Morgunblaðið - 19.05.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.05.2016, Blaðsíða 27
✝ Benedikt Jóns-son, vélstjóri, fæddist 27. apríl 1927 í Reykjavík. Hann lést á húkrunarheimilinu Mörk 5. maí 2016. Faðir hans var Jón Þorsteinsson, f. 18.6. 1892 í Rvík., d. 19.1. 1969, sjóm., síðar flokksstj. hjá Reykjavíkurborg. Móðir hans var Margrét Ingigerður Bene- diktsdóttir, húsmóðir, f. 23.9. 1897 í Rvík., d. 19.8. 1968. Hann var í námi í Iðnskólanum í Reykjavík 1944-47. Nám í plötu- og ketilsmíði í Stálsmiðj- unni hf. í Reykjavík 1944-48. Vélskólapróf 1951. Aðstoðarvél- stjóri á m.s. Gullfossi III til febrúar 1952, en síðan á tog- urum til 1954. Starfsmaður hjá Olíufélaginu Skeljungi 1954-71. Vann síðan við dagblaðið Vísi og Blaðaprent hf. um skeið og var framkvæmdastjóri Prent- miðjunnar Hilmis hf. frá mars 1972 og starfsmaður Frjálsrar fjölmiðlunar frá stofnun þess dóttur, f. 17.1. 1957, og eiga þau fjóra syni: Atli Örn, f. 19.3. 1979, sambýliskona Lilja Odds- dóttir, f. 3.7. 1978. Gunnar Snær, f. 6.3. 1983, sambýliskona Helga Finnsdóttir, f. 18.7. 1985, og eiga þau tvo syni. Eyþór Ingi, f. 6.12. 1985, sambýliskona Svanlaug Birna Sverrisdóttir, f. 28.10. 1993, og eiga þau einn son. Örvar, f. 11.11. 1992, sam- býliskona Helga Gylfadóttir, f. 25.11. 1995, og eiga þau einn son. 3) Jón Ingi, f. 21.10. 1959, viðskiptafr. kvæntur Sigríði Jónu Guðnadóttur, f. 7.5. 1963, og eiga þau þrjú börn, Evu Margréti, f. 30.1.1998, Sigurjón Inga, f. 31.7. 1999, og Eydísi Ósk, f. 4.12. 2002. 4) Ásta Björk, f. 24.2. 1966, kennari, gift Guðlaugi Pálssyni, f. 24.9. 1966, og eiga þau tvö börn, Halldóru Sif, f. 25.9. 1987, gift Kristni Péturssyni, f. 7.8. 1985, og eiga þau einn son. Páll Helgi, f. 7.3. 1994, unnusta Vi- viana Caspaneda. Barn áður: Erla, f. 4.1. 1948, gift Friðbirni Sveinbjörnssyni og eiga þau tvær dætur, Ástrós, f. 20.3. 1973, og Ástrúnu, f. 17.2. 1975. Úför Benedikts fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 19. maí 2016, kl. 13. fyrirtækis 1981 og þar til hann lét af störfum og fór á eftirlaun árið 1999. Hann kvæntist 6. október 1951 Hall- dóru Ármannsdótt- ur, f. 12.7. 1932, dóttur Ármanns Guðmundssonar, húsasmíðameistara í Reykjavík, og Ástu Bjarnadóttur. Börn: 1) Ármann Haukur, f. 9.2. 1952, húsasmíðameistari, kvæntur Elínu Ebbu Gunn- arsdóttur, f. 24.9. 1953, og áttu þau fjögur börn: Erna Karen, f. 4.9. 1972, sambýlismaður henn- ar er Jón Óskar Þórhallsson, f. 6.5. 1969, og eiga þau fjóra syni, Benedikt Ingi, f. 27.4. 1978, d. 1.4. 2007, lætur eftir sig dóttur, Dóra Steinunn, f. 14.12. 1983, gift Eiríki Jóhanni Gunnarssyni, f. 30.4. 1976, og Ármann Ingvi, f. 3.10. 1986, sambýliskona hans er Alex- andra Eyfjörð Ellertsdóttir, f. 6.7. 1989. 2) Gunnar, f. 10.2. 1956, starfsmaður Landsnets. Hann er kvæntur Unni Péturs- Margt flýgur í gegnum kollinn þegar kemur að því að kveðja og þakka fyrir sig. Nú þegar faðir minn er látinn reikar hugurinn til baka og þar er að finna margar skemmtilegar minningar og þær eru dýrmætar, því þær lifa með manni. Það voru gæðastundir að fara á nokkurra ára bili á hverj- um laugardags- og sunnudags- morgni á skíði saman ef opið var, nú ef það var ófært þá fórum við saman í sund í Vesturbæjarlaug á laugardögum. Eins drógum við nokkra laxa og silunga saman, en hvað stoltastur var ég af frammi- stöðu minni rétt utan við Sauð- árkrók fimm ára gamall, þegar þú kenndir mér fyrstu hand- brögðin í veiðimennsku og ég uppskar þessa