Morgunblaðið - 19.05.2016, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.05.2016, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016 Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Verið er að skoða nokkra húsakosti undir starfsemi velferðarráðuneyt- isins en fyrr á þessu ári var ákveðið að finna ráðuneytinu nýtt húsnæði og flytja starfsemi þess úr Hafnar- húsinu við Tryggvagötu. Meðal þeirra möguleika sem hafa verið kannaðir er Sjávarútvegs- húsið við Skúlagötu, gamla út- varpshúsið, þar sem Hafrann- sóknastofnun og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið eru til húsa. Margrét Erlendsdóttir, upplýs- ingafulltrúi velferðarráðuneytisins, staðfestir í samtali við Morgun- blaðið að Sjávarútvegshúsið sé einn þeirra möguleika sem hafi komið til greina. Ekkert sé þó ákveðið í þeim efnum. Innan forsætisráðuneyt- isins, fjármálaráðuneytisins og Framkvæmdasýslu ríkisins hafa þessi mál verið til skoðunar, í sam- ráði við velferðarráðuneytið. Fast- eignir í eigu ríkisins hafa fyrst og fremst verið til skoðunar. Meðal fleiri kosta má nefna Skógarhlíð 6, þar sem sýslumaðurinn á höfuð- borgarsvæðinu er til húsa, en það húsnæði kemur þó tæpast til greina. Eins og fram hefur komið hefur raki og myglusveppur gert vart við sig í Hafnarhúsinu. Hefur þurft að loka hluta húsnæðisins og flytja nokkra starfsmenn ráðuneytisins til í aðrar skrifstofur. Hafa sumir orðið að vinna heima af þessum sökum. Fari svo að Sjávarútvegshúsið verði fyrir valinu þá þarf að finna nýtt húsnæði undir Hafrannsókna- stofnun, sem sameinuð hefur verið Veiðimálastofnun. Ekki er talið vera pláss undir sameinaða stofnun við Skúlagötu 4, en hún á að taka formlega til starfa 1. júlí næstkom- andi og ber hinn langa titil Haf- rannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna. Sjávarútvegshúsið í sigtinu Húsnæði Sjávarútvegshúsið kemur til greina, auk fleiri möguleika.  Leitað að nýju húsnæði fyrir vel- ferðarráðuneytið Skúli Halldórsson sh@mbl.is Niðurstöður nýrrar rannsóknar Ís- lenskrar erfðagreiningar voru birtar í hinu virta fræðiriti New England Journal of Medicine í gærkvöldi. Segir þar að fundist hafi sjaldgæfur erfðabreytileiki sem lækkar veru- lega magn svokallaðs non-HDL-kól- esteróls, sem er ein tegund blóðfitu, í blóði. Um það bil einn af hverjum 120 mönnum beri með sér breytileik- ann en fyrir þá veiti hann vernd gegn kransæðasjúkdómi. „Þetta er uppgötvun sem lýtur að algengustu dauðaorsök mannkyns, sem eru hjartaáföll,“ segir Kári Stef- ánsson, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar, í samtali við Morgun- blaðið. Óþekktur þáttur að verki „Það sem við vitum um hjartaáföll er að stór hluti þeirra á rætur sínar í hækkun á slæmu kólesteróli, og þær aðferðir sem menn hafa þróað á und- anförnum árum til að fyrirbyggja hjartaáföll eru að þróa lyf sem lækk- ar blóðfitu,“ segir Kári. „Breytileikinn sem við uppgötvuð- um ver gegn hjartaáföllum. Að hluta til vegna þess að hann lækkar að ein- hverju leyti blóðfitu, en að stórum hluta til vegna einhvers annars óþekkts þáttar,“ segir Kári og bætir við að athygli hafi vakið að breyti- leikinn veiti þannig meiri vernd en rekja megi til lækkunar á kólesteról- magninu einu saman. Ný lyf myndu minnka áhættuna „Þetta skiptir máli, þar sem tæpur helmingur þeirra sem fá hjartaáföll eru með eðlilega blóðfitu. Til þess að geta fyrirbyggt öll hjartaáföll þarf því aðra aðferð en verið er að notast við í dag. Þessi uppgötvun bendir til þess að lyf, sem hamli þessu efni, muni minnka áhættuna enn frekar.“ Kári segir að lyfjafyrirtækið Am- gen sé, í samstarfi við ÍE, þegar byrjað að framleiða lyf sem hamlar starfsemi efnisins. „Það er mjög spennandi að birta þessa grein núna og það er þegar byrjað að búa til lyf á grundvelli upp- götvunarinnar. Það gleður að minnsta kosti okkur gamla fólkið á vinnustaðnum.“ Erfðafræðin styður lyfjagerð Niðurstöðurnar fengust með sam- anburði á gögnum úr raðgreiningu á erfðaefni þúsunda Íslendinga og heilsufarsupplýsingum þeirra. Kom þá einnig í ljós að breytileikanum fylgir 35% minni áhætta á kransæða- sjúkdómi og hjartaslagi. Alls voru nýttar upplýsingar um nærri 400 þúsund Íslendinga við rannsóknina en vísindamennirnir gátu svo staðfest áhrif breytileikans með því að rannsaka gögn um nærri 23.000 einstaklinga í Hollandi, Dan- mörku, Þýskalandi, Nýja-Sjálandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Gamla læknishjartað gleðst „Uppgötvanir okkar nýtast nú þegar við þróun lyfja gegn sjúkdóm- um eins og beinþynningu, kransæða- sjúkdómi, mígreni og Alzheimer,“ segir Kári og bætir við að sjaldgæfir erfðabreytileikar geti haft áhrif til bæði góðs og ills. Upplýsingar um þá séu þó í öllum tilfellum gagnlegar, þar sem þær bæti við þekkingu okkar um mann- inn og eðli þeirra ólíku sjúkdóma sem geta hrjáð hann. „En í þessu tilfelli höfum við fund- ið breytileika sem að meðaltali lengir líf þeirra sem hann bera um eitt ár. Og því er ekki að neita að í hvert skipti sem við finnum erfðabreyti- leika sem virðast vernda gegn sjúk- dómum, gleðst mitt gamla læknis- hjarta sérstaklega,“ segir Kári. Hvergi eins góðar aðstæður Þá segir hann að augu manna beinist nú sífellt meir að sjaldgæfum erfðabreytileikum. „Þeir leiða okkur nær rótum mein- anna. Þangað er nú leitað aukins skilnings á því hvað gerist í frumum líkamans við sjúkdóma,“ segir Kári og bætir við að hvergi í heiminum séu aðstæður álíka góðar og hér á landi til slíkrar leitar. „Það er að þakka hinni almennu þátttöku fólksins í landinu í okkar vinnu og því hve vel vísindamenn okkar þekkja efniviðinn, erfðaefni Íslendinga,“ segir Kári. Á meðal þeirra tíu merkustu Í leiðara fræðiritsins, sem er jafn- an talið eitt það virtasta í heimi læknisvísindanna, er fjallað um rannsóknina og segir þar að niður- stöður hennar vísi hugsanlega á nýja leið til að finna úrræði til að fyrir- byggja kransæðasjúkdóm. Kári segist telja að uppgötvunin sé á meðal þeirra tíu merkustu sem fyrirtækið hafi gert. „Að mati nörda eins og ég er þá þykir það yfirleitt nokkuð gott að birta greinar í New England,“ segir Kári léttur í bragði en bætir við að fyrirtækið beini nú sjónum sínum að stökkbreytingum og tíðni þeirra. „Okkar meginverkefni er að reyna finna út hvernig fjölbreytileiki í röð- un niturbasa í erfðamenginu býr til mannlegan fjölbreytileika. Við vilj- um finna út hvernig hann verður í raun og veru til en ekki bara skoða hvernig afleiðingar hans lýsa sér að því loknu.“ Lengir líf fárra um eitt ár  Niðurstöður rannsóknar ÍE gætu nýst til að minnka hættu á hjartasjúkdómum  Fundu sjaldgæfa stökkbreytingu sem lengir líf manna að meðaltali um eitt ár Morgunblaðið/Styrmir Kári Lífið Hvergi í heiminum eru aðstæður álíka góðar og hér á landi til erfðarannsókna. Uppgötvanir ÍE nýtast þegar við þróun lyfja gegn ýmsum sjúkdómum. Morgunblaðið/Kristinn Vísindi Kári segir að sjaldgæfir erfðabreytileikar geti haft áhrif til bæði góðs og ills. Upplýsingar um þá séu þó í öllum tilfellum gagnlegar. Félagsdómur kynnti niðurstöðu sína í gær um þjálfunarbann flugumferð- arstjóra sem var að það stæðist lög. Félag ís- lenskra flug- umferðarstjóra (FÍF) hefur deilt við Isavia um kjör og setti FÍF á yfirvinnubann 6. apríl og þjálfunarbann 6. maí. Í því felst að flugumferðarstjórar sinna ekki þjálfun nýliða og nær það til u.þ.b. 15 flugumferðarstjóra í þjálfun. Isavia veitti flugumferð- arstórum sólarhrings frest til að falla frá banninu, félagið hélt því til streitu og þá fór Isavia með málið fyrir Félagsdóm sem nú hefur stað- fest réttmæti aðgerðanna. Sigurjón Jónasson, formaður FÍF, segir að með niðurstöðu Fé- lagsdóms fáist það staðfest sem flug- umferðarstjórar töldu. „Að við hefð- um heimild til að fara í allsherjar- verkfall og því hefðum við einnig heimild til að fara í minna verkfall. Það stóðst,“ segir hann. Spurður hvaða áhrif þetta hafi á kjaradeiluna segir Sigurjón það verða að koma í ljós á næsta fundi í deilunni, sem hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara á morgun. Aðgerðir ekki á borðinu Góður gangur er í kjaraviðræðum Flugfreyjufélags Íslands, FFÍ, og Icelandair en fundað var í deilunni í Karphúsinu í gær. Sigríður Ása Harðardóttir, formaður FFÍ, segir fundinn hafa gengið sæmilega. „Það er verið að fara yfir útreikninga og forsendur. Það er ýmislegt sem við erum að reyna að vinna í gegnum,“ sagði hún að fundi loknum. Spurð hvort flugfreyjur séu að íhuga að- gerðir vegna kjaradeilunnar kveður hún nei við, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Næsti fundur í deilunni er fyr- irhugaður á morgun eða á mánudag, en í dag fundar FFÍ með Flugfélagi Íslands. Sigríður segir að reynt sé að láta samningana fylgjast að, en þó sé munur á samningunum, m.a. út frá því hvaða flugvélum er unnið í. Kröfur FFÍ eru almennt að halda í þá þróun sem hefur verið á almenn- um vinnumarkaði. Vísar Sigríður í því sambandi til Salek-sam- komulagsins auk þeirra hækkana sem hafa átt sér stað í landinu og segir ekki litið til samninga flug- manna. Þjálfunar- bann FÍF stenst lög  Góður gangur í við- ræðum flugfreyja Sigurjón Jónasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.