnugt er kvað Héraðsdóm- ur Reykjavíkur upp þann dóm 22. mars sl. að innanríkisráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, væri skylt að loka flugbrautinni og endurskoða skipulagsreglur fyrir flugvöllinn til samræmis við lokun flugbrautarinn- ar innan 16 vikna frá dómsupp- kvaðningu. Innanríkisráðuneytið áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar. Telur að gögnin séu ekki rétt Sigurður Ingi Jónsson, fyrrver- andi forseti Flugmálafélags Íslands og nú fulltrúi Framsóknar og flug- vallarvina í umhverfis- og skipulags- ráði Reykjavíkurborgar, er andvígur því að flugbrautinni verði lokað. „Héraðsdómur byggir dóm sinn á þrennu. Í fyrsta lagi að samningar skuli standa. Í öðru lagi að þótt ekki sé sérstaklega tekið fram í orðalagi samkomulags innanríkisráðherra og borgarstjóra [í október 2013] að ör- yggis- og þjónustustig Reykjavíkur- flugvallar þurfi að uppfylla kröfur laga, reglugerða og alþjóðasáttmála þá felur undirritun ráðherra í sér alla þá fyrirvara sem lögformlegt ferli kallar á. Í þriðja lagi lítur hér- aðsdómarinn greinilega svo á að skýrslur Isavia og Eflu sýni fram á að öryggis- og þjónustustig vallarins verði fullnægjandi með tveimur flug- brautum,“ sagði Sigurður. Hann var viðstaddur aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi. Sigurður sagði að vitni sem borgin kallaði til, verkefnisstjóri Isavia, hefði ítrekað lýst við aðalmeðferðina með hvaða hætti þeir ákvörðuðu ákveðnar for- sendur í skýrslugerðinni. „Þær forsendur standast ekki reglugerð um flugvelli (464/2007) og Viðauka 14 við alþjóðasáttmála Al- þjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) sem reglugerðin byggist á,“ sagði Sigurður. „Þar eð gögnin standast ekki reglugerð lít ég svo á að lögformlegu ferli hafi ekki verið fullnægt. Ég vona að Hæstiréttur ógildi héraðsdóminn og vísi málinu heim í hérað eða sýkni íslenska ríkið vegna þess að gögnin sem héraðs- dómur byggist á eru ekki rétt.“ Segir reglugerð rangtúlkaða Þá telur Sigurður að skýrslum Eflu og Isavia vegna málsins sé í mörgu áfátt. Hann vitnar í tölvu- póstsamskipti milli Isavia og Eflu þar sem m.a. komi fram að Efla hafi byggt hliðarvindsstuðul á lengd flug- brauta, sem sé rangt. Þeir hafi því rangtúlkað reglugerð um flugvelli og sagt berum orðum að ekki þyrfti að taka tillit til bremsuskilyrða sem leiddi af sér „íhaldssamari nothæf- isstuðul“. „Það er gagngert tekið fram í þessum tölvupósti að þeir ætli að sleppa breytu sem eigi að reikna með samkvæmt reglugerð og al- þjóðasáttmála,“ sagði Sigurður. „Ég lít svo á að það hafi verið gert til að fegra niðurstöðuna.“ Gagnrýnir gögn Isavia og Eflu  Áfrýjun vegna neyðarbrautar 1. júní

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.