fínu sjóbleikju, sem maður átti í mesta basli við að ná að landi. Föður mínum var annt um fjölskylduna og var alltaf tilbúinn að aðstoða ef hann gat komið að liði. Dyggð í hans huga var heiðarleiki og samviskusemi. Faðir minn var búinn að glíma við Alzheimers-sjúkdóminn um nokkuð langt skeið og var inni á heilabilunardeildinni á Mörkinni síðustu tvö ár. Þar fékk hann mjög góða umönnun og ber að þakka starfsfólki Markarinnar fyrir frábært starf. Það var kom- ið að leiðarlokum á 89. afmælis- degi hans því þá var hann kominn með hita og tveim dögum síðar var hann settur í líknarmeðferð og svaf án þess að opna augun fram á uppstigningardag, en þann dag var hann með rifu á báðum augnlokum og klukkan 15.30 glaðvaknaði hann, horfði skýrum augum á hvert okkar systkinanna og mömmu og kvaddi í friði. Þannig kvaddi hann með stæl og bættist enn ein góð minning í kollinn. Með þessum orðum kveð ég þig, elsku pabbi, og hvíl þú í friði. Þinn sonur, Jón Ingi Benediktsson. Heimilisvinur og frændi, Benedikt Jónsson, er fallinn frá 89 ára að aldri. Benni frændi eins og við kölluðum hann alltaf var fæddur á Grímsstaðaholtinu og ólst þar upp í gömlu húsi við Fálkagötu sem nú er horfið. Hús- ið kallaðist Kvöldroðinn. Faðir hans var Jón Þorsteinsson, sjó- maður og verkamaður, og móðir hans var Margrét Benediktsdótt- ir. Hún var systir föður míns, Gunnars E. Benediktssonar hrl. Mikill samgangur var á milli heimilanna. Á mínum yngri árum áttum við Benni mikið saman að sælda og stundum fannst mér hann eins og bróðir þótt aldursmunur væri nokkur. Ég fann að foreldrar mínir báru hag hans mjög fyrir brjósti og var hann oft gestkom- andi á Fjölnisveginum um lengri eða skemmri tíma. Þegar faðir minn eignaðist bíl árið 1946 gerð- ist Benni eins konar umsjónar- maður bifreiðarinnar því að hvor- ugt foreldra minna hafði þá bílpróf. Benni sá um viðhaldið á bílnum og var oft bílstjóri fjöl- skyldunnar. Þannig fórum við í langt ferðalag norður í land þeg- ar ég var um 11 ára gamall, tók sú ferð tíu daga og var mjög eftir- minnileg. Benni kynntist snemma konu- efni sínu, Halldóru Ármannsdótt- ur. Þau giftu sig og lifðu í góðu hjónabandi síðan. Það vildi svo til að þegar við Sonja giftum okkur var það á sama degi og þau Benni og Dóra höfðu gift sig. Héldum við oft saman upp á þennan dag og áttum reyndar oft saman góð- ar stundir við önnur tækifæri. Eitt sinn kom Benni að máli við mig og spurði hvort mér hefði aldrei dottið í hug að eignast sumarbústað. Satt að segja taldi ég mig ekki vera neinn sérstakan sumarbú- staðarmann enda alls ólaginn í verklegum efnum. Það varð þó úr að Benni og Dóra fóru með okkur Sonju austur í Þingvallasveit þar sem Benni vissi um bústað til sölu. Svo fór að við keyptum bú- staðinn. Það varð mikið gæfu- spor. Þar höfum við verið í um 40 ár og átt margar yndisstundir með fjölskyldu og vinum. Og allt- af var Benni reiðubúinn að hjálpa ef eitthvað þurfti að dytta að. Þegar ég var að stússast í póli- tík þurfti ég oft að ganga í gegn- um prófkjör eins og gengur. Allt- af voru Benni og Dóra fyrst á vettvang til að styðja mig með ráðum og dáð. Fyrir það er ég ávallt mjög þakklátur. Eftir því sem árin hafa liðið hefur samverustundunum fækk- að. Síðustu ár voru Benna erfið. Hann fékk Alzheimerssjúkdóm- inn og fjarlægðist lífið smám saman. Við Sonja kveðjum góðan dreng og sendum Dóru og börn- unum okkar bestu samúðarkveðj- ur með þökk fyrir allt og allt. Birgir Ísl. Gunnarsson. Minningar