Morgunblaðið - 19.05.2016, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016
Sigríður Ingibjörg Ingadóttirkvaddi sér hljóðs á þingi í
fyrradag af þónokkru yfirlæti und-
ir liðnum fund-
arstjórn. Tilefnið
var „leiðrétting“ á
orðum ráðherra,
sem hafði sagt í
svari í óundirbúnum
fyrirspurnartíma
við spurningu Sig-
ríðar skömmu áður
að ekki þyrfti laga-
breytingu til að hækka þak á
greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði.
Sigríður sagði forseta þingsins aðhún teldi „mjög mikilvægt að
koma að leiðréttingu þar sem ráð-
herra fór með rangt mál og sagði
að ekki þyrfti lagabreytingu til að
hækka þak í fæðingarorlofi. Það
þarf svo sannarlega og þess vegna
ítreka ég tilboð okkar samfylking-
arfólks, að frumvarp okkar fái af-
greiðslu og að barnafjölskyldur fái
hækkun á þaki í fæðingarorlofi
strax nú í sumar. En það þarf svo
sannarlega lagabreytingu til að
hækka þakið og ég vona að hæst-
virtur ráðherra þekki betur aðra
málaflokka sem undir hana heyra.“
Hálftíma síðar kvaddi þingmað-urinn sér aftur hljóðs undir
sama dagskrárlið, var þá heldur
daufari og sagði: „Hæstvirtur for-
seti. Þetta er hálfgerð sneypuför.
Ég verð að koma hingað og biðja
hæstvirtan félags- og húsnæðis-
málaráðherra afsökunar. Ég sagði
að hún hefði rangt fyrir sér, að það
þyrfti lagabreytingu til að breyta
þakinu í fæðingarorlofslögunum,
en það er þannig að ef á að hækka
þakið dugir reglugerð.“
Nú er það auðvitað svo að Sig-ríður bar fyrirspurn sína upp
undir dagskrárliðnum óundirbúinn
fyrirspurnartími, en það er ekki
þar með sagt að fyrirspurnirnar
verði að vera óundirbúnar og van-
hugsaðar.
Sigríður Ingi-
björg Ingadóttir
Sannarlega
sneypuför
STAKSTEINAR
YOUR TIME IS NOW.
MAKE A STATEMENT WITH EVERY SECOND.
Pontos Day/Date
Sígild en engu að síður nútímaleg
hönnun sem sýnir það allra nauðsynlegasta.
Áreiðanlegt sjálfvindu úrverk sem sýnir
vikudaga og dagsetningu. Einfalt
og stílhreint úr sem sendir skýr skilaboð.
jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 6 1 Kringlan Smáralind
Veður víða um heim 18.5., kl. 18.00
Reykjavík 6 skúrir
Akureyri 8 léttskýjað
Nuuk 4 léttskýjað
Þórshöfn 4 heiðskírt
Ósló 12 skýjað
Kaupmannahöfn 13 léttskýjað
Stokkhólmur 14 léttskýjað
Helsinki 9 léttskýjað
Lúxemborg 14 alskýjað
Brussel 15 alskýjað
Dublin 13 alskýjað
Glasgow 12 rigning
London 11 rigning
París 13 rigning
Amsterdam 17 alskýjað
Hamborg 17 léttskýjað
Berlín 15 rigning
Vín 17 skýjað
Moskva 17 rigning
Algarve 26 heiðskírt
Madríd 24 heiðskírt
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 19 heiðskírt
Róm 18 heiðskírt
Aþena 21 léttskýjað
Winnipeg 17 heiðskírt
Montreal 10 heiðskírt
New York 16 léttskýjað
Chicago 11 rigning
Orlando 26 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
19. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:58 22:52
ÍSAFJÖRÐUR 3:34 23:25
SIGLUFJÖRÐUR 3:16 23:10
DJÚPIVOGUR 3:21 22:28
Síðustu farþegar
Icelandair sem
komust ekki frá
Boston á mánu-
dagskvöld áttu að
koma heim með
flugvél sem lagði
af stað í gær. Ice-
landair flýgur
tvisvar á dag til
Boston.
Boeing 767-
þotu félagsins var snúið við á mánu-
dagskvöld þegar ekki tókst að taka
upp öll hjólin eftir flugtak. Guð-
mundur Jensson farþegi sagði að
vélin hefði flogið lágflug í um hálf-
tíma þar til flugstjórinn tilkynnti að
um tæknilega bilun væri að ræða.
Flugvélinni var lent aftur í Boston.
Farþegarnir biðu um borð í um 45
mínútur og tóku svo föggur sínar og
var ekið á hótel, að sögn Guð-
mundar. Hann kvartaði yfir því að
upplýsingagjöf af hálfu flugfélagsins
hefði verið ónóg en hrósaði stöðv-
arstjórum Icelandair í Boston.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, sagði að 260 far-
þegar hefðu verið í flugvélinni. Tek-
ist hefði að koma 240 þeirra í aðrar
flugvélar eða með öðrum flug-
félögum á mánudag og þriðjudag.
Um 20 manns fengu ekki far fyrr en
í gær.
Guðjón sagði það misskilning að
beðið hefði verið eftir varahlutum
frá Íslandi til að laga flugvélina.
„Til að hægt sé að skoða svona bil-
un þarf að lyfta vélinni upp. Við
þurftum að sækja tjakka til Norður-
Karólínu til að geta lyft vélinni og
skoðað hana. Það er ástæða þess
hvað skoðunin tók langan tíma,“
sagði Guðjón. Hann hafði ekki fengið
upplýsingar síðdegis í gær um hvað
olli biluninni. Guðjón átti allt eins
von á að flugvélinni yrði flogið til Ís-
lands í gær eða í nótt. gudni@mbl.is
Allir far-
þegarnir
komnir
Vantaði tjakka til
að lyfta þotunni
Guðjón
Arngrímsson