hrannast upp. Lítill ljósgrænn bíll frá Frakklandi, sem hafði þá náttúru að aka aldr- ei fram af borði. Þennan bíl gaf mágur minn mér þegar ég var fimm ára og mér finnst hann enn vera einn mesti dýrgripur sem ég hef haft í höndum. Benni mágur varð mér fljótt kær, eins konar aukapabbi. Hann var vélstjóri á Fossunum og sigldi til útlanda. Þannig hefur Benni verið mér samgróinn og hjartfólginn allt mitt líf. Dóra og Benni byggðu sér hús í Háagerði við hlið foreldra minna og urðu þannig mínir næstu nágrannar í bernsku minni. Þegar fjölskyldan stækkaði fluttu þau sig um set yf- ir ásinn í Fossvoginn og þar var oft glatt á hjalla. Benni var meist- ari í útigrilli og nutum við gest- risni og hlýju þeirra margoft. Meðan mín æskuheimili voru sex var æska barna þeirra Dóru og Benna öll í Fossvoginum. Fyrir nokkrum árum minnkuðu þau við sig og fluttu á Sléttuveg í Foss- vogi í eitt af þeim mörgu húsum sem fyrirtæki okkar byggði fyrir eldra fólk. Þau Dóra byggðu upp einstaka fjölskyldu með fjórum afbragðs börnum, sem öll hafa fundið sinn góða farveg í lífinu. Saman stofnuðum við Benni og Sveinn R. Eyjólfsson heildversl- unina Andra hf. (1966) meðan ég var enn við nám í Stokkhólmi. Sveinn var þá stjórnarformaður fyrirtækis föður míns, Ármanns- fells hf. Pabbi hafði trú á þessum unga manni, sem hafði tómhentur keypt af honum íbúð og staðið í skilum. Við Benni önnuðumst dreifingu á Gevalia-kaffi frá Sví- þjóð (sem þá var nýnæmi, því í búðum fékkst aðeins Kaaber og Braga-kaffi) auk margra annarra vörutegunda í verslanir. Það voru sólríkir dagar þó að kannski hafi stundum rignt. Við græddum svo mikla peninga að ég flosnaði upp úr efnaverkfræðináminu í Stokk- hólmi og skráði mig í viðskipta- fræði í Háskóla Íslands. Það æxl- aðist síðan svo að ég keypti hlutafé Benna og Sveins í Ár- mannsfelli og við seldum Andra til Haraldar og félaga hans. Sveinn og Benni stofnuðu með að a.m.k. hluta til þeim peningum síðan Dagblaðið með bróður Sveins og Jónasi, sem varð rit- stjóri. Þeir fóstbræður stjórnuðu síðan DV í áratugi, þó að Sveinn hafi ætíð verið meira í sviðsljós- inu, og þeir gerðu það vel. Það varð ævistarf vélstjórans að eiga stóran þátt í að stýra dagblaði og honum farnaðist það vel. Því mið- ur urðu við starfslok Benna vin- slit með þeim vinum Sveini og Benna, en þannig er manneskjan. Benni var mér ætíð gefandi. Eitt sinn hafði honum áskotnast veiði- leyfi í Elliðaánum á besta tíma og kom og færði mér leyfið. Ég gleymi aldrei þeim 10 punda flugulaxi sem ég fékk þá á efsta veiðistað ánna. Þökk sé Benna. Saman fórum við sex í siglingu á Miðjarðarhafinu um aldamót. Benni var þar sjálfskipaður vél- stjóri og þó að við værum á segl- bát var vélin lífsnauðsynleg og Benni stóð vaktina með sóma. Það voru dýrðardagar. Þú varst mikill fjölskyldumaður. Fjöl- skyldan var þér allt og saman byggðuð þið Dóra samheldnustu fjölskyldu sem ég þekki. Það er stórt afrek í einu lífi og mætti mörgum verða til eftirbreytni. Þakka þér samfylgdina mér kæri vinur. Ármann Örn Ármannsson. Benedikt Jónsson MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016 ✝ BjarnheiðurIngibjörg Sig- mundsdóttir fædd- ist í Viðey 18. júní 1930. Hún lést 4. maí 2016 á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Foreldrar henn- ar voru Sigmund- ur Björnsson, f. 16. maí 1901 að Óspaksstaðaseli, d. 18. nóvember 1971, og Sesselja Sam- úelsdóttir, f. 20. febrúar 1983, d. 30. mars 1957, og unnu þau sem farandverkafólk þar til þau settust að á Öldugötu 21. Eftirlifandi bróðir hennar er Sverrir Sigmundsson. Börn hennar eru Sigmundur H. Friðþjófsson og Sesselja Haukdal Friðþjófsdóttir. Sig- mundur er kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur og eiga þau saman tvær dætur, þær Heiðu Hrönn Sigmundsdóttur, gift Guð- mundi Fjalari Ísfeld. Sonur þeirra er Eiríkur Jón Ísfeld. Hulda Hrund Sigmundsdóttir, sambýlismaður er Þórhallur Ingi Jónsson og eiga þau sam- an Sunnu Dís Þórhallsdóttur. Hulda á frá fyrra hjónabandi Önnulísu Rún Eiríksdóttur. Sesselja Hauk- dal Friðþjófsdóttir á einn son, Davíð Hilmar Haukdal Blessing. Heiða, eins og hún var alltaf kölluð, útskrif- aðist úr Hús- mæðraskólanum að Löngumýri 1949 og lauk hjúkrunarnámi í október 1954. Sama ár giftist hún eiginmanni sínum, Frið- þjófi Haukdal Þorgeirssyni, f. 19. maí 1930, d. 6. október 2006, og hófu þau búskap. Bjuggu þau á Álfaskeiði í Hafnarfirði og síðustu 35 árin á Krókahrauni 4 í Hafnar- firði. Var hún ein af stofn- endum Félags kristilegra hjúkrunarkvenna árið 1952 og vann hún sem hjúkrunarfræð- ingur á Landspítala, St. Jós- efsspítala, Sólvangi og síðustu 23 árin sem skólahjúkrunar- fræðingur í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 19. maí 2016, klukkan 15. Í dag er lögð til hvíldar tengdamóðir mín, hún Heiða hjúkrunarfræðingur. Lengst af starfaði hún sem skólahjúkrunar- fræðingur í Víðistaðaskóla. Hún var látlaus, ljúf, jákvæð og lifði samkvæmt sinni barnstrú alla tíð. Aldrei heyrði ég hana hall- mæla nokkrum manni. Þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum saman, hann er mér einstaklega mikils virði og ég kveð þig með bæninni sem var þér svo kær: Þú, Guð, sem stýrir stjarnaher og stjórnar veröldinni, í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. (Vald. Briem) Guðrún Jónsdóttir. Bjarnheiður Ingi- björg Sigmundsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJALTI ÞÓRÐARSON fv. skrifstofustjóri MBF, Ástjörn 2, Selfossi, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, miðvikudaginn 11. maí 2016. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 21. maí klukkan 13.30. . Margrét Sturlaugsdóttir, Rúnar Hjaltason, Elísabet Jensdóttir, Heimir Hjaltason, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Arna Hjaltadóttir, Kjartan Ólafsson, Sóley Hjaltadóttir, Ólafur Jónsson, Svala Hjaltadóttir, Júlíus Eyjólfsson, Hjaltey Rúnarsdóttir, Andrés Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför NÖNNU GUÐRÚNAR INGÓLFSDÓTTUR. . Sigurþór Sigurðsson, Ingólfur Bragi Valdimarsson, Guðleif Kristbjörg Bragadóttir, Kristjón Elvarsson, Hilmar Bragason, Dagnija Karabesko, barnabörn og barnabarnabörn. Systir mín, mágkona og frænka, INGUNN SIGURJÓNSDÓTTIR, Kríuhólum 2, lést að heimili sínu 16. maí s.l. Útförin fer fram í kyrrþey. . Jón Sigurjónsson, Stefanía Magnúsdóttir og fjölskylda. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR K. SIGURÐARDÓTTIR, kennari, Daltúni 28, Kópavogi, lést á Líknardeild Landspítalans föstudaginn 13. maí. . Pálmar Sölvi Sigurgeirsson, Sigurður Pálmarsson, Sigríður Pálmarsdóttir, Ingvar Pálmarsson, tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR HALLDÓRSSON, húsgagnabólstrari, Lyngbergi 39b, Hafnarfirði, lést á taugalækningadeild Landspítalans í Fossvogi þann 17. maí sl. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 24. maí klukkan 13. . Helga Jóna Jensdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.